Morgunblaðið - 18.05.1994, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
18 manna landsliðshópur tekur þátt í undirbúningi fyrir HM 1995
KNATTSPYRNA
FOLK
■ MARK Hughes, framhetji
Manchester United, fékk 500.000
pund í vasann — 54 milljónir króna
— eftir vináttuleik gegn Glasgow
Celtic á Old Traff-
Frá Bob ord á mánudags-
Hennessy kvöld. Um var að
/ Englandi ræða ágóðaleik fyrir
kappann, eins og
félög veita mönnum gjarna til að
þakka þeim dyggja þjónustu.
■ ÁHORFENDUR á ofannefnd-
um leik voru 42.000, þar af 10.000
sem fylgdu Celtic frá Glasgow.
Upphæðin er sú mesta sem leikmað-
ur á Bretlandi hefur fengið í að-
Sangseyri á ágóðaleik.
I HUGHES, sem er þrítugur, og
hefur gert 151 mark í 404 leikjum,
er að ganga frá nýjum samningi
við United og mun fá 7.000 pund
í vikulaun — 756.000 kr.
■ PETER Schmeichel, danski
landsliðsmarkvörðurinn hjá Manc-
hester United, hefur skrifað undir
nýjan fjögurra ára samning við fé-
lagið, sem tryggir honum 8.000
pund í vikulaun á samningstíman-
um; um 864 þúsund kr. á viku —
tæpar 3,5 milljónir á mánuði.
■ BRYAN Robson, fyrrum fyrir-
liði enska landsliðsins og Manc-
hester United, sem orðinn er 37
ára, lék kveðjuleik sinn með United
í fyrrakvöld — í áðurnefndum
ágóðaleik Marks Hughes gegn
Celtic. Robson gerist í dag fram-
kvæmdastjóri 1. deildarliðs Midd-
lesbrough. Hann gerir þriggja ára
samning við félagið og verður jafn-
framt leikmaður fyrsta árið. Rob-
son fær samtals um eina milljón
punda í laun á þremur árum — um
08 milljónir króna, og hann er þar
með einn launahæsti „stjóri“ á Eng-
landi.
■ GRAHAM Taylor keypti í gær
fyrsta leikmanninn til Wolves, síð-
an hann tók við stjóminni. Hann
borgaði 1,3 milljónir punda — um
140 millj. kr. — fyrir útheijann
•Tony Daley frá Aston Villa. Það
var einmitt Taylor, þá stjóri Villa,
sem gaf Daley fyrst tækifæri í
aðalliði Villa fyrir nokkrum árum.
_JVEIR nýliðar eru komnir í landsliðshópinn í handknattleik, sem
erað hefja undirbúning fyrir heimsmeistarakeppnina á íslandi
1995. Það eru þeir Bjarni Frostason, markvörður úr Haukum og
Róbert Sighvatsson, línumaður úr Aftureldingu. Átján leikmenn
eru í hópi landsliðsþjálfarans Þorbergs Aðalsteinssonar.
Morgunblaðið/Sverrir
Nýliðarnir
FYRSTA æfing landsliðshópsins fyrir
Portúgalsferðina var í gærkvöldi og
þar voru nýliðarnir Róbert Sighvats-
son til vinstri og Bjami Frostason —
í fyrsta sinn á æfingu með landsliðinu.
KR:STÚLKUR sigruðu íþriðju Meistarakeppni
KSÍ með því að vinna bikarmeistara ÍA 3:1 á
Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. íslands-
meistararnir lentu marki undir, en voru marki
yfir f hálfleik og bættu einu við eftir hlé.
KR-ingar spiluðu mun betur og höfðu meiri yfir-
ferð, en þvert gegn gangi leiksins komst Laufey
Sigurðardóttir í opið færi fyrir miðju marki og_skoraði
■■HHI ein og óvölduð á 20. mínútu. íslands-
Stefán meistararnir skiptu um gír og jöfnuðu
Stefánsson sjö mínútum síðar með marki Ásthildar
skrifar Helgadóttur. Hrafnhildur Gunnlaugs-
dóttir bætti um betur mínútu fyrir hlé
eftir stórkostlegan samleik KR-stúlkna upp allan völl-
inn frá eigin vítateig. Skagastúlkur voru heppnar að
fá ekki fleiri mörk á sig fyrir hlé, en þær komust
meira inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Þær gerðu
samt út um möguleika sína með sjálfsmarki um miðjan
hálfleikinn._
Helena Ólafsdóttir, fyrirliði KR, sagði lið sitt í mjög
góðri æfingu, „en við spiluðum ekki eins og við gerum
best og eigum nóg inni.“ Ásthildur var mjög öflug á
miðjunni hjá KR, en Laufey var mest áberandi á miðj-
unni hjá Skagastúlkum.
