Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 5

Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn ÞÓRARINN Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, sýnir tölur um fjölgun sprautufíkla. Til vinstri við hann situr Arthur Löve læknir. 307 sprautufiklar í meðferð hjá SÁÁ árin 1991-1993 Landlæknir tel- ur tímabært að gefa sprautur 307 sprautufíklar innrituðust á Vog á árunum 1991-93 og þar af voru 188 sem sprautuðu sig reglulega með eiturlyfjum í æð. Þetta kemur fram í könnun sem SÁÁ hefur gert yfir þá einstaklinga sem leituðu til samtak- anna og kynnt var á blaðamannafundi í gær. Viðvarandi lifrarbólga hef- ur hijáð þennan hóp eiturlyfjaneytenda og segir Arthur Löve læknir að úr 152 sýnum sem greind hafa verið hefur mælst lifrarbólgusmit C hjá 95 manns, eða 63% hópsins. Ekki hefur enn greinst alnæmissmit innan hópsins en það er að mati sérfræðinga einungis tímaspursmál hvenær alnæmisveiran breiðist um hópinn. Smitleiðir lifrarbólgu C og alnæmis eru mjög svipaðar. Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir tímabært að fara að dreifa ókeypis sprautum og nálum til þessa hóps, til að reyna að minnka hættu á úrbreiðslu alnæmisveirunnar. íslenskir sprautufíklar sprauta sig nánast eingöngu með amfetam- íni, en algengt er að eftir mikla notkun örvandi lyija sæki fólk í róandi lyf eins og ýmis konar óp- íumefni sem læknar gefa út og jafn- vel heróín þar sem það fæst. Engar tölur eru til um heildarfjölda þeirra sem sprauta sig reglulega, en sam- kvæmt tölum SÁÁ er sá hópur að minnsta kosti um 300 manns. Meðalakhir þeirra karla sem leit- uðu til SÁÁ og eru reglulegir not- endur eiturlyfja í æð er 32 ár en kvenna 24,5 ár. Að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis SÁÁ, hafa margir þeirra sem leita með- ferðar vegna neyslu eiturlyfja í æð farið í meðferð áður hjá SÁÁ vegna neyslu kannabisefna eða áfengis. Hætta á útbreiðslu alnæmis Mikil hætta er talin á að alnærn- isveiran berist inn í þennan hóp, en veiran smitast meðal annars með blóðblöndun sem verður þegar fólk sprauta sig í æð og notar sömu sprauturnar og nálarnar. Læknar eru hissa á því að al- næmisveiran hafi ekki enn breiðst út innan hópsins en kunna enga skýringu á því. Haraldur Briem, læknir, segir að erlendis hefði al- næmi breiðst út með sprautunotkun Að minnsta kosti 300 fíkni- efnaneytendur sprauta reglu- lega eiturlyfjum beint í æð. og ef það gerðist hér yrði útbreiðsl- an mjög hröð. Á fundinum kom fram að ef alnæmisveiran kæmist inn í þennan hóp mætti búast við því að um þrír tugir smituðust fljótt og að sú tala gæti tvöfaldast áfáum misserum. Guðbjörn Björnsson, læknir, seg- ir að svokölluð sprautupartí væru algeng meðal fíkniefnaneytenda og í B-lifrarbólgufaraldri meðal sprautufíkla sem kom upp hér á landi á árunum 1989 til 1992 hefði komið upp tilfelli þar sem allt að 10 mann smituðust í einu partíi. Greinargerð Meinatæknafélagsins Annarleg sjónarmið ráða ekki ferðinni MEINATÆKNAFÉLAG íslands heldur ekki félagsmönnum sínum í verk- falli vegna annarlegra sjónarmiða, eins og samninganefndir ríkis og Reykja- víkurhorgar gefa tii kynna, heldur vegna þess að félagsmenn sætta sig ekki við tilboð viðsemjenda að því er segir í greinargerð. Tekið er fram að þrátt fyrir fullyrðingu viðsemjenda um að boðin hafi verið sambærileg kjör við hliðstæðar stéttir verði byijunarlaun meinatækna aðeins 68.500 kr. Byijunar- laun sambærilegra stétta séu 83.400 kr. Félagsfundur Meinatæknafélagsins lýsti yfir eindregnum stuðningi við verfallsstjórn og samninganefnd í-gær. Ekki hafði verið boðað til fundar í kjaradeilunni kl. 16 í gær. Talin eru fram þijú deiluefni í greinargerð MTÍ. Hið fyrsta er ágreiningur varðandi röðun í nýtt starfsheiti. Félagið leggi til að allir meinatæknar, sem geti unnið sjálf- stætt að rannsóknum, verði undir þessu starfsheiti. Viðsemjendur sætti sig aðeins við að 40% þessa hóps tilheyri starfsheitinu, þ.e. meinatæknar með en 20 ára starfs- reynslu. Deilt um launakjör stjórnenda Annað ágreiningsefni er launakjör millistjórnenda. Greint er frá því að MTÍ leggi til að hækkunin geti orðið tveir launflokkar. Á móti leggi við- semjendur til almenna hækkun um einn flokk. Aðeins 40% geti