Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 11
Handriðið á gömlu brúnni yfir Fnjóská hefur verið fjarlægt með öllu
Svalbakur
Skapar hættu
fyrir gangandi
vegfarendur
FYRIR um hálfum mánuði var
handriðið á gömlu Fnjóskár-
brúnni fjarlægt að fullu, en hluti
þess var rifinn í fyrrasumar.
Framkvæmdir hafa legið niðri
seinustu vikur, að sögn Guð-
mundar Svavarssonar, umdæm-
isverkfræðings Vegagerðar rík-
isins, þar sem brúarsmiðirnir
þurftu með litlum fyrirvara að
hefja vinnu við brúarsmíði yfir
Giljá og brúin verið án handrið-
is á meðan. Hefur þetta valdið
nokkrum áhyggjum heima-
manna sem telja um slysagildru
að ræða fyrir ferðamenn.
Ketill Tryggvason, vörður á
tjaldstæðinu í Vaglaskógi á aust-
urbakka Fnjóskár, segir að 100
manns séu á tjaldstæðinu að
jafnaði, en fleiri þegar vel viðrar
og þannig hafi verið um 500
manns þar um seinustu helgi.
Handan árinnar séu um tíu sum-
arbústaðir og kjósi gangandi
vegfarendur á svæðinu gjarnan
frekar að príla yfir gömlu brúna
í stað þess að taka á sig krók
til að komast að nýju brúnni
yfir Fnjóska, sem er í um 3 kíló-
metra fjarlægð, og þá á stundum
í misjöfnu ástandi. Við brúar-
endana hefur verið slegið upp
slám til varnar umferð, sem
hindrar þó eingöngu ökutæki frá
því að komast að brúnni.
„Það er vitaskuld erfitt að loka
aðkomu að brúnni fullkomlega,
þannig að þeir sem ætla sér á
annað borð þar yfir komist ekki.
Framkvæmdum átti að vera lok-
ið, en því miður urðum við að
stökkva í annað verkefni, en við
hefjum framkvæmdir að nýju í
dag eða á morgun og ætlum að
Ijúka þeim innan tveggja vikna
þannig að hugsanleg slysahætta
verður þá engin,“ segir Guð-
mundur. Gamla brúin yfir
Fnjóska er steinsteypt bogabrú,
byggð árið 1908 og er fyrsta
sinnar tegundar hérlendis.
Breyta á henni í göngubrú og
segir Guðmundur upphaflega
áætlun gera ráð fyrir að kostn-
aður nemi á milli 5-7 millj. kr.
FRAMKVÆMDIR við gömlu brúna yfir Fnjóská hafa legið
niðri en samkvæmt áætlun átti þeim nú að vera lokið.
úr sinni
seinustu
veiðiferð
SVALBAKUR EA 302 landar á
Akureyri í dag eftir sína síðustu
veiðiferð undir fána Útgerðarfé-
lags Akureyringa, en skipið verður
nú úrelt fyrir nýjan Svalbak EA 2
sem keyptur var fyrir nokkru og
verið hefur á úthafskarfaveiðum
fyrir ÚA að undanförnu. Magnús
Magnússon, útgerðarstjóri ÚA,
segir að um 300 tonna kvóti fær-
ist á milli skipanna við þessa ráð-
stöfun, og taki nýi Svalbakur til
við veiðar í íslenskri landhelgi.
Svalbaki eldri verði lagt og hann
seldur ef viðunandi verð fáist.
Svalbakur eldri er 781 brúttólest,
smíðaður í Noregi 1970 sem frysti-
skip en var keyptur af ÚA fjórum
árum síðar af færeyskum aðilum.
Magnús kveðst vera sæmilega von-
góður um að skipið seljist, og nú
þegar hafi innlendir og erlendir
aðilar sýnt því áhuga. Skipverjum
á Svalbaki verður sagt upp, en
Magnús segist reikna með að flest-
ir fái vinnu á öðrum skipum fyrir-
tækisins. Svalbakur landar aðal-
lega ýsu í dag sem veidd var á
Austfjarðamiðum, og hefur veiði
verið þokkaleg að sögn Magnúsar.
