Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________________________________ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ1994 39 ÍÞRÓTTIR HESTAR / LANDSMÓTIÐ Á GADDSTAÐAFLÖTUM Besta og stærsta kynbóta- sýning á landsmóti til þessa Litli Ijóti andar- unginn á toppinn UNDRIÐ hefur gerst, Þokki frá Garði sem í tvígang hefur hlotlð geldingadóm er kominn á topp- inn, eitthvað sem englnn hefðl látið hvarfla að sér fyrlr áratug þegar klárinn var lítt þekktur og þótti ekki merkilegur. - segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur einstaklega góðan klárgang, er með 132 stig fyrir tölt og 143 fyr- ir brokk sem er með því allra besta sem gerist. Samantekið þá gefur Þokki rétt sköpuð hross en ekki fögur, fjölhæf og geysirúm hross með frábæru tölti. Kjarval gefur fóthá, myndar- leg en ekki skrokkfalleg afkvæmi, dálítið tæp í fótum, afkastahross á gangi einkum og sér í lagi á skeiði og stökki en töltið er veiki þunktur- inn. Stígur gefur þessa fögru reið- hestsgerð með góðu tölti og brokki, ágætan fótaburð en ekki tiltakan- lega rúm. Fótagerðin betri hjá 1. verðlaunahestunum Þá var röðin komin að fyrstu- verðlauna hestum en þar stendur efstur Dagur frá Kjarnholtum. Kristinn segir hann gefa ágætt tölt og fjölhæfni þótt klárgangur sé hans sterkasta hlið hvað kostina varðar. Bygging Dagsafkvæma er þannig að þau hafa mjög góða fóta- SÝNING kynbótahrossa er sá þátt- ur landsmóts sem hvað mestra vin- sælda nýtur. Ljóst er að fjöldi þeirra verður meiri en verið hefur á fyrri landsmótum og gæðin einnig, að sögn Kristins Hugasonar hrossa- ræktarráðunauts en hann var tek- inn tali á skrifsofu sinni í Búnaðar- félaginu þegar fengin var niður- staða um röð afkvæmahrossa sem sýnd verða á landsmótinu. Ekki á adrenalíni einu saman Kristinn kvaðst mjög ánægður með heildarútkomuna úr forskoðun fyrir landsmótið, þátttaka hafi ver- ið með ágætum en þó hafi útkoman verið dálítið misjöfn eftir landshlut- um. „Eg hef reyndar betri yfirsýn yfir útkomuna á Suður- og Vestur- landi þar sem við Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur skiptum með okkur verkum að þessu sinni þannig að ég var með Vestur- og Suðurland en Þorkell með Austur- og Norðurland. Þáttakan var meiri sunnalands og útkoman sterkari, verð ég að segja, og ég held ég verði að geta þess að á Hellu var haldin mesta hrossasýning sem haldin hefur verið á Islandi til þessa. Þar mættu til dóms 465 hross og út- koman á þeirri sýningu var alveg gríðarlega ^ sterk.“ < Kristinn segir þátt- ~! tökuna fyrir norðan c\ 1994 \ hafa verið minni „og útkoman var ekki eins a góð í heildina. Þó komu ^ fram þar nokkrir góðir toppar en svo virðist sem -7 er, að segja má, „litli ljóti andar- unginn“ í þessum hópi. Ef við lítum yfir fjölskrúðugan hóp Hrafnssona [Hrafn 802 frá Holtsmúla] fyrir nokkrum árum hefðu fáir veðjað að Þokki yrði þeirra fremstur þegar upp væri staðið. í dag hefur hann náð þeim einstæða árangri að vera fyrsti Hrafnssonurinn sem sannan- lega telst vera föðurbetrungur og það sem gerir þetta glæsilegra er hversu mikið öryggi er á kynbóta- matseinkunn hans, með 95% ör- yggi. Þokki gefur kannski ekki fög- ur afkvæmi en þau hafa aftur gegnumgangandi marga góða byggingarþætti. Allir þættir bygg- ingar eru yfir 100, sem er meðal- lag, nema fótagerðin sem stendur á sléttu hundraði. En höfuðkostur Þokka sem kynbótahests er hversu frábært tölt hann gefur. Hann hef- ur nú þegar skapað sér sérstakan heiðurssess fyrir að gefa þessa frá- bæru gangfimi og mýkt. Mér fmnst í raun full ástæða til að óska Jóni Karlssyni eiganda Þokka til ham- ingju með þennan árangur og þá þrautseigju sem hann sýndi...