Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994
21
aði starfsmönnum upp í 300, þar af
150 gyðingar, og við árslok 1942 var
starfsemin rekin á 45.000 fermetrum
með 800 menn og konur í vinnu.
Gyðingarnir, sem þá voru 370, komu
frá gettóinu í Kraká.
Herr Direktor
Samskipti Schindlers og gyðing-
anna einkenndust af mikilli var-
færni. Á þessum tíma hafði hann
ekki bein tengsl við aðra en þá, sem
unnu á skrifstofunum, til dæmis
Stern, en þeir vissu fullvel, að hlut-
skipti þeirra var miklu betra en
þeirra, sem unnu í öðrum verksmiðj-
um svo ekki sé talað um þá, sem
fengu ekki að fara út úr gettóinu en
um þetta leyti var brottflutningurinn
til Áuschwitz að hefjast. Þótt þeir
vissu ekki hvers vegna, þá skildu
þeir, að Herr Direktor var að gæta
þeirra með einhverjum hætti.
Andrúmsloftið í verksmiðjunni ein-
kenndist af einhvetju öryggi og fljót-
lega báðu menn um að ástvinir þeirra
og vinir fengiu að njóta þess líka.
Það barst fljótt út meðal gyðinga í
Kraká, að verksmiðjan hans Schindl-
ers væri góður staður og Schindler
hjálpaði starfsmönnum sínum án þess
þeir vissu það með því að falsa verk-
smiðjuskrárnar. Aldrað fólk yngdist
um 20 ár; börn voru skráð sem full-
orðin og læknar, lögfræðingar og
verkfræðingar voru skráðir sem
málmsmiðir alls konar en þeir voru
taldir ómissandi fyrir stríðsrekstur-
inn.
Það var á fárra vitorði meðal gyð-
inganna hvernig Schindler eyddi
kvöldunum en þau notaði hann til
að veita og skemmta yfirmönnum
SS-sveitanna og þýska hersins í
Kraká. Þannig aflaði hann sér áhrifa-
mikilla vina og persónutöfrar hans
og að því er virtist pólitískur áreiðan-
leiki gerðu hann mjög vinsælan með-
al nasistaforingjanna í borginni.
Vodkaveisla ó
skrifstofunni
Stem lét þó ekki öryggiskenndina
blekkja sig. Hann vissi, að þeir stóðu
allir á barmi hyldýpisins. Frá bók-
haldaraborðinu sínu sá hann í gegn-
um glerhurðina fyrir einkaskrifstofu
Schindlers. „Næstum alla daga, frá
morgni til kvölds, komu embættis-
menn og aðrir gestir í verksmiðjuna
og það gerði mig taugaóstyrkan.
Schindler var vanur að veita þeim
vodka og slá á létta strengi við þá
en þegar þeir voru farnir kallaði hann
á mig, lokaði dyrunum og sagði mér
hljóðiega hvað þeir hefðu viljað. Hann
sagði þeim alltaf, að hann vissi nú
hvernig ætti að fá þessa gyðinga til
að vinna og bað um fleiri og fleiri."
Sehindler var aldrei með neinar skýr-
ingar á gjörðum sínum og gaf aldrei
í skyn, að hann væri andfasisti en
smám saman fór Stern að treysta
honum.
Á sama tíma og fólkið í gettóinu
var myrt á götunum, lést úr sjúkdóm-
um eða var flutt til Auschwitz
skammt frá, hélt lífið áfram í verk-
smiðjunni eins og í lágum hljóðum.
13. mars 1943 kom síðan skipun um
að loka gettóinu. Alla gyðingana
skyldi flytja í nauðungarvinnubúðir í
Plaszow fyrir utan borgina. Þar voru
aðstæðurnar skelfilegar og mörg
hundruð manna ýmist dóu í búðunum
eða voru flutt til Auschwitz. Skipun-
in um útrýmingu allra gyðinga hafði
verið gefin.
Stern var fluttur til búðanna í
Plaszow eins og aðrir íbúar gettósins
en hann og margir aðrir héldu áfram
að vinna í verksmiðjunni. Dag einn
veiktist hann alvarlega og sendi
Schindler boð um hjálp. Hann hrað-
aði sér til búðanna með nauðsynleg
lyf og hélt áfram heimsóknum sínum
þar til Stern hafði náð sér. Það sem
Schindler sá í búðunum í Plaszow
hafði augljóslega mikil áhrif á hann
og hann var farinn að hafa miklar
áhyggjur af ástandinu að öðru leyti.
