Morgunblaðið - 18.05.1994, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 1994 49
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA
Hvort er sterkara vopn í úrslitaleiknum í Aþenu?
Sókn eða vöm?
JOHAN Cruyff, knattspyrnutrúboðinn þekkti frá Barcelona,
og hinir sókndjörfu lærisveinar hans verða heldur betur í
sviðsljósinu í Aþenu ídag — en þá fer fram úrslitaleikur
Evrópukeppni meistaraliða. Leikurtveggja ólíkra liða; leikur
sóknarknattspyrnunnar gegn varnarknattspyrnunni. Mót-
herji Barcelona verður varnarvél AC Milan. Sókn er besta
vörnin — er boðorð Cruyff. Er sóknin sterkara vopn en vörn-
in? Svar við þeirri spurningu fæst í Aþenu.
Cruyff fyrirskipar sínum leik-
mönnum að fara inná völlinn
til að skemmta áhorfendum með
sóknaraðgerðum, en Fabio Cap-
ello, þjálfari AC Milan, leggur
áherslu á vamarleik — að sjö
manna varnarlína sé á vallarhelm-
ingi liðsins. Árangur liðanna hefur
verið svipaður hvað verðlaun varð-
ar síðustu ár. Barcelona hefur orð-
ið meistari á Spáni fjögur sl. ár,
AC Milan Ítalíumeistari þrjú sl. ár.
Barcelona hefur verið á mikilli
sigurbraut — liðið fékk 28 stig í
síðustu fimmtán leikjum sínum í
Lykilmenn
AC Milan í
leikbanni
Vamarmennirnir sterku hjá AC
Milan Franco Baresi og
Alessandro Costacurta verða ekki
með I úrslitaleiknum gegn Barcel-
ona þar sem þeir taka út leik-
bann. Fabio Capello, þjálfari ít-
ölsku meistaranna, mun líklega
setja Filippo Gaili inn I stöðu
Costacurta og færa vinstri bak-
vörðinn Paoio Maldini í stöðu
miðvarðar eins og Berasi lekur,
en Christian Panucci komi inn á
vinstri kantinn fyrir Maldini.
Meiðsli hafa hijáð leikmenn
AC Milan og er Stefano Eranio,
miðvallarleikmaður, einn þeirra.
Hann leikur ekki með í kvöld.
Marco van Basten, sem hefur
ekki leikið einn leik þetta keppnis-
tímabil, æfði með liðinu í Aþenu
í gær. Hann lék síðast með AC
Milan í úrslitaleik Evrópukeppn-
innar gegn Marseille í fyrra. Hann
vonast til að vera orðinn góður
af ökklameið8lunum næsta
keppnistímabil.
Capello þjálfari sagðist ekki
reikna með að setja „yfírfrakka"
á Brasilíumanninn Romario eða
Búlgarann Hristo Stoíchkov.
„Þeir eru báðir framlínumenn f
heimsklassa og mjög hættulegir.
Það má ekki gefa þeim eitt ein-
asta tækifæri á að skora. Við
munum leika öflugan vamarleik,
án þess að taka þá úr umferð —
það er okkar leikstíll," sagði Cap-
ello. „Við leikum ekki upp á að
stöðva einstaka leikmenn Barcel-
ona, við komum til með að hugsa
fyrst og fremst um að skipu-
leggja okkar leik.“
Capello hafði aðeins áhyggjur
af því að Króatinn Zvonimir Bo-
ban yrði ekki orðinn góður af
meiðslum sem hafa hijáð hann.
Boban æfði með liðinu í gær og
sagðist Capello gera sér vonir um
að hann verði með f kvöld. Ef
Boban getur ekki leikið tekur
Daninn Brian Laudrup stöðu hans
á miðjunni.
Allir leikmenn Barcelona eru
heilir. Eina vandamálið sem Cru-
yff á við að glíma er spumingin
um það hvom hami eigi að setja
frekar út úr liðinu Michael Laudr-
up eða Ronald Koeman. Liðin
mega ekki nota nema þijá útlend-
inga, en þeir eru fjórir hjá Barcel-
ona og má telja víst að Romario
og Stoichkov verði í byijunarlið-
inu.
