Morgunblaðið - 17.04.1994, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 17. APRÍL 1994
Kappróður fór fyrst fram á
Islandi sem heimild er til
um 1. desember 1870 á
Akureyrarpolli. Þar var
keppt á tveimur sexæringum og
tveimur fjögramannaförum (ferær-
ingum). Nú er til einn feræringur í
Reykjavík og annar kemur frá Noregi
í júní.
Aðstæður fyrir kappróður á
íslandi hafa ekki verið
nægilega góðar í gegnum
árin. Ræðarar í Reykjavík
hafa alla tíð haft aðstöðu í Nauthóls-
vík. Ármenninga og KR-ingar höfðu
aðstöðu þar þegar þeir byrjuðu að
æfa róður 1920, en þá fyrst var keppt
um „Kappróðrarhorn íslands".
I akka varð öllum róðrar-
Iáhöldum niður í Nauthóls-
I víkinni 1940 þar sem
breski herinn tók bátahús
til umráða og lokaði Fossvognum og
Skerjarfirði fyrir umferð smábáta.
Kappróðrabátar Ármanns og KR voru
settir í geymlu í bifreiðaverkstæði
Egils Vilhjálmssonar.
Posillipo heitir róðrafélagið,
sem ítalski þjálfarinn
Leone Tinganelli, keppti
með í Napolí, eða Circols
Nautics Posillipo. Tinganelli er geysi-
lega áhægður með áhugann og hvað
íslensku strákarnir leggja hart að sér
til að ná árangri.
Róðrarfélag Reykjavíkur var
stofnað 1950 að frum-
kvæði Ludvigs Ziemsens,
sem hafði fram að því ver-
ið leiðbeinandi hjá róðrardeild Glímu-
félags Ármanns. 1951 hófst keppni
aftur í kappróðri eftir seinni heims-
styrjöldina, en síðást var keppt um
Kappróðrahorn íslands 1960.
Oslitin sigurganga kappróðr-
arliðs Ármanns var á ár-
unum 1953-1955, en síð-
asta árið unnu Ármann-
ingar það afrek að vinna þrjá bikara
til eignar — meistarabikarinn, Reykja-
víkurbikarinn og Ármannsbikarinn.
Fyrst var keppt um Meistarabikarinn
1952.
Danmörk var fyrsta landið
sem ræðarar frá íslandi
heimsóttu til að keppa.
Það var 1937. Þess má
geta til gamans að fyrstu kappróðrar-
bátar Ármanns komu frá Danmörku
1921 — það voru svonefndir mennta-
skólabátar.
Upphaf róðrarkeppninnar
má rekja langt aftur í tím-
ann, en á 14. öld var farið
að keppa reglulega í Fen-
eyjum — bæði í karla- og kvenna-
flokki. Nútímakappróður á rætur sín-
ar að rekja til 1715, en þá kepptu
ferjumenn reglulega á Thames-ánni
í Englandi.
Róður hefur alltaf verið
Ólympíuíþrótt, en það byrj-
aði ekki vel, því að fella
varð róðrarkeppnina á
Ólympíuleikunum í Aþenu 1896 nið-
ur. Ástæðan fyrir því var að það var
svo mikill sjógangur. Það var svo á
ÓL 1900 í París sem fyrsta Ól-gullið
í róðri vannst.
Hin sigursæla sveit ís-
lands í Noregi. Friðrik Öm
Guðmundsson, Guðmund-
ur Gísli Ingólfsson, Leone
Tinganelli, þjálfari, Rób-
ert Öm Amarson, Geir
Steinþórsson, Ármann
Jónsson og stýrimaðurinn
Jón Einar Sverrisson. Eins
og sést á myndunum vom
aðstæður til æfinga frá-
bærar.
Á ÖLDUM áður héldu víkingar fleyum sínum frá Noregi, til að
gera strandhögg víðs vegar um Evrópu. Það er ekki langt síðan
sex ungir víkingar frá íslandi héldu til Noregs, þar sem þeir
sýndu stórhug og baráttuskap — og skutu jafnöidrum sínum ref
fyrir rass. Þeirra vopn var róðrarbátur. Hér er um að ræða drengi
frá Reykjavík sem fóru til að etja kapp við jafnaldra sína í Nor-
egi og fóru með sigur af hólmi. Þótt Islendingar hafi verið og
séu miklir sjósóknarar, hefur róðraríþróttin aldrei náð teljandi
vinsældum hér á landi. Mestu er þar um að kenna aðstöðu-
leysi, en einnig spilar veðurfar þar inní — keppni í róðri feryfir-
leitt fram á kyrru vatni, stilltum sjó eða þá á tilbúnum róðrar-
brautum. Á árum áður var keppt um Kappróðrarhorn íslands,
eða allt fram til ársins 1960, en þá tók aðeins eitt félag þátt í
róðramóti íslands á Akureyri — lið heimamanna. Hljótt hefur
farið um róðraríþróitina sfðan, en nú hafa tveir menn tekið hönd-
um saman til að endurvekja íþróttina og er sjósókn hafin. Þetta
eru þeir Jón Magnús Jónsson, sem kynntist íþróttinni í háskóla
í Bandaríkjunum, og ítalinn LeoneTinganelli, margfaldur Ítalíu-
meistari.
