Morgunblaðið - 18.05.1994, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 18.05.1994, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA / YSINGAR Tannsmiður óskast hálfan dag. Umsóknir með almennum upplýsingum sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudags- kvöld 20. maí merktar: „Tannsmiður - 13083“. ISAFJARÐARKA UPSTAÐUR Grunnskólinn á ísafirði Kennara vantar í eftirtaldar stöður: Dönsku, stærðfræði og raungreinar á ung- lingastigi, sérkennslu, kennslu í 1. bekk, tón- mennt, handmennt, smíðar. Einnig vantar kennara til afleysinga í 2. og 7. bekk til 1. febrúar 1995. Umsóknarfrestur er til 25. maí. Upplýsingar gefur skólastjóri, Björg Baldurs- dóttir, í síma 94-3044. Lausar stöður Stöður nefndarmanna í yfirskattanefnd eru lausar til umsóknar. Um er að ræða tvær stöður nefndarmanna í yfirskattanefnd, sbr. 9- gr. laga 30/1992, um yfirskattanefnd. Skipað er í stöðurnar frá 1. júlí 1994. Einn maður verður skipaður í starfið sem aðalstarf til sex ára. Einn maður verður skipaður í starfið sem aukastarf til sex ára. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi í lög- fræði, hagfræði, viðskiptafræði eða hlotið löggildingu í endurskoðun. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist fjármálaráðu- neytinu fyrir 1. júní 1994. Jafnframt þarf að tilgreina í umsókn hvort sótt er um starfið sem aðalstarf eða aukastarf. Fjármálaráðuneytið, 9. maí 1994. Veitingastaðir Ungur og áhugasamur maður óskar eftir að komast að sem nemi í matreiðslu. Upplýsingar í síma 52894, Ægir. Vélvirki/bifvélavirki Vélvirki eða bifvélavirki óskast ti! starfa hjá bílaleigunni Erni, Ísafirði. Sumarafleysinga- starf, framtíðarstarf kemur jafnvel til greina. Upplýsingar veittar í síma 94-4300 og 94-4448. Ballett - kennsla Klassískur ballettskóli óskar eftir að ráða ballettkennara til starfa. Um er að ræða kennslu eldri nemenda auk Pas de deux kennslu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. maí merkt: „B-10726. Framhaldsskólinn á Húsavík Laus störf Á næsta skólaári eru eftirtalin störf við Fram- haldsskólann á Húsavík laus til umsóknar. Kennslustörf - fullt starf Bifvélavirkjun, enska, líffræði, stærðfræði og viðskiptagreinar. Kennslustörf - hlutastarf Franska V2, heilbrigðisgreinar V2, íslenska V2, sálfræði V2, tölvufræði V2 og vélritun V3. Önnur störf Bókavörður og námsráðgjafi. Umsóknarfrestur framlengist til 25. maí. Nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 96-41344 eða 96-42095. Skólameistari. KEFLAVlK - ISLAND Framreiðslustörf Óskum eftir að ráða starfsfólk til framreiðslustarfa. Eiginhandarumsóknir, ásamt mynd, sendist til Halldórs Sigdórssonar, veitingastjóra, fyrir 25. maí. Flughótel, Hafnargötu 57, 230 Keflavík. Ferðaskrifstofa Ferðaskrifstofa óskar eftir sumarstarfs- mönnum í eftirtalin störf. 1. Starf við bókhald: Skilyrði eru þekking á alm. bókhaldsstörfum svo sem færslu á við- skipta-, fjárhags- og launabókhaldi. 2. Starf f gistihúsi: Alm. störf tengd rekstri gistihúss t.d. bókanir og móttaka farþega, þrif á húsnæði og herbergjum, undirbúningur morgunverðar o.fl. Enskukunnátta er nauð- synleg. Frönsku- og þýskukunnátta æskileg. 3. Bílaleiga: Skipulagning, þrif, afhending, móttaka bílaleigubíla ásamt fleiri störfum. Ensku- og frönskukunnátta nauðsynleg og ítölskukunnátta æskileg. 4. Lagerstörf: Vinna á lager við undirbúning og frágang búnaðar og matvæla fyrir hóp- ferðir með erlenda ferðamenn. Nauðsynlegt er að umsækjendur séu stund- vísir, traustir, skipulagðir og geti unnið sjálf- stætt. Óskað er eftir meðmælum. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. í síðasta lagi þriðjudaginn 24. maí merktar: „F - 13081“. RAÐ AUGL YSINGAR Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hafnarbraut 25, Hólma- vík, miðvikudaginn 25. maí 1994, kl. 14.00, á eftirtöldum eignum: 1. Slátur- og frystihús, Norðurfirði, Árneshreppi, þinglýst eign Kaupfé- lags Strandamanna, eftir kröfu Stofnlánadeildar landbúnaðarins. 2. Miðtún 3, Hólmavík, þinglýst eign Böðvars Hrólfssonar, eftir kröfu Hólmavíkurhrepps og innheimtumanns ríkissjóös. 3. (búðarhús í landi Hrófár 1, Hólmavíkurhreppi, þinglýst eign Sigurð- ar G. Sveinssonar, eftir kröfu Hólmavíkurhrepps og innheimtu- manns ríkissjóðs. 4. Hafnarbraut 18, Hólmavík, þinglýst eign Ragnars ölvers Ragnars- sonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Sýslumaðurinn á Hólmavik, 16. maí 1994. Ríkarður Másson. I TÓNUSMRSKÓU KÓPPNOGS Frá Tónlistarskóla Kópavogs Kammertónleikar verða í tónleikasalnum fimmtudaginn 19. maí kl. 17.00. Aðgangur ókeypis. Skólastjóri. SAMTÖK IÐNAÐARINS Félagsfundur um innkaup sveitarfélaga Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um innkaup sveitarfélaga að Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 19. mai' kl. 8.00 til 9.30, fyrir hádegi. Framsögumenn: Árni Sigfússon, borgarstjóri. Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins. Auk þeirra sitja fyrir svörum: Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri Garða- bæjar. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs. Umræða um atvinnumál hefur verið lífleg undanfarið og hefur hún óneitanlega tengst innkaupamálum sveitarfélaga. Á fundinum mun borgarstjórinn í Reykjavík gera grein fyrir stefnu og markmiðum Reykjavíkurborg- ar og einnig gefst fundarmönnum kostur á að varpa fram spurningum. Til sölu tvö gæsluvallarhús úr timbri. Húsin standa við Arnarbakka hér í borg. Húsin eru seld til brottflutnings án lóðar. Stærð hvors húss er um 21 m2 og 25 m2, þau hvíla á steyptum undirstöðum en eru með timbur- gólfum. I húsunum eru ýmis hreinlætistæki, lampar og innréttingar í nothæfu ástandi sem og timburvirki. Ástand og nánari útlistun hús- anna kynna kaupendur sér á staðnum. Kaup- andi aftengir húsin veitukerfum borgarinnar á lögbundinn hátt og skilar grunnum hús- anna sléttum og lausum við drasl. Þá skal kaupandi uppfylla ákvæði gr. 3.4.7 í bygging- arreglugerð nr. 177/1992 við niðurrif húsa. Húsin skal fjarlægja innan 5 daga frá sam- þykkt verðtilboðs. Allar nánari upplýsingar um húsin veitir byggingadeild borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, 5. hæð, sími 632390. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, 101 Reykjavík, eigi síðar en föstudaginn 20. maí 1994. INNKAUPASTOFNUN REVKJAVIKURBORGAR FriUirkjuvtMji 3 SÍMti 25800

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.