Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Alþýðu- bandalag vinnur á ALÞÝÐUBANDALAGIÐ eyk- ur verulega við sig fylgi á Akureyri ef marka _má skoð- anakönnun sem ÍM-Gallup hefur gert fyrir Ríkisútvarpið og sagt var frá í fréttum í gærkvöldi. Samkvæmt könnunni fengi Alþýðuflokkurinn 9,2% at- kvæða og einn mann kjörinn, Framsóknarflokkurinn fengi 35% og fjóra menn kjörna, Sjálfstæðisflokkurinn 29,7% og þijá menn og Alþýðu- bandalagið fengi 26,1% og þijá menn. Alþýðubandalagið ynni mann af Sjálfstæðisflokknum, en flokkarnir mynda meiri- hluta í bæjarstjórn. Könnunin gefur til kynna fylgisaukningu hjá Framsóknarflokki og fylgistap hjá Alþýðuflokki. Leikarar og lögmenn MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit verður með opið hús í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju í dag, miðvikudag. Leikararnir Sunna Borg, Dofri Hermanns- son og Rósa Guðný Þórsdóttir sjá um dagskrá á þessari sam- verustund. Einnig verður Lög- mannavaktin kynnt en hún tekur til starfa í Safnaðar- heimilinu sama dag og verður eftirleiðis á miðvikudögum frá kl. 16.30 til 18.30. Hægt er að panta tíma í Safnaðarheim- ilinu. Boðið verður upp á kaffi og brauð og dagblöð liggja frammi. Gildagar Sameiginlegt umferðarátak norðlenskra lögreglumanna Fyrirlestur Fimmtudagurinn 19. maí 1994, kl. 20.30. Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 24. Dr. Lisbeth F. Brudal og Paul Jan Brudal, sálfræðingar. „Draumar og merking drauma." Fyrirlesturinn er fluttur á norsku. í HÁ8KÓLIIMIM Á AKUREYRI Tími: Staður: Flytjendur: Efni: Öllum heimill aðgangur. SAMEIGINLEGT umferðarátak lögreglu á Norðurlandi hefst nú fyrir hvítasunnuhelgina og stend- ur í allt sumar. Þetta er í annað sinn sem efnt er til slíks átaks en svipað umferðarátak norðlenskra lögreglumanna í fyrra gafst vel. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryf- irlögregluþjónn á Akureyri sagði að á fundi sem yfirmenn allra lögregluembætta á Norðurlandi sátu síðastliðinn mánudag hefði verið samþykkt að halda áfram svipuðu samstarfi og hófst í fyrra- sumar enda þætti mönnum það hafa gefið góða raun. Umferðarátak norðlenskra lög- reglumanna hefst fyrir komandi helgi, hvítasunnuhelgina, með öflugu vegaeftirliti enda sagði v>aiur ao ouasi mæixi yio miKUU umferð á svæðinu þá. Átakið stendur það til loka ágústmánað- ar. „Við ætlum að vera mikið úti á vegunum, vera sýnilegir en það stendur ekki til að hrella vegfar- endur því við þá viljum við eiga gott samstarf," sagði Ólafur. Einkum og sér í lagi verður lögð áhersla á að halda umferðar- hraða í skefjum. „Of hraður akst- ur er helsti orsakavaldur um- ferðaslysa, þegar menn eru komn- ir yfir 100 kílómetra hraða má ekkert út af bregða þannig að við munu lcggja þunga áherslu á að koma i veg ofsaakstur sem því miður er of algengur," sagði Ólaf- ur. Ýmsir aðrir þættir verða tekn- ir fyrir í umferðarátakinu. UPPDRÁTTUR af fyrirhuguðu svæði siglingamanna. Aðstaða siglinga- manna batnar ÁHUGAMENN um siglingar á Poll- inum geta innan skamms notið betri aðstöðu en fram til þessa. Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði SJS verktaka í smíði húss undir starf- semi Siglingaklúbbsins Nökkva en í því verður aðstaða til félagsstarfs, búningsaðstaða og sturtur. Þá hef- ur skipulagsnefnd samþykkt upp- drátt af svæði undir starfsemina en það verður austan Drottningar- brautar, á svokölluðu Höepfners- svæði þar sem samnefndar bryggjut' voru í eina tíð. Fyllt verður upp í svæðið sjávarmegin götunnar og húsið byggt á uppfyllingunni auk þess sem sett verður upp girðing með skýli fyrir báta, seglbretti og slíkt. Finnur Birgisson einn Nökkvamanna sagði að smíði húss- ins yrði væntanlega drifin af þann- ig að fólk gæti notið aðstöðunnar í sumar. Hann sagði að með þessum framkvæmdum fengi klúbburinn nægilega góða aðstöðu fyrir ung- lingastarfið. * Isauð- burðinn eftir skólalok HEIMASÆTURNAR á Finnastöð- um í Eyjafjarðarsveit hafa verið duglegar að hjálpa til við vorverk- in á bænum eftir að skólanum lauk nú nýlega. „Það er gott að sum- arfríið er komið, þágetum við verið í fjárhúsinu og fjósinu," sögðu systurnar Svana og Katla. Sauðburði er lokið á bænum en þar eru um 100 kindur auk þess sem þar er einnig búið með kýr. Báðar eiga systurnar tvær kindur sem voru eins og aðrar ær á bæn- um komnar út á tún. Þær þríl- embdu voru þó hafðar inni við enda var svolítið svalt í gærdag. „Við erum dálítið duglegar að hjálpa til, við gefum og svoleiðis og svo mjólkum við líka stund- um,“ sögðu þær. Kindurnar á bænum eru afar sólgnar í brauð og eru þær Svana og Katla iðnar við að fóðra þær. GILFÉLAGIÐ efnir til svokall- aðra Gildaga í Grófargili dag- ana 19. til 23. maí næstkom- andi. Dagskráin hefst með kvöldvöku Norðanpilta í Deigl- unni á fimmtudagskvöld. Níu listamenn opna myndlistar- sýningu á sama stað kl. 20 en síðan tekur við samfelld bókmennta- og tónlistardag- skrá. Þröstur Ásmundsson les úr eigin þýðingu á verki þýska heimspekingsins Nietzsche — Handan góðs og ills. Arnbjörg Sigurðardóttir og Tryggvi Már Gunnarsson flytja tónlist. Jón Laxdal fer með kvæði. Sigurð- ur Ólafsson flytur hugleiðingu um nútímann og að lokum flytur Skrokkabandið fáein lög. Morgunblaðið/Rúnar Þór Upphaf umferðarátaks YFIRMENN lögregluembætta samþykktu að standa sameiginlega að norðlensku umferðarátaki í sumar en það hefst nú fyrir hvítasunnuhelgi með öflugu vegaeftirliti og verður mikil áhersla lögð á að halda umferðarhraða innan leyfilegra marka. Morgunblaðið/Rúnar Þðr Sumargjöf Leikfélags Akureyrar LEIKARAR hjá LA hafa tekið höndum saman um að undirbúa „listauka" handa Akureyringum en þeir hafa æft þijár stuttar mismunandi dagskrár um sum- arkomuna í ljóðum, sögum og tónum, bæði fyrir börn og full- orðna. Þessar dagskrár hafa fengið samheitið Sumargjöf LA og er það nafn með rentu því leikararnir hyggjast heimsækja sjúkrahús og aðrar stofnanir á Akureyri og flytja dagskrárnar án endurgjalds; gefa þeim sem þar dvelja „sumargjöf" Það hefur verið mikil gróska í starfsemi LA þetta leikárið og helgaðist það ekki síst af því að leikfélagið hefur verið að minn- ast 20 ára starfsafmælis atvinnu- leikhúss á Akureyri. Sýningum er nú óðum að ljúka á þessu leik- ári, síðustu sýningar á Óperu- draugnum verða í lok mánaðar- ins og í júní mun LA sýna Barp- ar á Listahátíð í Reykjavík. Leikararnir sem taka þátt í sumargjöfinni eru Aðalsteinn Bergdal, Dofri Hermannsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur- veig Jónsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þrá- inn Karlsson. Tveir til þrír leikar- ar koma fram í hverri dagskrá. Auk þess að heimsækja stofnan- ir í bænum stendur stærri fyrir- tækjum til boða að fá leikarana í heimsókn en þau þurfa þá að setja sig í samband við Frey- gerði Magnúsdóttur hjá Leikfé- laginu. | I I > t I \ I i > i i i I I .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.