Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUÐAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Beðið í fimmtíu ár 'US-Æry Mál íslenska gagnnjósnarans Ibs Ámasonar Riis vekur æ meiri athygli og hefur breskur þingmaður tekið það upp á þingi. Mál íslenska gagnnjósnarans Ibs Árnasonar Riis, sem hefur ekki enn fengið viðurkenningu breskra stjómvalda á starfí sínu, var tekið upp á breska þinginu í síðustu viku. Það var þingmaðurinn og njósnasagnahöfundurinn Rupert Allason sem það gerði. Viðtal birtist við Riis í breska blaðinu Sunday Express um síðustu helgi og þar kemur fram að Riis, sem var gagnnjósnari Breta á íslandi í heimsstyij- öldinni síðari, hefur ekki fengið greiðslur fyr- ir starf sitt í stríðinu auk þess sem honum var meinað að segja frá því í 25 ár. Málið er nú komið á rekspöl, því fréttir og viðtöl við Riis hafa verið í fjölmiðlum í Bretlandi, Banda- ríkjunum, Danmörku og hér á landi. Upphaf þessa má þó rekja til bókar Ásgeirs Guðmunds- sonar sagnfræðings, Gagnnjósnari Breta á íslandi, sem út kom 1991. Ib Riis, sem búsettur er í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Þórarinsdóttur, er íslendingur, fæddur og uppalinn í Danmörku. Voru foreldrar hans frá ísafírði en Riis-nafnið er þannig tilkomið að faðir hans var ættleidd- ur af dönskum kaupmannshjónum. í grein Sunday Express segir að Riis-hjónin búi við kröpp kjör og að Sigrún sé veik af krabbameini. Segir Riis þetta alrangt, þau hjón búi í ósköp venjulegu húsi á amerískan mælikvarða og að kona sín hafi náð heilsu á ný eftir veikindi. Hann starfaði lengst af á sjóminjasafninu í San Francisco en er nú kom- inn á eftirlaun, 79 ára. Á stríðsárunum sendu Þjóðveijar hann til íslands til að njósna en hann bauð Bretum fram aðstoð sína skömmu eftir komuna og var gagnnjósnari þeirra frá 1942-1945. Riis segir að vissulega sé langur tími liðinn frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar en hann geri sér vonir um að nú gerist eitthvað. „Von mín er sú að Bretar viðurkenni að starf mitt í stríðinu hafí gert eitthvert gagn. Ég gat ekkert gert í mínu máli fyrstu 25 árin vegna þagnarreglu og öll viðleitni mín síðan þá hef- ur engan árangur borið, enda á ég nær engin skjöl sem sanna mál mitt. Ég er því búinn að bíða í fímmtíu ár.“ Gleymt allt of lengi Breski þingmaðurinn Rupert Allason segist hafa lagt fram tillögu á breska þinginu um að ríkið greiddi Riis það sem honum bæri. „Málið er nú í athugun og gæti tekið nokkurn tíma. Færa þarf sönnur á að Riis sé sá sem hann segist vera. Bresk stjórnvöld verða auð- vitað að vera varkár í þessum efnum. Sjálfur efast ég ekki um að Riis sé „köngulóarvefur" (cobweb), en það var dulnefni gagnnjósnara Breta á Islandi. Mál Riis hefur verið gleymt um að ég vildi vísa til hans í inngangi bókarinnar, sem gefa á út síðar á árinu. Hon- um var síðar sagt að ég væri þingmaður og ég fékk þær upplýsingar hjá blaða- mönnum sem höfðu haft samband við Riis að hann byggi við erfiðar aðstæður og þarfnaðist fjárhagsað- stoðar. Hann skrifaði mér stuttu síðar, sem þingmanni, og bað mig um að taka mál sitt upp. Mér var sönn Gagnniósnari ánæsia að gera það“ ° " „Köngulóarvefur" IB Ámason Riis, árið 1943, þá í þjónustu bresku leyni- þjónustunnar, og í Kaliforníu rúmum 50 árum síðar. Þar býr hann ásamt konu sinni, Sigrúnu Þórar- insdóttur. allt of lengi í Bretlandi en til þess að vera sanngjarn er rétt að benda á að mér vitanlega hefur Riis aldrei haft samband við bresk stjórnvöld og beðið um aðstoð. Hann hefur skrifað fjölda fólks í Bandaríkjunum. Málið er nú komið á rekspöl og ég er afar vongóður um að það fái farsælan endi,“ segir Allason. Rétt er í þessu samhengi að benda á að Riis skrifaði hertoganum af