Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 41

Morgunblaðið - 17.04.1994, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 17. APRIL 1994 Minning Krislján Knútur Jónasson Isafirði Kristján Knútur Jónasson lést af völdum snjóflóðsins sem féll yfir skíðasvæðið og sumarbústaða- byggðina að morgni þriðjudagsins 5. apríl sl. Menn setti hljóða á ísafirði þegar fréttin um snjóflóðið barst út. Eyðileggingu á mannvirkj- um er hægt að bæta, en mannslífíð ekki. Kristján Knútur var fæddur á ísafirði 19. nóvember 1934. Hann var sonur Jónasar Guðjónssonar húsasmíðameistara, og Jónu Petó- línu Sigurðardóttur. Kristján var gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði og lauk húsasmíðanámi frá Iðnskólan- um á ísafirði og var meistari í húsa- smíðaiðn. Kristján vann ýmis störf til sjós og lands frá blautu barnsbeini. Kunnastur er hann þó af vett- vangi, sem framkvæmdastjóri hf. Djúpbátsins. Kristján var fæddur á kreppuár- unum þegar lífsbaráttan var hörð á ísafirði eins og annar staðar. Víst hefur ekki verið mulið undir Kristján í uppvextinum. Á ísafirði ríkti hins vegar framfarasókn á þessum árum. Framfarahuginn og áræðið hefur Kristján drukkið í sig í uppvextinum. Það ásamt góðum gáfum, hugrekki og hrífandi per- sónuleika reyndist Kristjáni gott veganesti í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur síðar á lífsleiðinni, öðrum ísfirðingum til hagsbóta. Með fráfalli Kristjáns er genginn einn af þeim mönnum sem settu mestan svip á ísafjörð síðustu árin. Kristján var um langan tíma einn af forystumönnum íþróttamála á Isafirði og sat um tíma í stjórn Knattspyrnusambands Islands. Hann var mikilsvirkur í atvinnumál- um, var hvatamaður að stofnun og endurreisn margra fyrirtækja, svo sem Togaraútgerðar ísafjarðar og rækjuverksmiðjunnar Bakka í Hnífsdal. Þá lagði hann mikið af mörkum til ferðamála, m.a. í gegn- um starf sitt sem framkvæmda- stjóri Djúpbátsins. Kristján var alla tíð virkur á hinu pólitíska sviði. Hann var um skeið formaður Alþýðuflokksins á ísafirði og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um fyrir Alþýðuflokkinn. Kristján var kjörinn bæjarfulltrúi á ísafirði 3. júní 1982 og sat í bæjarstjóm samfleytt í 12 ár. Forseti bæjar- stjórnar var hann í átta ár. Krist- jáni voru falin margvísleg trúnaðar- störf á sviði sveitarstjórnarmála og á öðrum opinberum vettvangi, var hann m.a. formaður stjórnar Heil- sugæslustöðvar og Fjórðungs- sjúkrahúss til dauðadags. Kynni okkar Kristjáns hófust að ráði árið 1987 þegar ég kom sem aðalmaður inn í bæjarstjórn ísa- fjarðar. Kristján var þá forseti bæj- arstjómar og stýrði meirihlutasam- starfi Alþýðuflokks, Framsóknar og Alþýðubandalags. í hlutverki for- seta bæjarstjórnar nutu margir kostir Kristjáns sín vel. Hann var mjög fljótur að sjá aðalatriði hvers máls og eiginlegt að laða menn til samstarfs. Hann var snjall samn- ingamaður, rökfastur en sá þó vel rök annarra. Harin var óþreytandi eldhugi við allt sem hann taldi ísafírði vera til hagsbóta, má þar t.d. nefna byggingu nýs íþrótta- húss. Hann var óvenju reiknings- glöggur maður og var oft búinn að reikna í huganum það sem við hin vomm að reikna á vélar. Þrátt fyr- ir alla þessa eiginleika hreifst mað- ur þó mest af Kristjáni fyrir hlýlegt viðmót og létta lund. Honum var létt að sjá hið skoplega í hlutunum og sagði skemmtilega frá og var einstaklega hnyttinn í tilsvörum. Lifa mörg tilsvör hans enn á vörum samferðamannanna. