Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
011 RH 0107fl L^RUS VALDIMAR8S0N framkvæmdastjóri
L I I vUkl O/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali
Morgunblaðið/Þorkell
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóraefni
Sjálfstæðisflokks í Kópavogi
Breytir engu um
möguleika á meiri-
hlutasamstarfi
„ÉG HELD að yfirlýsing mín breyti engu varðandi samstarfsmöguleika okk-
ar við Framsóknarflokk eftir kosningar. Ekki er von á öðru en samstarf
flokkanna verði áfram gott,“ segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs
Kópavogs, í tengslum yið ákvörðun sína um að verða bæjarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokks í komandi kosningum. Sigurður Geirdal, fulltrúi Framsóknar-
fiokks og bæjarstjóri í Kópavogi, segir eðlilegt að flokkur sem keppi að
meirihluta í bæjarstjórn kjósi sér bæjarstjóraefni. Sjálfstæðisflokkur með 5
menn og Framsóknarflokkur með 1 mann mynda meirihluta í bæjarstjórn.
Alþýðuflokkur hefur 3 menn og Alþýðubandalag tvo.
Gunnar segir að hann hafi tekið
ákvörðun um að bjóða sig fram sem
bæjarstjóraefni vegna áskorana frá
félögum sínum á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins og fjölmörgum bæj-
arbúum. „Ég er líka þeirrar skoðun-
ar að þeir flokkar sem bjóða fram
í sveitarstjórnarkosningum eigi að
hafa sín bæjarstjóraefni. Að minnsta
kosti finnst mér þessi stefna eiga
við Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
því hann er langstærsti flokkurinn
í bænum,“ segir Gunnar.
Hann segist því aðeins verða
bæjarstjóri að flokknum takist að
ná meirihluta eða samið verði um
stöðuna við samstarfsfiokk. „Þetta
er ekki krafa okkar í slíkri stöðu.
Ógjörningur er að gefa spilin fyrir-
fram,“ Gunnar.
Hann sagðist vera bjartsýnn á
niðurstöður kosninganna. „Ég finn
fyrir byr í Kópavogi. Annars er ekk-
ert öruggt fyrr en búið er að telja
síðustu atkvæðin. En bæjarbúar
virðast ánægðir með hvað gert hefur
verið á kjörtímabilinu: endurbygg-
ingu gömlu gatnanna, átak í leik-
skóla- og skólamálum og málefnum
eldri borgara. Við höfum líka haft
þá stefnu að hver sem væri gæti
fengið lóð og byggt. Enn hefur bær-
inn verið fegraður, lokið við hálfkör-
uð mannvirki, svo eitthvað sé nefnt,“
sagði Gunnar.
Tíska
Sigurður Geirdal lét þess getið að
í tísku virtist vera að flokkar út-
nefndu bæjarstjóraefni og væri í
sjalfu sér ekkert athugavert við slíkt.
„í öðru lagi er alveg greinilegt, mið-
að við síðustu skoðanakannanir, að
þeir eru mjög nálægt sjötta manni,
eiginlega alveg við hann, og ósköp
heiðarlegt markmið hjá þeim, eins
og öðrum flokkum, að ætla að auka
sitt fylgi. Bæti þeir við manni eru
þeir sex og spyrja hvorki mig né
einhveija aðra hvernig þeir ráða sem
bæjarstjóra," sagði Sigurður.
Engu að síður sagðist hann bjart-
sýnn á að Framsóknarflokkur bæti
fremur við sig manni en Sjálfstæð-
isflokkur. „Ég sé ekki fyrir mér að
einn flokkur nái hreinum meirihluta.
En vissulega eru þeir ekki að skjóta
neitt út í loftið því báðir meirihluta-
flokkamir hafa bætt heilmikið við sig
á kjörtímabilinu," sagði Sigurður.
