Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 25
an hátt. Hún kenndi þeim að meta
fallega steina sem þær fundu niðri
við á og bjuggu síðan til úr lítil
listaverk. Margar vísumar lærðu
þær og mikið sungu þær saman.
Þær komu því að jafnaði fróðari
og þroskaðri manneskjur úr
„menntaskólanum í Árgerði", þar
sem skólastjórinn Daníel læknir
kenndi fagurbókmenntir, listir og
vísindi ýmiss konar, en yfirkennar-
inn Dýrleif kenndi öll hin fögin, þar
með talin mannleg samskipti.
Dýrleif brást aldrei trausti nokk-
urs manns og henni fannst alltaf
sjálfsagt að aðstoða og hjálpa þeim
sem á þurfti að halda.
Að koma í Árgerði var engu líkt.
Heimilisfólkið stóð úti á hlaði með
útbreiddan faðm til að fagna gest-
um sínum.
Þegar inn var komið var allt til
reiðu bæði fyrir sál og líkama.
Andblær menningar sveif þar yfír
vötnunum. Hvergi bruðlað, allt
mátulegt og eins og best varð á
kosið. Daníel greip þá gjarnan í
orgelið og var þá sungið af hjart-
ans lyst.
Ég kveð Dýrleifu með söknuð í
huga og jafnframt þakklæti fyrir
margar ógleymanlegar ánægju-
stundir. Vinir hennar og ættingjar
sjá nú á bak óvenjulegri mann-
kostakonu.
Ég er þess fuilviss að foreldrar
og systkini hennar sex sem á und-
an eru gengin munu fagna henni
hjartanlega og þá verða rifjaðar
upp margar góðar minningar frá
Efri-Hólum.
Fyrir mína hönd og dætra minna,
Ásrúnar, Guðrúnar, Heiðrúnar og
Sigrúnar votta ég Daníel og fjöl-
skyldu hans innilegustu samúð.
Oddný Ólafsdóttir.
Nú þegar Dýrleif Friðriksdóttir
frá Efri-Hólum í Núpasveit, lækn-
isfrú á Dalvík, hefur kvatt þennan
heim, er mér skylt, en umfram allt
ljúft, að festa á blað nokkur kveðju-
og þakklætisorð fyrir að hafa átt
hana að kunningja, mér er nær að
segja vini, nú um árabil.
Fyrstu kynni mín við þau læknis-
hjón í Árgerði á Dalvík, Dýrleifu
og Daníel Á. Daníelsson, get ég
rakið til óvæntrar heimsóknar
minnar þangað fyrir hartnær aldar-
íjórðungi. Því miður urðu þau kynni
ekki endurnýjuð fyrr en fyrir rúm-
lega sex árum. Þá réðust mál svo,
að Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
sem ég var í fyrirsvari fyrir, tók
að sér að gefa út þýðingar Daníels
læknis á sonnettum Shakespeares.
Átti ég þá samfundi nyrðra með
þeim Daníel og Dýrleifu til að
ráðslaga um ýmsa þætti útgáfunn-
ar.
Mér þótti þetta verkefni sérstætt
og heillandi, ekki sízt, þegar litið
var til þess, að þýðandinn var þá
meira en hálfníræður læknir, sem
ekki hafði látið mikið á sér bera á
þessu sviði um dagana. Þó vissu
margir, að hann hafði glímt við
þýðingar á ljóðum erlendra höfuð-
sicálda um langt skeið, með merki-
legum árangri, eins og sonnettum-
ar sýna líka glöggt, en þær komu
út haustið 1989. Auk Shakespeares
fékkst hann m.a. við slíka andans
jöfra eins og Ezra Pound og T.S.
Elliot.
Frá þessum tíma hafa leiðir mín-
ar legið til Dalvíkur á hveiju ári á
vit þessa einstæða menningarheim-
ilis að Árgerði, nærri fagurri strönd
Eyjafjarðar, þar sem þau Dýrleif
og Daníel hafa tekið gestinum
tveim höndum.