“ ...við að fara ekki eftir ráðunaut- unum, skýtur blaðamaður inn í, og Kristinn hlær við og segir: „Já það má eiginlega ■y segja það, hann vann með t gullið í lófanum“. 7- „Næstur á eftir Þokka með 132 stig kemur o Kjarval frá Sauðárkróki, Zí þarna er bitamunur en ekki fjár, og ég vil enn og aftur minna á að menn mega ekki ofmeta þessar útkomur að því leyti að þetta ovu vuuiot öcui uuivuiiiui ciu pvi íeyu ctu puttci kjölfestan í hrossaræktinni er ekki eins og stóri dómur í dag sé á Suðurlandi þótt ekki megi gleyma því að mörg bestu hrossin sunnanlands eru af norð- lensku bergi brotin eða jafnvel fædd nyrðra. Hér fyrir sunnan er kominn fram fjöldi af afskaplega frambærilegum tamningamönnum, hreinum fagmönnum og það sem einkennir þessa menn er að þeir taka velgengni af hæfilegri kæti en mótbyr af eðlilegri rósemi. Menn eru orðnir meira með á nótunum í dómkerfinu og hafa meiri skilning á vinnunni og sjá að þetta gengur ekki á adrenalíninu einu saman. Það eru jákvæð teikn á lofti hvað varðar árangur af fræðslustarfi sem boðið hefur verið upp á á undanförnum árum. Sömuleiðis hefur leiðbeiningastarfíð útí héraði skilað góðum árangri og ljóst er að menn hafa djúpstæðari skilning á kynbótamatinu en fyrir örfáum árum síðan þótt mikið sé óunnið enn,“ segir Kristinn og bætir við að nú sé farinn að koma í ljós afger- andi árangur af vægisbreytingu á töltinu í kynbótadómi frá 10 upp í 20. „Besti vitnisburðurinn er sá mikli fjöldi góðra tölthrossa sem komið hefur fram í vor og ég er mjög bjartsýnn á áframhaldandi framfarir á næstu árum bæði með- al hrossa og manna.“ Þrír stóðhestar náðu lágmarki í heiðursverðlaunaflokk á mótinu og var Kristinn beðinn að fara nokkr- um orðum um kosti og galla þess- ara gripa sem eru, Þokki frá Garði, Kjarval frá Sauðárkróki og Stígur frá Kjartansstöðum. Litli Ijóti andarunginn efstur „Áður en lengra er haldið,“ byij- ar Kristinn mál sitt, „vil ég taka það fram að þessir þrír hestar, hver á sinn máta, eru í mínum huga miklir kynbótahestar enda hljóta hestar að vera það sem ná þessum árangri. Þokki frá Garði þótt muni tveimur stigum. Hvor- tveggja er þetta afburða árangur, þarna skal smekkurinn ráða hvorn hestinn menn velja og að sjálfsögðu hvorn þeir telji henta einstökum hryssum betur. Við verðum að raða hestunum og kynbótamatið (BLUP) er besta aðferðin sem við höfum í dag til þess og að meta kynbótagildi þeirra. En ef við víkj- um nánar að Kjarval þá gefur hann misjafnari hross að byggingunni til en Þokki. Kjarval er aðeins með 86 stig fyrir .fótagerð en aftur með 153 stig fyrir hófa. Hann hefur gefið mörg hross með frábæra hófa. Þá má að finna að hross undan honum eru ekki nógu bol- löng og djúpbyggð mörg hver, en á móti eru þau gríðarlega fóthá eða lofthá svo ég noti þetta gamla klassíska orð. Hvað kostina varðar gefur Kjarval fjölhæfni ekkert síður en Þokki en Kjarval aftur á móti er veikari í töltinu en sterkari í skeiðfnu og stökkinu. Þá er Kjarval örlítið hærri í öryggi en Þokki, með 97%,“’ sagði Kristinn. „Ef við tökum svo Stíg frá Kjart- ansstöðum, sem er þriðji í röð heið- ursverðlaunahestanna, þá erum við komin með eina hestgerðina til. Styrkur Stígs liggur fyrst ög fremst í því að hann gefur mjög fagra byggingu, hrossin undan honum eru upp til hópa fagursköpuð á bolinn enda með 134 stig fyrir sam- ræmi. Hann gefur hinsvegar heldur veila fætur, er með 97 stig fyrir fótagerð og 101 stig í réttleika," segir Kristinn og bendir á að veik- leikinn í þessum þremur hestum sé fótagerðin og undirstrikar það að leggja þurfí áherslu á, næstu árin, að bæta þann þátt bygging- ar. Hann tekur hinsvegar fram að í flokki afkvæmahesta sem sýndir eru