Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 23

Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994 23 Skagafjörður Grásleppu- vertíð fer sæmilega af stað Hofsósi. GRÁSLEPPUVERTÍÐ virðist ætla að fara sæmilega af stað á Skagafirði i ár. Frá Hofsósi eru tveir bátar gerðir út á grásleppu og hefur aflast nokkuð vel þegar gefið hefur á sjó, en gæftir hafa verið með eindæmum stirðar í vor. Fréttaritari átti samtal við Þor- björn Jónsson, en hann er eigandi annars bátsins sem gerður er út á grásleppu héðan. Hann sagði, að það væri allt annað útlit nú en í fyrra. Þó sagði hann að þorskur væri svo mikill þar sem þeir væru með grásleppunetin, að hann lokaði hreinlega netunum á köflum svo engin grásleppa kæmist þar í. Ekki þýðir fyrir þessa báta að hirða þorskinn þar sem þeir hafa engan kvóta og sagði Þorbjörn, að þeir mættu koma með þorskinn í land en þeir yrðu að skila andvirði hans til ríkisins ef þeir seldu hann og kvaðst hann ekki nenna að koma með þorskinn í land upp á þessa kosti. Er álit manna að þetta stuðli að því að þorski sé hent engum til gagns, en svona eru nú lögin í okk- ar landi. Tveir smábátar hafa róið með línu og hefur afli þeirra verið góður þeg- ar gefið hefur á sjó, en algengt er, að ekki hafi verið hægt að róa nema einu sinni í viku og stundum ekki það. Einn bátur er gerður út á rækju frá Hofsósi og hefur afli hjá honum verið mjög góður, eins og öðrum rækjubátum á Skagafirði. I upphafi rækjuvertíðar sl. haust var úthlutað 200 tonna veiði á Skagafirði á fjóra báta, en þrír þeirra eru gerðir út frá Sauðárkróki. Síðar á vertíðinni var svo bætt við 200 tonnum og nú fyrir skömmu var enn bætt við 100 tonnum, enda segja sjómenn á rækjubátunum að nóg sé af rækju í firðinum. Rækjan er unnin í rækju- vinnslunni Dögun á Sauðárkróki. - Einar -----» ♦ ♦---- G-listinn íNes- kaupstað Neskaupstað. BIRTUR hefur verið framboðslisti Alþýðubandalagsins fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Þrír af núverandi bæjarfulltrúum flokksins þau Klara Sveinsdóttir, Sigrún Geirsdóttir og Einar Már Sigurðarson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjar- sljórn. Alþýðubandalagið hefur nú 5 af 9 fulltrúum í bæjarstjóm. Við uppstillingu listans var að mestu leyti farið eftir úrslitum skoð- anakönnunarinnar sem var 5. mars sl. Listann skipa eftirtaldir: Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar, Stefanía Guðbjörg Gísladóttir, bóndi, Magnús Jóhannsson, ijár- málastjóri, Steinunn Lilja Aðal- steinsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri, Petrún Björg Jónsdóttir, íþrótta- kennari, Guðmundur Rafnkell Gísla- son, iðnnemi, Jón Már Jónsson, vél- stjóri, Guðjón Björgvin Magnússon, blikksmiður, Jóna Katrín Aradóttir, húsmóðir, Eysteinn Þór Kristinsson, íþróttakennari, Þórey Þorkelsdóttir, skrifstofumaður, Kolbrún Skarp- héðinsdóttir, verslunarmaður, Jón Valgeir Jónsson, vélvirki, Oddný Guðmundsdóttir, ræstitæknir, Val- geir Guðmundsson, sjómaður, Klara Sigríður Sveinsdóttir, húsmóðir og Einar Már Sigurðarson, skólameist- ari. - Agúst. KOMIDOG DANSlD! 1 æstu námskeið 19. -20. apríl og 23. - 24. apríl :RÐU LÉTTA DANSSVEIFLU ÁTVEIM dögumí 620700 Áhugahópur um almenna dansþátnöku á íslandi hringdu núna KANTRY-RANTRY Fáksfélagar, haldið verður KÁNTRÝKVÖLD SÍÐASTA VETRARDAG f Félagsheimili Fáks. Miðar seldir á skrifstofu 18., 19. og 20. apríl. Húsið opnað kl. 22.00 og hleypt er inn til kl. 24.00. Tökum fram kántrý klæðnaðinn og dönsum inn í sumarið með kúrekahattinn. Aldurstakmark 20 ára. Kvennadeild Fáks. “upnunan/eisla” DLl 1 líerslunin Rafha í Hafnarfirði og verslunin Rafha í Borgartúní hafa nú verið sameinaðar í eina verslun á Suðurlandsbraut 16, Reykjavík ZANUSSI ELDHUS BAD FATASKAPAR ELDHUS Opiðs Laugardag frá kl. 9-18 og sunnudag frá kl. 10-17 Boðið er upp á kaffi, kók og nasl Öll verð eru staðgreiðsluverð. MUNALAN SUÐURLANDSBRAUT 16 • SIMI 880 500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.