Morgunblaðið - 16.06.1994, Síða 28

Morgunblaðið - 16.06.1994, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ____________AÐSEIMDAR GREIIMAR_ Að loknu flokksþingi FLOKKSÞING Alþýðuflokksins um síðustu helgi vakti athygli fjöl- miðla eins og vænta mátti. Tíma- setning flokksþingsins olli deilum, allmörgum sýndist flokksformaður spila of mikið „sóló“ í því máli, er hann sendi framkvæmdastjórn flokksins nótu í þann mund, er hann hélt í austurveg, í hverri hann lagði til, að flokksþing yrði háð í byijun júni, að loknum sveit- arstjómakosningum. Aðdragandi flokksþings Er tillaga formanns var tekin fyrir í flokksstjóm, fannst ýmsum skorta á lýðræði í flokknum; for- Alþýðuflokksmenn fá gott tækifæri til að slíðra sverðin, segir Hrafnkell Asgeirsson, og telur að hvorugur armanna hafí sigrað eða tapað. maðurinn hefði áður átt að varpa nótunni til hinna ýmsa stofnana flokksins, svo sem þingflokks. Á flokksstjórnarfundi, er tekin var ákvörðun um tímasetningu flokks- þings, lýstu ýmsir sig andvíga tímasetningunni, svo sem félags- málaráðherra og fulltrúar flokks- ins í sveitarstjómum. Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri Reyk- hólahrepps, flutti frávísunartillög á tillögu formannsins. Rökin m.a., menn hefðu ekki tíma til þess að undirbúa flokksþing vegna anna við sveitar- stjórnakosningar, því til viðbótar væri hann orðinn einnig trillukarl og þetta væri sá tími, sem grásleppan mætti á miðunum, sem sagt hann hefði ekki tíma til þess að sækja flokksþingið. Á göngum ræddu menn um það, hvaða skoðun sem menn hefðu á tímasetningu flokks- þings, væri það flokkslega mjög óheppilegt að fella tillögu for- manns, aðrir töldu tillögu for- manns mjög tímabæra. Tímasetningin ákveðin Tillaga Jóns Baldvins fékk vænan meirihluta. Félagsmálráðherra, Jó- hanna Sigurðardóttir, skoraði í framhaldi af því formanninn á hólm. Bjami P. Magnússon fann það út, að karlinn í brúnni, Jón Baldvin, væri hættur að fiska. Hann skipti um skipsrúm, hoppaði yfir á bláa bátinn, en karlinn í þeirri brú heitir Davíð Oddsson. Hins vegar segir sagan okkur, að menn, sem hoppa á rnilli báta, án þess að taka land- vist þess á milli, hreppi hvorki stöðu stýrimanns né bátsmanns. Alla vega á eftir að koma í ljóst, hvor karlinn sé meiri fískimaður. Kraftmikið flokksþing Flokksþingið var háð í Keflavík dagana 9. til 12. júní. Þingið var fjölmennt, umræður voru íjörugar. Það eru liðin tæp 40 ár frá því ég fyrst. sótti flokks- þing í Alþýðuflokkn- um. Ég sóttist ekki eftir að verða kjörinn fulltrúi á þetta flokks- þing, en mætti með konu minni á laugar- degi sem hver annar flokksmaður. Ég er þeirrar skoðunar, að þessi æðsta stjórn flokksins sé skipuð mjög hæfu fólki, styrkur hennar sé meiri heldur en ég man áður, ekki síst unghreyfingin, þessi flokkur á að skipa sterkari einstaklingum held- ur en hinir flokkarnir. Ungt fólk þorir Ungt fólk á að þora, þess er framtíðin, ungt fólk er róttækt, það vill breytingar. Unga fólkið í Alþýðuflokknum þorir, það horfir fram á veginn. Þetta er það fólk, sem á næstu árum mun axla byrð- ar þjófélagsins, bæði í stjórn svo og á öðrum sviðum. Ég hefi um nokkurt skeið fylgst með skoðun ungra jafnaðarmanna