Skoðannakönn-
un í Kópavogi
B-listinn
fengi einn
fulltrúa
frá A-lista
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR-
INN fengi 5 bæjarfulltrúa í
Kópavogi, Alþýðuflokkur,
Framsóknarflokkur og Al-
þýðubandalag 2 hver, en
Kvennalisti engan, miðað við
niðurstöður skoðanakönnun-
ar Félagsvísindastofnunar á
fylgi flokka við bæjarstjórn-
arkosningar 28. maí. Miðað
við þessar niðurstöður myndu
Sjálfstæðisflokkur og Al-
þýðubandalag halda sínu og
Alþýðuflokkur missa einn
fulltrúa til Framsóknarflokks.
Könnunin var gerð í síma
dagana 11.-12. maí. Stuðst var
við 600 manna slembiúrtak á
aldrinum 18-75 ára og fengust
418 svör. Spurtvar: „Ef bæjar-
stjórnarkosningar væru haldn-
ar á morgun, hvaða flokk eða
lista heldurðu að þú myndir
kjósa?“ Þeir sem sögðu „veit
ekki“ við þessari spurningu
voru spurðir áfram: „Én hvaða
flokk eða lista heldurðu að lík-
legast sé að þú myndir kjósa?“
33,3% svarenda sögðu „veit
ekki“ eftir fyrri spurninguna,
en þegar svörum við seinni
spurningunni er bætt við fer
hlutfall óráðinna niður í 20,3%.
Þeir sem neita að svara eru
7,2%.
Sjálfstæðisflokkur með
42%
Ef miðað er við niðurstöður
beggja spurninganna saman-
lagt fengi Alþýðuflokkurinn
tæp 20% atkvæða, Framsókn-
arflokkur tæp 15%, Sjálfstæð-
isflokkur tæp 42%, Alþýðu-
bandalag rúm 17% og Kvenna-
listinn tæp 7% atkvæða. Ef
miðað er við fyrri spurninguna
eingöngu fengi Sjálfstæðis-
flokkurinn meirihluta í bæjar-
stjórn, eða 6 fulltrúa, Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag 2,
en Famsóknarflokkurinn 1.
Kvennalistinn fengi sem fyrr
engan fulltrúa.
I niðurstöðum Félagsvísinda-
stofnunar segir, að þessum út-
reikningum beri að taka með
miklum fyrirvara, þar sem
svarendahópur sé lítill og hvert
svar geti breytt niðurstöðum
talsvert.
Kóngsbakki - 4ra - laus.
Góð ca 90 fm íb. á 2. hæð. Þvottah. í íb.
Gott verð. Áhv. veöd. ca 3 millj.
Háaleitisbraut - 4ra. Tæpl.
100 fm endaíb. á 4. hæð. Góð stofa, björt
og góð íb. Mikiö útsýni. Verð 7,6 millj., áhv.
4,4 millj. langtímal.
Lyngmóar - Gbæ - 3ja +
bflskúr. Mjög rúmg. og falleg ca 92 fm
íb. á 1. hæð í litlu fjölb. Stórar svalir í suö-
ur. Þægil. og góö aöstaða. Parket. Verð 8,3
millj. Áhv. 1 millj.
Spóahólar - 3ja. gó« ca 76 fm
íb. á 2. hæð. Húslö í góðu ástandi. Góð
aðstaða fyrir börn. Verð 6,5 millj.
Álftamýri - 3ja - laus.
Góð ca 76 fm Ib. é 3. hæð. 2 rúmg.
svefnherb. og gófl stofa. Parket.
Áhv. 4,8 millj. langtlán. tyklar é
skrlfst. Gerið tilboð.
Gunnarssund - Hf. - 3ja -
laus. Nýuppgerö ca 78 fm íb. á jaröhæö
með sórinng. Allar innr. í íb. eru nýjar. Park-
et. Nýtt rafmagn o.fl.
Hjálmholt - 3ja - skipti. góa
ca 71 fm íb. á jarðhæð í þríb. Gengið belnt
Inn, engar tröppur. Þvhús og geymsla í íb.
Verð 6,4 millj.
Jöklasel - 2ja-3ja. ca es
fm fb. á 1. hæð. Þvottah. f íb. Park-
at Nýl. innr. 2 svefnherb. Áhv. 2,2
mllij. þar af vaðd. 1,8 millj.
Neshagi - 2ja-3ja
herb. Ca 65 fm ib, f kj. Búiö að
skipta fb. í tvennt. Haagt að leigja fré
sér herb. Hentar vel fyrir háskóla-
nema. Verð 6 mllij. Áhv. veðd. 1,3
mil«.
