Morgunblaðið - 18.05.1994, Side 33

Morgunblaðið - 18.05.1994, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ1994 33 MINNINGAR HÁKONHÓLM LEIFSSON + Hákon Hólm Leifsson var fæddur að Arnar- bæli á Fellsströnd 28. apríl 1931. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hólmfríður Sigurðardóttir og Leifur Grímsson. Hákon átti sex systkini, Jóhannes, Asgerði, Sigmund, Sigurð, Ingiríði og Grím. Hann ólst upp í Galtavík í Skilmanna- hreppi frá fjögurra ára að aldri, en fluttist til Reykjavíkur 1959. Hákon kvæntist Ingveldi Hannesdóttur 1952. Þau slitu samvistir. Þeirra synir eru Hannes Hólm, fæddur 1952, kvæntur Jóh. Margréti Guð- laugsdóttur; drengur,fæddur 1954, dáinn sama dag; Krist- mundur, fæddur 1956, kvæntur Helgu Erlingsdóttur; Leifur Ólafur, fæddur 1965, sambýlis- kona Steinunn Einarsdóttir; Kristinn Sigurður, fæddur 1967, sambýliskona Ásta Arn- ardóttir. Barnabörn Hákonar eru tíu talsins. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju í dag, en jarðsett verður í Görðum. En rainningin helst í hvfld og kyrrð sem krans yfir leiðið vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð, hún er yfir dauðann hafin. (E. Ben.) NÚ ER hann afi dáinn og langar mig að minn- ast hans í nokkrum orðum. Það var alltaf jafn gaman og gott að heyra í honum afa og hitta hann. Mínar fyrstu bemskuminn- ingar um hann ein- kenndust af þægilegri pípulykt sem lagði frá honum og gerði hann svo afalegan og faðm- lögin sem sýndu mér hvað honum þótti vænt um mig. Hann spurði alltaf um líðan mína og hvað ég hefði nú fyrir stafni, og það brást því aldrei að afí var alltaf einna fyrstur til þess að hringja og óska mér til ham- ingju með daginn á afmælisdögum mínum eða öðrum merkisdögum. Afí var dugnaðarforkur og vann erfið störf. Á hans yngri árum var hann bifreiðastjóri og var með marga bíla á sínum snærum en er tímar liðu sneri hann sér að sjómennskunni og dró hún hann meðal annars til út- landa. Eftirminnilegast við þessar utanlandsferðir hans voru þó fyrir mér heimkomur hans því hann var alltaf með eitthvað gott í fórum sín- um. Ég man þó sérstaklega eftir einu skipti þegar hann færði mér þessa líka forláta dúkku, en þessi dúkka var ekki öll þar sem hún var séð því hún var vægast sagt furðuverk og stórkostleg uppfmning í mínum aug- um vegna þess að hún gert svo að segja allt. Hún talaði, borðaði og þannig fram eftir götunum, sem sagt hún var það sem allar stelpur á mín- um aldri dreymdi um og það besta var að það átti engin vinkvenna minna svona dúkku. MARGRÉT J. LILLIENDAHL + Margrét J. Lilli- endahl fæddist á Hólum í Öxnadal 16. mars 1908 og ólst þar upp við mikla fátækt í stór- um systkinahópi. Hún lést í Ljós- heimum, öldrunar- deild Sjúkrahúss Selfoss, 9. maí síð- astliðinn, 86 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Jón Kristjánsson kenn- ari og organisti og kona hans Rann- veig Sveinsdóttir. Hinn 17. ág- úst 1933 giftist Margrét Jónasi Lilliendahl símritara, f. 30. nóv- ember 1905, d. 12. mars 1975. Þau fluttust suður til Reykja- víkur og eignuðust einn son, Gústaf Lilliendahl, sem nú er forstöðumaður á Litla-Hrauni, kvæntur Önnu Maríu Tómas- dóttur. