Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 37

Morgunblaðið - 18.05.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 37 HRAÐSKÁKMÓTINTEL OG PCA í MUNCHEN Margeir og Jóhann meðal þátttakenda SKAK M li n c h c n HRAÐSKÁKMÓT 19. raaí og 20. maí Kaupmannahöfn UNIBANKMÓTIÐ Úrslitaskákin 15. mai AFAR öflugt hraðskákmót á vegum atvinnumannasambandsins PCA hefst í Miinchen á morgun með því að undanrásir eru tefldar. Úrslitakeppnin verður síðan háð á föstudag. Beint í hana komast m.a. Garry Kasparov, heimsmeist- ari PCA, og skákforritið Fritz2 sem keyrt verður á Pentium-tölvu sem tölvufyrirtækið Intel leggur til, en Intel fjármagnar mótið. Auk þess komast beint í úrslit þeir Nigel Short, Englandi, Indveijinn Anand, Gelfand, Hvíta-Rússlandi, Ungveijinn Peter Leko, sem er yngsti stórmeistari í heimi, og Þjóðveijarnir Húbner og Lobron. Eins og venja er til í hraðskák er umhugsunartíminn aðeins fimm mínútur. Tölvurnar njóta sín betur eftir því sem tíminn er styttri og þýskir sérfræðingar hafa spáð því að Fritz2 verði örugglega ekki neðstur, en þykir ólíklegt að forrit- ið nái að sigra. Tveir íslendingar eru skráðir til leiks í undankeppnina á morgun. Þátttakendurnir þar eru alls 64 talsis, 32 í hvorum riðli og komast fjórir áfram úr hvorum. Eftirtaldir hafa 2.500 stig eða meira: A riðill, keppni hefst kl. 10 Khalifman, Rússlandi 2.660 P. Nikolic, Bosníu 2.625 Vaganjan, Armeníu 2.625 Hertneck, Þýskalandi 2.615 Almasi, Ungveijalandi 2.615 Jóhann Hjartarson 2.595 Gavrikov, Litháen 2.590 Glek, Rússlandi 2.590 Shneider, Úkraínu 2.570 Cvitan, Króatíu 2.570 Hellers, Svíþjóð 2.560 Dlugy, Bandaríkjunum 2.555 Kindermann, Þýskalandi 2.535 Hulak, Króatíu 2.530 Sermek, Slóveníu 2.515 B riðill, keppni hefst kl. 15 Drejev, Rússlandi 2.645 Chernin, Ungveijalandi 2.630 Júdasín, ísrael 2.625 Kir. Georgiev, Búlgaríu 2.615 M. Gurevich, Belgíu 2.610 Vyzmanavín, Rússlandi 2.610 Morosevitsj, Rússlandi 2.590 Bologan, Moldavíu 2.585 Vaiser, Frakklandi 2.575 Novikov, Úkraínu 2.565 Christiansen, Bandar. 2.560 Margeir Pétursson Jóhann Hjartarson Margeir Pétursson 2.550 Stangl, Þýskalandi 2.540 Lau, Þýskalandi 2.535 Cebalo, Króatíu 2.520 Bischoff, Þýskalandi 2.500 Schwartzman, Rúmeníu 2.500 Eins og sjá má á þessari upp- talningu eru undanrásirnar mjög sterkar. Takist Jóhanni jafn vel upp og á íslandsmótinu í hraðskák í vor ætti hann þó að eiga ein- hveija möguleika á að hreppa eitt af fyrstu fjórum sætunum og kom- ast í úrslitin. Úrslitaskákin í Kaupmannahöfn Eftirfarandi skák var tefld í næstsíðustu umferð á Unibank mótinu í Kaupmannahöfn sem lauk á sunnudag. Fyrir skákina var Daninn Erling Mortensen efst- ur, en hún kostaði hann sigurinn: Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Erling Mortensen Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. Be2 - 0-0 6. Bg5 - Ra6 Hvítur beitir Averbakh-afbrigð- inu svonefnda, sem kennt er við rússneska stór- meistarann og enda- taflssérfræðinginn. Mort- ensen svaraði því með 6. — c5 gegn undirrituðum á alþjóðlega mótinu í Árósum í fyrra, en fékk snemma slæma stöðu og sá aldrei til sólar. Nú tefl- ir hann hvassar. 