Morgunblaðið - 16.06.1994, Side 56

Morgunblaðið - 16.06.1994, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ISHOKKI / NHL-URSLITALEIKUR 54ára bið IMew York Rangers loks á enda Mark Messier, fyrirliði New York Rangers, með Stanley-bikarinn. Reuter FRJALSAR Hlaupið með kyndil frá Þingvöllum Olympíufarar fyrr og síðar munu á laugardaginn hlaupa með kyndil frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Kveikt verður á kyndlinum kl. 8 um morguninn á altari Þingvallakirkju og síðan hlaupið með hann inn á Laugar- dalsvöllinn þar sem eldurinn mun loga meðan á Reykjavíkurleikun- um í fijálsíþróttum stendur. Það verður Gísli Halldðrsson, heiðurs- formaður Ólympíunefndar ís- lands og heiðursforseti ÍSÍ sem fer fyrsta spölinn en áætlað er að hlaupið verði með kyndilinn inn á Laugardalsvöll kl. 13. ■ LÚÐVÍK Arnarson sóknar- maður úr FH hefur gengið til liðs við Þrótt á Neskaupstað. ■ JÓHANNES Eiríksson úr Borgamesi og Auðunn Jónsson úr Kópavogi verða fulltrúar ís- lands á HM unglinga í kraftlyfting- um sem fer fram í Denpasar í Bali í Indónesíu sem hefst í næstu viku. Eiríkur keppir í -67,5 kg flokki og ^ Auðunn í 100 kg flokki. I DAN O’Brien, heimsmethafi í tugþraut frá Bandaríkjunum, hef- ur forystu eftir fyrri dag í tugþraut- arkeppni í Tenessee , með 4.738 stig. Hann hefur 18 stigum meira eftir fyrri dag en þegar hann setti heimsmetið fyrir tveimur árum, 8.891 stig. „Eg yrði ánægður að ná 8.900 stigum,“ sagði O’Brien sem hafur átt við áfengisvandamál að stríða, en segist ekki hafa smakk- að áfengi síðan í janúar. ■ SERGEJ Bubka, heimsmethafi í sangarstökki frá Ukraínu, verður að öllum likindum ekki með á Evr- ópumótinu í Helsinki í ágúst. Hann segir í viðtali við þýskt íþróttablað ,^að aðstæður á Ólympíuleikvangin- um í Helsinki, þar sem hann vann fyrsta heimsmeistaratitilinn 1983, henti sér illa. „Það er alltaf mis- vinda á vellinum. Ég hef verið að keppa við allra bestu aðstæður í tíu ár — ég er orðinn þrítugur og orð- inn svolítið þreyttur. Ég get ekki verið alls staðar,“ sagði Bubka. ■ BAI Xiuyu, sundkona frá Kína, sem náði bestum tíma í heiminum í 50 metra baksundi kvenna á heimsbikarmótinu í Malmö í Svíþjóð fyrr á þessu ári, hefur verið sett í mánaðar keppnisbann fyrir að nota kveflyfíð Efederin. Indonesíska sundsambandið hefur dæmt sund- konuna Catherine Surya í tveggja ,ára keppnisbann fyrir að nota ana- boliska ,stera. ■ SVÍAR áttu fjóra leikmenn í úrvalsliði Evrópumótsins í hand- knattleik sem valið var að mótinu loknu í Portúgal. Markvörðurinn Svenson var valinn í liðið ásamt þeim Anderson, Hajas og Thorseo. Aðrir sem voru valdir voru Rússarnir Kudinov og Torgovanov auk Jörgensen frá Danmörku. LÖNG bið stuðningsmanna New York Rangers var á enda ífyrrinótt, þegar leikmenn liðs- ins tryggðu sér Stanley-bikar- inn í íshokkí með því að leggja Vancouver Canucks að velli í sjöunda úrslitaleik liðanna, 3:2. Þar með var fyrstu NHL-titill New York í 54 ár í höf n. Ákveð- ið hef ur verið að fagna titlinum sérstaklega á Manhattan á morgun. Brian Leetch, Adam Graves og fyrirliðinn Mark Messier, sem vann sinn sjötta Stanley-meistara- ^■■■■1 titil, skoruðu fyrir Frá heimaliðið. Hetja Gunnari liðsins var mark- Valgeirssyni vörðurinn Mike Ric- / Bandaríkjunum hter> gem yarðj 2g af þrjátíu skotum gestanna. Þegar úrslit voru ljós brautst út geysilegur fögnuður 18.000 áhorf- enda í Madison Square Garden og mörg þúsund stuðningsme'nn voru fyrir utan til að fagna. Leetch var útnefndur besti leikmaður úrslita- keppninnar. Hann svaraði sím- hringingu Clintons Bandaríkjafor- seta, sem óskaði leikmönnum New York til hamingju með sigurinn. Leetch er fyrsti Bandaríkjamaður- inn til að vera útnefndur besti leik- maðurinn í þau 25 ár sem útnefn- ingin hefur farið fram — áður hafa Kanadamenn alltaf verið útnefndir. Messier er fyrsti fyrirliðinn til að fagna sigri með tveimur liðum, en hann lék áður með Edmonton Oilers. „Nú má 1940 hvíla í friði,“ sagði Messier, en New York var síðast meistari það ár. Frá því hef- ur liðið leikið 4.320 leiki í NHL. Sex dagblöð í New York sögðu frá því fyrir leikinn að þjálfari New York, Mike Keenan, ætlaði að yfir- gefa félagið — gerast þjálfari Detroit daginn eftir leikinn. Keenan