Morgunblaðið - 18.05.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.05.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 13 Morgunblaðið/Björn Blöndal Heiðraður fyrir vel unnin störf Keflavík - Nýlega heiðraði slökkviliðið á Keflavíkurflug- velli Áma Reyni Hálfdánarson fyrir vel unnin störf. Um þess- ar mundir eru 20 ár frá því að Ámi Reynir hóf störf hjá varnarliðinu, en hann slasaðist í bifreiðaslysi fyrir tveim árum og hefur verið óvinnufær síð- an. Árni Reynir starfaði hjá flugþjónustudeild og hefur hann fengið margar viður- kenningar frá yfirmönnum í hernum fyrir störf sín og þá sérstaklega fyrir svokallaðar þotugildrur. Áf þessu tilefni buðu fyrrum vinnufélagar Árna Reynis honum til grill- veislu þar sem Haraldur Stef- ánsson slökkviliðsstjóri afhenti honum heiðurskjöld sem þakk- lætisvott fýrir vel unnin störf. Aukin að- sóknað söfnum Húsavík - Í Safnahúsinu hér í bæ er að finna þjóðminja- safn, náttúrugripasafn, mál- verkasafn, ljósmynda- og fil- musafn, héraðsskjalasafn og bókasafn, og Byggðasafnið að Grenjaðarstað er einnig undir sömu stjórn en safnvörður er Guðni Halldórsson. Aðsókn að söfnunum á Húsavík jókst um 20% í fyrra en að safninu að Grenjaðarstað varð hún minni en áður vegna mikilla viðgerða á bænum sem staðið hafa yfír undanfarin ár. Sú nýjung var tekin upp að handverkskonur vom í safninu vissa daga og kynntu gömul handverk s.s. vefnað, ullarsp- una og unnu úr hrosshári. Einnig gekkst safnið fyrir kynningu bókmennta og tón- listar sem m.a. þjóðþekktir listamenn sáu um. Bókasafnið er alltaf nokkuð vel sótt og voru þar um 500 fastir lántakendur á árinu. Sú athyglisverða breyting varð að útlánum skáldverka fækkaði en útlánum fræðirita fjölgaði. LAIMDIÐ Áhugi bænda á uppgræðslu heimalanda sinna stöðugt vaxandi Gervihnatta- myndir notaðar Laxamýri, S-Þing. - Mikill áhugi er meðal bænda á að auka beitar- þol jarðar sinna með ræktun heimalanda og minnka um leið álag á afréttagróður. Á fundum með Ólafi Arnalds frá Rannsóknastofu land- búnaðarins í sveitahreppum S-Þing. var ástand gróðurs og jarðvegs kynnt bændum með rafkortum og Gervihnattamyndir sem sýna rafflokka landsins geta mjög auð- veldað mönnum að meta hvar mest sé þörf á aðgerðum til að hefta landfok. Á sameiginlegum fundi með bændum á Tjörnesi og í Reykjahreppi voru ræddar hugs- anlegar aðgerðir til úrbóta í báðum sveitarfélögunum. Nú þegar eru fimm bæir á svæð- inu í samstarfsverkefni með Land- græðslu ríkisins við uppgræðslu á litskyggnum. Hvammsheiði og Reykjaheiði. Mikið hefur verið borið á af áburði og fræi en auk þess nýta bændur heyrúllur, húsdýraáburð og moð til þess að loka opnum melum með góðum árangri. Á fundinum með Ólafi skráðu bændur sig á lista og pöntuðu loft- myndir sem munu nýtast vel við framkvæmdaáætlanir í land- græðslu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon JÓN H. Jóhannsson í Víðiholti hefur gefið mikið af heyrúllum til uppgræðslu á Hvammsheiði. Sumarblær færist yfir Laugarvatn Hjólhýsa- svæðið lifnar við ÞAÐ má segja að sumarið hafi byrjað lijá hjólhýsafólk- inu á Laugarvatni um helgina, þegar fjölmenni var í hjólhýs- unum í veðurblíðunni. Á annað hundrað hjólhýsi eru á svæð- inu og hefur fjölda forfjalda þegar verið tjaldað. Þegar vel er mætt í hjólhýsin er mann- margt og mikið um að vera. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson r „ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÝMISLEGT á hitaveitudögum á Seyðisfirði vakti athygli gesta. Hitaveitudagar RARIK á Seyðisfirði Hitaveituhermir vakti athygli gesta Seyðisfirði - Undanfarið hafa Raf- magnsveitur ríkisins staðið fyrir svo- kölluðum Hitaveitudögum á Seyðis- fírði. Átakið hófst á því að starfsmenn fyrirtækisins buðu til almennrar kynningar á hitaveitunni í kyndistöð fjarvarmaveitunnar þar sem sérstök áhersla er lögð á upplýsingar varð- andi upphitun húsa og varmanýtingu. Mikil vinna hefur verið lögð í þessa kynningu og undirbúningur vel unn- inn til þess að sem best mætti tak- ast. Nokkrum dögum fyrir Hitaveitu- dagana var gengið í öll hús bæjarins með upplýsingabækling um tilgang átaksins. Þar var upplýst um kostn- að, nýtingu heita vatnsins, varma- þörf húsa og birt yfirlit yfir varma- nýtingu húsa í bænum. Á sýningunni voru m.a. sýndir allir helstu hlutar húshitunarkerfa svo sem varmaskiptar, ofnlokar, hitastillar, þrýstijafnarar, ofnar og margt fleira. Hitaveituhermirinn sem Svavar Óskarsson smíðaði á sínum tíma fyrir Samband hitaveitna var til sýnis og vakti mikla athygli gesta. Tölvubanki var á staðnum þar sem menn gátu fengið að sjá upplýsingar um eigin notkun, nýtingu og kostnað auk þess sem gerðar voru tillögur um hugsanlega sparnaðarmöguleika. Til þess að fylgja þessu eftir býður Rarik upp á ókeypis þjónustu orku- ráðgjafa sem koma í heimahús og gera úttekt á ofnakerfum, stilla kerfi og gera tillögur um úrbætur. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyrir og hafa mjög margir notfært sér hana, enda til mikils að vinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.