Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ jHarguttÞfafrft VIKAN 19/6 - 25/6. ► BJÖRK Guðmundsdótt- ir söngkona hélt vel heppnaða tónleika í Laug- ardalshöll á Listahátíð i Reykjavík. Yfír fímm þúsund manns komu á tónleikanna til að hlusta á söngkonuna sem söng lög sín á íslensku. Meðal tónleikagesta var Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. ► TEXTI hf., Sambíóin, Saga film hf. og Japis hf. fyrirhuga að hefja rekstur á kapalsjónvarsstöð í haust. Leyfi til reksturins liggur fyrir og undirbún- ingur að útsendingum er í fullurn gangi. ► ÍSLAND leikur í A-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik, sem fram fer hér á landi.í maí á næsta ári, en dregið var í riðla við athöfn í Laugar- dalshöll. Forystumenn ís- lensk landsliðsins eru mjög ánægðir með dráttinn. ►MÁNI Fjalarsson læknir og níu aðrir starfsmenn friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna voru hafðir í haldi serbneskra her- manna í bænum Rocatica í Bosníu í sjö daga. Friðar- gæsluliðunum var ekki gert mein, en þeim var einu sinni ógnað. Jóhanna segir af sér ráðherraembætti JÓHANNA Sigurðardóttir sagði af sér ráðherraembætti á ríkisstjómarfundi síðastliðinn þriðjudag vegna ágrein- ings við Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðuflokksins. Jóhanna sagði eftir fundinn að hún styddi ríkis- stjórnin til góðra verka. Hún útilokaði ekki að hún færi í sérframboð í næstu alþingiskosningum. Að tillögu Jóns Baldvins var ákveðið að Guðmundur Árni Stefánsson tæki við félagsmála- ráðuneytinu af Jóhönnu og að Sig- hvatur Björgvinsson bætti við sig heil- brigðisráðuneytinu, en því stýrði hann á fyrstu tveimur starfsárum ríkis- stjórnarinnar. Dæmdur í 4 ¥2 árs fangelsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi 15 manns 'til fangelsisvistar en sýknaði þijá af ákærum um aðild að stóra fíkniefnamálinu, sem snerist um ætlaðan innflutning á allt að 40 kg af hassi og 6 kg af amfetamíni. Meintur höfuðpaur málsins, Ólafur Gunnarsson, 39 ára, var dæmdur í 4'A árs fangelsi. Aðferðum Norð- manna mótmælt RÍKISSTJÓRNIN sendi stjómvöldum í Noregi hörð mótmæli vegna aðfara norsku Strandgæslunnar á miðunum við Svalbarða. I samþykkt stjómarinn- ar er aðförum Strandgæslunnar líkt við aðferðir Grænfriðunga. Sjópróf fóru fram vegna atburðanna við Sval- barða, en þar kom m.a. fram að skip- stjórar íslensku skipanna töldu að glæfralegar aðfarir Strandgæsluskip- anna hefðu oftar en einu sinni sett íslensku sjómennina og skipin í stór- hættu. Kjarnorkuáætlun frestað í N-Kóreu BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á miðvikudag að sljómvöld í Norður-Kóreu hefðu fallist á að fresta áætlunum sínum í kjamorkumálum. Hefur Bandaríkjastjóm í framhaldi af því ákveðið að taka upp viðræður við stjómina í Pyongyang og hætta um sinn að minnsta kosti undirbúningi refsiaðgerða gegn henni. Af hálfu Al- þjóða kjamorkumálastofnunarinnar (IAEA) er unnið að því að setja Norð- ur-Kóreumönnum skilyrði sem þeir verða að uppfylla til að sannfæra þjóð- ir heims um að þeir vinni ekki að smíði kjamorkusprengju. Frakkar hefja íhlut- un í Rúanda FYRSTU frönsku herdeildirnar héldu til Rúanda á fímmtudag og hófst þar með umdeild hemaðaríhlutun Frakka í landinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti íhlutunina á miðviku- dag. Markmiðið er að stöðva dráp á óbreyttum borgurum í átökum upp- reisnarmanna tútsía og stjómarhersins sem skipaður er hútúum. Að sögn fransks embættismanns var hermönn- unum vel tekið þar sem þeir komu. Rússar samþykkja stækkun NATO ANDREJ Kozyrev utanríkisráðherra Rússlands tjáði fastafulltrúum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) á fímmtudag að Rússar samþykktu fyrir sitt leyti stækkun NATO til austurs en þeir teldu þó að stækkun af því tagi ætti að bíða þar til reynsla væri fengin á Friðarsamstarf NATO. Koz- yrev undirritaði samkomulag um aðild Rússa að samstarfínu sem felur í sér nána samvinnu á sviði evrópskra ör- yggismála. Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti hefur þegið boð um að koma til leiðtogafundar við Bill Clinton Banda- ríkjaforseta í Washington í september. ►SUÐUR-Afríka hlaut aft- ur sæti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á fimmtudag eftir 20 ára fjarveru. Var landinu vísað af allsherjarþinginu áríð 1974 vegna aðskilnaðar- stefnu minnihlutastjórnar hvítra. ►FYRRUM Bítlarnir Paul McCartney, George Harri- son og Ringo Starr hafa tekið upp nokkur lög sam- an, í fyrsta sinn frá því að hljómsveitin lagði upp laupana fyrir 24 árum. Verða þau leikin í sjón- varpsröð um breska tónlist- armenn. ►BANDARÍSKI táningur- inn Michael Fay var látinn laus úr fangelsi í Singapore á þriðjudag en þar hefur hann afplánað refsingu fyr- ir skemmdarverk á bifreið- um. Var hann meðal annars hýddur fjórum vandar- höggum þrátt fyrir mót- mæli Bills Clintons forseta. ►BRESKUR þingmaður, Anthony Steen, hefur lagt fram frumvarp um bann við notkun franskra orða á almannafærí í Bretlandi. Er það svar hans við þeirri viðleitni Frakka að hreinsa frönskuna af enskuslettum. ►LÍKLEGT þykir, að samningar náist á þessu ári mUli Rússa og olíufélag- anna Texaco, Norsk Hydro, Exxon og Amoco um sam- eiginlega olíuvinnslu í norðurhéruðum Rússlands. Er samningurinn upp á 45 til 58 miRjarða dollara og á að standa í 47 ár. FRÉTTIR Morgunblaðið/PPJ Kanadískur „slökkviflugbátur“ á ferðinni Kanadískur flugbátur af gerðinni Canadair CL-215 lenti á Reykavíkurflugvelli um miðjan mánuðinn, en hann var á leiðinni frá Quebec í Kanada til Rómar á Ítalíu. Flugvélum af þessari gerð svipar mjög til Catalina-flugbátanna sem voru i notkun hérlendis um árabil. Helsta hlutverk þessara flug- báta er við slökkvistörf í baráttunni við skógarelda og eru þeir notaðir viða um lönd utan framleiðslu- lands síns, m.a. í Frakklandi, Grikklandi, og á Spáni. Einnig eru nokkrar flugvélar af þessari gerð notaðar til björgunarflugs á hafi úti. Flestar fylkisstjórnir Kanada reka slíkar flugvélar enda skógareldar vandamál þar í landi. Flugbáturinn, sem hér var á ferðinni, er í eigu ríkisstjómar Quebec, sem á um 18 slíkar slökkvivélar. Við slökkvistörf geta Canadair-flugbátarnir fyllt tanka sína af vatni á 10 til 16 sekúndum með þvi að renna sér eftir yfirborði vatns eða sjávar. Einnig er hægt að fylla tanka þeirra með slökkviefnum á jörðu niðri. Canadair CL-215 flaug fyrst árið 1967 og er enn I framleiðslu. Nýjasta gerð þessara flugvéla er knúin skrúfuhverflum í stað gömlu stjörnuhreyflanna, sem eru á vélinni sem hér hafði viðdvöl. Kennaraháskólinn Yfir 100 maiins brautskráðust í vor BRAUTSKRÁNING kandidata frá Kennaraháskólanum fór fram laugardaginn 11. júní sl. Að þessu sinni voru brautskráðir 103 kandi- datar með B.Ed.-gráðu, og tveir með viðbótarnámi í valgrein til B.Ed.-prófs. Þrír leiðbeinendur við framhaldsskóla luku kennslurétt- indaprófí og einn lauk námi til kennsluréttinda við grunnskóla. Þá luku 15 skólastjórar og yfirkennar-. ar framhaldsnámi fyrir stjómendur skóla. Við brautskráninguna færðu 40 ára og 10 ára kennarar skólanum gjafír og kandidatar færðu einnig skólanum gjafir. Rektor minntist þess í ræðu sinni að fyrir tuttugu áram, vorið 1974, vora fyrstu kandidatar með háskólapróf braut- skráðir, og nú hefur skólinn fengið heimild til þess að bjóða framhalds- nám til M.Ed.-gráðu sem hefst í haust og verða teknir 18 nemendur í það nám, en 43 umsóknir bárast. Þá hefur skólinn fengið til umráða skólahús húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfírði og sagðist rektor vænta þess að það húsnæði yrði starfi skólans mikil lyftistöng, sérstaklega skapaðist þar góð að- staða fyrir námskeið og ráðstefnur. B.ED.