Morgunblaðið - 18.05.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 18.05.1994, Síða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ plnrgmnMaltií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askr.iftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. VERÐTRY GGIN G OG LÆKKUN VAXTA > ■ ISLENZKT efnahagslíf hefur tekið stakkaskiptum síðustu miss- eri. Áralangur tími óðaverðbólgu er að baki, viðskiptahalla hefur verið eytt, vextir hafa stórlækkað og almennur stöðugleiki ríkir. Raunar má segja, að þessi umskipti gangi kraftaverki næst, þegar haft er í huga, að þau eiga sér stað samfara stór- felldum niðurskurði á þorskafla, lækkun á verði sjávarafurða á erlendum mörkuðum og efnahagsiægð í helztu viðskiptalöndum. Þrátt fyrir þessa mikilvægu áfanga í þróun efnahagsmála eru enn alvarlegar meinsemdir í efnahagslífinu. Þar ber atvinnuleys- ið hæst og hallann á ríkissjóði, svo og að vextir eru enn of há- ir. Vaxtastigið dregur úr uppbyggingu atvinnulífsins og er þung byrði á skuldsettum heimilunum. Ríkisstjórnin hefur því mikið verk að vinna og þarf að leggja höfuðáherzlu á að minnka ríkis- sjóðshallann og auðvelda þar með lækkun vaxta. Þetta hvort tveggja mun aftur á móti auðvelda baráttuna gegn atvinnuleys- inu. í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í síðustu viku birtist athyglis- verð grein eftir Sigurð B. Stefánsson, framkvæmdastjóra Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka, þar sem hann fjallar m.a. um vaxta- stigið og verðtryggingu. Sigurður segir þar, að öli efnahagsleg rök hnígi að því, að vextir lækki á íslandi enn um sinn og jafn- vel fram á árið 1996 reki ekki eitthvað óvænt á fjörurnar, sem aukið gæti framleiðslu, tekjur og eftirspurn. Hann bendir á, að þótt skammtímavextir séu nú með því lægsta sem gerist í Evr- ópu séu langtímavextir enn töluvert hærri en í viðskiptalöndum íslendinga. Reikna verði með því, að full verðtrygging fylgi ís- lenzkum skuldabréfum tii lengri tíma en eins eða tveggja ára. Ekkert sérstakt er til marks um það, að mati Sigurðar, að frekari vaxtalækkun geti raskað því jafnvægi sem nú hefur náðst í þjóðarbúskapnum. Áhrifa hækkandi eða lækkandi vaxta taki ekki að gæta fyrr en eftir dijúgan tíma, ef til viil fáein misseri við íslenzkar aðstæður, þar sem fyrirtæki, heimili og sveitarfélög séu enn óvön því að markaðsvextir rísi og hnígi í samræmi við eftirspurn. Sigurður B. Stefánsson segir að ekkert bendi til þess að eftir- spurn eftir lánsfé sé tekin að aukast og hann telur að þar sem skuldsetning sé óvenjulega mikil á íslandi á alþjóðlegan mæli- kvarða sé ólíklegt að eftirspurn og eyðsla heimila og fyrirtækja geri það að marki á næstu árum. Skuldaklafi þjóðarinnar muni halda aftur af eftirspurn og því sé ekki að vænta hagvaxtar á þessum áratug nema eitthvað óvænt breytist til hins betra. í grein sinni segir hann m.a.: „Sannleikurinn er sá, að raun- vextir á íslandi eru enn það háir, að þeir virka sem hemill á efnahagsstarfsemi í landinu. Þetta á við um alla vexti nema af skammtímavíxlum. á peningamarkaði. Utanrlkisviðskipti eru nokkurn veginn í jafnvægi þrátt fyrir lágt útflutningsverð og samdrátt í framleiðslu. Gengi krónunnar er það lágt skráð, að ijárfestar hugsa sig um tvisvar áður en þeir hætta fjármunum sínum til útlanda.