Morgunblaðið - 18.05.1994, Blaðsíða 14
■
14 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Batamerki hjá Lloyd’s tryggingafélaginu en ennþá mikið tap
Tapið nam
tveinmr
milljörðum
punda1991
London. Reuter
LLOYDS-tryggingafyrirtækið í London tilkynnti í gær að tap þess árið
1991 hefði minnkað í 2,05 milljarða punda og að fleiri batamerki væri
að finna í rekstri fyrirtækisins, sem hefur starfað í 300 ár.
Þar með nemur tap um 30.000
ábyrgðaraðila félagsins, sem flestir
eru kunnir einstaklingar, 7,5 millj-
örðum punda á undanförnum fjór-
um árum. „Tapið er mjög alvar-
legt, en við munum halda viðskipt-
um okkar áfram,“ sagði stjórnar-
formaður Lloyd’s, David Rowland.
Meginorsök tapsins voru óvenju-
miklar náttúruhamfarir í lok síð-
asta áratugar og geysimiklar
skaðabótakröfur vegna tjóns og
veikinda af völdun mengunar og
innöndunar asbets í Bandaríkjun-
um.
Lloyd’s hefur verið þrjú ár í van-
skilum og segir að í tapinu 1991
séu í fyrsta skipti ekki taldar með
Hólanes
í nauða-
samninga
LÁNARDROTTNAR Hóla-
ness á Skagaströnd hafa gefið
fyrirtækinu heimild til að leita
nauðasamninga. Fyrirtækið
hefur átt í miklum rekstrar-
erfiðleikum síðustu misserin
og hefur verið í greiðslustöðv-
un síðan 19. nóvember.
Skuldir Hólaness eru um
300 milljónir króna. í frum-
varpi að nauðasamningum sem
lagt verður fyrir lánardrottna
er þeim boðið upp á þijá kosti,
að fá 30% skulda greiddar, að
breyta skuldum í hlutafé, og
fá 40% skulda greiddar með
skuldabréfi. Stærsti lánar-
drottinn fyrirtækisins er Land-
bankinn
Um 45-50 manns vinna hjá
Hólanesi í dag. Fyrirtækið er
eingöngu með rækjuvinnslu,
en engin vinnsla hefur verið í
frystihúsinu síðan í fyrrasum-
553 milljónir punda, sem var varið
til endurtrygginga á markaðnum.
Sé þessi tala reiknuð með nam tap-
ið 1991 2,58 milljörðum punda
miðað við mettap árið áður að upp-
hæð 2,9 milljarðar. í tölunum 1990
eru reiknaðar með 596 milljóna
punda endurtryggingar.
Þótt 1991 væri erfitt ár fyrir
flest tryggingafyrirtæki segir Row-
land fyrirsjánlegt að hagur Lloyd’s
muni batna. Hann gerir ráð fyrir
því að heildartapið 1992 hafi verið
innan hóflegra marka og spáir
verulegum hagnaði af rekstrinum
1993.
Hreint tap 1991, það er að und-
anskildum bótakröfum frá fyrri
árum, minnkaði í 615 milljón pund
úr 937,4 milljónum. Tæpur helm-
ingur tapsins 1991 stafaði af því
að fé var látið renna í varasjóð til
þess að mæta háum kröfum frá
fyrri árum. Tveim þriðju þeirrar
íjárhæðar var varið til þess að
mæta margra ára gömlum bóta-
kröfum frá Bandaríkjunum, meðal
annars vegna skaðlegrar innöndun-
ar asbests og vegna mengunar.
„Lloyd’s er betur endurtryggt en
mikill meirihluti keppinauta okk-
ar,“ sagði Rowland, „og við munum
sjá til þess að svo verði áfram.“
Hann sagði að umbætur á síð-
ustu misserum hefðu borið þann
árangur að miklu traustari vá-
tryggjendur stæðu á bak við félag-
ið. Tryggingasamtökum Lloyd’s
hefði fækkað um helming síðan
1991 í um 170 og tæplega tveir
þriðju viðskiptanna 1994 væru í
höndum samtaka, sem hefðu verið
ábatasöm 1991.
Málaferli
Margir vátryggjendur eru ekki
eins bjartsýnir og Rowland. Þús-
undir hafa neyðzt til þess að hætta
tryggingum vegna mikils taps. Þeir
eru enn ábyrgir fyrir tapi frá fyrri
árum. Margir þeirra sjá fram á
gjaldþrot og margir hafa farið í
mál og sakað umboðsmenn sína
hjá Lloyd’s um afglöp til þess að
bæta sér upp að nokkru það tjón
sem þeir hafa orðið fyrir.