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Lítil séríbúð - stór bílskúr
Einstaklib. 2ja herb. tæpir 50 fm á jarðh./kj. v. Laugarnesveg. Mjög
góð. Sérinng. Sérhiti. Góð sérgeymsla. Stór og góður bílsk./vinnuhús-
næði 48,9 fm. Verð aðeins 4,5 millj.
Suðuríbúð - Safamýri - gott verð
3ja herb. íb. á jarðh. um 80 fm í suðurenda. Sérhiti. Ágæt sameign.
Rúmg. geymsla í kj. Úrvalsstaður. Laus fljótl. Tilboð óskast.
í nágrenni Vesturbæjarskóla
Mjög góð 5 herb. hæð í reisul. steinh. Eignaskipti möguleg. Vinsamleg-
ast leitið nánari uppi.
Góð eign - gott verð - eignaskipti
Mjög gott timburh. um 150 fm á stórri ræktaðri eignalóð í Skerja-
firði. Eignaskipti mögul. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga.
• • •
Húseign með 6-8 svefnher-
bergjum óskast í borginni
eða nágrenni.
MMENNA
FASIEIGNASALAW
LAUGÁVÉGM8 SÍMAR 21150-21370
■ r%
DwrfwTii
Ármúla 1, sími 882030 - fax 882033
Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsali, hs. 687131.
Stelkshólar - 3ja. Mjög björt og
góð ib. á 3. hæð í litilli blokk. Bílsk. getur
fylgt. Hagstætt verð. Laus strax.
Æsufell - 2ja herb. ca 54 fm
íb. á 7. hæö í lyftublokk. Laus fljótl. Gott
verð. Áhv. veðd. 1450 þús. Gerið tilboð.
Glæsilegur sumarbústaður
Til sölu þessi glæsilegi nýlegi sumarbústaður sem
stendur á kjarrivöxnu eignarlandi í Svarfhólsskógi,
Borgarfirði. Bústaðurinn er um 50 fm og allur hinn vand-
aðasti. Möguleiki á rafmagni. Góð greiðslukjör.
Myndir á skrifstofu. Til sýnis næstu daga. Verð 3,6 millj.
Framtíðin, fasteignasala,
Austurstræti 18, sími 62 24 24.
Norðmenn
á íslandi
fagna
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR Norð-
manna var í gær 17. maí. Eins
pg jafnan héldu Norðmenn á
íslandi daginn hátíðlegan. Að
þessu sinni fóru þeir í skrúð-
göngu að Norræna húsinu,
sungu ættjarðarlög og glödd-
ust í góða veðrinu. Eins og til-
heyrir þjóðhátíðardegi klæddu
margir sig í þjóðbúninga og
veifuðu norska fánanum.
FÓLKSBÍLL skall framan á
vörubíl á Vesturlandsvegi á móts
við Korpúlfsstaði um kl. 20.30 á
mánudagskvöld. Kona sem ók
fólksbílnum slasaðist mikið við
áreksturinn og þurfti tækjabíl
frá slökkviliðinu í Reykjavík til
að ná henni úr bílnum.
Morgunblaðið/Ingvar
Skall framan á vörubíl
51500
Hafnarfjörður
Hjallabraut 33
- þjónustuíbúð
Til sölu góð 2ja herb. ca 70 fm
íb. á 3. hæð. Ekkert áhv. Verð
8,9 millj.
Álfaskeið
Góð ca 100 fm 4ra herb. íb. á
1. hæð í þríbýlishúsi.
Klettagata
Til sölu tvær 4ra-5 herb. íb. í
tvíbýlishúsi auk bílskúrs. Geta
selst saman.
Arnarhraun
Góð 5 herb. íb. á 3. hæð í þríb-
húsi ca 136 fm. Sérinng. Áhv.
ca 1,5 millj.
Árni Grétar Finnsson hrl.,
jm Stefán Bj. Gunnlaugss. hdl.,
miF® Llnnetsstíg 3, 2. hæð, Hfj.,
símar 51500 og 51501.
v