Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Kristinn Ingvarsson
Harður húsbóndi
og hörkutól
VmSKBTIAIVINNULÍF
Á SUNIMUDEGI
►Árni Gíslason fæddist í Litlu Tungu í Miðfirði
2. júní 1928. hann útskrifaðist frá Reykjaskóla sem
gagnfræðingur og f ór þá til frekara náms í Reykja-
vík. Þar aflaði hann sér meistaragráðu í bifreiða-
smíði og einnig bílamálun. Að þessu námi loknu
stofnaði hann fyrirtæki sitt Bifreiðaverkstæði
Árna Gíslasonar, nánar tiltekið í júní 1954. I dag
er fyrirtækið betur þekkt sem ÁG-bifreiðaverk-
stæði.
eftir Guðmund Guðjónsson
Fyrirtækið Bifreiðaverk-
stæði Áma Gíslasonar,
betur þekkt nú til dags
sem AG - bifreiðaverk-
stæði, á Qörtíu ára afmæli um
þessar mundir. Fyrirtækið starfar
á ýmsum sviðum. Þar er rekið bif-
reiðaverkstæði eins og nafnið
bendir til, réttingaverkstæði, bíla-
leiga, heildsölu- og varahlutaversl-
un. Fyrirtækið var stofnað af sama
manni og rekur það enn þann dag
í dag, Arna Gíslasyni. í fyrstu
barðist hann einn síns liðs og réði
sér mannskap eftir þörfum. Er
bömin uxu úr grasi fóm þau að
vinna við fyrirtækið, hvert á sínu
sviði. Tengdasonur bættist við,
einnig tengdadóttir, öll vinna þau
við fyrirtækið, þannig að ef hægt
er að tala um fjölskyldufyrirtæki,
þá á það við um ÁG.
Morgunblaðið tók hús á Árna í
vikunni og hann sagði það ánægju-
legt að líta yfir farin veg og sjá
fyrirtæki sitt standa vel þrátt fyr-
ir samdráttinn í þjóðfélaginu síð-
ustu tvö árin eða svo. „Þetta hafa
verið erfið tvö ár, en einhvern
vegin finnst mér eins og þetta sé
hætt að síga niður á við. Ástandið
er engan vegin gott og fyrirtæki
eiga litla peninga, en mér finnst
ég merkja aðeins meiri bjartsýni
manna á meða! heldur en áður,
svona eins og menn hafi áttað sig
á ástandinu, hafi aðlagað sig og
séu nú undir það búnir að standa
af sér veðrið. Við höfum vissulega
fundið fyrir samdrættinum hjá
ÁG, en vonandi bíða okkar betri
tímar,“ segir Árni.
ÁG
Sem fyrr segir var fyrirtækið stofn-
aðíjúní 1954. Upphaflega var verk-
stæðið við Kleppsveg og störfuðu
þá við það þrír menn. Verkefnin
vom réttingar, málun og ryðbæt-
ingar sem þóttu sjálfsagðar á þeim
tima, enda var líftími bifreiða þá
lengri heldur en hann er nú. En
starfsemin jókst jafnt og þétt og
byggði Árni þá stærra húsnæði að
Dugguvogi 23 og flutti í það með
starfsemi sína árið 1962.
Ekki stóð það lengi, fyrirtækið
sprengdi af sér öll bönd og þá var
ekki um annað að ræða en að
byggja á nýjan leik, að þessu sinni
að Tangarhöfða 8 til 12, alls 4.000
fermetra hús, sem fyrirtækið flutti
í árið 1978. Og þar er ÁG enn í dag.
í dag greinist fyrirtækið í þijár
megindeildir, réttinga- og málning-
arverkstæði .bílaleigu og heildsölu
sem annast innflutning á varahlut-
um og ýmsum tækjum og efnum
til viðgerða á bifreiðum. Árið 1990
var varahlutaverslunin Bíllinn keypt
inn í fyrirtækið til þess að auka á
breidd þjónustunnar. Á sumrin má
neita að bílaleigan sé uppistaðan í
starfseminni. Upphaflega var hug-
myndin að hafa nokkra bíla sem
viðskiptavinir verkstæðisins gætu
haft til afnota á meðan viðgerð
stæði yfir á bifreiðum þeirra. Nú
starfrækir ÁG bílaleigu með 30 bíl-
um af öllum stærðum og gerðum.
Allt í rétta átt
Við skulum doka við bíaleiguna og
spyija Árna um gagnrýnisraddir að
hátt verð fyrir bílaleigubíla sé
ásamt háum flugfargjöldum að
eyðileggja ferðaþjónustuna í land-
inu. „Ja, ég vildi byija á því að
svara því til að við höfum verið
með sama verðið í tvö ár. Höfum
ekki breytt því. Það er hins vegar
rétt, að það er dýrt að leigja bíl á
íslandi, en það er ekki af einhverri
stífni eða græðgi af okkar hálfu
að ræða. Óvíða eru hærri tollar og
gjöld greidd af bílum og svo er stór
hluti bílaflotans aðeins leigjanlegur
í svo sem tvo mánuði yfir hásumar-
ið. Það gefur auga leið að það er
dýrt að liggja með marga bfla
óhreyfða stóran hluta ársins, t.d.
fjögurra milljón króna jeppa. Ef það
væri hægt að nýta þessa bfla bet-
ur, þá þyrfti þetta ekki að vera
svona dýrt. En þar fyrir utan, þá
er fróðlegt að bera saman verðskrár
hér annars vegar og verðskrár til
að mynda á Norðurlöndunum, eða
í Frankfurt þar sem ég skoðaði
málið, hins vegar. Munurinn er ekki
svo mikill.“
Steinunn Árnadóttir, dóttir Árna
og sá starfsmaðurinn sem sér um
innlend sem erlend bréfaskipti, hef-
ur smeygt sér inn á kontórinn og
skýtur hér inn að auk þessa megi
ef til vill segja, að verðskráin segi
ekki alla söguna í bílaleigumálum.