Vaxandi halur
Gyðingahatrið var orðið slíkt og
þvílíkt, að Schindler gat ekki lengur
gcrt að gamni sínu við þýsku embætt-
ismennina, sem komu til að líta eftir
í verksmiðjunni. Þetta tvöfalda líf
hans var að vcrða æ erfiðara og
ýmis hættuleg atvik urðu æ tíðari.
Einu sinni komu þrír SS-menn í verk-
smiðjuna fyrirvaralaust og áttu í
þrætu sín í milli. „Ég segi ykkur, að
gyðingar eru jafnvel á lægra plani
en skepnurnar," sagði einn þeirra,
tók upp skammbyssu og skipaði
FYRSTU eiginlegu endurfundimir ó veitingahúsi í París 1949. Þó höfðu flestir Schindlergyðinganna ekki hitt þau
hjónin |lengst til hægrijí fjögur ðr.
hringiðu siðleysis og mannfyrirlitn-
ingar. Um það leyti sem ríki nasista
var að hrynja til grunna var hringt
til hans frá brautarstöðinni í Brnenec
og spurt hvort hann kærði sig um tvo
lestarvagna fulla af hálffrosnum gyð-
ingum. Þeir voru 100 talsins, nær
dauða en lífi, og gaddurinn var svo
mikill að það var ekki hægt að opna
vagnana. Enginn annar verksmiðju-
stjóri hafði viljað taka við þeim en
Schindler bað um, að vagnarnir yrðu
sendir til hans strax.
Ekki var hægt komast inn í vagn-
ana nema með öxum og logskurðar-
tækjum og síðan voru fangarnir born-
ir út eins og frosnir kjötskrokkar.
Þrettán voru látnir en með hinum var
enn lífsmark. Alla nóttina og í marga
daga og nætur unnu Schindler og
kona hans og nokkrir menn með þeim
að því að hlynna mönnunum. Áðrir
þrír létust en hinum tókst að bjarga.
Þannig gekk lífið fyrir sig í
Brnenec þar til Rússarnir komu 9.
i'náf. Þegár Sc'nindier var orðinn viss
um, að starfsmenn hans væru hólpn-
ir hvarf hann leynilega á braut ásamt
Emilie, konu sinni, og nokkrum nán-
ustu vina sinna meðal gyðinganna.
Til þeirra fréttist síðan ekkert fyrr
en nokkrum mánuðum síðar á herná-
mssvæði Bandaríkjamanna í Austur-
ríki. Sem yfirmaður í nauðungarvinn-
unni taldi Schindler vissara að eiga
ekki á hættu, að Rússarnir skytu
hann að óathuguðu máli.
Búinn aó missa fótfesluna
Bókhaldarinn og verksmidjustjórinn
ITZHAK Stern og Oskar Schindler á skrifstofu kanadíska blaðamannsins Her-
berts Steinhouse.
nærstöddum manni að taka upp rusl
af gólfinu og éta það. „Éttu það,“
öskraði hann og mundaði byssuna
og gyðingurinn tróð ruslinu ofan í
sig. „Sjáið,“ sagði SS-maðurinn um
leið og þeir gengu burt. „Þetta hefði
engin skepna gert.“
í annað sinn, þegar opinber SS-
nefnd kom til eftirlits í verksmiðjuna,
kom einn þeirra auga á gamlan gyð-
ing, Lamus, sem dróst yfir verk-
smiðjulóðina hörmulega á sig kom-
inn. Formaður nefndarinnar spurði
hvers vegna gyðingurinn væri svona
dapur á svip og honum var sagt, að
hann hefði misst konu sína og einka-
barn við nauðungarflutninginn úr
gettóinu. SS-maðurinn virtist komast
við og skipaði aðstoðarmanni sínum
að skjóta gyðinginn svo hann gæti
„sameinast fjölskyldu sinni á himni“.
Síðan sneri hann sér að öðru.
Schindler stóð eftir með aðstoðar-
manninum og Lamus. „Leystu niður
um þig buxurnar og gakktu af stað,“
skipaði aðstoðarmaðurinn Lamus,
sem eins og í leiðslu gerði eins og
honum var sagt. „Þú ert með af-
skipti af mínum agamálum," sagði
Schindler í örvæntingu en SS-maður-
inn virti hann ekki viðlits. „Þú ert
að eyðileggja starfsandann í verk-
smiðjunni, þetta hefur slæm áhrif á
framleiðsluna fyrir das Vaterland,“
muldraði Schindler um leið og SS-
maðurinn dró upp skammbyssuna.
„Þú færð vínflösku ef þú skýtur hann
ekki,“ hrópaði Schindler næstum og
var að missa stjórn á sér.