Sigmundur Ó.
Stéinarsson
skrífar
Það var fyrir fjórum árum að
Tinganelli fékk hingað ferær-
ing með stýrimanni frá Italíu. „It-
alska róðrarsam-
bandið lét okkur fá
bátinn á vægu verði,
eða um þúsund doll-
ara (72.500 kr.), en
svona bátar kosta eina milljón og
þtjúhundruð þúsund krónur,“ sagði
Leone Tinganelli, sem er búsettur
hér á landi — á íslenska eiginkonu
og tvö börn. Tinganelli er frá Nap-
olí og svo skemmtilega vill til að
hann keppti á bátnum sem kom
hingað til lands á heimsmeistara-
mótinu á Ítalíu 1982, þar sem sveit
hans hafnaði í fjórða sæti. Báturinn
geymir því skemmtilegar minningar
fyrir hann.
Jón Magnús sagði að það hafi
verið gerðar tilraunir á hverjum
vetri undanfarin ár til að koma
íþróttinni af stað. „Tinganelli einn
einu sinni, við saman einu sinni, ég
einn einu sinni og núna erum við
saman á ný. Það hefur aldrei geng-
ið eins vel og núna. Það hjálpaði
okkur mikið að við fengum tvær
róðrarvélar gefins frá Italíu," sagði
Jón Magnús.
Auglýst eftir róðrarmönnum
Þeir félagar auglýstu í skólum
eftir strákum til að æfa róður.
„Ástæðan fyrir því að við auglýsum
í skólum er að við sáum að það
gæti orðið uppgangur í íþróttinni
við að hafa róður sem framhalds-
skólaíþrótt — skólarnir gætu æft
og keppt sín á milli um allt land.
Norska róðrarsambandið gaf okkur
annan bát síðastliðið haust, en
heppnin var ekki með okkur því að
báturinn brotnaði í spón á leiðinni
í skip í Noregi. Það var þá sem við
urðum að kippa að okkur höndun-
um, því að það var ekki hægt að
gera stórt átak með aðeins einn
bát. Við vorum búnir að fá góða
svörun frá fjórum skólum, en fimm
strákar úr Kvennaskólanum og einn
úr Menntaskólanum í Reykjavík
mættu strax til æfinga. Við ákváð-
um þá að einbeita okkur að þjálfa
þá upp,“ sagði Jón Magnús.
- Höfðu strákarnir nokkra hug-
mynd í hvað þeir væru að fara?
„Nei, það höfðu þeir ekki. Aðeins
séð kappróður á milli skólanna í
Oxford og Cambridge í Englandi í
sjónvarpi. Þetta voru strákar sem
vildu prófa eitthvað nýtt. Við vorum
heppnir að þessir strákar voru ekki
búnir að festa sig í öðrum íþrótt-
um,“ sagði Tinganelli.
Til Noregs í æfingabúðir
Jón Magnús sagði að til að skerpa
áhuga strákanna og gefa þeim
tækifæri til að kynnast róðraríþrótt-
inni við bestu ástæður, hafi verið
ákveðið að fara til Svíþjóðar í vet-
ur. „Það breyttist og við fórum í
æfingabúðir til Posgrun í Noregi,
þar sem Norðmenn voru með æf-
ingabúðir fyrir sitt unglingalandsl-
ið.“
„Áhuginn fyrir ferðinni til Nor-
egs var mikill hjá strákunum, en
þeir lögðu hart að sér og æfðu á
hverjum degi,“ sagði Tinganelli, en
íslensku strákarnir komu sáu og
sigruðu — komu á undan í mark
eftir 1.750 m róður. „Fjölmargir
áhorfendur voru og reiknaði enginn
með sigri okkar. Þessi sigur ver
mikil lyftistöng fyrir strákana, sem
þroskuðust mikið við að kynnast
Mæta á æfingar
klukkan sex á
morgnana fimm
daga vikunnar, en
æfa ellefu sinnum
í viku fyrir opið
Norðurlandamót í
Noregi