Morgunblaðið - 18.05.1994, Side 21

Morgunblaðið - 18.05.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ1994 21 LISTIR Upphafið MYNPLIST Listhús í Laugardal MÁLVERK - GRAFÍK - HÖGGMYNDIR - LEIR Guðmundur Einarsson frá Miðdal Opið frá 10 - 18 virka daga og 14-18 um helgar. 7. - 22. maí. Aðgangur 200 krónur. ÖNNUR sýning í röð margra, er settar verða upp víðs vegar um landið á næstu misserum, í tilefni þess að hundrað ár verða liðin frá fæðingu Guðmundar Einarssonar frá Miðdal á næsta ári, var opnuð í Listhúsinu við Engjateig sl. laug- ardag að viðstöddu fjölmenni. Á Listasafni Akureyrar, þar sem fyrsti gjörningurinn fór fram, var frekar sundurlaus samtíningur málverka, en að þessu sinni er meginveigur framkvæmdarinnar æskuverk listamannsins, og er lögð áhersla á að sýna sitthvað sem ekki hefur komið fyrir sjónir al- mennings áður. Sú markaða hug- mynd er prýðileg, svo sem fram kemur, því þessar myndir eru for- vitnilegasti hluti sýningarinnar, einkum ætingar sem Guðmundur útfærði í Múnchen á árum sínum þar. Á ég hér einkum við módel- og húsamyndir, sem eru létt og hugvitsamlega útfærðar, og er augljóst að hinn ungi maður hefur einungis verið að rissa upp sitthvað myndrænt (malerískt) úr hlutveru- leikanum, og að brauðstritið hafí verið víðs fjarri. í módelmyndunum kemur t.d. fram fín lína og þá einkum í mynd nr. 2 og ber einungis að harma að ekki skuli vera fleiri slíkar á sýn- ingunni. En þesslags myndir þóttu naumast stofuprýði hjá „siðprúðu" fólki hér áður fyrr, og minnist ég þess að jafnvel 30 árum seinna varð fólk að taka slíkan ósóma nið- ur af veggjum sínum til að friða fínar frúr! Útkjálkasjónarmiðin voru þann- ig furðu lífsseig hér á útnáranum sem og hugmyndir fólks um eðli myndlistar, sem má vera eðlilegt í ljósi takmarkaðs og ófullnægjandi upplýsingastreymis um þessi atriði. Raunar býr þjóðin enn við skringi- leg viðhorf til myndlistar, og hvað skyldu t.d. ungir í dag vita um Guðmund frá Miðdal og list hans, Guðmundur frá Miðdal á námsárunum í Þýskalandi. þegar rjómi þess í framhaldsskólum gatar á einföldustun spurningum um stefnumarkandi öndvegisverk heimslistarinnar á þessari öld? Fram kemur í ætingum ásamt rissum og túskteikningum, að um var að ræða ungan mann með fjöl- þættar myndrænar gáfur, og er miður að hann gat ekki haldið áfram að rækta hér sinn garð á sama grundvelli, en það hefur orð- ið hlutskipti fleiri íslenzkra lista- manna. Sýningin staðfestir einnig, að Guðmundur átti til innileika „in- timitet" í myndsköpun sinni og að sá þáttur var kannski sterkasta hlið hans sem myndlistarmanns. Þessi nánd kemur einnig fram í máluðum eldri myndum, og heldur svo áfram af enn malerískari krafti í nokkrum minni málverkum sem hann gerði á fyrri hluta og um mjðbik fjórða áratugarins, svo sem „Úr Karlsdrætti við Langadal" (1935), „Við Tvídægru" (1932), „Alpalandslag" (1935) og „Lands- lag“ (1937). Allar þessar myndir búa yfir mjög „malerískum" eigind- um og eru málaðar með mikiili til- finningu fyrir myndefninu án þess að vera á nokkurn hátt væmnar. Hin stærri málverk á sýningunni kunna að vera áhrifameiri fyrir augað, enda málaðar af meiri þrótti og karlmennsku, en en ná ekki í sama mæli samhljómi við dýpri líf- æðar myndflatarins. Samtíningur af höggmyndum og leirverkum er einnig á sýningunni, og verður það að skoðast sem kynn- ing á þessum þætti listar hans, en á þó minna erindi á hana. Hér vakti myndin „Hestar" einkum at- hygli mína fyrir einfalt heildar- form, en þessi viðbót virkar í heild sem annarlegur ofvöxtur á sýning- unni. Kapp er best með forsjá, og fleiri eldri myndir hefðu gert sýn- inguna mun heildstæðari að mínu mati. Bragi Ásgeirsson Viti menn! MYNPLIST Gallcrí Grcip KARLMANNANÆLUR Tinna Gunnarsdóttir. Opið 14-18, lokað mánudaga. Að- gangur ókeypis. 