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Hansína Einarsdóttir frá Hnífs- dal. Eignuðust þau fimm börn. Voru þau hjón samhent og heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og hlýju. Af þeirra fundi fór fólk ævin- lega ríkara en það kom, enda voru þau vinamörg. Ég færi fjölskyldu Kristjáns sam- úðarkveðjur frá mér og Helgu konu minni og óska þeim guðsblessunar. Smári Haraldsson, bæjarstjóri á Isafirði. Þegar veröldin er allt í einu hætt að vera lítið, einangrað sjávarþorp og hefur breyst í kaupstað er ekki undarlegt þótt átta ára snáða finn- ist hann hálf ruglaður í ríminu. Og ekki bætir það úr skák fyrir ungum Iandnema þegar litli barna- skólinn í þorpinu, sem hann þekkti orðið svo vel, er allt í einu orðinn að stærðarinnar húsi á tveimur hæðum með mörgum herbergjum og jafn mörgum krökkum í hverju herbergi og voru í öllum litla skólan- um. Þegar þannig stóð á fyrir mér, nýfluttum með fjölskyldu minni frá Bolungarvík til ísafjarðar fyrir röskum 50 árum, var mikils virði að kynnast fljótt strákum í hverfinu og eignast leikfélaga. Ég átti heima á Bökkunum. Bak við húsið var stórt port. Þar hafði augsýnilega átt að byggja geymslu, sem aldrei varð meira en grindin ein, upplagt leiktæki enda klifurgrindur vinsæl- ar á sérhönnuðum leikvöllum nú- tímans. Þótt portið væri til margra hluta gagnlegt fullorðna fólkinu var það tíðum leikvöllur. I snúrustólpa, sem faðir minn setti upp, negldum við nagla með jöfnu millibili, kræktum á band og til að fá snúruna lárétta út frá staurnum hélt einhver okkar strákanna í hinn endann. Við þessar frumstæðu aðstæður komst ég fyrst í kynni við „fijálsar íþróttir". Þarna æfðum við stangar- stökk, stundum við takmarkaðan fögnuð foreldra okkar þegar ómjúk lending á harða mölina gataði buxnarass eða blóðgaði lófa. Meðal þessara ungu og áhuga- sömu íþróttagarpa var drengur, ljós yfírlitum, ákaflega grannur og ekki líklegur til afreka þótt annað ætti eftir að koma í ljós, bæði þarna í portinu og síðar á lífsleiðinni hvort heldur var í leik eða starfi. Alls staðar átti hann eftir að láta að sér kveða. Hann var strax til forustu fallinn, enda oftast miðdepill allra okkar athafna og uppátekta sem sjaldan fullnægðu þörfinni. Þessi einn af mínum fyrstu leik- félögum á ísafirði, Kristján Knútur Jónasson, var nágranni minn, átti heima í Myllunni, litlu húsi við Tangagötuna, hjá móður sinni, Jónu Petólínu, og Högna bróður sínum, sem forlögin klipptu á lífsþráðinn hjá með sama hætti og hjá Krist- jáni fyrir tæpum tuttugu árum. Eldri systkini þeirra bræðra voru þá farin að heiman. Ósjálfrátt hrökk hugurinn þessi ár aftur í tímann þegar mér bárust þau hörmulegu tíðindi að morgni þriðjudags 5. þ.m. að snjóflóð hafði þurrkað út skíðasvæðið á Selja- landsdal og sumarhúsabyggðina í Tunguskógi, Kitti Jónasar hefði lát- ið lífið og Hanna, kona hans, lægi slösuð á sjúkrahúsi. Á vissum augnablikum stöðvast tíminn, svo frnnst manni að minnsta kosti þar til maður áttar sig á því að klukkan tifar og verður ekki færð til baka. Og þá fyrst verður manni ljós smæð okkur þegar dauð- ans óvissi tími kemur í opna skjöldu. í þessum fáu orðum mínum ætla ég ekki að rekja æviferil Kristjáns Jónassonar og störf hans til sjós og lands, jafn margbreytileg og þau voru, né festa á blað frekar en orð- ið er allar þær æskuminningar sem nú hrúgast upp og tengjast árunum þegar hann átti heima í Myllunni og síðar í Fjarðarstrætinu. Bara til að gera minningunum skil þyrfti heila bók. Og þótt þær séu þess eðlis að fyrir allra augu mættu koma eru þær kærari hljóðum huga í einrúmi. Þess vegna bíða þær betri tíma, ef þeim á annað borð er ætlað að verða annað og meira en hugarþægð þess er notið hefur. Leiðir okkar Kristjáns sköruðust oftar en á Mylluárunum. Við áttum _______________________________41 samleið í íþróttahreyfingunni og síðar í pólitíkinni, þótt ég hafi reyndar verið hættur afskiptum