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. í FÁUM orðum langar mig til þess að minn- ast ömmu minnar Margrétar. Fyrst man ég eftir ömmu er hún og afi bjuggu á Dunhaga 15 í Reykjavík. Alltaf fór- um við í heimsókn til þeirra, foreldrar mínir og við systkinin, í Reykj avíkurferðum okkar, en við bjuggum þá í Skálmholti í Vill- ingaholtshreppi. Ég man að okkur krökk- unum þótti líka mjög spennandi að fá afa og ömmu í heimsókn í sveitina til okkar. Þá fengum við að fara með pabba í jeppanum niður á veg til þess að taka á móti þeim er þau komu með rútunni austur. Amma var ákveðin og stolt kona, en stutt var í glettnina og spaugið og ósjálfrátt bárum við, bræður mínir og ég, mikla virðingu fyrir henni. Ætíð var hún snögg að útbúa veislumat þegar við komum í heim- En góðmennska afa einskorðaðist alls ekki við gjafir þvi hann sýndi það svo sannarlega í gerðum sínum og orðum hvað honum þótti vænt um mig. Okkur kom alltaf sérstak- lega vel saman og þegar við hitt- umst töluðum við saman um allt milli himins og jarðar. Við trúðum hvort öðru fyrir ýmsum leyndarmál- um, en einhvern veginn þrátt fyrir alit sem á milli okkar var að þá gleymdi ég eins og svo margir að segja afa það berum orðum hvað mér þætti vænt um hann. Því vona ég að þú lesir þessa grein, elsku afi minn, og vitir að ég elska þig. Þakka þér fyrir alla þá innsýn sem þú hefur gefíð mér í lífið og tilveruna. Guð geymi þig. Bára Konný. Hákon var óvenju stæltur og sterkur maður og ég yngri bróðir hans hreifst mjög af kröftum hans og reyndi að leika eftir listir eins og að axla síldarmjölspoka en varð jafn- an að lúta í lægra haldi. Á þessum árum var rígur milli Borgfirðinga og Akurnesinga svo oft kom til ryskinga á sveitaböllum og þurfti röska og hrausta menn til að ganga á milli og oft varð Kommi fyrir valinu. Hann sló aldrei til nokk- urs manns, heldur slengdi stórum krumlunum yfir óróaseggina og gekk með þá út. Hákon og eiginkona hans Ingveld- ur Hannesdóttir bjuggu fyrst á Akra- nesi en byggðu síðan nýbýli að Galta- læk út úr jörð foreldra hans. Búskap- ur var enginn dans á rósum frekar þá en nú og varð Hákon að vinna sem mjólkurbílstjóri til að endar næðu saman. Á þessum árum eign- uðust þau þijá syni, en einn þeirra dó í fæðingu, það var 1955. Árið 1959 flytur íjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Hákon stundaði ýmis störf, þó lengst af sendibílaakst- ur. Tveir drengir bættust í hópinn, en lífið er hverfult og Hákon og Ing- sókn og alltaf var heimili hennar einstaklega snyrtilegt. Þegar ég var við nám í Reykjavík kom ég oft til ömmu með dóttur mína Katrínu, og urðu þær hinir mestu mátar. Árið 1985 flutti amma austur á Selfoss eftir að hafa búið ein í tíu ár frá því að afi dó. Hún bjó sér snoturt lítið heimili á Birkivöllum 15 á neðri hæðinni, en á efri hæð- inni bjó ég og mín fjölskylda. Fengu bömin mín þá að njóta návistar við langömmu sína í nokkur ár og oft læddust þau systkinin, Katrín og Stefán, niður til hennar, og þegar ég svo fór til þess að sækja þau sátu þau yfirleitt við eldhúsborðið í mestu makindum og röðuðu í sig einhveiju góðgæti. Þegar heilsu ömmu fór að hraka og hún gat ekki lengur búið ein dvaldi hún hjá foreldrum mínum á Eyrarbakka í nokkra mánuði, en fyrir rúmum tveimur ámm fór hún á Ljósheima, öldrunardeild Sjúkra- húss Selfoss, þar sem hún dvaldi síðustu ævidagana og það veit ég að amma var hvíldinni fegin, því nóttina eftir að hún kvaddi þennan heim kom hún til mín í draumi al- sæl á svip og kvaddi mig með faðm- lagi og bað fyrir kveðju til foreldra minna. Hvíl.