Morgunblaðið - 05.07.1994, Qupperneq 16
MM
GOLF
Fyrsti sig-
ur Helga á
stigamóti
Herborg Arnarsdóttir sigraði
Karenu í meistaraflokki kvenna
HELGI Þórisson, Golfklúbbi
Suðurnesja, gerði sér lítið fyr-
ir og sigraði á opna Mitsubis-
hi mótinu hjá Golfklúbbi Akur-
eyrar um helgina — fyrsta
stigamóti sumarsins til lands-
liðs. Helgi hafði forystu eftir
fyrri daginn, ásamt Björgvin
Þorsteinssyni, GA. Þeir höfðu
leikið á 72 höggum. Helgi lék
svo á 74 höggum á sunnudag,
samtals 146, og sigraði en
Björgvin náði sér ekki á strik
seinni daginn, og endaði í 15.
sæti. Jafnir í öðru til þriðja
sæti, með 147 högg, komu
Sæmundur Pálsson og Sigur-
jón Arnarsson, báðir GR. Sæ-
mundur hafði betur í bráða-
bana og náði öðru sætinu.
Þess má geta að hann lék á
70 höggum seinni daginn,
sem var besti árangur á ein-
um hring í mótinu.
Helgi Þórisson, sem komst upp
í meistaraflokk í fyrrasumar,
og hefur tekið miklum framförum
frá því í fyrra var
að sigra á fyrsta
FráReyni stigamóti sínu.
Eiríkssyni „Þetta var frekar
á Akureyri erfitt mót og ég er
mjög ánægður með árangurinn.
Það er frábær æfing að koma
hingað norður og spila fyrir Lands-
mótið, ég er á uppleið og lít hýru
augu til þess að koma hingað aft-
ur og leika um íslandsbikarinn,“
sagði Helgi við Morgunblaðið í
mótslok á sunnudag.
163 keppendur tóku þátt í mót-
inu í sjö flokkum, og var keppni
spennandi í flestum. Veðrið lék
við keppendur, sól og blíða, um
20 stiga hiti og logn, báða keppnis-
dagana.
I kvennaflokki var það Herborg
Arnarsdóttir, GR, sem fagnaði
sigri. Hún lék á 155 höggum en
í öðru sæti varð íslandsmeistarinn
Karen Sævarsdóttir, GS, á 157
höggum. Þriðja varð Ragnhildur
Morgunblaðið/Frostí
Herborg hafði betur
HERBORG Arnarsdóttir, t.v., og Karen Sævarsdóttir. Sú síðarnefnda hafði
eins höggs forystu eftir fyrri dag, en Herborg sigraði með tveggja högga mun.
Sigurðardóttir, GR, á 158 högg-
um. Karen hafði forystu eftir fyrri
dag, lék þá á 76 en Herborg not-
aði 77. Seinni daginn lék Herborg
á 78 höggum en Karen var langt
frá sínu besta og fór á 81 höggi.
Urslit / C13
FRJALSAR
Ezinwa
náði besta
tímanum í
100 m íár
Nígerímaðurinn Davidson Ez-
inwa náði besta tíma ársins
í 100 m hlaupi á alþjóðlegu frjáls-
íþróttamóti í Linz í Austurríki í
gærkvöldi. Ezinwa hljóp á 9,94
sek. Bandaríkjamaðurinn Dennis
Mitchell varð annar á 9,97 og
heims- og Ólympíumeistarinn Lin-
ford Christie frá Bretlandi, sem
var ósigraður á árinu, varð að láta
sér lynda þriðja sætið. Christie
hljóp á 10,03 sek.
Ezinwa sigraði í sínum riðli í
undanriðlum mótsins, var á undan
Mitchell í mark á 9,98 sek. og
bætti svo um betur í úrslitunum.
Árangur hans þar er Afríkumet.
Christie hljóp á 10,01 sek. í undan-
riðlum, en fékk svo lakari tíma í
úrslitahlaupinu. Hann neitaði að
ræða við fréttamenn að hlaupinu
loknu og strunsaði til búningsher-
bergis.
Derrick Adkins frá Bandaríkjun-
um sigraði í 400 metra grinda-
hlaupi á 47,70 sek. sem er besti
tími sem náðst hefur í ár. Hann
átti reyndar sjálfur besta árangur
ársins þar til í gær.
Mark McKoy, sem lengi keppti
fyrir Kanada en fékk austurrískan
ríkisborgararétt fyrir þremur vik-
um, náði bestum tíma í heiminum
í ár í 110 m grindahlaupi er hann
fór vegalengdina á 13,15 sek. Það
er jafnframt austurrískt met.
A mótinu hljóp kona í fyrsta
skipti undir 11 sek. í 100 m hlaupi
í ár, og náðu reyndar tvær þeim
árangri: Gwen Torrence frá
Bandaríkjunum, sem sigraði á
10,89 sek., og Shanna Tarnop-
olskaya frá Úkraínu, sem var 0,10
sek. á eftir.
FOLK
I ÓLI Barðdal, kylfíngur úr
GSS, var aðeins 18 sentímetrum
frá því að vinna sér inn utanlands-
ferð á stigamótinu á Akureyri.
