Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 25
24 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 25 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. UMFRAMHÆKKUN OPINBERRA STARFSMANNA ÞAÐ ER EKKI HÆGT að horfa fram hjá þeirri niðurstöðu Hagstofu íslands, að laun opinberra starfsmanna hafi hækk- að um 3% umfram laun á almennum vinnumarkaði þótt ýmsir fyrirvarar séu hjá Hagstofunni. Viðbrögð Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra, voru m.a. þau að telja, að „frumhlaup ASÍ ýtti undir óþarfa úlfúð milli launþegahópa í íandinu". Jafnframt lýsti fjármálaráðherra þeirri skoðun í Morgunblaðinu í fyrradag, að með niðurstöðum Hagstofunnar hefðu staðhæfingar forystumanna ASÍ um að ríkisstjórnin fylgdi annarri launastefnu en ASÍ verið hraktar. Þegar forystumenn ASÍ héldu því fram fyrir nokkru, að opinber- ir starfsmenn hefðu fengið launahækkanir umfram almenna laun- þega, var málflutningur þejrra lítt rökstuddur og virtist á veikum grunni byggður. Hagstofa íslands er hins vegar sérstakt ráðuneyti í stjórnarráði íslands og það er með engu móti hægt að líta svo á, að niðurstöður hennar séu ekki marktækar. Samkvæmt þeim niður- stöðum hafa laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkað um 3% umfram laun á almennum vinnumarkaði frá því í ársbyrj- un 1990. Til þess að menn átti sig á alvöru málsins er nauðsynlegt að rifja upp þróun kjarasamninga frá því í febrúar 1990. Þá var tek- in upp ný launastefna með samningum ASÍ og VSÍ, sem þáver- andi ríkisstjórn kom að en átti ekki meginþátt í að móta. Þessi launastefna varð til vegna trúnaðar og trausts, sem skapaðist á milli þriggja forystumanna verkalýðs og vinnuveitenda fyrst og fremst Einars Odds Kristjánssonar, Ásmundar Stefánssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar. Þessari iaunastefnu hefur verið fylgt síðan og hún er ein helzta ástæðan fyrir því, að okkur hefur tekizt að ráða niðurlögum verðbólgunnar og komast í gegnum það kreppuástand, sem hér hefur ríkt öll þessi ár. Fyrst eftir að kjarasamningarnir voru gerðir í febrúar 1990 snerist baráttan um það að koma í veg fyrir verðhækkanir og það var ekki sízt með því að sameina almenningsálitið gegn verðhækk- unum, sem tókst að koma í veg fyrir, að menn notfærðu sér ýmis tækifæri til að hækka verð á vöru og þjónustu. En það var forsenda fyrir því að hægt væri að framlengja. þjóðarsáttarsamn- ingana frá febrúar 1990 að launþegar yrðu áþreifanlega varir við, að þeir skiluðu árangri í óbreyttu verðlagi og jafnvel lækkun verðs á vöru og þjónustu. Önnur forsenda var sú, að laun annarra þjóðfélagshópa hækk- uðu ekki umfram laun almennra launþega. Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, minnti réttilega á það í Morgunblaðinu í gær, að „ríkis- stjórnin beitti sér fyrir því, þegar stéttir eins og ráðherrar og þingmenn fengu launahækkun á sínum tíma, var lagagrundvelli (kjaradóms) breytt til að taka þá hækkun af“. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar var að sjálfsögðu sú, að ella hefði launastefnan, sem mótuð var í febrúar 1990, hrunið. Nú er hins vegar komið í ljós, að með einum eða öðrum hætti hefur hið opinbera misst tökin á launakerfi opinberra starfsmanna og bankamanna. Talsmenn ASÍ telja, að hér sé um að ræða hæst- launuðu hópana meðal opinberra starfsmanna. Eins og fram kem- ur í Morgunblaðinu í dag er ekki hægt að finna rök fyrir því, að svo sé. Forsætisráðherra benti á viss frávik frá hinni almennu stefnu svo sem laun flugumferðarstjóra vegna hæstaréttardóms. Þá hefur