LLOYD’S í LONDON: STÆRSTU TJÓNIN 0 x 1 * J •
fjjHf co 00 ‘"'Ví. Óveður í Noröur-Evrópu *■ „ „ .... — 5,0 milljarðar dollara vioskipti •a** m n 0
borpalli í Norðursjó
-Olíuleki úr Exxon
Valdez í Alaska
Fellibylurinn Hugo
í Bandaríkjunum
Jarðskjálfti í
San Francisco
Eldsvoði hjá
B Philips Petroleum
Fárviðri í NV-
Evrópu, „Daria“
Fárviöri í NV-
Evrópu, „Herta"
Fárviðri í NV-
Evrópu, „Vivian"
Fárviðri í NV-
Evrópu, „Wibke“
Óveður í Colorado
Fellibylurinn
„Mireille", Japan
Skógareldar í
Oakland, Bandar.
Fellibylurinn
co reniDyii
fS tmrít Andrés
S
03
ðl Jarðskjálfti í
Los Angeles
Bótakröfurá hendur Uoyd’s og öörum tryggingafélögum
Hlutabréf
skipsbréf
VIÐSKIPTI á hlutabréfamarkaði
voru óvenju lífleg í gær og seldust
bréf fyrir alls rúmar 12 milljónir
króna. Þar af nam sala á hlutabréfum
í Eimskip 10,8 milljónum. Vegna
aukinnar eftirspurnar eftir Eimskips- |
bréfum hefur gengi þeirra farið
hækkandi og var hagstæðasta I
kauptilboð síðdegis í gær 4,45. Miðað |
við fyrstu viðskipti ársins og gengi
leiðrétt vegna útgreiðslu arðs og út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa hafa bréfin
hækkað um 30% frá áramótum.
Fjárfestingarfélagið Skandia ann-
aðist viðskipti með um helming
hlutabréfa í Eimskip í gær og sagði
Árni Þórðarson hjá Skandia að kaup-
endur að bréfunum væru bæði ein- |
staklingar og lífeyrissjóðir.
Olíufélagsbréf hækka
Gengi hlutabréfa í Olíufélaginu
er nú 5,40 eða hið sama og fyrir
aðalfund félagsins í lok mars sem
samsvarar 11% hækkun frá þeim
tíma. Á verðbréfamarkaði er hins
vegar einnig bent á þær ástæður
fyrir hækkun Olíufélagsbréfanna að
fylkingar hluthafa berjist um völd í
félaginu og sækist eftir bréfum af
þeim ástæðum.
Lánastarfsemi
Meiri umsvif hjá Lána-
sjóði Y-Norðurlanda
ÚTLÁN Lánasjóðs Vestur-Norð-
urlanda á síðasta ári námu alls
31,6 milljónum danskra króna
eða um 340 milljónum íslenskra
króna. Til íslenskra fyrirtækja
fór lánsfé sem svarar til 239
milljóna íslenskra króna og til
Grænlands fór um 101 milljón.
Af 17 lánum sem sjóðurinn
greiddi út á síðasta ári fóru 13
lán til íslenskra fyrirtækja.
Hagnaður af starfsemi sjóðsins
var rúmar 36 milljónir íslenskar
krónur.
í skýrslu stjómar Lánasjóðs
Vestur-Norðurlanda kemur fram
að fyrirspurnir til sjóðsins á síð-
asta ári voru heldur fleiri en árið
1992 en þá varð mikil auking á
starfsemi sjóðsins frá árinu áður.
Árið 1990 ákvað stjórnin að
stofna sérstakan afskriftareikn-
ing til að mæta hættu á tapi
vegna útlána og var afskrifta-
Aukið framlag
í afskrifta-
reikning útlána
reikningurinn 4% venjulegra út-
lána.
Til þessa hefur lánasjóðurinn
ekki orðið fyrir tapi á útlánum
sínum en þróun efnahagsmála á
Vestur-Norðurlöndum hefur orð-
ið til þess að stjórnin ákvað að
afskrifa 7,5% af öllum útistand-
andi lánum sjóðsins 1993 til að
mæta væntanlegu tapi í framtíð-
inni. í árslok 1993 var framlag
í afskriftareikning útlána sem
svarar tæpum 30 milljónum ís-
lenskra króna og framlag í af-
skriftareikning skuldunauta sem
nemur 3,5 milljónum.
Lánasjóður Vestur-Norður-
landa hóf starfsemi 1987 með
það fyrir augum að efla fjöl-
breytt og samkeppnifært at-
vinnulíf á vestanverðum Norð-
urlöndum; Færeyjum, Græn-
landi og íslandi. Sjóðnum er
ætlað að veita lán, styrki og
ábyrgðir í tengslum við framf-
araverkefni lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja á þessum slóð-
um. Ríkisstjórnir Norðurland-
anna fimm ásamt landstjórnum
Færeyja og Grænlands leggja
til stofnfé í áföngum og nemur
það alls um 14 milljónum doll-
ara eða um 990 milljónum ís-
lenskra króna þegar það verður
að fullu greitt árið 1995.
Formaður Lánasjóðs Vestur-
Norðurlanda er Sturlaugur Þor-
steinsson en forstjóri Steinar B.
Jakobsson og hefur sjóðurinn
aðalstöðvar hér á landi.