Þetta var fyrsti sigur KR í keppninni, en Helena,
Guðlaug Jónsdóttir og Sigurlín Jónsdóttir fögnuðu sigri
í annað sinn — áður með ÍA.
Landsliðshópurinn heldur í fjög-
urra daga æfingabúður til
Blönduóss á morgun, en síðan fer
landsliðið til Portúgals á miðviku-
daginn kemur og leikur þar þijá
landsleiki gegn Portúgölum í Porto.
Þaðan mun liðið síðan halda í æf-
ingabúðir í Algarve 31. maí og heim
verður komið 8. júní.
Landsliðshópurinn er skipaður
þessum leikmönnum:
Markverðir: Bergsveinn Berg-
•sveinsson, FH, Guðmundur Hrafn-
kelsson, Val og Bjarni Frostason,
Haukum.
Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðs-
son, Víkingi, Dagur Sigurðsson,
Val, Einar Gunnar Sigurðsson, Sel-
fossi, Geir Sveinsson, Alsíra, Gunn-
ar Beinteinsson, FH, Gústaf
Bjamason, Selfossi, Héðinn Gilsson,
Dússeldorf, Jón Kristjánsson, Val,
Tveir sigurleikir Svía í Porto
Portúgalir eru nú að undirbúa landslið sitt fyrir úrslitakeppni Evrópu-
keppni landsliða, sem verður í Portúgal í júní. Þeir léku tvo lands-
leiki gegn Svíum í Porto um sl. helgi og veittu fyrrum heimsmeistur-
um harða keppni. Svíar unnu fyrri leikinn 27:25 og seinni leikinn
30:29. Magnús Wislander skoraði sigurmark Svía úr vítakasti þegar
leiktími var úti.
Morgunblaðið/Sverrir
Annar bikar í höfn
HELENA Ólafsdóttir, fyrirliði KR, með bikarinn í Meistara-
keppni kvenna. Þetta er annar bikarinn, sem hún tekur við
á fáum dögum, en fyrir skömmu varð KR Reykjavíkurmeist-
ari.
Júlíus Jónasson, Gummersbach,
Konráð Olavson, Stjömunni, Ólafur
Stefánsson, Val, Patrekur Jóhann-
esson, Stjörnunni, Róbert Sighvats-
son, Áftureldingu, Sigurður Sveins-
son, Víkingi og Valdimar Grímsson,
KA.
Sterkt mót í Reykjavík
Í byijun nóvember verður hér á
landi sterkt handknattleiksmót,
Reykjavík-International. Átta þjóð-
ir taka þátt í mótinu og fyrir utan
landslið íslands leika landslið frá
Svíþjóð, Noregi, Spáni, Króatíu,
Frakklandi, Ítalíu og Danmörku.
KSÍ og Ríkissjónvarpið
semja til fjögurra ára
KNATTSPYRNUSAMBAND ís-
lands og Ríkissjónvarpið gengu
í gær frá samningi til fjögurra
ára, vegna sýninga frá leikjum
á íslandsmóti, bikarkeppni og
frá landsleikjum.
Eggert Magnússon, formaður
KSÍ, sagðist við undirskrift í
gær, meta samninginn til 20 millj-
óna króna fyrir knattspyrnuhreyf-
inguna. Eggert samdi fyrir hönd
KSÍ og Samtaka 1. deildarfélaga,
og er því um að ræða samning um
sýningarrétt frá öllum knattspyrnu-
leikjum hér á landi; öllum deildum
karla og kvenna og bikarkeppni
beggja sömuleiðis.
Þær 20 milljónir króna sem Egg-
ert nefndi koma ekki sem greiðsla
frá RÚV, heldur eru um að ræða
ýmis konar kynningu á íþróttinni,
sem RÚV tekur að sér og þjónusta
stofnunarinnar við beinar sendingar
frá landsleikjum til útlanda, auk
peningagreiðslna.
Samningurinn felur ekki í sér
einkarétt hvað íslandsmót og bikar-
keppni varðar — KSÍ er fijálst að
semja við aðrar sjónvarpsstöðvar
um sýningar frá þeim leikjum, en
RÚV hefur einkarétt á sýningum
frá landsleikjum íslands sem fram
fara hér á landi næstu fjögur árin.
Ekki hefur stöðin þó leyfi til beinna
útsendinga frá þeim leikjum.