þú í friði, amma mín. Margrét Lilliendahl. veldur slitu samvistum 1974. Eftir það vann Hákon við vinnu sem tengdist sjómennsku, var ýmist á sjó eða beitningarmaður í landi. í mörg ár var Ólína Þorsteinsdóttir sambýl- iskona Hákonar, en þau slitu sam- vistum fyrir nokkrum árum. í þó nokkur ár hefur hann átt við veikindi að stríða og er nú farinn yfir móðuna miklu. Konni minn ég vil þakka þér fyrir uppeldið og elskulegheitin við litla bróður. Guð blessi þig og varðveiti þar sem þú liggur við hliðina á litla drengnum þínum. Sofðu rótt. Ég óska öllum afkom- endum og aðstandendum þínum Guðs blessunar. Þinn bróðir Grímur. Ég vil í fáum orðum kveðja elsku- legan bróður minn, Hákon, sem horf- inn er frá okkur, farinn í sína hinstu för. Hann kaus að hvíla við hliðina á litla drengnum sínum, sem hvílir í kirkjugarðinum í Görðum og dó svo ungur. Konni minn, alltaf varst þú glaður og kátur, þó þú værir veikur og við vissum að það var engan bata að fá, þú tókst því með æðruleysi, sagðir alltaf að þér liði vel ef þú varst spurð- ur. Vonandi líður þér vel núna þar sem þú ert. Á skilnaðarstundu hrannast end- urminningarnar upp í hugann sem aldrei gleymast. Mikið hafðir þú gaman af því að syngja hér á árum áður, enda hafðir þú mikla og fallega rödd. Eitt af þínum uppáhaldslögum sem þú söngst og fórst mjög vel með var; Ég krýp og faðma fótskör þína frelsari minn á bænastund Ég legg sem bamið bresti mína, bróðir, í þína líknarmund. Ég hafna auðs og hefðarvöldum, hyl mig í þínum kærleikshöndum. Þú vildir að þetta væri sungið yfir moldum föður okkar og var það gert. Elsku Konni minn, með þessum línum kveð ég þig, þakka þér sam- fylgdina í þessu lífi og megi algóður Drottinn leiða þig til ljóssins. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín systir Inga. Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdaföður míns Hákonar sem lést á heimili sínu 8. maí. Það eru ein 24 ár síðan við hittumst fyrst og man ég alltaf hvað mér þótti hann myndarlegur maður. Við Konns, eins og hann var oftast kallaður, urðum strax góðir vinir. Lífið var honum ekki auðvelt og átti hann mestan part ævinnar við erfiðan sjúkdóm að eiga. Tengdafaðir minn var einstscklega hlý persóna og vildi allt það besta fyrir sína. Hann hringdi oft í mig og vildi fá að vita hvemig við hefðum það og allir synir hans og þeirra fjölskylda. Við ræddum oft lengi saman og þegar ég spurði hann hvemig hann hefði það var svarið alltaf það sama: „Ég hef það ágætt“. Hin síðari ár kom hann líka nokk- uð oft og var hjá okkur um jól og áramót og vom það einstaklega góð- ar stundir. Mér er minnisstæður atburður sem sýnir hlýhug hans. Við hjónin áttum 20 ára brúðkaupsafmæli og var hanh sá eini sem mundi eftir því. Hann kom í heimsókn og færði okkur að gjöf silfurtertuspaða sem hann lét sérsmíða handa okkur og var hann sérstakur fyrir það að hann var bú- inn til úr stöfum okkar hjóna, gifting- arári og árinu sem 20 ára afmælið var. Ég var svo heppin að eiga tertu og gátum við strax notað spaðann og fengið okkur kaffi og spjallað saman. Elsku tengdafaðir, þakka þér fyrir allt. Guð blessi minningu þína. Þín tengdadóttir Margrét.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.