Líklegt að ÚA
dragi sig úr MHF
FULLTRÚAR Útgerðarfélags Ak-
ureyringa áttu fund með meðeig-
endum sínum í Mecklenbúrger
Hochseefischerei í Rostock og
fleiri aðilum fyrir fáeinum dögum
um áframhaldandi eignaraðild ÚA
að fyrirtækinu. Björgólfur Jó-
hannsson, fjármálastjóri ÚA, segir
að eins og staðan sé í dag þyki
sér eins líklegt að ÚA muni draga
sig úr fyrirtækinu, sem yrði þá
gerk á næstu mánuðum. Rekstr-
artap MHF nam tæplega 9,7 millj-
ónum marka frá því að ÚA keypti
60% í fyrirtækinu í apríl til sein-
ustu áramóta. Björgólfur segir til
greina koma að endurheimta út-
lagt hlutafé með því að ÚA fái
allt að þremur skipum MHF til
eignar.
Undanfarið hefur ÚA kannað
ítarlega þá möguleika sem fyrir
hendi eru vegna MHF og segir
Björgólfur þeirri könnun ekki lokið
að fullu. „Sá kostur sem legið
hefur efst á borðinu er að stöðva
þetta í raun, að minnsta kosti af
okkur hálfu, en meðeigendur okk-
ar telja það slæmt ef íslensk eign-
araðild yrði engin, ekki síst vegna
þekkingar og reynslu ÚA á sviði
útgerðar. Við teljum okkur ekki
hafa tapað neinum fjármunum
Listasumar ’94
Fimmtudagur 7. júlí
DJASSTRÍÓ Ólafs Stephensen
leikur í djassklúbbi Karólínu og
Listsumarsins í Café Karólínu frá
klukkan 22. Aðgangur er ókeypis.
Ólafur leikur á píanó, Tómas R.
Einarsson á bassa og Guðmundur
R. Einarsson á trommur.
Söngvaka í umsjá Rósu Kristínar
Baldursdóttur og Þórarins Hjartar-
sonar kl. 20.30 í kirkju Minjasafns-
ins.
vegna þátttöku okkar í MHF, sam-
kvæmt skilmálum kaupsamnings,
og útlagt fé gæti m.a. verið endur-
heimt í formi skipa, þó að verð á
þeim hafi farið heldur lækkandi,“
segir Björgólfur. „Það er hins veg-
ar óvíst að þýsku meðeigendurnir
séu tilbúnir að fara þá leið, og
reyni frekar að leysa okkur út á
annan hátt.“
MHF á eignir umfram skuldir
og á fyrirtækið átta skip. Kaup
ÚA voru háð ýmsum skilyrðum
af hálfu þýskra yfirvalda, með
þeim afleiðingum að fyrirtækið
hefur ekki haft full yfirráð yfir
MHF þrátt fyrir meirihlutaeign.
Björgólfur kveðst ekki telja það
fýsilegan kost að minnka eignar-
aðild ÚA í t.a.m. 10%, betra sé
að losna að fullu. Endanleg
ákvörðun verði hins vegar tekin á
næstu dögum.
SVALBARÐSSTRÖND
Sumarhústil leigu
gegnt Akureyri
Húsið er fullbúið með
rúmum fyrir 9 manns og
er 8 km frá Akureyri.
Nánari upplýsingar veita
Haraldur og Sigurbjörg í
síma 96-24921 (Haraldur
vinnu 96-30417) og Már
í síma 96-25417.
Það er margt sem aðrir bílar
eiga sameiginlegt með Peugeot 306.
Þér finnst kannski eins og allir bflar í dag
séu eins. En ef þú lítur aðeins í kringum þig í
stað þess að fljóta með straumnum sérðu að til er
bíll sem er ekki eins og allir hinir. Bíll sem er
öðruvísi. Bíll sem sem sker sig úr fyrir fágað
yfirbragð sitt og góða hönnun. Bfll sem þú ert
alltaf öruggur í. Bíll með eiginleika sem þú
finnur hvergi annarsstaðar. Bfll sem þú nýtur að
aka, hvert sem er, hvenær sem er.
PEUGE0T 306. Á SÉR ENGAN LÍKA!
Þessi bfll er Peugeot. Peugeot á vissulega
margt sameiginlegt með öðrum bílum, en hann
skarar einnig framúr í mörgu. Þeir sem kynnst
hafa Peugeot þekkja það vel. Peugeot er eins og
sniðinn fyrir íslenska vegi. Mjúkur, stöðugur,
sparneytinn og sætin eru frábær. Hvað kostar þá
að veta öðruvísi? Minna en ekki neitt. Hvernig
líst þér t.d. á vel búinn, 5 dyra Peugeot 306 á
kr. 1.088.000.-
Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sínxi 42600
Spegill
4 dekk
Framrúða
Felga
Bretti