KR meistari
meistaranna
Frá Blöndu-
ósi til Porto
ÍÞRÖmR
FOLK
■ FORMAÐUR læknanefndar Al-
þjóða knattspyrnusambandsins,
FIFA, hefur séð ástæðu til að vara
keppendur við hitanum í Bandaríkj-
unum meðan á HM stendur. Sér-
staklega hefur hann áhyggjur af
leikjum, sem eiga að hefjast kl.
12.30 að staðartíma, þegar hitastig-
ið og rakinn eru í hámarki. Liðs-
læknir Hollendinga tekur í sama
streng og segir að leikmenn í Or-
lando eigi á hættu að léttast um
fimm til 10 kg í leik, en eina vörnin
sé mikil vatnsdrykkja.
■ LUIS Oliveira, miðheiji Cagl-
iari, verður ekki í belgiska lands-
liðshópnum á HM vegna ummæla
sem hann lét falla um Paul Van
Himst, þjálfara, og Enzo Scifo. „Ég
vel ekki leikmenn, sem eru með
kröfur, segjast vilja spila í ákveðinni
stöðu,“ sagði þjálfarinn. „Ef sonur
minn segir „ég vil fá Porce“ verður
hann að leita að öðrum föður.“
■ VAN Himst valdi 22 leikmenn
og þ.a. átta varnarmenn, m.a. Mich-
el De Wolf hjá Anderlecht, sem
er 36 ára. „Það eru margir 25 ára,
sem eru mun seinni en hann,“ sagði
Van Himst.
■ CLEMENS Westerhof ætlar
að hætta sem landsliðsþjálfari Níg-
eríu eftir HM. „Ég er fórnarlamb
eigin velgengni," sagði Hollending-
urinn, sem tók við fyrir fimm árum.
Ég er of vinsæll og fyrir bragðið á
ég of marga óvini. Sex íþróttamála-
ráðherrar og sjö formenn knatt-
spyrnusambandsins hafa reynt að
reka mig vegna þess að ég er vin-
sælli en þeir. En þeir voru allir rekn-
ir og ég er enn að.“
■ RENE Higuita, markvörður,
var ekki valinn í landslið Kólumbiu
fyrir HM.
■ LUIS Fernandez, fyrrum fyrir-
liði PSG, tekur við þjálfarastarfi
frönsku meistaranna fyrir næsta
tímabil og Joel Bats, fyrrum lands-
liðsmarkvörður, verður aðstoðar-
maður hans. Fernandez, sem hefur
þjálfað Cannes síðan í janúar 1993,
tekur við af Artur Jorge frá Port-
úgal, sem hætti vegna mikillar
gagnrýni.
ÚRSLIT
Knattspyrna
Vináttulandsleikir
England - Grikkland..............5:0
Darren Anderton (24.), Peter Beardsley
(37.), David Platt (45. vsp., 54.), Alan She-
arer (65.). 23.659.
Pólland - Austurríki............3:4
Andrzej Juskowiak (22., vsp.), Jerzy
Brzeczek (47.), Kazimierz Moskal (89.) -
Peter Stöger (5., 26., 65.), Walter Hochmai-
er (69.). 5.000.
Íshokkí
NHL-deildin
Úrslitakeppni Austurdeildar:
New York - New Jersey...........3:4
■Eftir tvíframlengdan leik. New York vann
alla sex innbyrðis leiki liðanna í vetur og
markatalan úr þeim var 24:9, en New Jers-
ey leiðir nú 1:0.
Urslitakeppni Vesturdeildar:
Toronto - Vancouver.............3:2
■Eftir framlengingu. Toronto, sem vann
San Jose Sharks 4:2 í sjöunda leik liðanna
í undanúrslitum, er 1:0 yfir.
FELAGSLIF
Uppskeruhátíð Vals
Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Vals
verður haldin í íþróttahúsi Vals að Hlíðar-
enda í kvöld, miðvikudag, kl. 20.00.
Lokahóf HSÍ
Lokahóf Handknattleikssambands íslands
verður haldið á Hótel Sögu 23. mai og hefst
kl. 20.00. Veislustjóri verður Guðmundur
Árni Stefánsson. Hljómsveitin Pláhnetan
leikur fyrir dansi, en auk þess munu Radíus-
bræður skemmta. Miðar seldir hjá HSÍ.
Mót á Akureyri
Undanfarin ár hefur KA á Akureyri verið
með mót fyrir 5. flokk (11-12 ára) og keppt
f a, b, c og d-liðum. Þau félög sem hafa hug
á að vera með verða að tilkynna þátttöku
með símbréfi (96-11839) fyrir 23. mai.
Mótið verður 29. júní til 2. júlí.