-NÁM: Aðalbjörg Ragnarsdóttir, Anna Agnarsdóttir, Anna Ágústa Hauks- dóttir, Anna Lísa Þorbergsdóttir, Anna María Amfinnsdóttir, Anna María Jónsdóttir, Anna Steinunn Friðriksdóttir, Agúst Einarsson, Álfheiður Einarsdóttir, Ásthildur Guðrún Guðlaugsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Benjamín Þröstur Júlíusson, Berglind Arndal Ás- mundsdóttir, Bima Jóhanna Jónas- dóttir, Bryndís Böðvarsdóttir, Bryn- hildur Sigurðardóttir, Edda Júlía Helgadóttir, Einar Bjarki Sigur- jónsson, Elín Arndís Gunnarsdóttir, Elín Hilmarsdóttir, Elín Hlíf Helga- dóttir, Elín Kristjánsdóttir, Elísabet Steingrímsdóttir, Erna Björg Guð- laugsdóttir, Eydís F. Hjaltalín, Fríða Björk Tómasdóttir, Guðlaug María Lewis, Guðlaugur Baldurs- son, Guðmunda Arna Lúðvíksdóttir, Guðmundur Þorkelsson, Guðríður Ólafsdóttir, Guðrún Dröfn Ragnars- dóttir, Guðrún Guðbjarnadóttir, Guðrún Lilja Rúnarsdóttir, Gunn- hildur Lilja Gísladóttir, Hafdís Hilmarsdóttir, Halla Jóhannesdótt- ir, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Hanna Dóra Markúsdóttir, Heba Friðriksdóttir, Heiðrún Jóhanns- dóttir, Helga Kristinsdóttir, Helga María Jóhannesdóttir, Helga Sal- björg Guðmundsdóttir, Herdís Pála Pálsdóttir, Hildur Heimisdóttir, Hjördís Björg Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir, Hrand Gauta- dóttir, Hulda Hauksdóttir, líulda Valdís Valdimarsdóttir, Inga Harðardóttir, Ingibjörg Þorsteins- dóttir, Jenný Björk Olsen, Jóhanna Einarsdóttir, Jóhanna Höskulds- dóttir, Jóhanna Þuríður Þorsteins- dóttir, Jóna Benediktsdóttir, Jóna Björk Jónsdóttir, Jónína Helga Ól- afsdóttir, Jóhína Ómarsdóttir, Kam- illa Hildur Gísladóttir, Katrín Guð- jónsdóttir, Klara Öfjörð Sigfúsdótt- ir, Kolbrún Jónsdóttir, Kolbrún Sig- þórsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Einarsdóttir, Kristín Sigurð- ardóttir, Lára Eymundsdóttir, Lilja Dóra Harðardóttir, Lilja Karlsdótt- ir, Linda Sjöfn Sigurðardóttir, Lísa Sigríður Greipsson, Magnús Þór Jónsson, Margrét Líney Laxdal, María Paloma Ruiz Martinez, Marta María Oddsdóttirj Oddný Guðrún Guðmundsdóttir, Olöf F. Jónsdóttir, Pétur Vilbergur Georgsson, Ragna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Ragn- arsdóttir, Ragnhildur Sigurðardótt- ir, Rósa Bjamadóttir, Sesselja Tóm- asdóttir, Sigríður Schram, Sigrún Hrönn Hauksdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Siguijóna Jónsdótt- ir, Sigurvin Bergþór Magnússon, Steindóra Kristín Gunnlaugsdóttir, Steinunn Baldursdóttir, Steinunn Margrét Larsen, Una Kristjana Jónatansdóttir, Unnur Baldursdótt- ir, Unnur Hrefna Jóhannsdóttir, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, Þóra Þórisdóttir, Þórdís Helga Ól- afsdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Þórey Garðarsdóttir. Viðbótarnám kennara: Sigríður Österby, Valgerður Björnsdóttir. Stjórnendanám: Björn Magnús Björgvinsson, Guðlaug Guðrún Teitsdóttir, Gunn- ar Gíslason, Halldór Valdimarsson, Hildur Hafstað, Jóna Möller, Kristín Gísladóttir, Ólafur Amgrímsson, Ólafur Guðmundsson, Óttar Einars- son, Rúnar Sigþórsson, Sigfús Grét- arsson, Sigurður Aðalgeirsson, Stella Guðmundsdóttir, Úlfar Bjömsson. UF-nám: Sigurður G. Þorsteinsson, Þor- steinn Gunnar Þórhallsson, Þráinn Sigurðsson. Nám til kennsluréttinda við grunnskóla: Hermann Jóhannesson. Morgunblaðið/RAX Stoðbýli opnað fyrir heilaskaðaða FYRSTA stoðbýli fyrir aldraða með einkenni heilabilunar hefur veríð opnað að Logafold 56. Heimilið er rekið af Reykjavík- urdeild Rauða krossins í sam- vinnu við öldrunarþjónustudeild Reylgavíkurborgar. Gert er ráð fyrír sjö vistmönnum í einbýli og að starfsmenn verði sjö. Tal- ið er að þörf sé fyrir tíu sambýli í Reykjavík ef vel ætti að vera. » ♦ ♦---- Afhenti trún- aðarbréf SVERRIR Haukur Gunnlaugsson, sendiherra, afhenti 22. júní hans hátign Juan Carlos I, konungi Spán- ar, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Islands á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.