á afstöðu til Evrópusambandsins, ég hefi verið þeim algjörlega sammála; ég held að við eigum heima með Evr- óþu, bæði menningarlega og efna- hagslega, miklu frekar heldur en með Ameríku eða öðrum heims- hlutum. Því fremur tel ég nauðsyn- legt að ganga í bandalagið, ef frændþjóðir okkar á Norðurlönd- um, gerist aðilar. Ungir jafnaðar- menn eru alþjóðasinnar, þeir vilja ekki að við einangrumst norður í Atlantshafi. Undir þessi sjónarmið unga fólksins tók flokksþingið. Tveir armar Sumum fannst flokksþingið vera brothætt, formaður og fé- lagsmálaráðherra voru með vissar yfírlýsingar um það, að viðkom- andi myndi segja af sér, fengi hann ekki traust flokksþingsins. Varaformaður, Rannveig Guð- mundsdóttir, fann það út, að hún hefði ekki áhuga á því að gegna lengur stöðu sinni, enda þótt það að öllu jöfnu hefði gefið henni greiðari leið i stöðu ráðherra. Ráð- herrarnir lýstu því yfir, hver á fætur öðrum, hvorn frambjóðenda þeir styddu, Sighvatur og Össur voru menn Jóns Baldvins, en Guð- mundur Árni studdi Jóhönnu. Ánægjuleg niðurstaða Ég sem Alþýðuflokksmaður er mjög sáttur við endurkjör Jóns Baldvins sem flokksformanns og Guðmundar Árna sem varafor- manns. Ég held, að þessi niður- staða gefi flokknum mjög gott tækifæri til þess að slíðra sverðin, hvorugur eða báðir armarnir, væri hægt að orða hlutina þannig, sigr- uðu eða töpuðu. Ég er mjög sáttur við skoðun fonnannsins í Evrópu- málum, þeirri sömu skoðun og ungir jafnaðarmenn hafa lýst. Ég geri mér grein fyrir því, að það tekur tíma að breyta opinberum skoðunum hinna flokkanna á þess- um málum, flokkarnir eru staðir. Samkvæmt skoðanakönnunum er ljóst, að mikill meirihluti lands- Hrafnkell Ásgeirsson Ertu heima, Heimir? ÞAÐ er ekki af góðu sem ég kýs að senda þér þessar línur í gegnum Morgunblaðið, en þar eð þú greinilega ekki kýst að svara erindi mínu frá desember 1993 og ítrekun sama efnis í apríl 1994, hlýt ég að draga þá ályktun að þú ekki lesir póstinn þinn, hvað þá að svara honum. En kannski lestu Morgunblaðið. Til upprifjunar varðaði erindi mitt samstarf norrænna dagskrár- gerðamanna sem vildu efla kynn- ingu og afspilun norrænnar tón- JlbHcgimfclatafr - kjarni málsins! listar í ríkisreknum útvarpsstöðv- um heimalanda sinna. Hér var um nokkurskonar sjálf- boðastarf að ræða, sem einungis fól í sér kostnað við einn árlegan fund á einhveiju Norðurlandanna. Sem gamall þáttagerðarmaður fyrir RÚV fannst mér þetta áhugavert efni fyrir RÚV, og hið fullkomna tækifæri til að koma tónlist okkar betur á framfæri á hinum Norðurlöndunum. Vorið 1992 benti ég svo þáver- andi dagskrárstóra Rásar 2, Stef- áni Jóni Hafstein, á þessa sam- vinnu, og bauð sjálfan mig fram sem þátttakanda f.h. RÚV. Stefáni ieist vel á hugmyndina, og var ákveðið að ég yrði formleg- ur þátttakandi RÚV í samvinnunni og sendi vikulega 55 mínútna þátt um norræna tónlist til RÚV, sam- hliða því að ég miðlaði nauðsynleg- um upplýsingum til hinna þátttak- endanna um íslenska tónlist. í þessu fólst ótrúlega mikil vinna, þýða þurfti texta, lýsa ævi- ferli og afreksverkum íslenskra tónlistarmanna á viðkomandi tungumálum og kynna vinsælda- á Léttir < meöfærilegir viöhaldslitlir. Ávallt