verið bent á launabreytingar hjá dómurum, prestum og fleiri aðilum svo sem hjúkrunarfræðingum. Forsenda launastefnunnar frá 1990 var og er sú, að eitt skuli yfir alla ganga. Atvinnufyrirtækin hafa haldið fast við kjarasamn- inga og náð fram umtalsverðum umbótum í rekstri. Ríkissjóður hefur verið rekin með halla öll þessi ár og hefði sízt af öllum átt að slaka á. Og ef rétt er, að bankarnir eigi hér einnig hlut að máli er ljóst, að rekstrarvandi þeirra hefur ekki verið minni en al- mennu fyrirtækjanna og svigrúm bankanna til þess að hækka laun sinna starfsmanna því ekkert. Til viðbótar þessu koma svo áhrif umframhækkana opinberra starfsmanna á lánskjaravísitöluna. Þannig hafa þessar umfram- hækkanir leitt til hækkunar á skuldbindingum almennra laun- þega, sem búið hafa við óbreytt laun. Það er alveg ljóst, að almennur atvinnurekstur í landinu hefur enga möguleika á að hækka laun um 3% til þess að jafna muninn á milli opinberra starfsmanna og bankamanna annars vegar og almennra launþega hins vegar. Raunar er óhætt að fullyrða, að atvinnufyrirtækin hafa að óbreyttu ekki möguleika til þess að standa undir þeim launahækkunum, sem Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að geti orðið á næsta ári. Hins vegar er hætt við, að með umframhækkun opinberra starfsmanna telji verkalýðshreyf- ingin sig hafa vígstöðu í nýjum kjarasamningum til þess að knýja fram kauphækkanir, sem a.m.k. að óbreyttu er ekki grundvöllur fyrir. Til þess verður ætlast, að hér eftir standi ríkisvaldið fast gegn öllum kauphækkunarkröfum. Að öðru leyti skiptir höfuð- máli, að ríkisstjórninni takist að einangra þetta vandamál og koma í veg fyrir að það hafi víðtæk áhrif út um allt þjóðfélagið. EVROPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ ANDSTAÐA VIÐ VINNU- TÍMATILSKIPUN ESB Skiptar skoðanir eru hér á landi um ágæti tilskip- unar Evrópusambands- ins um vinnutíma. Svo gæti farið að ísland hafni tilskipuninni, eitt EES- — landa. Egill Olafsson kynnti sér tilskipunina. Skiptar skoðanir eru hjá ASÍ og VSÍ um hvort tilskipun Evrópusambandsins um skipulag vmnutíma muni hafa einhver áhrif á íslandi verði hún lögleidd hér. VSÍ telur að hún myndi hafa umtalsverð áhrif og auka kostn- að fyrirtækjanna í landinu. Hún gæti þar að auki verkað hamlandi fyrir sjávarþorpin á landsbyggðinni. ÁSÍ telur hins vegar að tilskipunin myndi hafa mjög lítil áhrif því flest ákvæði hennar séu þegar í íslenskum lögum eða samningum. Það mun skýrast í haust hvort íslensk stjórn- völd munu lögleiða ákvæði tilskipun- arinnar. Þessi umrædda tilskipun, sem ber titilinn „um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma“, var gefin út 23. nóvember 1993. Tilskipunin tek- ur gildi innan ESB 23. nóvember 1996. Samkomulag þarf að takast við EFTA-ríkin ef hún á einnig að taka gildi á EES. Þó íslensk stjórn- völd hafi ekki tekið formlega afstöðu til tilskipunarinnar liggur fyrir að sögn Árna Páls Árnasonar, lögfræð- ings á viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, að ísland muni ekki leggjast gegn því að hún öðlist gildi meðal annarra aðildarlanda EES. Þessi afstaða skiptir kannski ekki miklu máli vegna þess að horfur eru á að öll EFTA-ríkin nema ísland gangi í ESB um næstu áramót. Það er því hæpið að tala um að ísland stöðvi gildistöku tilskipunarinnar á EES með afstöðu sinni. Fyrr á þessu ári skrifuðu íslensk stjórnvöld bréf til ESB þar sem þau óskuðu eftir að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna sambandið teldi nauðsynlegt að til- skipunin yrði hluti af ESB. Viðbrögð