1. deildarkeppninni. Þá hafa leik-
menn Barcélona skorað 45 mörk
í þessum leikjum, en leikmenn
AC Milan skoruðu 36 mörk í 34
leikjum í 1. deildarkeppninni á
Ítalíu.
Barcelona teflir fram tveimur
af sókndjörfustu leikmönnum
heims — Brasilíumanninum Rom-
ario, sem skoraði 30 mörk á Spáni,
eða sex mörkum faerri en allir leik-
menn AC Milan á Ítalíu, og Búlg-
aranum Hristo Stoichkov, sem
skoraði 16 mörk. „Eg er viss um
sigur okkar,“ sagði Romario.
Sóknarkraftur Barcelona nær
aftur í öftustu varnarlínu, þar sem
Hollendingurinn Ronald Koeman
ræður ríkjum, en hann hefur skor-
að flest mörk Barcelona í Evrópu-
keppninni, eða átta. Nær öll hefur
hann skorað úr aukaspyrnum fyrir
utan vítateig, en það var einmitt
þannig mark sem hann skoraði er
hann tryggði Barcelona Evrópu-
meistaratitlinn 1992 — 1:0 gegn
Sampdoría á Wembley.
AC Milan tapaði úrslitaleik, 0:1,
fyrir Marseille í Munchen í fyrra
og er franska félagið það eina sem
hefur lagt AC Milan að velli í
Evrópukeppninni sl. sex ár sem
AC Milan hefur leikið í Evrópu-
keppni meistaraliða.
Þegar AC Milan varð sigurveg-
ari í Evrópukeppni meistaraliða
1989 og 1990 lék það undir stjóm
núverandi landsliðsþjálfara Ítalíu,
Arrigo Sacchi. Þá lék liðið svipaða
knattspymu og Barcelona undir
stjórn Cruyffs. Sacchi fyrirskipaði
sóknarleik og aðalmenn hans í
sóknaraðgerðunum vom Hollend-
•ingarnir fljúgandi Marco Van
Basten, Ruud Gullit og Frank
Rijkaard. Capello hefur aðrar hug-
mundir um leikaðferðir — hann
heldur upp á varnarleik. Það er
þess vegna sem hann hefur ekki
haft not fyrir markaskorarann
mikla Jean-Pierre Papin.
Vömin er svo ríkur þáttur í leik
liðsins, að leikmenn þurftu ekki
að hirða knöttinn nema fímmtán
sinnum úr netinu hjá sér í 34
deildarleikjum á Ítalíu og þeir hafa
ekki þurft að ná í knöttinn nema
fjórum sinnum úr netinu hjá sér
í síðasta 21 Evrópuleik.
Þeir leikmenn sem koma til með
að leika í Aþenu, eru:
Barcelona: Andoni Zubizarreta,
Albert Ferrer, Ronald Koeman,
Miguel Angel Nadal, Sergi, Ivan,
Josep Guardiola, Jose Maria Ba-
kero, Guillermo Amor, Romario,
Hristo Stoichkov.
AC Milan: Sebastiano Rossi,
Mauro Tassotti, Filippo Galli, Pa-
olo Maldini, Christian Panucci,
Demetrio Albertini, Marcel Desa-
illy, Zvonimir Boban (eða Brian
Laudrup), Roberto Donadoni, Dej-
an Savicevic, Daniele Massaro.
Sigur fyrir
knatt-
spymuna
ef Barcel-
ona vinnur
- segir Johan Cruyff-
að yrði mikill sigur fyrir
knattspyrnuna ef Bárcel-
ona næði að vinna Evrópumeist-
aratitilinn, segir Johan Cmyff,
þjálfari Barcelona. Cmyff sagði
í gær að það væri afar mikil-
vægt fyrir knattspyrnuna ef lið
sem leikur sóknarknattspymu
næði að sigra varnarlið. Áhorf-
endur kunna að meta lið sem
leikur sóknarleik og skorar
mörk. „Tæknin í knattspyrnunn^ r
hefur verið á undanhaldi síðustu
ár og við þurfum að vera á varð-
bergi og breyta þeirri þróun.