Boltinn stöðvaðist 18 sentímetrum
frá 11. holu eftir upphafshögg
hans, en aukaverðlaun fyrir holu
í höggi á mótinu var golfferð fyr-
ir tvo til Portúgal, gefin af Heldi
hf., umboðsmanni Mitsubishi á
Akureyri, og Úrvali Útsýn.
■ ÞAR sem enginn fór holu í
höggi á mótinu var ákveðið að
draga golfferðina úr nöfnum allra
keppenda. Eitt skilyrði var sett;
að maðurinn yrði að vera í salnum.
Það kom svo á daginn að fyrst
var dregið upp nafn aðila sem
ekki var viðstaddur, en Jóhann
Pétur Andersen úr GA, reyndist
sá heppni, þegar næst var dregið.
ISI / AFREKSMANNASJOÐUR
Magnús Scheving og Guð-
mundur Stephensen styrktir
Framkvæmdastjóm ÍSÍ stað-
festi á síðasta fundi sínum
tillögur Afreksmannasjóðs um
styrki og var m.a. ákveðið að
styrkja Magnús Scheving, þol-
fímimann, um 250.000 krónur til
endurgreiðslu á útlögðum kostn-
aði vegna þátttöku í mótum og
Guðmundur Stephensen, borð-
tennismaður, fær 200.000 kr. ein-
greiðslu til að standa undir kostn-
aði vegna móta og æfíngabúða
erlendis.
Sjóðurinn styrkir auk þess 12
íþróttamenn á tímabilinu 1. júlí
til 30. september og er Pétur
Guðmundsson kúluvarpari, eini
styrkþeginn í a-flokki, en hann
fær 80.000 krónur á mánuði.
Aðrir fá 40.000 krónur á mán-
uði, en þeir eru Tryggvi Nielsen,
badmintonmaður, fijálsíþrótta-
mennirnir Sigurður Einarsson,
spjótkastari, Vésteinn Hafsteins-
son, kringlukastari, Einar Vil-
hjálmsson, spjótkastari, og Jón
Arnar Magnússon, tugþrautar-
maður; golfmennirnir Úlfar Jóns-
son og Siguijón Arnarsson; júdó-
mennimir Vemharð Þorleifsson
og Halldór Hafsteinsson og sund-
fólkið Arnar Freyr Ólafsson og
Eydís Konráðsdóttir.
Sem fyrr eru styrkirnir til við-
komandi sérsambanda en eyrnar-
merktir íþróttafólkinu.
FIMLEIKAR
Evrópumót í trompfimleikum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að að
halda Evrópumót ítrompfim-
leikum til að koma til móts við
smærri þjóðir, sem eiga litla
sem enga möguleika á að vera
á meðal þeirra fremstu á al-
þjóða fimleikamótum.
Þetta kom fram hjá Klaus Lotz,
formanni Fimleikasambands
Evrópu, á 12. ársþingi þess í
Reykjavík um helgina. Lotz sagði
að mikilvægt væri að styðja vel
við bakið á almennum fímleikum,
því um íþrótt við allra hæfi væri
að ræða og miklu skipti að bera
hag allra fyrir bijósti.
Evrópa er ráðandi í fimleikum
á heimsvísu og sagði Lotz tak-
markið vera að auka enn útbreiðsl-
una og vinsældirnar í álfunni. Til
að gera það mögulegt yrði að gera
íþróttina áhugaverðari fyrir áhorf-
endur, starfa náið með fjölmiðlum
og taka mið af þörfum þeirra,
einkum sjónvarps. Hann sagði að
mótin mættu ekki taka lengri tíma
en tvær klukkustundir, einfalda
þyrfti stigagjöfina og gera hana
skiljanlegri fyrir áhorfendur. „Með
auknum vinsældum fáum við fleiri
styrktaraðila og þá verður upp-
byggingin auðveldari viðfangs,“
sagði hann.
Margrét Bjarnadóttir, formaður
Fimleikasambands íslands, sagði
að Islendingar hefðu í samvinnu
við hin Norðurlöndin unnið að
uppbyggingu trompfímleika og því
væri samþykktin um Evrópumót í
greininni mjög ánægjuleg.
KNATTSPYRNA
í Eyjum
og á Akureyri
Mikið fjör var bæði í Vestmanna-
eyjum og á Akureyri um helg-
ina, þegar árleg pollamót í knatt-
spyrnu fóru fram á Akureyri í 5. flokki
í Eyjum í 6. flokki.
I Eyjum fögnuðu FH-ingar sigri í
keppni A- og C-liða en Fylkismenn í
keppni B-liða. A Akureyri sigruðu
Valsmenn í keppni A-liða, Framarar
í B, ÍBK í C og Þórsarar frá Akureyri
í keppni D-liða.
• Úrslit frá báðum mótum eru í
íþróttablaði Morgunblaðsins í dag, á
bls. C 13, en nánar verður fjallað um
mótin í íþróttablaðinu á morgun.
GETRAUNIR: 121 211 121 12X1
LOTTO: 10 12 15 29 37 + 25