ESB voru að senda tvo embættismenn hingað til lands til að kynna sér afstöðu ís- lenskra stjórnvalda og aðila á vinnu- markaði. í haust er síðan að vænta formlegra svara frá ESB. 48 stunda vinnuvika TILSKIPUIUIIU: ■Vinnutími hvers launþega má ekki vera lengri en 48 stundir á viku og er yfirvinna þar meðtalin. HHver starfsmaður á rétt á daglegum hvíldartíma samfellt í 11 tíma á hverjum sólarhring. ■Hver starfsmaður á rétt á samfelldum hvíldartíma í 24 klukkutíma á hverju sjö daga tímabili til viðbótar við 11 tíma hvíldartímann. „Vinnumark- aðurinn hérer öðruvísi." Tilskipunin gerir ráð fyrir að vinnutími hvers launþega megi ekki vera lengri en 48 stundir á viku og er yfirvinna þar meðtalin. Mjög margir launþegar reka sjálfsagt upp stór augu þegar þeir sjá svona ákvæðij en hér ber ýmislegt að at- huga. í fyrsta lagi er hér átt við meðalvinnustundir á viku. Ákvæði tilskipunarinnar um þetta atriði fer ekki að virka fyrr en meðalvinnuvika hefur farið yfir 48 stundir miðað við 4 mánaða tímabil. Heimilt er í ákveðnum starfstéttum að miða við 6 mánuði og eins er ríkisstjórn heim- ilt að lengja viðmiðunartímabilið í 12 mánuði. í öðru lagi hefur vinnutími ekki verið skilgreindur & sama hátt á ís- landi og í ESB. Á íslandi hafa kaffi- tímar verið taldir með þegar vinnu- tími er skilgreindur. Tilskipunin skil- greinir aftur á móti vinnutíma sem þann tima sem starfsmaður er við störf. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, sagði að þegar talað sé um 48 stunda vinnuviku í tilskip- uninni megi bera það sam- an við 37 stunda vinnuviku á íslenskum vinnumark- aði. . Hannes G. Sigurðsson, _ aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ, sagði ljóst af könnunum að talsvert stór hópur af fólki vinni langtímum saman lengri vinnuviku en 48 stundir. Hann sagði að þetta eigi t.d. við fólk sem vinnur við loðnu- bræðslu og ýmsa aðra fiskvinnu. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að þetta ákvæði gæti virkað heft- andi fyrir ýmis sjávarþorp á lands- byggðinni. Vinnan sé þar víða sveiflukennd og skortur sé á vinnu- afli þegar mest sé að gera. Tilskipunin gildir ekki um vinnu á sjó. Hannes sagðist vera sannfærð- ur um að þetta geti ýtt undir að fisk- vinnsla færist í auknum mæli út á sjó. Ari sagðist ekki sammála því að tilskipunin komi til með að hafa mikil áhrif á íslandi verði ákvæði hennar lögfest hér. Hann sagði að mjög lítið í henni stangist á við lög og samninga hér á landi. Hann sagði tilskipuna þar að auki vera opna og sveigjanlega. Tilskipunin gerir ráð fyrir að hver starfsmaður eigi rétt á daglegum hvíldartíma samfellt í 11 tíma á hveijum sólarhring. Hér á landi er miðað við 10 stunda lágmarkshvíld. Þar að auki hefur eitthvað verið um það á seinustu árum að einstakar starfsstéttir hafi samið sig frá þessu ákvæði í kjarasamningum gegn launabótum. Þetta á t.d. við starfs- stéttir á sjúkrahúsum og starfsmenn loðnubræðslna. I tilskipuninni segir að hver starfs- maður eigi rétt á samfelldum hvíldar- tíma í 24 klukkutíma á hverju sjö daga tímabili til viðbótar við 11 tíma hvíldartímann. Þá er í tilskipuninni miðað við að þeir sem vinna á nótt- unni megi aðeins vinna 40 stunda vinnuviku. I kafla um undanþágu- ákvæði er reyndar tekið fram að setja megi lög eða semja um i samn- ingum um undanþágu frá ákvæði um lágmarkshvíldartíma fyrir starfs- menn sjúkrahúsa, hafnar- og flug- vallarstarfsmenn, fjölmiðlafólk, starfsmenn í landbúnaði o.fl. Aukinn kostnaður Hannes sagði ljóst að tilskipunin komi til með að valda vinnuveitend- um