„Stimmt". Schindler til mikillar
furðu samþykkti SS-maðurinn þetta
brosandi, stakk byssunni í hulstrið
og leiddi Schindler inn á skrifstofu
eftir flöskunni.
Schindler heróir róóurinn
Atvik af þessu tagi og það, sem
Schindler hafði séð í búðunum i
Plaszow, voru líklega ástæðan fyrir
því, að hann færðist nú allur í auk-
ana í baráttu sinni fyrir gyðinga.
Vorið 1943 hætti hann að hafa
áhyggjur af framleiðslunni fyrir her-
inn en byijaði fyrir alvöru á makkinu
og mútugreiðslunum, sem urðu að
lokum svo mörgum til bjargar.
Schindler tók sér það nú fyrir
hendur að reyna að hjálpa föngunum
í Plaszow. Þá var búið að loka ýmsum
öðrum búðum í Póllandi og drepa
fangana, til dæmis í Treblinka og
Majdanck, og ekkert annað virtist
bíða gyðinganna í Plaszow. Stern
átti hugmyndina en kvöld eitt tókst
Schindler að fá einn diykkjufélaga
sinna, Schindler hershöfðingja, sem
var ekkert skyldur Oskar Schindler
en áhrifamikill sem yfirmaður birgða-
halds hersins í Póllandi, til að sam-
þykkja, að vinnubúðirnar í Plaszow
væru ákjósanlegar til raunverulegrar
stríðsframleiðslu. Á þeim tíma var
eina starfsemin þar viðgerðir á ein-
kcnnisbúningum. Aðstæðurnar í búð-
unum breyttust að vísu lítið en þær
voru teknar af listanum yfir þær, sem
leggja átti niður.
Þetta olli því, að Schindler fékk
góðan aðgang að Hauptsturmfiihrer
Amon Göth en staða hans vænkaðist
einnig mjög við þessa breytingu. Þeg-
ar Schindler lagði til að gyðingarnir,
sem unnu í verksmiðjunni hans, yrðu
fluttir í sérstakar búðir skammt frá
henni „til að spara tíma“ féllst Göth
á það og upp frá því átti Schindler
auðvelt með að smygla þangað mat
og lyfjum.
Allt lagt undir
Þegar kom fram á vorið 1944 var
undanhald Þjóðvetja á austurvíg-
stöðvunum í algleymingi. Skipun
barst um að tæma Plaszow og allar
aðrar búðir. Schindler og starfsmenn
hans vissu hvað það þýddi og nú var
komið að því fyrir. Oskar Schindler
að spila út trompinu, djarfri áætlun,
sem hann var með tilbúna.
Hann gerði sér nú títt við alla
drykkjufélaga sína og treysti sam-
böndin, sem hann hafði innan hersins
og meðal iðnrekenda í Kraká og Var-
sjá. Hann skjallaði menn og mútaði
og barðist örvæntingarfullri baráttu
fyrir því, sem allir töldu vonlaust.
Hann leitaði til manna í Berlín og
linnti ekki látum fyrr en einhver ein-
hvers staðar í valdakerfinu, sem
kannski var orðinn leiður á þessu
naggi um þetta „smámál", gaf honutn
loks leyfi til að flytja 700 menn og
300 konur frá búðunum í Plaszow til
verksmiðju í Brnenec t Súdetahér-
uðunum í Tékkóslóvakíu. Flestir
hinna fanganna 25.000 í Plaszow
voru sendir til Auschwitz.
Allt þar til stríðinu lauk vorið 1945
héldu Schindler og starfsmenn hans
áfram að leika á nasistana nteð því
einu að halda lífi. í orði kveðnu átti
nýja verksmiðjan að framleiða hluti
í V2-flaugarnar en í þessa tíu mán-
uði, frá júlí 1944 til maí 1945, var
framleiðslan nákvæmlega engin.
Gyðingar, sem tókst að flýja þeg-
ar verið var að flytja eftirlifandi
fanga frá Auschwitz áður en Rúss-
arnir kæmu, fundu sér griðastað í
verksmiðjunni hans Schindlers og
hann gerðist jafnvel svo ósvíftnn að
biðja Gestapo að senda sér alla gyð-
inga, sem teknir væru á flótta „með
tilliti til hagsmuna stríðsframleiðsl-
unnar“. Þannig tókst honum að
bjarga 100 manns að auki. „Börnin"
hans Schindlers urðu 1.098, 801
karlmaður og 297 konur.
Allar eigurnar i mal, föt
og ly*
Schindlergyðingarnir voru nú al-
gerlega upp hann komnir og urðu
óttaslegnir væri hann hvergi nærri.