Það reyndist svo, að það var
ekki aðeins húsbóndann, sem eink-
ar ánægjulegt var heim að sækja
og ræða við um heima og geima,
heldur líka konuna hans, hana
Dýrleifu, sem einlægt fagnaði
manni sem kærkomnum gesti og
vini, leiddi til stofu og lét mann
fínna hlýtt þel með tilheyrandi góð-
gerðum á veizluborði. Og á veggn-
um blasti við manni litfagurt mál-
verk Blöndals úr síldinni á Siglu-
fírði.
Það var skemmtilegt og fróðlegt
að njóta samvista við þessa góðu
konu, hlýða á orðræðu hennar, sem
bar vott um andlegt atgervi, gáfur
og lífsvizku. Hún var til frásagnar
um líf og sögu á fomum slóðum,
hvort sem var í Öxarfírði, þar sem
hún ólst upp, eða á Hesteyri í Jökul-
fjörðum, og síðar Siglufírði og
Dalvík, þar sem hún var læknisfrú
og ljósmóðir um áratuga skeið.
En þótt Dýrleif hafi lengstum
verið fjarri hringiðu mannlífsins,
fylgdist hún vel með því sem var
að gerast í nútímanum, og hafði
gaman af að ræða um menn og
málefni líðandi stundar, á sviði
bókmennta, lista og landsmála.
Hún hafði þar ákveðnar skoðanir,
sem mótuðust af góðvilja og um-
burðarlyndi. Hugur hennar var
opinn og fordómalaus. Og ekki fór
hún dult með, að málstaður þeirra,
sem stóðu höllum fæti 5 lífínu, var
hennar málstaður. Og ég er viss
um, að þegar Daníel hefur leitað
til konu sinnar í bókmenntaiðju
sinni, hefur hann mátt treysta
skilningi hennar og smekkvísi. Það
var eftirsóknarvert að njóta nær-
veru Dýrleifar, og maður fór ríkari
af þeim fundi, og hlakkaði til að
taka þráðinn upp aftur.
Þegar ég hugsa til Dýrleifar
Friðriksdóttur koma mér í hug
frægar ljóðlínur úr erfiljóði skálds-
ins á Möðruvöllum, Bjarna Thor-
arensens, um Rannveigu, konu
Bjama riddara Sívertsens. Mér
fínnst þau eiga einstaklega vel við
um hina látnu vinkonu mína:
Svo fékk ei áttræðs aldur
ófríða gjörva
Rannveigu, riddara Bjama
rétta húsfreyju.
Sálar um fatið hið foma
fögur skein innri konan.
Skýrt máttu skatnar og líta
að skrúðkWi var það.
Þegar ég gekk úr hlaði í Árgerði
frá Dýrleifu og Daníel fyrir fjómm
vikum eftir minnisstæða samvem-
stund, eins og svo oft áður, vissi
ég, að brugðið gæti til beggja vona,
að allt yrði við það sama, áður en
sumarið væri á enda. Þó bar ekki
á öðru en viðmót Dýrleifar væri,
eins ogjafnan áður, markað göfug-
mennsku og tiginleik. En - falls
er von að fornu tré, stendur þar.
Nú að leiðarlokum færi ég Dýr-
leifu hjartans þakkir fyrir allar
samverastundirnar góðu í Árgerði.
Ég sendi Daníel mínar innilegustu
samúðarkveðjur vegna hans mikla
missis. Einnig votta ég börnum
þeirra og fjölskyldum samúð við
fráfall þessarar góðu konu.
Einar Laxness.
Er ég heyrði lát Dýrleifar Frið-
riksdóttur, fyrrverandi læknisfrúar
á Dalvík, urðu löngu liðin atvik sem
ný í hugarheimi mínum. Minningar
tengdar læknishéraðinu á Hesteyri,
Jökulfjörðum. Á vordögum 1938
komu þangað Daníel Á. Daníelsson
sem héraðslæknir og kona hans
Dýrleif Friðriksdóttir. Þetta
læknishérað var stórt og erfítt yfír-
ferðar. Það tók yfír svæði sem nú
er ekki lengur föst búseta á, Sléttu-
hrepp og Grannavíkurhrepp með
vegleysur og án símasambands.
