Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 8

Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NýSuður-Afríka í fæðingu Þér hafið eignast þríbura og það í lit herra Formaður LÍÚ um skýrslu um nýtingu fiskistofna Erfiðleikamir nær óleysanlegir KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segist leggja trúnað á það sem fram kemur í skýrslu nefndar Hafrannsóknastofnunar og Þjóðhagsstofnunar um nýtingu einstakra fiskistofna, en í henni er lagt til að þorskveiðar verði skertar sem mest á næstu árum til að efla stofninn sem hraðast. „Erfiðleikarnir sem því eru svo samfara að fylgja þessu eftir eru nær óleysanlegir, en þeir verða samt að leysast þar sem hitt er enn verri kostur að skera þetta niður í ekki neitt,“ sagði hann. „Við vitum og höfum vitað að við erum að taka stærri hluta af veiði- stofninum en réttmætt hefur verið miðað við að viðhalda honum eða byggja hann upp,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist leggja trúnað á það sem fram kæmi í skýrslu nefndarinnar og hann teldi áhættuna vera gífurlega fyrir þjóðarbúið ef það myndi henda að veiðibann yrði til margra ára hér eins og gerst hefur á Nýfundnalandi og slíkt mætti alls ekki henda. Á ystu nöf Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagðist enn ekki hafa séð skýrsluna, en miðað við það sem hann hefði heyrt í fjölmiðlum teldi hann vinnuhópinn hafa staðfest það sem áður væri vitað um að komið væri á ystu nöf með það að ganga of nærri þorsk- stofninum. Þessu hlytu flestir að gera sér grein fyrir en að vísu væru margir sem legðu ekki alltof mikinn trúnað á þetta. „Maður vonar sannarlega að þeir sem berja hausnum við steininn skoði hug sinn hvað varðar þessa niðurstöðu. Ég held að það sé erfitt að ímynda sér að bæði vísindamenn og aðrir sem hafa hagsmuna að gæta varðandi þetta séu svo illa gerðir menn að þeir vilji þjóðinni eitthvað illt, og ég treysti mér ekki sem leikmaður að vefengja þessa niðurstöðu. Spurningin er svo hvað íslendingar ætla að gera. Það sem ég í fljótu bragði sé fyrir mér ef við eigum að geta nýtt fiskiskipa- flota okkar er að kanna þá mögu- leika hvort við getum aflað fisk- veiðiheimilda hjá einhveijum öðrum ríkjum. Það hlýtur að sjálfsögðu að vera sársaukafullt fyrir mína um- bjóðendur að standa frammi fyrir slíkum skerðingum sem óneitanlega verða uppi, en það er ekki bara sjó- mannastéttin heldur þjóðin öll sem stendur frammi fyrir þessu," sagði Óskar. Trúarbrögð Arthur Bogason, formaður Lands- sambands smábátaeigenda, sagði að sér ofbyði að vísindamenn létu fara frá sér aðra eins pappíra og skýrslan væri, og hann yrði að viðurkenna að sér þættu vísindin vera gengin út í það að vera einhverskonar trúar- brögð í stað þess að vera leiðarljós. „Að ástand þorskstofnsins sé orðið með þeim eindæmum að það sé nán- ast orðið spurning hvort hann lifí af hremmingarnar er ekki í neinu samræmi við það sem við erum að frétta af okkar mönnum víða í kring- um landið. Þeir eru víða í góðu fiskiríi, í fiski sem er vel á sig kom- inn, og það er undarlegt ef orðið er svona lítið af þorski í sjónum af hverju allir klára kvótann sinn á svo stuttum tíma að þeir standa ráð- þrota gagnvart því hvað þeir eiga að gera meiripartinn af árinu. Maður hefði þvert á móti haldið að ef það væri lítill fískur þá gengi illa að veiða hann. Að mínu viti er þetta komið út í hreina og klára dellu,“ sagði hann. Kristján Ragnarsson Óskar Ragnarsson Arthur Bogason Skiptar skoðanir Kristján Ragnarsson: Óskar Vigfússon: Arthur Bogason: Tökum stærri hluta Ekki bara vandi sjó- Orðið að trúarbrögð- af veiðistofninum en manna heldur allrar um í stað þess að vera réttmætt hefur verið. þjóðarinnar. leiðarljós Rektor Háskólans á Akureyri Vill efla rann- sóknir og alþjóð- legt samstarf Þorsteinn Gunnarsson orsteinn Gunnarsson hefur verið skipaður í stöðu rektors Há- skólans á Akureyri. Hann tekur við starfinu 1. sept- ember næstkomandi og er hann skipaður í stöðuna til fimm ára. „Það var tekið vel á móti mér fyrir norðan og ég veit að þarna starfar áhugasamt fólk sem ég hlakka til að vinna með,“ sagði Þorsteinn og bætti við að hann þekkti ágætlega til á landsbyggð- inni eftir að hafa starfað m.a. á Egilsstöðum þar sem hann var áfangastjóri fram- haldsnáms á Austurlandi. - En hvað varð tii þess að þú sóttir um stöðu rektors Háskólans á Akureyri? „Ástæðan fyrir því er áhugi minn á skólamálum og síðan