kostnaði ef haldið verði áfram að skipuleggja vinnuna hér á landi með sama hætti og gert hefur verið. Hann sagði að starfsmann sem ynni t.d. 60 stunda vinnuviku í 17 vikur yrði að senda heim á fullum launum. Ari sagðist vera ósammála þessu. Það séu ekki mörg tilvik sem hægt sé að benda á um að tilskipunin kosti fyrirtækin eitthvað. Hannes sagði að tilskipunin leggi auknar kröfur á fyrirtæki um skýrsluhald. Þau verði að skrá vinnu- tíma starfsmanna sérstaklega að frá- dregnum kaffitímum, en það hafi þau ekki gert til þessa. Tilskipunin gerir ráð fyrir að ávallt séu til í fyrir- tækjunum upplýsingar sem stjórnvöld í hveiju landi geti hvenær sem er kallað eftir. Hannes sagði að þetta hafi óhjákvæmilega í för með sér kostnað fyrir fyrirtækin. Ari sagði að VSÍ hljóti að hafa gert sér grein fyrir því að aðild að ESB þýði aukna skriffinsku. Það sé því hjákátlegt að framkvæmdastjóri VSÍ sé að bera fyrir sig aukna skriff- insku þegar hann tíni til rök gegn tilskipuninni, en á sama tíma sé hann að mæla með aðild að ESB. Ólík afstaða ASÍ og VSÍ „Við teljum að þessi tilskipun eigi ekki og þurfi ekki að vera hluti af samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Að auki teljum við hana ekki vera til bóta heldur til skaða. Þar með er ekki sagt að við teljum æskilegt að það sé unninn hér lang- ur vinnutími. Við teljum að ef ekk- ert þak sé á vikulegum vinnutíma „Vinnutíminn á íslandi er að styttast." séum við að veita fyrirtækjum, sér- staklega í smáum byggðum, sveigj- anleika sem ekki væri fyrir hendi annars,“ sagði Hannes. „Annað hvort erum við á þessu Evrópska efnahagssvæði eða ekki. Það gengur ekki að segja að sum svið þess séu merkilegri en önnur,“ sagði Ari. Ari sagðist undrast afstöðu Vinnuveitendasambandsins. „VSÍ og utanríkisráðherra eru þeir aðilar sem hafa verið hvað jákvæðastir gagn- vart því að við ættum að ganga í Evrópusambandið og það er því und- arlegt að þeir skuli vera með fyrir- vara í þessu máli. Ef ísland gengi inn í ESB þá væru engir fyrirvarar til hvað þetta varðar,“ sagði Ari. Sérstaða íslands „Fyrir flest aðildarríki Evrópu- sambandsins felast engar breytingar í þessu. Menn vinna ekki eins mikla yfirvinnu þar og hér. Vinnumarkað- urinn þar er allt öðruvísi uppbyggð- ur,“ sagði Árni Páll. Ari Skúlason er sammála því að ísland hafi sérstöðu varðandi vinnu- tíma. Hann sagði að háværar óánægjuraddir hefðu heyrst frá evr- ópskum verkalýðsfélögum þegar til- skipunin var í undirbúningi vegna þess að þau töldu að með henni væri verið að gefa færi á lengingu vinnutíma, en í flestum löndum á meginlandi Evrópu er miðað við 40 tíma vinnuviku. „Vinnutími hefur veTið að styttast hérna. Ég held að miðað við skil- greiningu tilskipunarinnar á 48 tíma vinnuviku séu ekki mörg tilvik þar sem vinnutíminn er lengri. Staðan á íslandi er þannig að það er ekki næg vinna fyrir alla og innan ASÍ nýtur sú skoðun aukins fylgis að rétt sé að skipta vinnunni á milli manna. Stytting vinnutíma er á dagskrá í löndunum alls staðar í kringum okk- ur. Hvers vegna ætti ástandið hér að vera eitthvað frábrugðið?" sagði Ari. Tilskipunin gerir ráð fyrir að hvert ríki fyrir sig setji lög til að fram- fylgja ákvæði tilskipunarinnar. Eins geti aðilar á vinnumarkaði komið sér saman um framkvæmdina í fijálsum samningum. Þetta veitir ríkjunum vissan sveigjanleika við framkvæmd- ina. Ari sagði að afstaða ASÍ sé að um sem flest atriði verði samið í samningum. Tilskipun um vinnu barna kemur í haust í tengslum við aðild íslands að EES undirgengumst við tugi tilskip- ana á sviði