Ef til vill segði hún bara ekki neitt,
því þessi mál eru komin í þann far-
veg að snúast mikið til um afslætti
og tilboð. „Þetta er því allt að fara
í rétta átt, sérstaklega fyrir við-
skiptavininn," segir Steinunn.
Vandi á höndum...
Það er ekki heiglum hent að halda
dampi við illar aðstæður eins og
verið hafa. Árni segir að fyrirtækið
hafi orðið að draga saman seglin,
m.a. með því að fækka starfsfólki.
Þar starfi nú 23-24 manns, en hef-
ur mest verið 33 starfskraftar er
góðærið var og hét. Árni er beðinn
um að reifa helsta vandann sem
hijáir þær greinar sem ÁG starfar í.
„Á samdráttartímum er það svo
margt sem spilar saman, en eitt er
það sem kemur sérstaklega illa við
okkur. Þannig er mál vexti, að verk-
stæðisreksturinn er orðinn afar
þungur. Svört vinna hefur rokið upp
úr öllu valdi og það skyldi engan
undra, því út um allt land eru menn
sem hafa aðstöðu í skúrum og taka
að sér viðgerðir fyrir minni pening
heldur en verkstæðin. Þeir gera það
með því að gefa ekkert upp og sam-
keppnisstaða er erfið fyrir verk-
stæði eins og okkar. Svo er annað,
að tryggingarfélögin ala á þessu.“
Með hvaða hætti gera þau það?
„Sko, það eru lág laun í þessari
stétt og við erum kýld niður af
tryggingarfélögum. Þau leita frá
manni til manns og biðja um tilboð.
í fljótu bragði hljómar þetta eins og
það gæti ekki verið eðlilegra, en í
svo litlu samfélagi taka hlutir stund-
um á sig sérkennilegar myndir. Á
sama tíma og tryggingarfélögin
þrengja æ meir að okkur, fer rekst-
ur þeirra versnandi og þá sækja þau
um hækkun til verðlagsyfirvalda og
fá hana! Tryggingariðgjöld eru alltaf
að hækka af og til. Þannig hafa þau
ofurvald yfír okkur og standa í raun
með pálmann í höndunum.
„Svo er annað. Verkstæðisrekst-
urinn harðnar ekki einungis vegna
beinna áhrifa frá samdrættinum í
þjóðfélaginu. Tryggingarfélögin
koma hér aftur við sögu. Áður fýrr
komu menn með skemmda bíla eft-
ir óhöpp, fengu gert við þá og
tryggingarfélögin fengu reikning-
ana og greiddu þá. Nú hafa félögin
snúið taflinu við. Nú meta menn
frá þeim tjónið og félögin greiða
síðan út matsupphæðina. Við getum
hugsað okkur Jón Jónsson. Hann
lendir í árekstri, bretti beyglast og
lukt brotnar. Hann er í rétti og fær
greidda þá upphæð sem matsmaður
tryggingarfélagsins segir til um.
En hvað gerir hann við peningana?
Fer hann á verkstæði? Sumir gera
það jú, en ekki allir. Þeir eru marg-
ir og þeim fjölgar ört sem fá ein-
hvem kunningja sem á skúr, til að
tjasla bílnum saman, borga eitt-
hvert brot af upphæðinni sem þeir
fengu greidda út og telja sig hafa
grætt. Svo eru aðrir, og þeim fjölg-
ar einnig, sem láta ekki einu sinni
gera við beyglurnar. Líttu í kring
um þig í umferðinni. Það er allt
vaðandi í beygluðum bflum. Það er
miklu algengari sjón en nokkru
sinni áður fýrr. Margir af þessum
bílum em snarólöglegir, luktarlaus-
ir og allt hvað eina. Þetta gera
tryggingarfélögin einfaldlega
vegna þess að þetta er ódýrara fyr-
irkomulag fyrir þau.“
Hér grípur Steinunn aftur fram
í og segir að sér þætti réttast að
ríkið gripi hér í taumana og rétti
nokkuð við hlut verkstæðanna, því
þau ættu mörg undir högg að
sækja. „Við skilum inn öllum virðis-
aukaskatti, en tryggingarfélögin
græða allan vaskinn og það er ekki
réttlátt fyrirkoinulag," segir Stein-
unn af miklum þunga.
Léttara hjal
Nú eru allir viðstaddir sammála um
að nóg sé komið að barlómi og tími
til kominn að létta á umræðuefn-
inu. Blaðamann fýsir að vita hveij-
ir séu helstu kostirnir og hverjir
helstu gallarnir þegar svo náin fjöl-
skylda vinnur saman við margsl-
unginn fyrirtækisrekstur. Arni
brosir lítillega að spurningunni og
segir helsta styrkinn að sínum dómi
vera þann að allir í helstu stjórnun-
arstöðum geri sér grein fyrir því
að það sé ekki aðeins eigin heill,
heldur heill allra sinna nánustu sem
l
i
i