fyririiggjandi. Góö varahlutaþjónusta. Þ. ÞORGRÍMSSQN & C0 STDU) undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Armúla 29, sfmí 38640 FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - OJELUR - STEYPUSAGIR • HRJERIVÉLAR - SA6ARBLÚB - Vínduð tramleiðsla. lista ef vel átti að standa að verki. Allt þetta tel ég mig hafa unnið með ágætis árangri, a.m.k. vita norrænir grannar okkar nú að ís- lenskt tónlistarlíf inniheldur meira en Mezzoforte, við eigum fleiri stórkostlega tónlistarmenn á við Björk, KK, Bubba, Megas, Rabba Jóns, Jet Black Joe, Todmobile, Stefán H., Siggu B. og fl. og fl. En á haustmánuðum 1993 fékk Er það virkilega land- lægt hjá íslendingum að svara aldrei skilaboð- um, spyr Örn Peter- sen, sem hefur ýmilegt að athuga við vinnu- brögð forsvarsmanna RÚV. ég bréf frá'Sigurði G.T. dagskrár- stjóra Rásar 2, þar sem hann til- kynnir að þáttur minn, „Stúdí- Ó33“, sé felldur af dagskrá í sparn- aðarskyni. Þetta kom mér á óvart, sérstak- lega í ljósi þess að við höfðum nýverið haldið árlegan fund okkar í Efstaleiti, þar sem þú persónu- lega lýstir því yfir að norrænt sam- starf á þessu sviði væri í senn nauðsynlegt og ánægjulegt og fagnaðir þessu frumkvæði okkar. Þessu til undirstrikunar bauðst þú til hádegisverðar á veitinga- staðnum „Við Tjörnina". Ég hélt þó áfram að miðla ís- lensku efni til kollega minna, í þeirri von að hér væri einungis um tímabundið ástand að ræða, og e.t.v. gleymsku þinni um að kenna. Ég reyndi margoft að ná tali af Sigurði G. Tómassyni dagskrár- stjóra Rásar 2 vegna þessa, en hann sinnti hvorki skilaboðun né símbréfum. Er þetta virkilega landlægur andskoti, þessi innræting okkar íslendinga að svara aldrei skila- boðum? Einn af fjölmörgum hæfum starfsmönnum RÚV, Bjarni Sig- tryggsson, hafði á þessum tíma samband við mig og bað mig um að senda sér pistla frá Danmörku fyrir þátt sinn á Rás 1. Þetta hef ég gert, og notið að- stöðu minnar hjá DR en beðið eft- ir nánari fyrirmælum RÚV. Svo leið og beið og kollegar mínir í Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi, og Finnlandi fóru að undrast yfir því af hveiju RÚV ekki gerði ráð fyrir norrænni tónlist í dag- skrá sinni. Þá ákvað ég að skrifa þér bréf, og útskýra fyrir þér alvöru máls- ins. Þetta gerði ég á Þorláksmessu 1993, og skrifaði hvorki meira né minna en fjögurra síðna bréf, til þess að vera viss um að þú skildir erindi mitt rétt. Ennfremur sendi ég þér þá smá jólagjöf, sem var geisladiskur með norskri kirkjutónlist. Þetta hefur kannski ekki verið þinn smekkur, en ég hef í það minnsta alist upp við að þakka fyrir það sem mér hefur verið gefið! Nei, nei, ég beið í tæplega þijá mánuði. Þá skrifaði ég þér aftur, nánar tiltekið þann 4. mars og átti nú í raun og veru von á svari. Það hef ég ekki ennþá fengið. Þess í stað hef ég nú nýlega fengið þau skilaboð frá starfs- mönnum danska útvarpsins, að ég sé ekki lengur fulltrúi RÚV í þess- ari samvinnu og hef þannig ekki aðgang að pistlagerð minni fyrir Bjama Sigtryggsson. Nýskipaður fulltrúi íslands er Magnús Einarsson aðstoðardag- skrárstjóri Rásar 2 og þetta fæ ég að heyra frá danska útvarpinu. Þetta fæ ég ekki skilið, hvorki manna vill Iáta reyna