“ í lok greinar sinnar segir Sigurður B. Stefánsson m.a.: „Þegar öllu er á botninn hvolft bendir allt til þess, að íslenzk stjórnvöld verði að taka fastar á'verðtryggingarvanda íslenzka fjármálamarkaðarins en gert hefur verið til þessa. Engin leið er til þess að breyta skilmálum á öllum þeim skuldabréfum, ef til vill að andvirði um 400-500 milljarðar króna, sem þegar hafa verið gefin út með fullri verðtryggingu m.v. lánskjaravísitölu. Þess vegna er brýnt að stíga markviss skref til að draga úr verðtryggingu við útgáfu nýrra skuldabréfa til að hraðar dragi úr vægi verðtryggingar í íslenzkum fjármálaviðskiptum. Verð- trygging var neyðarráðstöfun, þegar hún var heimiluð með laga- setningu árið 1979. Nú hefur hún'skilað hlutverki sínu að fullu og er tekin að vinna gegn upphaflegu markmiði, sem var að auka stöðugleika á íslenzkum fjármálamarkaði." Hann bætir því við, að engin rök séu lengur fyrir því, að ísland sé eina ríkið í veröldinni með verðtryggingu sem meginreglu á fjármálamark- aði. Ábending Sigurðar um afnám verðtryggingar hlýtur að koma til athugunar. Út af fyrir sig eru engin rök fyrir því, að ijár- magnseigendur hafi sitt á þurru og taki enga áhættu eins og algengast er á frjálsum fjármagnsmarkaði. Lækkun vaxta er forgangsmál í uppbyggingu atvinnulífsins. Helzti þröskuldurinn í vegi fyrir afnámi verðtryggingar er sjálfsagt af sálrænum tóga, því sparifjáreigendur eru ekki búnir að gleyma því, hvernig inn- stæður þeirra brunnu upp í bönkunum áður fyrr. En nú eru breyttir tímar og frjáls fjármagnsmarkaður innanlands og utan á að vera trygging fyrir því, að sparifé eyðist ekki í verðbólgu- báli á ný. 4 SMUGUVEIÐAR Aftenposten/Jon Hauge ÞRJÚ íslensk skip eru nú að veiðum í Smugunni. Myndin er tekin úr Orion-flugvél norsku strandgæsl- unnar af Akureyrinni á veiðum í Smugunni á seinasta ári. Deilan harðnar Aukin harka er hlaupin í Smugudeiluna eftir bréfasendingar forsætisráðherra Rússlands og Noregs til Davíðs Oddssonar. Ýmsir óttast að þetta kunni að hafa áhrif á viðskiptin við Rússa. Omar Friðriksson lýsir stöðu málsins. Harkalegum ummælum Tsjernomyrdins, forsæt- isráðherra Rússlands, vegna veiða íslenskra skipa í Smugunni í bréfi til Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í sein- asta mánuði og bréfi sama efnis frá Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, hefur nú verið svarað. íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að Smugan sé alþjóðlegt hafsvæði og að samkvæmt íslenskum lögum geti stjórnvöld með engu móti tak- markað veiðar íslenskra skipa á al- þjóðlegum hafsvæðum, nema þá að um sé að ræða framkvæmd á milli- ríkjasamningi milli viðkomandi þjóða um vernd fiskistofna. íslendingar hafa frá upphafi deilunnar lýst yfír eindregnum vilja til að semja um veiðarnar á þessu svæði þar sem samtímis yrði fjallað um önnur óleyst sjávarútvegsmál milli þjóðanna. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra segist binda vonir við að niður- staða náist á út.hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á næsta ári. „Sú niðurstaða verður einhvers- konar málamiðlun á milli ítrustu hagsmuna strandríkja og úthafs- veiðiþjóða, sem mun í stórum drátt- um byggjast á því að það verði sett- ar upp svæðisbundnar stofnanir sem verða ábyrgar fyrir varðveiðsiu og nýtingu fískistofna og fela í sér kvöð um samninga frekar en valdbeit- ingu,“ segir hann. „Við hefðum hins vegar gjarnan kosið að þótt slíkt bindandi samkomulag væri ekki komið á, þá væri hægt að stefna að slíkum samningum af fúsum og fijálsum vilja þessara þjóða í anda Jón Baldvin Tsjernomyrdin Jón Sigurðarson Samskipti þjóðanna kólna „Það eru engar aðrar lausnir í sjónmáli en þær sem