Manngæska hans og fórnir áttu sér
engin takmörk. Hann fór með hvern
einasta pening, sem hann átti eftir
í eigu sinni og seldi skartgripi konu
sinnar fyrir mat, föt, lyf og brenni-
vín til að múta SS-mönnunum. Em-
ilie, kona hans, eldaði og sinnti sjúk-
um og gat sér ekki minna orð en
maður sinn.
Þótt fólkið lifði allt í eilífum ótta
virðist Schindler hafa haldið ró sinni
á hvetju sem gekk. „Ég er líklega
fæddur forlagatrúar,“ segir hann nú.
„Eða kannski var ég bara hræddur
við það ástand, sem skapaðist ef
menn misstu vonina og stjórn á sjálf-
um sér. Ég varð að vera bjartsýnn
þeirra vegna.“
Ef til vill er eftirtektarverðust sú
mynd, sent Schindlergyðingar í fjór-
um heimsálfum draga upp af
Schindler í hlutverki sjálfskipaðs
verndara og bjargvættar í miðri
Fyrir Schindler sjálfan tóku við-
erfiðir tímar. Sem Súdetaþjóðveiji
átti hann enga framtíð í Tékkóslóvak-
íu og hann gat ekki lengur hugsað
sér að búa í Þýskalandi. Hann reyndi
þó að koma sér fyrir í Regensburg
og síð.ar í Munchen en lifði oft aðal-
lega á gjöfum, sem Schindlergyðing-
arnir í Ameríku sendu honum. Loks-
ins varð úr, að sérstök hjálparstofn-
un, sem hafði yfírumsjón með aðstoð
við gyðinga, tæki mál hans að sér.
Þannig er sagan um Schindler en
þeirri spurningu er enn ósvarað að
mörgu leyti hvað það var, sem gaf
honum kjark og þor. Líklega veit
enginn Schindlergyðinganna rétta
svarið en sumir hafa getið sér til, að
utn einhvers konar sektarkennd haft
verið að ræða. Hann hefði ekki feng-
ið verksmiðjuna í Kraká nema af því
að hann var félagi í flokki Súdetaþjóð-
vetja, nasistasamtökum, sem störf-
uðu fyrir stríð, en þegar spurst er
fyrir um hann á heimaslóðunum verð-
ur myndin jafnvel enn óskýrari en
áður.
Gyðingurinn Ifo Zwicker var ekki
aðeins einn þeirra, sem Schindler
bjargaði, heldur bjó hann áður í Zwit-
tau og þekkti til hans. Eftir að hafa
lofað Schindler einlæglega getur
hann þó að ser gert að bæta við eins
og hikandi: „í Zwittau hefði mér aldr-
ei dottið í hug, að hann væri fær um
þetta. Ég á við, að fyrir stríð var
hann alltaf kallaður Gauner (svindl-
ari).“
„Persónuleikinn bjargaói
okkur"
Schindler er nú (1949) fertugur
að aldri, hár og myndarlegur og oft-
ast með bros á vör. Gráblá augun
brosa líka nema þegar talinu víkur
að liðnum tíma. Þá verður hann illi-
legur á svip og ber saman krepptum
hnefum í niðurbældri reiði. Þegar
hann hlær, hlæja allir með honum.
„Það var persónuleiki hans umfram
allt sem bjargaði okkur,“ segir einn
gyðinganna.
Fyrir nokkrum mánuðum og eftir
nokkurra ára tilraunir fékk Sehindler
að flytjast burt frá Þýskalandi. Hjálp-
arstofnun gyðinga lét hann fá pen-
ingaupphæð, vegabréfsáritun til Arg-
entínu og farmiða. Oskar og Emilie
Schindler munu taka skipið í Genúa
og sigla þaðan á vit nýrrar framtíð-
ar. I Suður-Ameríku bíða mörg „börn-
in“ hans eftir honum.
(Sehindler-hjónin komust til Argent-
ínu en fyrir Oskar var lífið að stríðinu
loknu ein samfelld sorgarsaga. Þau
hjónin skildu 1957 og hann lenti í
gjaldþroti. Hann fór til Vestur-Þýska-
lands og lifði þar á gjöfum frá
Schindlergyðingunum, sem stóðu í
ævarandi þakkarskuld við hann. Þeg-
ar hann lést 1974 var einsta'ð saga
hans enn lítt kunn annars staðar en
í ísrael þar sem honum var gefið virð-
ingarheitið „ærlegur maður". Hann
hvílir nú á Zíonfjalli í Jerúsalem.)