á, hverra kosta við eigum völ á. I mínum huga er enginn vafi á því, að hin- ir flokkamir eiga eftir að sveigja í þessum málum, aðeins er spurn- ing, hversu fljótt það gerist. Við sjáum þetta t.d. á afstöðu stjórnar- andstöðunnar til Evrópska efna- hagssvæðisins. Þeir virðast vera orðnir sammála í dag aðild okkar að því sambandi. Þeir þurftu tíma, það var allt. Sighvatur Björgvinsson hætti við að gefa kost á sér sem varafor- maður, Össur Skarphéðinsson lýsti sig stuðningsmann Jóns Baldvins og tilbúinn til þess að axla skyldu varaformanns, Guðmundur Árni Stefánsson lýsti stuðningi við Jó- hönnu félagsmálaráðherra og bauð sig fram til varaformanns. Sumir hefðu getað haldið, að sömu straumar hefðu haldið áfram í kjöri varaformanns og í kjöri for- manns en svo varð ekki. Sjálfsagt hefur flokksþingið talið önnur sjónarmið koma þar til greina, rétt væri að auka breiddina í flokknum, ýmsum fannst félagi Össur vera of snöggsoðinn í flokknum, nýorðinn flokksmaður, menn yrðu að fara í gegnum lengri hreinsunareld í flokknum, áður en þeir hoppuðu í stól varaformanns. Flokkur í sókn Alla vega held ég, og veit að fleiri í flokknum eru sömu skoðun- ar og ég, að niðurstaðan hafi ver- ið heppileg. Flokkurinn hefur að skipta sterkri forystusveit, flokks- stjórn og flokksþing er skipað mjög hæfu og sterku fólki, flokk- urinn hefur mjög sterka málefna- lega stöðu. Eftir hveiju er að bíða, ég held engu. Það eina sem flokk- urinn þarf að gera, er að bretta upp ermarnar. Höfundur er lögfræðingur. hvað sparnaðaráform né hreina kurteisi áhrærir, ég er reiður. Ég hef ekki staðið í þessu sam- starfi peninganna vegna, það vita þeir sem unnið hafa að dagskrár- gerð fyrir RÚV, en heiðri mínum og ærleika gagnvart samstarfs- aðilum mínum er skammarlega lagt fyrir róða og því get ég ekki unað. Ég hlýt því að spyija, er þetta hroki sem stjórnar þér Heimir, eða kannt þú yfír höfuð að stjórna? Vinnubrögð þín, eða öllu heldur máttleysi í starfi hefur verið fiöl- miðlamatur upp á síðkastið, svo jafnvel að úr fjarska hefur verið tekið eftir. Það er ekki rætt um þig sem virðulegan stjórnanda eins virtasta fjölmiðils landsins, menn hlæja að þér, sérðu það ekki sjálfur? Mér er það sérstaklega minnis- stætt þegar núverandi útvarps- stjóri Danmarks Radio var spurður um hæfni sína og reynslu til starfs- ins, en hann hafði áður verið for- stjóri Ríkisspítalans í Kaupmanna- höfn. Hann var spðurður: „Hvaða er- indi átt þú í þetta starf, þú sem aldrei í lífi þínu hefur komið ná- lægt dagskrárgerð?“ Hann svaraði: „Nei, það hef ég ekki, en til þess hef ég hæft fólk, mitt verk er að skapa þessu fólki góð vinnuskilyrði og jákvætt and- rúmsloft." Þetta hefur honum tekist, en þér gersamlega mistekist. Að stjórna ungmennum í Skál- holti og steindauðum þjóðgarði á Þingvöllum er ekki það sama og að stjórna lifandi stofnun skapandi fólks sem RÚV er. Viðurkenndu því kosti þína og galla og gerðu starfsfólki RÚV og þjóðinni allri þann greiða að finna þér annan starfsvettvang hið allra fyrsta. Ekki hafa fyrir því að senda mér uppsagnarbréf, ég er ekki starfs- maður RÚV, aðeins velunnari. Höfundur er markaðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.