Ef við getum sýnt fram á það
að léttleikandi sóknarlið geti
unnið kraftalið er það gott fyrir
knattspyrnuna," sagði Cruyff.
Cruyff var einn besti knatt-
spyrimmaður heims er hann lék
með Ajax og hollenska landslið-
inu upp úr 1970. Hann hefur
lengi verið talsmaður sóknar-
knattspyrnunnar. Hann hefur
tekið áhættu og oft stillt upp
aðeins þremur varnarmönnum
— unnið út frá þeirri megin reglu
að ef lið hans fær á sig fjögur
mörk þurfi það bara að skorg .
fimm i staðinn. Leikaðferð hans
hefur skilað góðum árangri hjá
Barcelona. Liðið hefur verið
meistari síðustu ijögur árin und-
ir stjórn hans og leikið fjórum
sinnum til úrslita í Evrópu-
keppninni á síðustu sex áram.
Stoichkov, Barcelona.
Leid liðanna
Barcelona
1. umferð:
Dynamo Kiev — Barcelona..3:1
Barcelona — Dynamo Kiev..4:1
2. umferð:
Barcelona - Austria Vín.
Austria Vín - Barcelona..1:2
ÚrslitariðiII:
Galatasaray — Barcelona..0:0
Barcelona — Mónakó.......2:0
Sp. Moskva — Barcelona....2:2
Barcelona — Sp. Moskva....5:1
Barcelona — Galatasaray..3:0
Mónakó — Barcelona......0:1
Undanúrslit:
Barcelona — Porto........3:0
AC Milan
1. umferð:
FC Aarau — AC Milan......0:1
AC Milan — FC Aarau......0:0
2. umferð:
Kaupmannah. — AC Milan....0:6
AC Milan — Kaupmannah.....1:0
Úrslitariðill:
Anderlecht — AC Milan....0:0
AC Milan — Porto.........3:0
AC Milan — Werder Bremen ..2:1
Werder Bremen — AC Milan..l:l
AC Milan — Anderlecht....0:0
Porto — AC Milan.........0:0
Undanúrslit:
AC Milan — Mónakó.........3:0
Savlcevlc, AC Milan.
TENNIS
Tennishúsið
nánast tilbúið
Þrír gervigrasvellir teknir í
notkun í sumar
Iikill uppgangur er í tennisíþróttinni í
Kópavogi og þar hefur verið reist
fyrsta tennishúsið á Islandi auk þess sem ráð-
gert er að vígja þijá útivelli við húsið í sumar.
Gunnar Birgisson, forseti bæjarstjórnar
Kópavogs, tók skóflustungu að nýju völlunum
fyrir skömmu, en Kópavogsbær hefur ákveð-
ið að greiða Tennisfélagi Kópavogs 20 milljón-
ir króna á næstu fímm ámm vegna fram-
kvæmdanna. Um er að ræða þijá afgirta
gervigrasvelli, sem verða með flóðljósum. Að
sögn Ægis Breiðfjörðs hjá Tennisfélagi Kópa-
vogs breytir þessi aðstaða öllu fyrir áhuga-
fólk um íþróttina, því aðstaða verður fyrir
hendi til að æfa árið um kring.
Styrkur frá Alþjóðasambandinu
Þróunarsjóður Alþjóða tennissambandsins
færði Tennissambandi íslands 20.000 dollara
styrk (um 1,4 millj. kr.) til uppbyggingar
fyrsta tennishúss á íslandi og var fjárhæðin
afhent í Kópavogi á dögunum, en húsið er
nánast tilbúið.
TennlshúslA í Kópavogi. Fremst til vinstri sér í Kópavogsvöll.
Morgunblaðið/RAX