hækkað um tvo launaflokka eða meinatækn- ar með meiri en 20 ára starfsreynlu. Þriðja ágreiningsefnið tekur til launakjara yfirmeinatækna. Sagt er að viðsemjendur bjóði yfirmeina- tæknisstöðu starfi þeir einir á deilda- skiptum rannsóknastofum. Slíkt þýði í raun óbreytta röðun meina- tækna í heilsugæslu og á sjúkrahús- um á landsbyggðinni. Viðsemjendur bjóði ný starfsheiti yfirmeinatækna og þýði það eins launaflokks hækkun fyrir núverandi yfírmeinatækna og einn launaflokk til viðbótar fyrir 5 útvalda yfirmeinatækna. Komist er að þeirri niðurstöðu að mismunur á tilboðum MTI og við- semjenda nemi hámark 2,4 miiljón- um á ári og megi t.d. bera þann kostnað saman við 3 milljóna króna tap á sértekjum rannsóknadeiidar í blóðmeináfræði á Ríkisspítölunum á viku eða þóknun vegna fundarsetu 11 manna samninganefndar vegna deilunnar, a.m.k. 2,2 milljónir króna fyrir 220 tíma. Félagsfundur MTÍ lýsti yfir ein- dregnum stuðningi við verkfallstjórn og samninganefnd félagsins í gær. Fundirnn lýsti yfir hneykslan sinni á yfirlýsingu samninganefndar ríkis- ins, Reykjavíkurborgar og Landa- kots um að félagsmenn séu teymdir áfram í verkfalli með villandi upplýs- ingum. „Félagið er í kjarabaráttu í þeim tilgangi einum að ná fram leið- réttingu launa og fyrirliggjandi til- boð samninganefndar ríkisins, Reykjavíkurborgar og Landakots, uppfyllir ekki þær kröfur," segir í ályktun fundarins. Hvarfakútar frá 20 þúsund krónum BÍLAVARAHLUTAVERSLANIR eru að heija sölu á hvarfakútum og bendir flest til að verð á þeim verði á milli 20 og 30 þúsund krónur. Kútar sem bílaumboðin selja eru hins vegar dýrari. Samkvæmt reglugerð sem sett var árið 1992 verða allir bílar sem fluttir eru til landsins að vera með hvarfakúta. Reikna með að kútar í bílum sem keyptir voru árið 1992 fari að gefa sig á næstu misserum og því eru bílavarahlutaverslanir farnar að huga að innkaupum á hvarfakútum og sumar eru þegar komnar með þá í sölu. Bílavarahlutaverslanir sem Morg- unblaðið hafði samband við gáfu þau svör að líkast til yrði til sölu hjá þeim aðeins ein gerð af hvarfakútum sem hægt væri að nota í flestar gerðir bíla. Verðið á kútunum sjálf- um er áætlað um 10-12 þúsund þar sem það var lægst, en þegar búið er að reikna með pústlögnum sem þarf til að tengja kútinn við pústkerf- ið er verðið komið upp í 20-30 þús- und. Verð á hvarfakútum hjá bi- laumboðunum er mismunandi eftir gerð bifreiða og getur farið allt upp undir 100 þúsund í dýrustu bifreiða- tegundirnar. ííliklu meira en veniule? sólarlandaferð! Tvær af mörgum: Það verður eidhress stemmning á sólarströndum okkar í sumar á ári fjölskyldunnar. Allt fullt af bráðskemmtilegum gestum og hugmyndaríkum fararstjórum sem gefa ferðinni allt í senn ^. - spennandi, menningar- 'jíilí, p legan og spreng- S/hS- M hlægilegan blæ! Samvinnuferðir — Landsýn og Atlasklubburinn bjoða til sumarveislu Edda Björgvinsdóttir (Bella) og Soffía Vagnsdóttir (Sossa) bralla eitt og annað bráðskemmtilegt með börnunum. Sam i/iuniileröií-l. anús jn Veldu sólarlandaterð & þarsem grín, listræn tilþrif, söngur, spenna, slökun og spilakúnstir tryggja þér sumar- ævintýri í sérflokki. EUROCARD (DATLAS - nýtur sérkjara! ' 4000 kr. afsláttur í pakkaferðir fyrir alla þá sem eru með Atlas- eða Gullkort frá Eurocard. ' 5000 kr. afsláttur á mann tíl Benidorm 30. júní og til Cala d'Or 28. júiif. ' Víðtæk tryggingavernd, hafi a.m.k. helmingurferðar verið greiddur með kortinu. ' Möguleiki á einni af 30 bónusferðum á 30 kr! ' Ótal viidarkjör að auki. ' l\lú er rétti tíminn til að fá sér Eurocard! í Atlasklúbbnum eru allir handhafar ATLAS- eða Gullkorta frá Eurocard. Reykjavik: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Simbrél 91 - 2 77 96 / 6910 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbrét 91 - 62 24 60 Hafnartjörður: Bæjarhrauni 14 • S. 91 - 65 11 55 • Simbréf 91 - 655355 Kellavik: Haínargötu 35f S. 92 - 13400• Simbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86»Simbrél 93 -111 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbrét 96- 1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S 98 -1 12 71 • Simbrét 98 -1 27 92 C3 ATLAfv* EUROCARD.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.