byggjast á samkomulagsvilja." Vill að íslensk stjórn- völd stöðvi veiðar í Smugunni og boðar tafarlausar aðgerðir. Engin samvinna um sjávarútveg fyrr en Smugudeilan hefur verið leyst. væntanlegs samkomulags,“ segir hann ennfremur. í þessu sambandi hafa vakið at- hygli innan stjórnkerfisins fréttir sem bárust í seinustu viku um að Kanada- stjóm hefði lagt fram frumvarp þar sem hún áskilur sér rétt til að stöðva erlenda togara sem staðnir séu að „ólöglegum veiðum" utan við 200 mílna lögsögu Kanada, gera afla þeirra upptækan og sekta þá um allt að milljónum dala. Ekki er ljóst hvaða áhrif þetta getur haft á við- ræðurnar á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eða hvort t.d. Rússar og Norðmenn muni líta á um bréfasendingum er deilumálið nú komið til kasta forsætisráðherra þjóð- anna. Mótmæli Rússa vegna Smuguveið- anna hafa harðnað á seinustu vikum og mánuðum og vakti athygli þegar Korelskíj, sjávarútvegsráðherra Rússlands, lét falla mjög harðorðar yfirlýsingar á blaðamannafundi fyrir tveim vikum um „sjóræningjaveiðar" í Smugunni og sagði að Rússar myndu hugsanlega taka fyrir allt samstarf við íslensku ríkisstjórnina. Um svipað leyti bárust fréttir af því að rússneska strandgæslan hefði ákveðið að taka upp eftirlit í Smug- unni í maí. Að sögn Eiríks Mikaelsson- ar, útgerðarmanns Skúms GK, sem er eitt þriggja íslenskra skipa sem nú eru að veiðum í Smugunni, hefur ekk- ____________________ ert sést til Frjálsar veid- ar verða tíma- bundnar þessa ákvörðun Kanadamanna sem fordæmi. Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að Smugan sé hluti af alþjóðlegu haf- svæði og ekkert ríki hafí vald til að taka sér lögsögu utan 200 mílna. Þótt deilan hafi harðnað þá hafi grundvallarafstaðan í þessu máli lítið breyst frá því á seinasta ári þegar Smugudeilan kom upp. Íslensk stjórnvöld taka bréf Tsjernomyrdins og Gro Harlem Brundtlands mjög alvarlega. Talið er fullvíst að um samantekin ráð sé að ræða. Það kom á óvart að með þess- rússneskra varðskipa og norska strand- ____________________ gæslan lætur íslensku togar- ana alveg afskiptalausa meðan þeir halda sig í Smugunni. Aftur á móti stuggaði norskt varðskip við íslensku togurunum þegar þau ætluðu að færa sig út fyrir svæðið vestur að verndar- svæðinu við Svalbarða fyrir nokkrum dögum og fylgdi strandgæslan skip- unum aftur inn í Smuguna. í seinustu viku kom fram í frétt í Morgunblaðinu að hugsanlega stefni yfír 50 íslenskir togarar á veiðar í Smugunni eftir sjómannadag. Þetta veldur áhyggjum innan stjómkerfísins og einn viðmælenda minna sagði að ef íslendingar sendu 50 háþróaða tog- ara í Smuguna þá gætu þeir þurrkað þetta svæði upp á örfáum vikum. „Ef samningsviljann skortir getur þetta leitt til árekstra og spillt fyrir samstarfsvonum. En ef allir aðilar líta til langtímahagsmuna ættu að vera forsendur fyrir samkomulags- vilja," segir Jón Baldvin aðspurður um þetta. Hann segist leggja á það mikla áherslu að íslendingar eigi að leggja sig fram um að leita eftir sam- komulagi við Rússa, ekki aðeins um lausn á Smugudeilunni, heldur um víðtækt samstarf á sjávarútvegssvið- inu. Hann segir að óformlegar við- ræður hafi farið fram við Norðmenn en einnig milli fulltrúa íslendinga og Rússa á úthafsveiðiráðstefnunni i New York, sem hafi þó reynst árangurslausar til þessa. Ljóst er að samskipti Islendinga og Rússa hafa kólnað að undanförnu. Skemmst er að minnast er Rússar afturkölluðu öll leyfi, vegna Smugu- veiða íslendinga, til Kola hf., sem stundaði