A haustdögum það ár átti móðir
mín Matthildur Benediktsdóttir,
Reykjarfírði, von á þrettánda barni
sínu. Það varð að ráði að hún fékk
dvalarstað hjá kunningjakonu sinni
á Hesteyri, svo hún væri nær lækni
ef með þyrfti.
En forlögin höguðu því á þann
veg að Dýrleif sem var lærð og
reynd ljósmóðir varð ljósa næst-
yngsta bróður míns 26. september
1938. Læknishjónin önnuðust móð-
ur mína við bamsfæðinguna. Fund-
um Dýrleifar og móður minnar bar
fyrst saman daginn áður, en upp
frá því var með þeim svo einlæg
og trygg vinátta sem entist á með-
an báðar lifðu. Þessi vinátta var
móður minni ákaflega mikils virði,
og okkur börnum hennar einnig.
Þær skiptust á bréfum frá 1938-
1988 og stundum fóru sendingar
þeirra á milli, enda var það svo að
MIIMIIMGAR
móðir mín lumaði stundum á sára-
vatni og sótthreinsuðum umbúðum
og fleira ef búa þurfti um sár eða
hreinsa meiðsli sem fyrir kom
heima í Reykjarfirði. Þetta lýsir því
hvað læknishjónin Dýrleif og Daní-
el skildu aðstöðu þeirra sem byggðu
nyrstu ból þessa læknishéraðs.
Eftir tveggja ára dvöl á Hest-
eyri fluttu þau til Siglufjarðar en
sumarið 1944 komu þau aftur til
Hesteyrar og dvöldu þar í fjórar
vikur og sinnti Daníel læknisþjón-
ustu þar þann tíma. Dýrleif og
móðir mín höfðu ákveðið með
bréfaskriftum sínum að læknis-
hjónin kæmu í heimsókn í Reykjar-
Qörð áður en þau færa aftur norð-
ur. Mér er minnisstætt hve eftir-
vænting foreldra minna, sér í lagi
móður minnar var mikil. Margan
morguninn hafði hún orð á því,
skyldu þau nú ekki koma í dag.
Og einn daginn komu þau. Þær
stundir sem læknishjónin dvöldu í
Reykjarfírði vora foreldram mínum
dýrðlegir dagar og löngu eftir að
gestimir vora farnir var minningin
um komu þeirra heimilisfólkinu í
Reykjarfirði gleðigjafi.
En það era ekki bara minningar
um vináttu móður minnar og Dýr-
leifar sem urðu mér hvatning til
að skrifa þessi orð. Ég naut einnig
vináttu og góðvildar læknishjón-
anna sem þá voru sest að á Dal-
vík. Um skírdagshelgar 1948 var
ég ásamt fleiram gestur á heimili
þeirra og naut þess í ríkum mæli.
Síðar eftir að ég varð húsfreyja í
Þingeyjarsýslu bar fundum okkar
nokkram sinnum saman og símtöl
fóru okkar á milli. Það var
skemmtilegt að eiga tal við þessa
stórgáfuðu frjálslegu konu, sem
geislaði af góðvild, vináttu og
tryggð.
Þökk sé henni fyrir samfylgdina.
Ég get ekki skilið svo við þessar
línur að ég minnist ekki á vináttu
og góðvild Svanhvítar systur henn-
ar. Mér finnst einhvem veginn að
sú vinátta standi okkar á milli jafn
djúpum rótum og vinátta móður
minnar og Dýrleifar.
Eftirlifandi eiginmanni, börnum
og öðram aðstandendum Dýrleifar
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún Jakobsdóttir
frá Reykjarfirði.
Sem dropi tindrandi
taki sig út úr regni
hætti við að falla
héldist í loftinu kyrr -
þannig fer unaðssömum
augnablikum hins liðna.
