Morgunblaðið - 14.06.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 14.06.1994, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LEIKVANGAR HEIMSMEISTARAKEPPNINNAR í KNATTSPYRNU1994 @ Stanford leikvangurinn í Palo Alto í Kaliforníu, rúmar 86.019 áhorlendur ) Rose Bowl leikvangurinn I Pasadena i Kaliforníu, rúmar 102.083 áhorlendur. (eppn eikvöi leikvöngum, íjafn mörgum borgum, vitt og breytt um Bandarikin. )Foxboro ( lelkvangurinn I Foxboro I Massachusetls, rúmar 61.000 áhoriendur. Fyrsti lelkurlnn, milll Bolivlu og Pýskalands, veröur lelklnn é Soldier Fleld leikvangnum I Chicago þann 17. junl og helsl kl. 19.00 aö Islenskum llma. )Giants leikvangurinn I East Rutherford í New Jersey, rúmar 76.891 áhoriendur. @ Cotton Bowl leikvangurinn í Dallas í Texas, rúmar 72.000 áhoriéndur. @Soldier Field leikvangurinn I Chicago í lllinois, rúmar 66.814 áhoriendur. @ Silverdome lelkvangurinn I Pontiac í Michigan, rúmar 76.000 áhoriendur. @ Róbert F. Kennedy leikvangurinn í Washington D.C., rúmar 56.500 áhoriendur. @) Citrus leikvangurinn í Orlando í Flórída, rúmar 70.188 áhorlendur. foúm FOLK ■ BO Johannsson, fyrrum lands- liðsþjálfari íslands í knattspymu, verður ekki áfram með Silkeborg sem varð danskur meistari í fyrsta sinn um helgina. Johannsson þykir of dýr fyrir félagið og því hefur ver- ið ákveðið að annar Svíi, Bosse Ni- elsson sem er þjálfari Helsingborg, taki við liðinu eftir þetta tímabil. ■ ÖGMUNDUR Kristinsson _er hættur að þjálfa meistaraflokk IR, sem leikur í 2. deild Islandsmótsins í knattspyrnu. Ástæðan er slakt gengi liðsins, en það hefur enn ekki hlotið stig. I gær var ekki búið að ákveða hver tekur við liðinu. ■ BERGSVEINN Bergsveinsson, landsliðsmarkvörður úr FH, hefur gengið frá félagskiptum yfir í Aftur- eldingu. Hann skrifaði undir leik- mannasamning hjá nýja félaginu á sunnudaginn. Jóhann Samúelsson, sem lék með Þór frá Akureyri sl. vetur, gekk einnig endanlega frá félagskiptum sínum yfir í Aftureld- ingu á sunnudag. ■ ALFREÐ Gíslason, þjálfari KA og aðstoðarmaður hans, Arni Stef- ánsson, fara í vikunni á þjálfranám- skeið til Þýskalands. ■ HANNA Katrín Friðriksen og Berglind Ómarsdóttir, handknatt- Ieikskonur úr Val, hafa gengið til liðs við Fram. ■ HILMAR Sigurgíslason, sem þjálfaði Gróttu í 2. deild handboltans í fyrra, hefur verið ráðinn þjálfari ÍH sem Jeikur í 1. deild. ■ EIRÍKUR Þorvarðarson mark- vörður lék sinn fyrsta leik með HK á laugardaginn gegn Þrótti Neskaup- stað. Hann kom frá Bandaríkjunum þar sem hann nemur sálarfræði. Ein- hverjir sögðu að það hefði bara vant- að sálfræðing í hópinn því þetta var fyrsti sigur HK-inga í 2. deild. ■ FIS, Alþjóða skíðasambandið, hélt ársþing sitt í Rio de Janeiro í Brasilíu um helgina. Þar var m.a. ákveðið að HM í alpagreinum árið 1999 yrði í Vail í Bandaríkjunum. St. Moritz í Sviss og Garmisch Partenkirchen sóttu einnig um að fá mótið. HM í norrænum greinum verður sama ár í Ramsau í Austur- ríki. ■ Á FIS fundinum í Ríó var ákveð- ið að takmarka fjölda keppenda í heimsbikarmótununum næsta vetur. Þar fá aðeins 50 punkta bestu að keppa og síðan tíu til viðbótar með svokallað „wild-card“ eða undan- þágu. Síðasta vetur voru keppendur oft yfir 100 talsins. ■ LINFORD Christie frá Bret- landi náði besta tíma sem náðst hefur í 100 metra hlaupi á