þar af þegar hann haslaði sér völl á þeim vettvangi. En hvort heldur lit- ið er til íþróttahreyfingarinnar eða á svið bæjarmála þá stöndum við öll í mikilli þakkarskuld við Krist- ján. Störf hans að þessum málum munu um ókomin ár halda nafni hans á loft. Kristján unni heima- byggð sinni. Það er skarð fyrir skildi við fráfall hans. Kristján Jónasson gaf áhugamál- um sínum ómældan tíma. Og hann gerði það í svo ríkum mæli að ókleift hefði verið ef annar eins klettur og Hansína Einarsdóttir, eiginkona hans, hefði ekki staðið honum að baki. Hugur þeirra var einn og það væri létt verk að leiða fram tugi vitna um heimilið að Engjavegi 29, sem stóð öllum opið nánast hvenær sem var. Þeim Kitta og Hönnu varð fimm barna auðið, fjögurra sona og einn- ar dóttur. Öll eru þau hin mannvæn- legustu og hafa fengið ríkulega í vöggugjöf þá eðliskosti foreldranna, sem lífsstarf þeirra hjóna ber gleggst vitni. I dag kveðjum við góðan dreng, mætan borgara sem allir ísfírðingar þekktu. Við fráfall hans myndast skarð, sem af mörgum ástæðum verður ekki fyllt. Að leiðarlokum bið ég hinum látna skólabróður og æskuvini blessunar á Guðs vegum. Elsku Hanna. Við hjónin sendum , þér, börnunum, tengdabörnum, barnabörnum og öllu ykkar fólki, innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um ykkur blessunar þess er yfir öllu vakir. Megi minningin um eig- inmann, föður, tengdaföður, afa og bróður vera sproti huggunar sem leiðir ykkur út úr dimmum dal sakn- aðar inn í ljós þakklætisins fyrir að hafa átt og notið Kristjáns vinar míns Jónassonar. Sigurður J. Jóhannsson. Fleiri minningagreinar um Krist- ján Knút Kristjánsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. □ GIMLI 5994041819 III = 1 I.O.O.F. 3 = 1744188 = O □ M(MIR 5994041819 I 1 Fri. □ HELGAFELL 5994041819 IV/V 2 I.O.O.F. 10 = 1744188 = Kristniboðsfélag karla, Reykjavík Fundur verður i Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, mánu- dagskvöldið 18. aprfl, kl. 20.30. Séra Sigurjón Árni Eyjólfsson sér um fundarefnið. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma kl. 11.00 og 20.30. Bengt Sundberg prédikar á báöum samkomunum. AIEir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 16.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. RæÖumaður Hafliði Kristinsson. Niðurdýfingarskírn. Unglinga- kórinn undir stjórn Kim Fitzger- ald syngur. Barnagaesla og barnasamkoma á sama tíma. Állir hjartanlega velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Söfnuðurinn Elím Grettisgötu 62 Kristilegar samkomur: Sunnudaga kl. 17.00. Þriðjudaga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Nýja postulakirkjan Islandi, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Wilfried Ceh prestur messar. Hópur frá Bremen í heimsókn. Verið velkomin í hús drottins. Sðmhjálp Almenn samkoma í Þríbúðum í dag kl. 16.00. Fjölbreyttur söng- ur. Samhjálparkórinn tekur lag- ið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. KROSSÍNN AifiVwfefeti 2 • KopmodHf Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur bibliulestur kl. 20.30. Laugardagur unglinga- samkoma kl. 20.30. auglýsingar Kvöldmessa með altarisgöngu í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Séra Magnús Bjömsson og séra Gísli Jónasson þjóna. Allir hjartanlega velkomnir. Fjallið mannræktar- stöð, Krókhálsi 4, (Harðviðar- valshúsið), s. 91-672722. Einkalestrar Breski miðillinn Connie Baker er með einkalestra til 30.4. Tímapantanir í síma 672722 milli kl. 10 og 15 daglega. Túlkur. UTIVIST Hallveigarstig 1 • sirni 614330 Dagsferð sun. 17. april Kl. 10.30. Gamla þjóðleiðin yfir Hellisheiði. Gengið verður frá Kambabrún að Kolviðarhól. Skfðagönguferð frá Húsafelli um Kaldadal að Þingvöllum 21.