til fyrstu verðlauna á mótinu megi finna góðar undantekningar frá þessum veikleika. Stígur gefur Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Afkvæmi Kjarvals voru sýnd á fjórðungsmótinu í fyrra þar sem hann hlaut 1. verðlaun. Nú eru heiðursverðlaunin í höfn hjá honum aðeins þrettán vetra gömlum. Dagur frá Kjarnholtum skýst nokkuð óvænt í fyrsta sæti 1. verðlauna afkvæmahesta og skýtur þar meðal annarra föður sínum Kolfinni frá Kjarnholt- um aftur fyrir sig, knapi er Gísli Gíslason. gerð, með 134 stig, en höfuðið er ekki eins gott, fær aðeins 92 stig þar, áberandi merarskál. „Dagur gefur ekki fagra reiðhestsgerð en þetta eru kjarnorkuhross undan honum. Næstur kemur Stígandi frá Sauðárkróki sem gefur fríðan og skarpan höfuðsvip og góða háls- gerð, 133 stig og engir afgerandi veikleikar í sköpulagi. Hann gefur fjölhæfni þótt hann sé sterkastur í töltinu og gefi heldur meira yfir í klárhestsgerðina. Á margan hátt athygliverður hestur en þess ber þó að geta að hann hefur ekki mörg afkvæmi á bak við sig frekar en Dagur. Má skjóta því að hvort ekki sé ástæða til að herða mörkin til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi en það verður væntanlega rætt í hrossaræktarnefnd í haust. Gassi frá Vorsabæ er mjög merkilegur hvað varðar samræmi. Hann gefur einstaklega skrokkfalleg hross og fríð, er með 141 stig og 144 fyrir bak og lend. Sum afkvæmanna eru snúin í fótum til baga. Hann er með 86 fyrir réttleika. Gassi gefur fjölhæfan gang og hross undan honum fara einstaklega vel í reið, með 125 stig fyrir fegurð í reið.“ „Angi frá Laugarvatni sem er í fjórða sæti er kannski merkilegast- ur hvað varðar bygginguna fyrir erfðir á fótagerð, er með 167 stig sem er algjört einsdæmi, en eins og ég hef skýrt á fundum víða, að þegar einkunnir eru orðnar háar geta þær hreinlega slegið út og rokið upp úr öllu valdi og er vel þekkt stærðfræðilögmál. Þótt þetta sé kannski ekki fyllilega raunhæf tala er eiginleikinn eigi að síður óumdeilanlega frábær í honum. Angi gefur jafnbyggð og falleg hross, töluvert fríð en hálsbygging nýtist oft ekki nógu vel í reið. Af- kvæmi hans eru fjölhæf á gangi en mesta áhyggjuefni með Anga er að hann er eini afkvæmahestur- inn sem kemur fram á mótinu sem er með undir 100 stigum fyrir geðs- lag, er með 97 stig. Og þá er síðast- ur í upptalningunni Kolfínnur frá Kjarnholtum sem gefur jafnbyggð afkvæmi, ekki beinlínis falleg. Af- kvæmin hafa hinsvegar góða fóta- gerð og er hann með 130 stig.“ Þá er þess að geta að Otur frá Sauðárkróki mun koma fram með afkvæmum á mótinu og keppa til fyrsta verðlauna en hann var ekki inni í myndinni, þegar rætt var við Kristinn. Nótt inn, Hrafnkatla út í frétt í Morgunblaðinu í síðustu viku var sagt að Hrafnkatla frá Sauðárkróki væri efst í flokki heið- ursverðlaunahryssna. Sagði Krist- inn að þar hefði orðið breyting á, því Nótt frá Kröggólfsstöðum væri komin í efsta sætið með sömu stigatölu og Hrafnkatla, 127 stig, en hefði einu fleira afkvæmi á bak- við matið. Hefði Sveinn Guðmunds- son eigandi Hrafnkötlu því dregið hana til baka þar sem hún hefði staðið önnur i þessum sama flokki á síðasta landsmóti og því ekki ástæða til að tefla henni fram 4 annað sinn í sama sæti. Sagði Kristinn þessar tvær hryssur mikl- ar ættmæður og hefði út af fyrir sig verið gaman að sjá afkvæmi þeirra beggja á mótinu. „Eg er sannfærður um að kyn-' bótasýning landsmótsins nú verði sú langbesta sem haldin hefur ver- ið til þessa, bæði sú stærsta og jafnasta með afgerandi toppa. Ég var mjög bjartsýnn í upphafi sýn- ingarársins og þar hefur engan skugga borið á,“ sagði Kristinn að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.