þegar ég starfaði í menntamálaráðuneytinu vann ég mikið við stefnumótum að vísindá- málum. Háskóli er að öðrum þræði menntastofnun og hinum vísinda- stofnun og það vakti áhuga minn að veita forystu stofnun þar sem möguleiki er á að samþætta þetta tvennt." Helstu takmarkanir Háskólans á Akureyri kvað Þorsteinn vera hversu fáir nemendur væru enn sem komið er en þeir eru um 260 talsins og þá nefndi hann að vissu- lega væri erfiðleikum bundið að fá kennara í vissar greinar — sam- keppni um þá við aðrar stofnanir væri hörð og starfskjör kennara hefðu þar sitt að segja. - Hvað þyrfti skólinn að vera stór? „Ef vel á að vera til að njóta sín fyllilega þyrfti svona skóli að vera með að minnsta kosti eitt þúsund nemendur." - Hvenær verður því marki náð? „Því marki verður eflaust náð í byijun næstu aldar,“ sagði Þor- steinn, en hann er skipaður rektor til fímm ára og hefur síðan mögu- leika á að sækja um endurráðningu til fímm ára í viðbót. „Ég verð því aldrei lengur en tíu ár, enda er ég þeirrar skoðunar að stjómendur í háskólum eigi ekki að vera lengur en tíu ár í starfi. Þetta er erilsamt starf og að tíu árum liðnum er kominn tími ti! að opna fyrir nýjum áherslum.“ Þorsteinn sagðist sem niinnst vilja segja á þessu stigi um hvaða áherslur hann myndi koma með til Háskólans er hann tekur til starfa í haust, sagðist fyrst vilja ræða þær við starfsfólk skólans og fá fram skoðanir þess. „En mér er engin launung á því að ég vil efla rannsóknir innan Háskólans og einnig alþjóðlegt samstarf hans,“ sagði Þorsteinn en jafnframt starfí sínu sem vís- indafulltrúi í sendiráði íslands í Brussel gegnir hann formennsku í vinnuhópi EFTA um rannsóknir og þróun og hefur þannig aflað sér tengsla í vísindasamstarfi sem eflaust munu nýtast í rektorsstarf- inu. . í upphafí var kennt í tveimur deildum, heilbrigðisdeild sem braut- skráir hjúkrunarfræðinga og rekstrardeild sem nú skiptist í þijár brautir, iðnrekstrarbraut, rekstrar- braut og gæðastjómunarbraut sem er framhaldsnám eftir tveggja ára nám við rekstrardeild. Síðan bætt- ist sjávarútvegsdeild við og hafa fyrstu sjávarútvegsfræðingarnir verið brautskráðir frá skólanum ►þORSTEINN Gunnarsson nýskipaður rektor Háskólans á Akureyri er fæddur í Vopna- firði árið 1953. Hann varð stúd- ent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1973 og lauk BA- prófi í sálarfræði frá Háskóla Islands árið 1976 og uppeldis- og kennslufræði árið 1979. Hann kenndi við grunn- og framhaldsskóla um átta ára skeið, m.a. í Kópavogi, á Egils- stöðum og Akranesi. MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræð- um lauk hann frá Ohio Uni- versity í Bandarikjunum og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Þorsteinn hefur starfað við háskóla- og vísinda- deild menntamálaráðuneytis- ins og á síðasta ári tók hann við stöðu vísindafulltrúa ráðu- neytisins við sendiráð Islands í Brussel. og síðastliðið haust hófst starfsemi kennaradeildar. „Ég vil fýrst horfa til þess að nýta þær deildir sem við höfum eins vel og unnt er og gera náms- framboð innan þeirra fjölbreyttara og síðan þegar við höfum náð góð- um tökum á því er kominn tími til að vinna nýtt land,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að einnig þyrfti að taka húsnæðimál skólans föstum tökum, en til að mynda byggi bóka- safn skólans við afar þröng húsa- kynni. Á lóðinni umhverfis hús Háskólans við Þingvallastræti þar sem nú er tjaldstæði er góð bygg- ingarlóð og sagðist Þorsteinn sjá fyrir sér að í framtíðinni yrði vöxt- ur skólans á því svæði en tók jafnframt fram að þau tengsl sem myndast hafa milli skólans og starfsemi tengdri sjávarútvegi sem væri við Glerár- götuna þar sem sjávarútvegsfræð- in er kennd væru mikilvæg. „Einn helsti kosturinn sem ég sé við skólann er sá hvað stjórn- endur hans og kennarar hafa lagt mikla áherslu á að tengja hann atvinnulífínu á svæðinu. Eftir þvl sem ég þekki til I evrópsku vísinda- samstarfi er það sú áhersla sem þykir hvað mikilvægust í vísinda- og tæknistarfi háskóla, þ.e. að sýna fram á að sú starfsemi sem fram fer innan veggja skólanna gagnist atvinnulífínu. Síðan get ég nefnt þann mikla velvilja sem ég tel mig finna, ekki bara á Norður- landi heldur almennt á lands- byggðinni gagnvart Háskólanum á Akureyri þannig að þessi stofnun hefur byr.“ Skóli í miklum tengslum vió atvinnulífið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.