-24. aprfl Gist í skála og tjöldum, ferð fyr- ir vel þjálfað skíðagöngufólk. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Dagsferð á sumardaglnn fyrsta 21. aprfl kl. 10.30. Gengið um Esjuhlíöar. Dagsferð sunnud. 24. aprfl kl. 10.30 Selatangar. Útivist. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Breski miðillinn Joan Hughes starfar hjá félaginu 18.-30. april. Hún verður með einkatíma (re- adings) og eru bókanir hafnar í símum 18130 og 618130. Stjómin. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Unglingablessun, barnablessun og brotning brauðsins. Almenn samkoma kl. 20.00 Eiður H. Ein- arsson prédikar. Allir velkomnir. Munið biblíulestur sr. Halldórs S. Gröndal miðvikudaginnn kl. 18.00, þeir eru öllum opnir. „Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur." \x—T7 KFUM V SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60. Samkoma i kvöld kl. 20.00 í Kristniboðssalnum. Gestir frá Kristilegum skólahreyfingum á Norðurlöndum taka þátt í sam- komunni. Upphafsorð hefur Ár- sæll Aðalbergsson en hugleið- ingar hafa þeir Leif Andersen frá Danmörku og Stefan Gustafsson frá Svíþjóð. Allir eru velkomnir á samkom- una. Kaffi á eftir. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Fundur mánudaginn 18. april kl. 20.00 í safnaöarheimili Laug- ameskirkju. Gestir kristniboðamir Skúli Svavarsson S(K og Kjellrún Svavarsson hjúkrunarfræðingur. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SIMI 682533 Sunnudagur 17. aprfi kl. 13.00. Lýðveldisgangan 1. áfangi Bessastaðir - Gálgahraun - Hraunholtslækur. Lýðveldis- gangan er skemmtileg raðganga fyrir alla í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins í 8 áföngum frá Bessastöðum til Þingvalla. For- seti fslands mun setja gönguna af stað á Bessastöðum, en fyrsta áfanganum lýkur við brúna á Hraunsholtslæk í Garðabæ. Fjölskyldufólk á kost é styttri og auðveldari göngumöguleika í öll- um áföngunum. Allir fá þátttökuseðil sem gildir sem happdrættismiði. Ferðir í verölaun. Brottför með rútu frá BSÍ, austanmegin kl. 13.00. (Stansað m.a. við Ferðafélags- húsið Mörkinni 6, biðskýlið Bitabæ Garðabæ og Engidal v/Hafnarfjörð.) Verð aðeins kr. 400 og frítt f. börn 15 ára og yngri. Sjá grein um gönguna og kort í ferðablaði Mbl. föstudag. Þátttakendur geta einnig komið á eigin farartækjum að Bessa- stöðum fyrir kl. 13.30. Verið með í öllum átta ferðunum. Lýðveldis- göi;gunni lýkur sunnudaginn 26. júni og helgina þar á eftir (1.-3. júlí) verður fjölskylduhelgi f Þórs- mörk sem þátttakendur og aðrir eru hvattir til að mæta á. Muniö ferðina út á Reykjanes sumar- daginn fyrsta 21. aprfl kl. 13.00 (65 ár frá fyrstu ferð F.I.). SkíAaganga sun. 17. apnl kl. 10.30. Bláfjöll-Kleifarvatn Skíöagöngurnar halda áfram af fullum krafti meðan snjóalög leyfa. Brottför kl. 10.30 frá BSI, austanmegin (og Mörkinni 6). Næstu helgarferðir: Fimmvörðu- háls-Eyjafjallajökull 21.-24. apríl og sumri heilsaö í Þórs- mörk 22.-24. aprfl. Snæfellsjökull 22.-23. apríl, ný ferð. Ferðafélag íslands. Kl. 11.00: Helgunarsamkoma og sunnudagaskóli. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Kapteinn Miriam Óskarsdóttir stjórnar og talar á samkomum dagsins. Bókamarkaður Trúarlegar bækur í versluninni Jötu dagana 5. aprfl-3. maí. Úrval bóka á hreint ótrúlegu verði, einnig er boðið upp á not- aöar bækur á GJAFVERÐI. Hljómplata fylgir hverri bók sem keypt er. Gerðu þér ferð, það borgar sig. Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00. Laugardaga frá 10.00-13.00. Jata, fyrir þig. dHfllini ir l/grslunin ÍKTT/j Hátúni 2, JPr I sími 25155.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.