Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 44
MORGUNBLADID. KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTgÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK SUNNUDAGUR 26. JUNI1994 Morgunblaðið/RAX Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi félagsmálaráðherra Útilokar ekki sérframboð sitt Efast um að Alþýðuflokkurinn rúmi bæði hana og Jón Baldvin Hannibalsson Skúmurinn og unginn SKÚMURINN ræðst gegn Ijós- myndaranum til varnar ung- anum sínum. Myndin er tekin í Öræfum, en nú er ungviðið skrið- ið úr eggjum víðast hvar og þá geta hættur lífsins verið margar. 70.000 debetkort FRÁ OG með þriðjudeginum, geta farþegar í fríhöfninni í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli keypt vörur gegn framvísun debetkorts. Áður hefur fríhöfnin tekið við greiðslu með kredit- kortum, en hefur ekki í mörg ár tekið við ávísunum. Samkvæmt upplýsingum Ein- ars S. Einarssonar forstjóra Vísa-Íslands hafa nú verið gefin út á örskömmum tíma 70 þús- und debetkort og eru um 60% kortanna af gerðinni VISA Electron og þriðjungur frá Ma- estro. Samningar hafa verið gerðir við 1.100 fyrirtæki með um 1.400 útsölustaði. JÓHANNA Sigurðardóttir, fráfar- andi félagsmálaráðherra kveðst { samtali við Morgunblaðið í dag ef- ast um að Alþýðuflokkurinn rúmi bæði sig og Jón Baldvin Hannibals- son. Hún dregur einnig í efa að hún treysti sér í kosningar undir forystu Jóns Baldvins. „Ég hef nú engin áform um að fara í sérframboð. En þegar kemur að kosningum, mun ég skoða hvernig málin liggja," segir Jóhanna. Jóhanna segir að þegar hún hafi sóst eftir formannskjöri á flokks- þingi Alþýðuflokksins, hafí málum verið svo komið, að hún teldi sig ekki geta „axlað lengur ábyrgð, sem ráðherra, á pólitík Jóns Bald- vins.“ segir Jóhanna. Hún skýrir ástæður afsagnar sinnar m.a. með þessum orðum: „Það er enginn ómissandi í pólitík, en ég get ekki starfað í pólitík, með hendur mínar reyrðar fyrir aftan bak, en það var það sem blasti við mér, sæti ég áfram sem ráðherra.“ Jóhanna kveður Alþýðuflokkinn hafa sýnt Jóni Baldvin gula spjald- ið. „Það fer eftir því hvemig hann heldur á málum, hvort hann fær það rauða bráðlega." Starfar í Alþýðuflokknum svo lengi sem henni er stætt Jóhanna segist ekkert vera að íhuga sérframboð, eða að kljúfa Alþýðuflokkinn, en í viðtalinu úti- lokar hún þó hvergi sérframboð. Jóhanna segir að í pólitík séu alltaf allir möguleikar inni í myndinni, en hún muni starfa í Alþýðuflokknum, svo lengi sem henni fínnist sér vera stætt þar og að hún hafí svigrúm til þess að vinna að framgangi jafn- aðarstefnunnar. Jójhanna staðhæfír að um djúp- stæðan grundvallarágreining hafí verið að ræða á milli hennar og for- manns Alþýðuflokksins um efna- hagsstjóm landsins. ■ Stríð Jóhönnu/10 Isfirðingar fá hreinna vatn HAFINN er undirbúningur að neysluvatnslögn fyrir ísafjarðar- kaupstað frá fossinum í jarð- göngunum undir Breiðadals- og Botnsheiði. Að sögn Eyjólfs Bjama- sonar forstöðumanns tæknideildar ísafjarðarkaupstaðar ætlar Vega- gerðin að leggja rör frá fossinum að munna ganganna. Verið er að hanna aðveituæðar frá göngunum í vatnslagnir sem fyrir eru. Rekstur vatnsveitunnar verður væntanlega ódýrari í kjölfarið auk þess sem vatnið úr jarðgöngunum er hreinna en neysluvatnið nú. Framkvæmdum lýkur líklega haustið 1995. Rennsli minnkar stöðugt Rennsli úr fossinum er nú um 700 sekúndulítrar en var um 1.500 sekúndulítar. Eyjólfur segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur þótt vatnsmagnið minnki um 3 lítra á sekúndu á hveijum sólarhring, því samkvæmt upplýsingum frá sér- fræðingum er ekki ástæða til að ætla að rennslið fari mikið niður fyrir 300 lítra á sekúndu. „Við þurf- um um 250 sekúndulítra til þess að teljast vel birgir um ókomin ár. í dag notum við 140 sekúndulítra." Batnandi rekstrarhorfur Kísiliðjunnar í Mývatnssveit AÐALFUNDUR Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit var haldinn á laugardag, 25. júní. í fyrra varð tap á rekstri félagsins upp á 32 milljónir en 1992 var rekstrarniðurstaðan jákvæð um 5,7 milljón- ir. Framleidd voru 17.743 tonn af fullunnum kisilgúr, sem er um fjórðungi minna en meðaltal síðustu 5 ára, og er þetta minnsta kársframleiðsla frá 1970. Engu að síður jókst útflutningur um 5% frá árinu á undan, mikið hefur gengið á birgðir og er birgðastaða nú viðundandi, eftir því sem segir í frétt frá Kísiliðjunni hf. Morgunblaðið/Skapti Vegavinna við Stóru-Giljá Efnahagsleg staða Kísiliðjunnar hf. er sterk. Eigið fé var 95,5% af heildarfjármagni í fyrra, engar langtímaskuldir hvíla á félaginu. Greiddur arður til hluthafa á árinu - 1993 var 40 milljónir, eða 5% af eigin fé. Síðastliðið haust var gripið til aðhaldsaðgerða og er stefnt að 15% lækkun rekstrargjalda. Stefnt er að 25% fækkun starfsmanna og samið um lækkun flutningskostnað- ar innanlands og lækkun hráefnis og umbúða. Hagnaður í ár Á þessu ári er gert ráð fyrir að framleidd verði um 20 þúsund tonn af fullunnum kísilgúr og að svipað magn seljist. Gert er ráð fyrir hagn- aði af starfsemi félagsins í ár. Það sem af er hefur afkoman fyrstu ijóra mánuði ársins verið betri en á sama tíma 1993. Á fyrsta ársþriðjungi nú var hagnaður fyrir skatta 4 milljónir en á sama tíma í fyrra var tap upp á tæpar 8 milljónir. Þessa umbreyt- ingu í rekstri má rekja til aukinnar framleiðslu, meiri sölu og hagræð- ingar í rekstri. Það var unnið af krafti við lag- færingar á veginum við Stóru- Giljá þegar ljósmyndarinn átti þar leið hjá í liðinni viku. Sem kunnugt er urðu miklar skemmd- ir á vegum í Húnavatnssýslum í rigningum í lok maí. Vegurinn við Stóru-Giljá, rétt sunnan við Reykjabrautarvegamót, rofnaði þegar vatnsflaumur gróf undan ræsi. Bráðabirgðabrú var sett upp og sést hún til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.