Þau taka sig út úr
tímanum og Ijóma
kyrrstæð, meðan hrynur
gegnum hjartað stund eftir stund.
(Hannes Pétursson)
Við lát Dýrleifar Friðriksdóttur
fyllist hugurinn sáram söknuði og
innilegu þakklæti. Dýrleif var stór-
brotinn persónuleiki, gædd miklum
mannkostum. Það era forréttindi
að hafa fengið að kynnast henni.
Hún var skarpgreind, falleg, skap-
andi, lagin til allfa verka, hlúði að
öllu lífi. Dýrleif var gift Daniel Á.
Danielssyni, lækni, skáldi og ljóða-
þýðanda og lifir hann konu sína.
Saman ræktuðu þau fagurt
menningarheimili og eignuðust
þrjú börn, Guðnýju, lækni, Friðrik,
efnaverkfræðing og Bjama, fram-
kvæmdastjóra Norræna Menning-
arsjóðsins.
Dýrleif var einstaklega skemmti-
leg og hrifnæm og návist þeirra
hjóna var sérstök og góð. Eg fór
frá þeim ríkari en ég kom. Ég
þakka Dýrleifu öll þau augnablik
sem við áttum saman. Tíminn er
afstæður. Þessi fagra æviandrá er
liðin en Dýrleif mun lifa í hugum
allra sem hana þekktu, og reisn
hennar og heiðríkja lýsa upp tilvera
þeirra.
Ég og fjölskylda mín sendum
öllum aðstandendum Dýrleifar
hugheilar samúðarkveðjur.
Hulda Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VIKTORÍA RUNÓLFSDÓTTIR,
áðurtil heimiiis
í Sörlaskjóli 38,
Ystaseli 31,
lést 9. júní í Landspítalanum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug.
JóhannesJensson,
Jens Jóhannesson, Erla Magnúsdóttir
og barnabörn.
t
VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR
frá Langholti,
Meðallandi,
síðast til heimilis
á Hrafnistu, Reykjavík,
andaðist þann 22. júní.
Jarðarförin auglýst síðar.
Valgerður Ólafsdóttir,
Valgerður Sigurjónsdóttir
og systkini hinnar látnu.
t
Bróðir okkar og móðurbróðir,
EIRÍKUR MARELSSON,
Njarðargötu 43,
sem andaðist 16. júní í Borgarspítalanum, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu mánudaginn 27. júní kl. 13.30.
Sigurbjörg Marelsdóttir, Sigurður Marelsson,
Sofffa Marelsdóttir, Már Marelsson,
Sigurður Már Hilmarsson.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
DÝRLEIF FRIÐRIKSDÓTTIR,
Árgerði,
Dalvík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 27. júní kl. 10.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir,
en þeir, sem vildu minnast hennar, láti
Hjartavernd njóta þess.
Daníel Á. Daníelsson,
Guðný Daníelsdóttir, Páll Kristjánsson,
Friðrik Danfelsson, Ingibjörg Benediktsdóttir,
Bjarni Danfelsson, Valgerður Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdaföður og afa,
GUÐLAUGS JAKOBSSONAR
fyrrverandi verkstjóra,
Hjálmholti 5,
sem lést 20. þessa mánaðar, fer
fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
29. júnf kl. 13.30.
Katrín Kristjánsdóttir, Kristján Guðlaugsson,
Guðmundur Guðlaugsson, Margrét Möller,
Lilja Guðlaugsdóttir, Hjörtur Gunnarsson,
Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Grfmur Ólafsson
og barnabörn.
t
Móðurbróðir okkar,
HALLDÓR VIGFÚSSON,
Laufásvegi 43,
Reykjavfk,
sem lést í Landspítalanum 19. júní,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni f
Reykjavík þriðjudaginn 28. júnf kl. 13.30.
Sigríður Guðmundsdóttir,
Vigfús Guðmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Filippus Guðmundsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Sigurður Guðmundsson,
Kristfn Guðmundsdóttir.