varð æfur og sagði fréttirnar rang- Ikvöld Knattspyrna kl. 20 1. deild karla: Stjörnuvöllur: Stjaman - IBV Akranes: lA - Breiðablik Akureyri: Þór - Valur Kaplakriki: FH - ÍBK 2. deild karla: . Grindav.: Grindav. - Víkingur Bikarkeppni KSl - 1. umferð: Valbjarnarv.: Fjölnir - Skallagr. ÚRSLIT Siglingar Úrslit í þriðjudagskeppni 14. júlí: 1. Evall....................1:43.22 2. Sæstjarnan...............1:44.47 3. Urta.....................1:46.16 4. Svala.....................1:49,57 5. Stjarnan..................1:53.12 6. ísold....................1:54.37 7. Ör........................1:55.45 8. Borg......................2:04.24 STAÐAN Staðan eftir þijú þriðjudagsmót - punktar og innan sviga fjöldi móta: 1. Sæstjarnan...............3,0 (3)- 2. Evall....................11,4 (3) 3. Svala....................14,0 (3) 4. Urta.....................23,7 (3) ar. Hann hélt mikla ræðu yfir sínum mönnum fyrir leikinn. „Þetta var áhrifamesta ræða sem ég hef heyrt á tólf ára keppnisferli mínum,“ sagði Messier. Vancouver hefur aldrei unnið bikarinn í 24 ára sögu félagsins, en liðið er ungt og talið það efnileg- ast í NHL-deildinni. ■ BEBETO, miðheiji Brasilíu, hefur fyrirskipað að öryggisverðir gæti eiginkonu hans, sem er komin átta mánuði á leið, og bróður, eftir að ráðist var að þeim í Ríó de Ja- neiro og bifreið þeirra rænt. Menn vopnaðir byssum réðust upp í bifreið þeirra — þegar þau stöðvuðu bifreið- ina á rauðu ljósi og hún tekin trausta taki. ■ „ÞESSI bíll er mér ekkert. Ég hef ekki áhyggjur af dauðum hlut- um, það er fjölskyldan sem skiptir mig máli,“ sagði Bebeto, sem er í æfingabúðum með landsliðinu í San Jose. Hann sagði að þetta atvik væri auðvitað bagalegt, en það kæmi ekki til með að hafa áhrif á leik hans í HM. ■ LEIKMENN Brasilíu ræddu um lítið annað í gær, en þess má geta að það er ekki langt síðan að föður Romarios var rænt og honum haldið í viku. ■ ROMARIO missti af æfingu brasilíska landsliðsins í gær, en mun þó leika fyrsta leik Brasilímanna í keppninni gegn Rússum á mánu- daginn. Romario fór útaf í hálfleik i æfingaleiknum gegn E1 Salvador, sem Brasilía vann 4:0, vegna meiðsla. ■ RICARDO Gomes, varnarleik- maður Brasilíu, sem leikur með París St. Germain, mun ekki leika á HM. Hann meiddist í æfingaleikn- um gegn E1 Salvador. Ronaldo, sem leikur með Shimizu í Japan, mun taka stöðu hans. ■ SADYRIN, þjálfari Rússa, sem leika í riðli með Brasilíumönnum, sagði að það veikti ekkert lið Bras- ilíu þó að Gomes léki ekki. „Þeir hafa fjölda leikmanna, sem eru eins góðir og hann,“ sagði Sadyrin. ■ BRIAN Laudrup, landsliðsmað- ur Dana sem var lánsmaður hjá AC Milan í vetur frá Fiorentina, leikur með Glasgow Rangers næsta keppnistímabil og verður þá launa- hæsti leikmaðurinn á Bretlandseyj- um. Hann færi 750 þúsund krónur íslenskar í grunnlaun á mánuði, auk alls konar bónusgreiðslna og auglýs- ingasamninga. Golf Viðmiðunarmót LEK verður á Grafarholtsvelli 18. og 19. júní. Ræst verður út frá kl. 7.30 til 13.00 báða dagana. Skráning í síma 872215 fyrir kl. 16 fimmtudaginn 16. júní. Framvísa skal félags- og forgjafarskírteinum. Mótanefnd. HEIMSMEISTARAKEPPNIN I KNATTSPYRNU Úrslitakeppni HM í knattspyrnu hefst á morgun með leik heimsmeistara Þjóðverja og Bólivíumanna. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) hefur samþykkt nokkrar breytingar á þeim reglum sem giltu í síðustu úrslitakeppni. O Þi-jú stig fást fyrir sigur I stað tveggja. A Allir varamennirnir ellefu sitja á ^ bekknum í stað fimm áður. Q Skipta má þremur varamönnum inn á í leik, en einn af þeim verður að vera markmaður. Æk Vallarklukka telur niður v bæði í fyrri og seinni hálfleik. Q FIFA notar sjónvarps- w upptökur af leikjum þegar teknar eru ákvarðanir um viðurlög vegna leikbrota. Þjálfari hefur heimiid til að gefa fyrir- mæli frá svæði sem er einn metri út og til hliðar frá varamannabekknum. Leikmaður fær umsvifalaust rautt spjald tækli hann annan leikmann aftan frá. Gul spjöld sem gefin eru í riöla- keppninni fylgja leikmönnum ekki upp í úrslitakeppnina mín í stað 10. REUTER Markiö er 2,44 metrar á hæð og 7,32 metrar á breidd.Til gamans má geta þess að heimsmetið í hástökki er 2,45 metrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.