tilraunaveiðar í Barentshafi í vetur, „Svörin sem við fáum eru þau að það verði ekki um neina samvinnu við íslendinga að ræða á sviði sjávar- útvegs fyrr en Smugudeilan hefur ____________________ verið leyst,“ segir Jón Sig- urðarson, for- stjóri Fiskaf- urða hf. og stjómarfor- maður Kola hf. Þorsteinn Pálsson hefur nýlega lýst yfir áhuga á að kannað verði hvort heimila beri landanir á síld og loðnu úr íslenskum skipum yfír borðstokk til vinnslu í rússnesk vinnsluskip gegn því að íslensk skip fái heimild til kaupa á þorski eða veiða í rússneskri landhelgi. Deilan um Smuguna hafi þó hindrað að frekari árangur yrði af viðræðum um slíkt. Þrátt fyrir að viðskipti Islendinga og Rússa séu ekki mikil um þessar mundir hafa ýmsir áhyggjur af vax- andi stirðleika í samskiptum þjóð- anna. Einn viðmælenda Morgun- blaðsins, sem þekkir vel til samskipt- anna við Rússa, segir ekki ólíklegt að ef aukin harka hleypur í Smugu- deiluna muni Rússar leggja bann við að skip verði send til íslands til við gerða og jafnvel muni koma til þess að þeir banni alveg landanir rúss- neskra togara á íslandi. Jón Baldvin segir að íslenskir út- gerðaraðilar verði að gera sér grein fyrir því að raunsætt mat bendi til þess að frjálsar veiðar á hafsvæðum eins og Smugunni verði aðeins tíma- bundnar, því gera verði ráð fyrir að úthafsveiðiráðstefna Sameinuðu þjóðanna endi með samkomulagi um einhverskonar leikregiur, m.a. um nýtingu og vernd flökkustofna, sem verði þindandi fyrir aðilaarrikin. Islendingar vilja sjá sam- komulagsvilja MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994'27 Ólympíuleikar framtíðarinnar verða takmarkaðir við 10.000 keppendur , en hverri þjóð boðið að senda sex íþróttamenn að vissum skilyrðum uppfylltum Margmenni í Barcelona Morgunblaðið/RAX ÍSLAND átti 29 keppendur á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hertar reglur varðandi þátttöku geta gert það að verkum að mun fámenn- ari hópur íþróttamanna í einstaklingsgreinum fari héðan til Atlanta 1996. EKKIFYRIR ALLA HELDUR ÞÁ BESTU Hertar reglur varðandi þátttöku á Ólympíuleikum voru kynntar á fundi Evrópusambands ólympíu- nefnda um helgina. Steinþór Guðbjartsson fylgdist með gangi mála og ræddi við forystumenn um stöðu íslands í breyttu skipulagi. Islenskir íþróttamenn I einstak- lingsgreinum verða líklega mun færri á Ólympíuleikunum í Atl- anta í Bandaríkjunum 1994 en á fyrri leikum og jafnvel ekki fleiri en Ijórir til sex talsins. Ástæðan er sú að reglur varðandi þátttöku hafa verið hertar til muna, en til að allar þjóðir geti tekið þátt verður hverri heimilt að senda sex þátttakendur, svo framarlega sem viðkomandi ólymplunefnd telur þá boðlega. Nái enginn settum lágmörkum er það I höndum ólympíunefndar og á hennar ábyrgð hvaða íþróttamenn hún óskar eftir að senda á leikana, en Alþjóða ólympíunefndin, IOC, á síðasta orðið að höfðu samráði við viðkomandi al- þjóða sérsamband. Gilbert Felli, framkvæmdastjóri íþróttadeildar IÓC, skýrði frá þessu á fundi Evrópusambands ólympíu- nefnda, sem fór fram I Reykjavík um helgina. Hann áréttaði ákvörðun IOC frá 1991, sem annars vegar stóð frammi fyrir æ fjölmennari leikum og óviðráðanlegri að öllu óbreyttu og hins vegar óskum mótshaldara I Barcelona og Atlanta auk þeirra borga sem höfðu sótt um leikana árið 2.000 um að takmarka Ijölda keppenda við 10.000 manns og ann- arra s.s. fararstjóra, þjálfara, lækna og starfsmanna við 5.000 manns. Felli sagði að samfara fjölgun þjóða og fleiri afreksmönnum