Edinborg fyrir tæpum tveimur áratugum og bað um aðstoð en fékk ekki. Hefur hann reynt mikið, hafði t.d. sam- band við breska sendiráðið í Kaupmannahöfn eftir stríð, án árangurs. Þá hefur hann einnig ritað Edward Kennedy, öldungadeildarþing- manni, Gerald Ford og Richard Nixon, fyrrver- andi Bandaríkjaforsetum, auk þess sem banda- ríska leyniþjónustan, CIA, vissi af máli Riis. Njósnasögur Þingmaðurinn skrifar bækur undir nafninu Nigel West, aðallega um öryggis- og varnar- mál. Segist hann hafa vitað um „köngulóar- vef“ og önnur njósnamál sem tengdust Islandi um allnokkurt skeið, en hann hafi ekki þekkt raunveruleg nöfn njósnaranna. „Þegar ég vann að rannsóknum fyrir nýjan inngang að bók- inni „The Double Cross System“, sem var gefin út fyrir nokkrum árum, rakst ég á hið raunverulega nafn „köngulóarvefs". Þegar ég hafði samband við Riis, útskýrði ég fyrir hon- Mál Ibs Ámasonar Riis kom ekki upp á yfirborðið fyrr en árið 1991 er Ásgeir Guðmundsson sagnfræðing- ur komst að því hver „köngu- lóarvefur“ var. „Það hófst þannig að Ólafur K. Magnús- son ljósmyndari gaukaði að mér ljósritum úr bresku bók- inni „The Double Cross Syst- em“, þar sem rakin er saga gagnnjósnaranna sem Bretar höfðu á sínum snærum í heimsstyijöldinni síðari. M.a. vom nefndir tveir sem verið höfðu á íslandi, „köngulóar- vefur“ og „bjalla“. Við þótt- umst nokkuð vissir um hver „bjalla" væri, þ.e. Pétur Thomsen, sem kom á daginn, en hinn olli okkur miklum heilabrotum. Ég fór af stað og fletti dagblöðum og fann viðtal sem Valtý Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, hafði tekið i júni 1942 við ónafngreindan ferðamann, sem var nýkominn til landsins og hafði verið í Danmörku, Þýskalandi og Noregi. Þá þóttist ég viss um að þetta væri maðurinn. Nafnið vantaði hins vegar og ég komst að endingu í skjalasafn dómsmálaráðuneytisins og þar fann ég skýrslu frá sýslumanninum á Seyðisfirði þar sem hann skýrir frá því að maður að nafni Ib Riis hafí gengið á land á sunnanverðu Langanesi í apríl 1942 við „dular- fullar aðstæður". Hann hafði komist á land eftir mikla hrakningar og var nær dauða en lífí. Næsta verk var að fínna út hvort maður- inn væri lífs og hvar hann ætti heima. Ég fann hann í loftskeytamannatali og ættartali, svo og konu hans, Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Þá var eftirleikurinn auðveldur. Ég hringdi í Riis og spurði hvort ég mætti koma og taka við hann viðtal, sem ég og gerði. Bókin kom svo út í nóvember 1991.“ Ásgeir segir bókina ekki hafa vakið mikla athygli er hún kom út, en undanfarnar vikur hefur mál Riis tekið breytta stefnu. „Fyrir tveimur árum hafði Allison samband, hafði séð bókarinnar getið í bandarísku tímariti um leyniþjónustumál. Hann telur fulla ástæðu til að þýða bókina. Þá fór málið að vinda upp á sig, ABC-News sendi menn til að taka viðtal við Riis, svo og Sky-sjónvarpsstöðin. Fyrir utan greinina í Sunday Express var skrifað um Ib Riis í Berlingske Tidende, TV2 í Dan- mörku hefur haft samband við hann og Gyld- endal-bókaútgáfan vill fá bók mína til skoðun- ar, með hugsanlega útgáfu í huga.“ Stjórnarkreppa framundan í Japan Tsutomu Hata biðst lausnar Tókíó. Reuter. rjúfa þing og efna til nýrra kosninga en því hafnaði hann þar sem stjórnin hefði verið nánast óstarfhæf þar til nýtt þing kæmi saman. Hata tilkynnti af- sögn sína í beinni sjón- varpsútsendingu inn- an við klukkustund áður en umræður áttu að heijast á þingi um tillögu Fijálslyndra demókrata, stærsta stjórnarandstöðu- Tsutomu Hata Þingleiðtogar stefndu að því í gær að kjósa nýjan forsæt- isráðherra á þingi á morgun, mánudag, en stjórnmálaskýrendur töldu að mun lengri tíma tæki að ná sam- stöðu um eftirmann Hata og gæti ný stjómarmyndun