breska meistaramótinu um helgina. Hann hljóp á 9,91 sek. en meðvindur var of mikill (3,7 m/s) og því fæst tíminn ekki staðfestur sem heims- met. Christie, sem er 34 ára, hljóp 100 metrana á 10,09 á móti í Niirnberg í Þýskalandi á föstudag. MARKMK) Islenska landsliðið í fijálsum íþróttum keppti um helgina í Evrópubikarkeppni landsliða í Dublin á írlandi. íslensku liðin í karla og kvennaflokki eru bæði í 2. deild, og lentu bæði í sjötta sæti af sjö keppnisliðum. Árang- urinn er viðundandi, en íslensku íþrótta- mennirnir öttu þarna kappi við marga mjög sterka íþrótta- menn og í sumum tilvikum þá sterk- ustu í heimi, en þama kepptu bæði Ólympíu- og heimsmeistarar auk þess sem heimsklassa árangur náðist í mörgum greinum, meðal annars besti tími sem náðst hefur í ár í heiminum í 10.000 metra hlaupi kvenna. Það er auðvitað augljóst að íslenskir íþróttamenn eiga nokk- uð í land að vera meðal þeirra bestu í þessari deild. Hins vegar er stutt í að liðið geti farið að hafa ýmsar þjóðir undir í þessari keppni, og í rauninni óheppni að írar skyldu ekki lúta í lægra haldi gegn íslendingum í kvenna- kepjininni. Arangur Mörthu Ernstsdóttur var frábær, en hún setti glæsilegt íslandsmet í 10.000 metra hlaupi. Frammistaða Þórdísar Gísladótt- ur var líka góð, og hlýtur árang- ur hennar í Evrópubikarkeppn- inni gegnum tíðin að vekja at- hygli, en hún hefur tíu sinnum keppt i Evrópubikarkeppni og 8 sinnum verið meðal þriggja efstu í hástökkinu. Evrópubikarkeppnin er nú haldin á hveiju ári, en var áður á tveggja ára fresti. Það eru allir sammála um að þessi breyting sé mikil lyftistöng fyrir íþróttina, og var það mál manna að vægi hennar ykist ár frá ári. í Evrópu- bikarkeppninni í Dublin mættu liðin með sína sterkustu íþrótta- menn, og lögðu mikið upp úr því að ná góðum árangri. Það væri auðvitað gaman að sjá íslensku íþróttamennina í bar- áttu í stigakeppninni, en eins og Þráinn landsliðsþjálfari bendir á, þá eru enn of margar veikar greinar svo hægt sé að ætlast til að liðið blandi sér í þá baráttu á allra næstu árum. Með marvissu starfi og uppbyggingu yngii af- reksmanna ætti þetta markmið liins vegar að nást, en FRÍ hefur sett í gang átaksverkefni sem vonandi skilar umtalsverðum árangri á næstu árum. írar stóðu ágætlega að Evr- ópubikarkeppninni og var aðbún- aður allur eins og best verður á kosið. Áhorfendur voru ekki eins margir og við var búist, en þeir sem mættu á völlinn fengu góða þjónustu frá þuli vallarins. Hann var staðsettur uppi í blaðamanna- stúkunni og lýsti hann mjög vel því sem fyrir augu bar og sagði frá úrslitum um leið og þau bár- ust. Auk þess gætti hann þess að upplýsa áhorfendur um stöð- una í kast- og stökkgreinum meðan á þeim stóð. Þetta var afskaplega áhorfendavænt atriði sem auðvelt væri að hafa í góðu lagi á fijálsíþróttamótum á Laugardalsvelli. Fijálsar íþróttir eru á uppleið og margir efnilegir íþróttamenn á leiðinni í fremstu röð. Þeir verða hins vegar að vera þolinmóðir og falla ekki í þá gryfju að stytta sér leið að markinU'. Kröfurnar mega heldur ekki að vera of miki- ar, raunhæf markmið á að setja og náist þau geta allir verið ánægðir. Stefán Eiríksson Verða að vera þolin- móðir og stytta sér ekki leið að markinu Hvernig ferATLI EIIMARSSOIVI að þvíað skora alttafá KR-velli? Skemmtileg- asti