væri ekki auðvelt að setja þátttökureglur, sem allir gætu sætt sig við, en þrennt hefði fyrst og fremst verið haft að leiðarljósi: í fyrsta lagi að tryggt yrði að bestu íþróttamenn heims I hverri grein tækju þátt. í öðru lagi að keppendur kæmu frá öllum heims- álfum. í þriðja lagi útbreiðsla íþrótt- anna. Þessar hugmyndir hefðu verið ræddar með alþjóða sérsamböndun- um og samstaða hefði náðst um þessa hluti. Hann áréttaði samt að þó mið- að væri við að hverri þjóð yrði gert kleift að senda sex íþróttamenn og tvo þeim til aðstoðar þýddi það ekki að hver sem er gæti öðlast þátttöku- rétt, því keppendur, sem ekki næðu lágmörkum, yrðu að uppfylla ákveðin skilyrði. Engu að síður væri ólympíu- nefndum heimilt að senda alla þá íþróttamenn, sem næðu settum lág- mörkum. Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar íslands, sagði ís- lensku nefndina vera sammála IOC varðandi strangari þátttökureglur til að koma I veg fyrir svo nefnda „far- þega“ — íþróttamenn, sem í raun ættu ekkert erindi I keppni þeirra bestu eins og Ólympíuleikar eiga að vera. „Það hefur engan tilgang að senda til dæmis kúluvarpara, sem kastar lengst 13 metra, eða menn eins og Eddie „Eagle“. Það verða að vera stíf lágmörk til að tryggja að aðeins þeir bestu taki þátt. Við sett- um stífari reglur en IOC varðandi val keppenda á Vetrarleikana I Lille- hammer og það sýndi sig að það var hárrétt ákvörðun.“ ísland hefur sent fjölmennt lið á sumarleikana síðan I Los Angeles 1984 og munar þar mest um þátttöku Iandsliðsins I handknattleik, en um 15 keppendur voru I öðrum greinum I Barcelona 1992, Seoul 1988 og Los Angeles 1984. Miðað við árangur ís- lenska afreksfólksins á stórmótum undanfarin misseri er óraunhæft að ætla að margir nái settum lágmörk- um fyrir Atlanta og tryggi hand- knattleiksliðið sér þátttökurétt getur svo farið að aðeins fjórir íslendingar verði með að auki, karl og kona I sundi og karl og kona I fijálsíþrótt- um. „ísland býr við algera sérstöðu * I þessu efni,“ sagði Felli við Morgun- blaðið aðspurður um hvort reglan um sex þátttakendur gilti ef aðeins hand- boltaliðið tryggði sér sæti á leikunum. ,sÞað er einsdæmi áð þjóð eigi lið á Ólympíuleikum en ekki einstaklinga. Ef þessi staða kemur upp á ísland engu að síður möguleika á að senda karl og konu I keppni I sundi og karl og konu I frjálsar, en ég get ekki á þessari stundu sagt til um hvort þið fáið tvö sæti til viðbótar. Það fer eftir árangri einstaklinga annarra þjóða I hinum ýmsu greinum og stöðu Islendinga samanborið við þá, sem beijast um sætin.“ Júlíus sagði ljóst að íslenskir íþróttamenn, sem ekki stæðust kröfur um þátttökurétt á Ólympíuleika, yrðu að beina augum sínum að öðrum stór- mótum og þetta kallaði á breyttar áherslur. Hann nefndi Smáþjóðaleik- ana I því sambandi og sagðist vilja sjá þá fyrir fjölmennari þjóðir en milljón íbúa eins og nú er miðað við, jafnvel fimm milljónir, því þá yrði um 2.000 manna mót keppenda frá um 20 þjóðum að ræða. „Það er engri þjóð gerður greiði með því að senda „farþega“ á Ólymp- íuleika og ef enginn nær lágmörkum er alls ekki víst að við fyllum þau ' sex sæti, sem okkur bjóðast, en Ólympiunefndin á eftir að ræða þetta nánar. Hins vegar eru íþróttir að aukast sem almenningseign og upp- bygging íþróttanna er mál, sem yfir- völdum kemur við og á að vera mál allra landsmanna með því eina mark- miði að eignast afreksmenn, sem koma heim frá Ólympíuleikum með verðlaun."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.