7. h4!? Rússneski ofurstór- meistarinn Evgení Barejev hefur dálæti á þessum leik og beitti honum fyrst gegn Kasparov á Linaresmótinu 1992. Fyrr á mótinu í Kaupmanna- höfn lék ég 7. Dd2 í þessari stöðu gegn Schandorff, en komst ekkert áleiðis og skákin varð jafntefli. 7. — e5 8. d5 — c6 9. h5 — cxd5 10. cxd5 - Bd7 11. Dd2 - Rc5 12. f3 - a5 13. g4 - b5!? Nú er 14. Rxb5 — Bxb5 15. Bxb5 — Db6 16. Bc6 — Rcxe4! of hættu- legt fyrir hvít. 14. Rh3 - b4 15. Rdl - Bxg4!? Fórnar manni fyrir tvö peð og afar virka stöðu. Eftir 15. — Db6 16. Rf2 stendur hvítur ívið betur. 16. fxg4 — Rcxe4 17. De3 — Rxg5 18. Dxg5 — Hc8 18. — Rxd5 er vel svarað með 19. Bf3. í næstu leikjum er hart barist um frumkvæðið, en þótt hvíti kóngur- inn hafi engin peð til að veija sig, standa hvítu riddararnir báðir vel til sóknar og varnar í senn. 19. hxg6! — hxg6 20. Re3 — Db6 21. Rf2 - Dd4 22. Hdl - Dxb2 23. Hh3! - Hfe8 Eini varnarmöguleikinn. 23. — Dxa2 24. Dh4 - Hfe8 25. g5 - Rd7 26. Re4 er vonlaust með öllu. 24. Dh4 - e4 25. g5 - Rd7 26. Bb5 — He7 27. Rxe4? Gefur svarti færi á mótspili. Eftir 27. Rfg4! hefur hvítur yfirburðastöðu. 27. - Hce8! 28. Bxd7 - Hxe4 29. Dh7+ - Kf8 30. Bxe8 - Hf4! 31. Hh2 - Bc3+ 32. Hhd2 - Kxe8 33. Dg8+ - Ke7 34. Dc8 Bxd2+? Alvarleg yfirsjón í tímahraki. Nauðsynlegt var 34. — He4! og það er óvíst að hvítur eigi meira en jafntefli. 35. Hxd2 - De5 36. Hc2! Nú tapar svartur drottningunni eða verður mát. 36. — Dxe3+ 37. He2 — Dxe2+ 38. Kxe2 — Hf5 og í þessari von- lausu stöðu féll svartur á tíma. Margeir Pétursson AUGL YSINGAR Frá Tónlistarskólanum í Reykjavík Skólaslit verða í Háteigskirkju föstudaginn 20. maí kl. 16.00. Skólastjóri. iqjpr LAGNAFÉLAG ÍSLANDS Aðalfundur Lagnafélags íslands verður haldinn föstu- daginn 20. maí kl. 15.00 í Skipholti 29a. 1. Veitt viðurkenning fyrir lofsvert lagnaverk. 2. Lýst kjöri fyrsta heiðursféjaga. 3. Venjuleg aðalfundarstörf. Sjá fréttabréf Lagnafélags íslands. Veitingar í boði ísleifs Jónssonar hf. Stjórnin. Frá Nýja tónlistarskólanum Próftónleikar í Norræna húsinu fimmtud. 19. maí kl. 20.30. Sigurður Sævarsson, baritón og Katla Björk Rannversdóttir, sópran. Einnig leikur 11 ára nemandi franska svítu í E-dúr eftir J.S. Bach. Aðgangur ókeypis. Inntökupróf í söng og hljóðfæraleik þriðjud. 24. og miðvikud. 25. maí. Upplýsingar í síma 39210 frá kl. 14-18. Nýi Tónlistarskólinn. >/ íbúð í Kaupmannahöfn 3ja herb. íbúð með öllum búnaði til leigu frá 1. ágúst nk. Leigist í 1-2 ár. Leiga 3800 dkr. á mánuði auk hita. Góður garður. Upplýsingar hjá Berki í síma 650436 eftir kl. 18.00. Ungarkonurídag Hvað er efst í huga ungra kvenna í dag? Kvennafundur verður haldinn ! Kosningamiðstöð ungs fólks, Hafnar- stræti 7, Reykjavík, f kvöld, miðvikudag, kl. 20.30. Gestir fundarins verða Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur og formaður Kvenréttindafélags fslands, Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Borgarspítalanum, og Þórunn Pólsdóttir, verk- fræðingur og fjármálastjóri. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Er kreppunni að linna? Landsmálafélagið Vörður heldur fund um ástand og horfur í efnahagsmálum, miðvikudaginn 18. maí nk. á Vestur- götu 2, kosninga- skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins í Norður- mýri, Nes- og Mela- hverfi, vestur- og miðbæ. Fundurinn hefst kl. 20.00. Frummælendur: Dr. Sigurður B. Stefánsson, forstöðumaður VfB og Þorsteinn M. Jónsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Að loknum framsöguerindum verða umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Landsmálafélagið Vörður. ctuglýsingar Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10 til 12 ára krakka. Almenn samkoma kl. 20.00 sem tekin veröur upp á RÚV sjónvarp og send út á hvítasunnudag. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Mikill söng- ur, Fíladelfiukórinn undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt ein- söngvurunum írisi Guðmunds- dóttur og Sólrúnu Hlöðversdótt- ur, einnig lofgjörðarhópur Fíla- delfíu. Allir hjartanlega velkomn- ir. Samkomugestir eru vinsamleg- ast beðnir um að mæta kl. 19.30 svo upptakan geti hafist stundvíslega kl. 20.00. ....SAMBAND ISLENZKRA SjðPs KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. FriðrikHilm- arsson prédikar. Allir eru vel- komnir. FER0AFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 MiAvikudagskvöld 18. maí kl. 20. Lýðveldisgangan 5. áfangi Sandskeið-Draugatjörn. Geng- ið aö hluta um gömlu þjóðleiðlna um Svínahraun hjá Bolavöllum aö Draugatjörn við Húsmúla (um 2 klst.). Brottför kl. 20.00 frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin og Mörkinni 6. Verð kr. 600,-. Farmiöi gildir sem happ- drættismiði. Ferðafélag fslands. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerlndisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Sálar- rannsókna- félag íslands Breski miðillinn Melsa Down starfar hjá félaginu 16.-21. maí. Hún verður með einkatíma og eru bókanir hafnar í símum 18130 og 618130. Stjórnin. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 68253' Hvítasunnuferðir Ferða- félagsins, 20.-23. maí: 1) Snæfellsnes-Snæfellsjökuil. A. Gengiö á jökulinn o.fl. B. Göngu- og skoöunarferðir á láglendi. Góð gisting að Görðum í Staðarsveit. Silungaveisla. 2) Öræfajökull-Skaftafell. Gengið á hæsta tind landsins, Hvannadalshnúk (2.119 m). Á laugardag kennd notkun brodda og ísaxa. Gist á Hofi! svefnpoka- plássi og tjöldum. 3) Skaftafell-Öræfasveit. Göngu- og skoðunarferöir um þjóðgarðinn, farið að Breiða- merkurlóni o.fl. Gist að Hofi. 4) Þórsmörk. Gönguferðir um Mörkina - tilvalin fjölskylduferð. Gist í Skagfjörðsskála. 5) Tindfjöll-Emstrur-Þórs- mörk. Gengið á milH skála óg endað í Þórsmörk. 6) Laugardag kl. 08.00 Fimm- vörðuháls-Þórsmörk. Gengiö yfir Fimmvörðuháls laugardag (8-9 klst.). Einnig hægt að fara beint í Þórsmörk. Gist í Skag- fjörösskála. Upplýsingar og farmiðar á skrifstofunni, Mörkinni 8. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.