völlurinn ATLI Stefán Einarsson knattspyrnumaður hefur verið KR- ing- um erfiður á KR-velli síðustu árin og sett mark sitt á völlinn. Árið 1989 gerði hann annað mark Víkings íjafnteflisleik 1:1, 1990 — annað mark Víkings í 2:1 tapleik, 1991 — bæði mörk Víkings f sigurleik 1:2,1993 — eitt mark í 1:4 sigri með Fram og loks sigurmark FH, 0:1, sl. fimmtudag, eða alls sex mörk á sex árum. Atli er mjög sprettharður og hefur oft splundrað vörnum andstæðinganna með hraða sínum. Hann hefur gert 31 mark 11. deild og leikið 4 A-landsleiki, 2 U-18 ára og 3 U-16 ára. Atli er 27 ára rekstrarfræðing- ur og starfar hjá Rafmagns- veitum ríkisins. Hann er fæddur ^^^1 20. október 1966 £:ffjr og er í sambúð með Val B. Ingunni Helga- Jónatansson dóttur. Hann lék fyrsta leik sinn í 1. deild með IBI gegn Fram á Laugardalsvelli 4. sepember 1982, þá 15 ára og 319 daga gamall. Hann er ísfirðingur og var einn efnilegast skíðamaður landsins og margfaldur unglingameistari. Hann var kominn í skíðalandsliðið 17 ára gamall, en þá ákvað hann að snúa sér alfarið að knattspyrn- unni — fluttist til Reykjavíkur og gekk til liðs við Víkinga 1985. Hvers vegna tókst þú knatt- spyrnuna framyfír skíflin'! „Ég man að þetta var mjög erf- ið ákvörðun á sínum tíma að hætta á skíðunum og ég sé alltaf eftir því. Það var búið að velja mig í skíðalandsliðið á þessum tíma og það var því freistandi að halda áfram og reyna að komast á Ólympíuleika eins og pabbi [Einar Valur Kristjánsson] gerði — það var alltaf draumurinn. En það var of dýrt að vera í skíðalandsliðinu og það var helsta ástæðan fyrir því að ég valdi knattspyrnuna. Annars voru skíðin alltaf númer eitt, tvö og þijú hjá mér og ég var í knattspyrnunni á sumrin ein- göngu til að halda mér í æfingu. Eg hef kraftinn og snerpuna frá skíðaíþróttinni." Þú hefur verið KR-ingum erfiður á KR-velli undanfarin ár, sex mörk á sex árum. Hver er galdurinn á bak við það að skora í Vesturbæn- Atli Stefán Einarsson starfar sem rekstrarfræðingur hjá Rafmagn- sveitum ríkisins. um? „Ég hef enga skýringu á því hvers vegna mér gengur svona vel á KR-velli. KR-völlurinn er skemmtilegasti völlurinn á landinu og alltaf gaman að skora þar. Aðstaðan er mjög góð og stemmn- ingin í kringum leiki á KR-velli er mjög sérstök. Mér hefur alltaf þótt gott að spila þar.“ Þú hefur líklega haft það mark- mið þegarþú komst inná sem vara- maður hjá FH í síðustu umferð; að skora? „Já, það er engin spuming. Ég varð að sýna og sanna hvað ég gæti því það er mikil samkeppni um hveija einustu stöðu í liðinu. Það var æðisleg tilfinning að sjá á eftir boltanum í netið eftir að hafa setið á varamannabekknum í einn og hálfan leik. Ég er aldrei sáttur við að sitja varamanna- bekk.“ Þið FH-ingar eruð komnir með 10 stig eftir 5 umferðir, en hafíð þó ekki skorað nema þrjú mörk, er sóknarleikurinn veiki hlekkurinn í liðinu? „Sóknin hefur ekki alveg náð að smella saman, en þessi þijú mörk hafa engu að síður fært okk- ur dýrmæt stig. Vörnin hefur verið að spila frábærlega og eins hefur Stefán í markinu reynst okkur mikilvægur. En ég er ekki í nokkr- um vafa um að mörkin fara að koma, þetta er aðeins spurning um tíma. Stefnan er að vera í toppbar- áttunni í sumar og sanna að FH er ekki með eitthvað jó, jó-lið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.