því dregist á langinn. Þeir sögðu einnig að vegna flokkaskipunar á þingi biðu væntanlega sömu örlög nýs forsætisráð- herra; hann yrði gísl TSUTOMU Hata sagði af sér starfí forsætisráðherra í Japan í gær, laugardag, í stað þess að bíða ósigur í atkvæðagreiðslu á þingi um vantraust á stjórnina. Er hann sjötti forsætisráðherra Japana sem segir af sér nauðugur á síðustu fímm árum. Stjómmálaskýrendur sögðu að tæpast myndi afsögn Hata verða til þess að auka möguleika minni- hlutastjórnarinnar á að halda velli. Nú færu í hönd átök um eftirmann hans og væri tæpast að búast við að sá héldi lengi velli. Annar valkostur Hata var að flokksms, um van- traust á stjórnina. Við ákvörðun hans féll tillagan sjálfkrafa um sjálfa sig. sérhópa og hagsmunaklíka eins og Hata og forveri hans Morihiro Hosokawa. Kortaf skiptingu Bosníu á lokastigi Genf. Reuter. VESTRÆNIR stjómarerindrekar sögðu í gær að flest benti til þess að utanríkisráðherrar Bandaríkj- anna, Rússlands, Bretlands, Frakk- lands og Þýskalands hittust í Genf næstkomandi föstudag, 1. júlí, til þess að leggja blessun sína yfír nýja tillögu um skiptingu Bosníu milli deiluaðila. Fundur ráðherranna stendur og fellur með því hvort háttsettir emb- ættismenn ríkjanna nái samkomulagi á morgun mánudag í París um end- anlega skiptingu Bosníu milli sam- bandsríkis múslima og Króata ann- ars vegar og Serba hins vegar. Vitað er að Rússar setja enn nokkra fyrir- vara um skiptinguna eins og hún liggur nú fyrir þar sem þeir telja að Serbar muni ekki geta gengið að til- lögunni. I aðalatriðum verður landinu þó skipt þannig að múslimar og Kró- atar fá 51% svæðisins og Serbar 49% en í stríðinu sem braust úr eftir að þingið í Sarajevo samþykkti sam- bandsslit frá Júgóslavíu í mars 1992 hafa þeir síðarnefndu náð undir sig 70% Bosníu. Ætlunin er að binda þannig um hnúta að þessu sinni að hægt verði að stilla deiluaðilum upp við vegg þegar lokatillagan verður lögð fyrir þá næstkomandi laugardag. Að því búnu hittast leiðtogar ríkjanna fimm í tengslum við fund sjö helstu iðn- velda heims í Napólí 8.-10. júlí og staðfesta endanlega nýtt kort uin skiptingu Bosníu. ------»■ ♦ «----- Stjórnin í steininn Taipei. Reuter. HELMINGUR héraðsstjórnarinnar í héraðinu Taoyuan á norðurhluta Taiwan var fangelsuð í gær vegna spillingarmála og var forseti stjórnarinnar meðal þeirra sem send- ir voru í dýflissuna. Alls voru 30 sveitarstjómarmenn af 60 fangelsaðir fyrir að hafa þegið alls kyns mútur. Hver um sig fékk dóm sem hljóðar upp á 10 mánaða til tveggja ára fangelsi. Enn er ólok- ið rannsókn í málum flestra hinna 30 og má búast við að þeirra bíði einnig fangavist. Málið snýst um atkvæðakaup og var Hsu Chen-yun forseti stjórnar- innar dæmdur fyrir að hafa tryggt sér kosningu með mútum. Hann mun hafa boðið þijár milljónir tævandollara, jafnvirði 111.000 Bandaríkjadala, og ókeypis utanferð fyrir hvert atkvæði. Keppinautur hans um starfíð, Wu Chen-huan, er sagður hafa boðið jafn vel og verður réttað síðar í máli hans. Þá verður varaforseti héraðsstjómarinnar einn- ig dreginn fyrir rétt síðar þar sem hann er einnig sakaður um atkvæða- kaup þó ekki hafi hann verið eins stórtækur og Hsu og Wu; borgaði milljón tævandollara, jafnvirði 37.000 Bandaríkjadala, fyrir at- kvæðið. Hörð átök í Kabúl Kabúl. Reuter. GÍFURLEGA hörð átök brutust út í Kabúl í gær milli sveita sem hlið- hollar eru Burhanuddin Rabbani forseta og sveita sem styðja Gulbuddin Hekmatyar forsætisráð- herra. Átökin voru sögð vera hin hörð- ustu um margra vikna skeið en talið er að rúmlega 2.500 manns hafi fallið í átökum sveita Rabbani Hekmatyars og skæðasta keppi- nautar hans, um yfirráð í Kabúl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.