7. - 18. maí. REGLULEGAR sýningar halda áfram í litla vinalega listhúsinu á horni Hverfisgötu og Vitastígs, og það er einmitt réttur gangurinn. Um leið og sýningar taka að ger- ast óreglulegar einhvers staðar, missir staðurinn ósjálfrátt aðdrátt- arafl og á því hefur margur brennt sig hér í borg. Er skemmst að minnast Listmunahússins við Tryggvagötu, sem svo miklar von- ir voru bundnar við vegna sérstöðu þess og óvenju mikils rýmis. Tinna Gunnardóttir er óþekkt nafn hér heima sem má vera eðlilegt, því skólun hennar hefur að mestu leyti farið fram í Englandi auk þess, sem hún hefur tekið eina önn við Fag- háskóla Dússeldorfborgar. Þá hef- ur hún tekið þátt í tveim sýningum í Englandi og einni á íslandi; Hönn- unardögum, Bíró/Steinar. Sýning Tinnu kemur á óvart og á dálítið svipaðan hátt og t.d. sýn- ing Öldu Sigurðardóttur í Portinu þó gerólíkar séu, en það er hand- verkið og kostgæfnin í vinnubrögð- unum sem óskipta eftirtekt vekja. Annars vegar hekluð smáverk REYKJAVIKUR LISTINN Velkomin í baráttuna! Reykjavíkurlistinn býður stuðningsmenn velkomna til starfa í kosningamiðstöðinni og hverfamiðstöðvum í Glæsibæ, sími 886262, Mjódd sími 872720 og við Höfðabakka sími 874460. Þessa dagana erum við að pakka og dreifa kynningarriti og blöðum í öllum hverfum borgarinnar. Upplagt trimm í góðum félagsskap í góða veðrinu! Á kjördag verður margt að gerast! Þeir sem vilja aka fyrir Reykjavíkurlistann á kjördag eru beðnir að skrá sig sem fyrst en bílamiðstöðin verður í Glæsibæ. Þá eru bökunarmeistarar í stuðningsliðinu hvattir að fara að safna í frystikistuna. Laugavegi 31 - Si'mi 15200 - Bréfasími 16881 Öldu, sem eru eitthvað svo áreynslulaust útfærð og hins vegar karlmannaskart Tinnu úr aðskilj- anlegustu efnum eins og t.d. plasti, plexigleri, taui, vírþráðum og gömlum frímerkjum. I hvorugu til- fellinu er um einhvern frumleg- heitarembing að ræða, og það ger- ir verk gerendanna svo fersk og aðlaðandi. Það er líkast því sem Tinna hafi sankað að sér efni á viðgerða- verkstæði fyrir litlar tölvur og út- varpstæki og bætt við ýmsu tilfall- andi dóti og unnið úr því eftir hugarfluginu. Skartið er mjög fjöl- breytilegt og á heima utan á þeim sem kunna að skapa sér ímynd sjálfir, óháðir tízkusveiflum. Það er sem maður sé staddur á alvöru sýningu nýlistar, því að skartinu er ekki komið fyrir á borði eða undir gleri svo sem venjan er, heldur eru hinir 40 gripir hengdir upp á vegg sem sjálfstæðar eining- ar. Það fer ágætlega á því og gerir gripina áhugaverðari, einkum kemur þá betur fram hvernig Tinna vinnur á hugvitsamlegan hátt með rýmið í þeim. Á neðri hæðinni eru nokkur sjálfstæð veggverk og þótt þau séu vel gerð snertu'þau mig ekki eins sterkt og skartið. Dregið saman í hnotskurn er þetta eftirtektarverð frumraun. Bragi Ásgeirsson Áttu von á barni Undirbúnings- námskeiðfyrir verðandi mæð- ur/foreldra. Innritun ísímum 12136/23141. Pantið tímanlega Hulda Jensdóttir. Vaskhugi Islenskt forrit með öllu sem þarf fyrir »/ Fjárhagsbókhald t/ Sölukerfi / Birgðakerfi / Viðskiptamannakerfi / Verkefnabókhald t/ Launabókhald / Félagakerfi t/ Vaskhugi sýnir og prentar ótal skýrslur. Hringið og við sendum bækling með nánari upplýsingum. V^V^iskhugi hf. Grensásvegi 13 • Sími 682 680 • Fax 682 679 ’TVestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72 x 65 x 85 36.921,- HF271 92 x 65 x 85 41.013,- HF 396 126 x 65 x 85 47.616,- HF506 156x65x85 55.707,- SB 300 126 x 65 x 85 52.173,- Frystiskápar FS 205 125 cm 55.335,- FS275 155 cm 62.124,- FS 345 185 cm 73.656,- Kæliskápar KS 250 125 cm 49.104,- KS315 155 cm 52.638,- KS 385 185 cm 63.333,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 70.215,- kælir 199 ltr frystir 80 ltr 2 pressur KF350 185 cm 84.816,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF355 185 cm 82.956,- kælir 271 ltr frystir 100 ltr 2 pressur (•J • | Faxafeni 12. Sími 38 000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.