félagsmála. í haust þarf ísland að taka afstöðu til annarrar tilskipunar sem tengist þessu máli, þ.e. til- skipun um vernd barna og unglinga. Þar er m.a. komið inn á vinnu ungl- inga og vinnutíma þeirra. Árni Páll sagðist ekki telja að þessi tilskipun eigi eftir að standa í íslend- ingum. Hann sagði að í drögum að henni, sem send hafa verið íslenskum stjórnvöldum, sé að vísu að finna ákvæði um vinnutíma sem hugsan- lega geti valdið erfiðleikum í sam- bandi við blaðburð barna. Það verði skoðað í haust. Hann sagði að sam- kvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi fengið, m.a. frá Vinnueftirliti ríkisins, hafi orðið miklar breytingar á vinnu barna og unglinga hér á landi á seinustu árum. Miklu minna sé um að unglingar vinni í sveitum langtímum saman við erfiða vinnu og sömuleiðis hafi dregið verulega úr vinnu unglinga í fiskvinnslu m.a. vegna kröfu tryggingarfélaganna. Tólf sveitarfélög voru valin af félagsmálaráðuneytinu til þess að hefja tilraunastarf sem reynslusveitarfélög TIL GREINA kemur að þjónusta við aldraða og rekstur sjúkrahúsa verði í verkahring sveitarfélaga. Stefnt að spamaði og bættri þjónustu Lög um reynslusveitar- félög tóku gildi í vor. Reynslusveitarfélögin verða tólf og geta hafið tilraunastarf í samstarfi við ríkið. Þórmundur Jónatansson kynnti sér lögin og leitar svara hvað felist í hugtakinu. Akveðið hefur verið í félags- málaráðuneytinu að tólf sveitarfélög fái að starfa sem reynslusveitarfélög. Þau munu nú í samræmi við lög nr. 82/1994 um reynslusveitarfélög sem samþykkt voru í vor fá aukið svigrúm til athafna og ákvarðana. Með til- rauninni sem stendur til aldamóta er markvisst stefnt að því að auka sjálfsstjórn sveitarfélaganna, bæta þjónustu við íbúa þess og nýta betur fjármagn hins opinbera. Markmið laganna er í grófum dráttum að gera sveitarfélögunum tólf kleift að gera tilraunir í stjórnsýslu og um breytingar á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í því skyni þurfa þau samþykki félagsmálaráðherra og undanþágu fagráðuneyta til að víkja frá tilteknum ákvæðum laga og reglugerða sem kveða á um skyldur sveitarfélaga og takmarka ákvörð- unarvald þeirra. Anna G. Björnsdóttir í félagsmála- ráðuneytinu sagði að nú þegar laga- rammi um reynslusveitarfélög liggi fyrir muni sveitarfélögin setja á lag- girnar framkvæmdanefndir sem taki að sér að móta tilraunastarf innan hvers sveitarfélags. Nefndin muni kanna hugmyndir um stjórnsýslu- breytingar eða tilfærslu ákveðinna verkefna frá ríki til sveitarfélags. Framkvæmdanefndirnar munu að sögn Önnu starfa í náinni samvinnu við verkefnisstjórn félagsmálaráðu- neytisins. Hlutverk hennar sé að hafa yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins um reynslusveitarfélög. Hún eigi jafnframt að leiðbeina og aðstoða sveitarfélögin tólf við undir- búning tilrauna og vera tengiliður þeirra við einstök ráðuneyti. Margir möguleikar í greinargerð með lögum um reynslusveitarfélög eru settar fram margar og ólíkar hugmyndir um fiutning verkefna frá ríki til sveitar- félaga og hvernig auka megi sjálf- stjórn þeirra. Áhersla er þó lögð á að inntak tilraunanna fari alfarið eftir óskum og frumkvæði sveitarfé- laganna með áð- urnefndu skilyrði að samkomulag við ráðuneyti ná- ist. Hugmyndun- um er skipt í fjóra flokka. í fyrsta lagi kemur til greina að endurskipuleggja nefndakerfi sveitarfélags. I því skyni kynnu að verða tilfærslur verkefna milli nefnda og embættismanna og sveit- arfélög gætu fengið aukið fijálsræði varðandi tilnefningar í nefndir svo eitthvað sé nefnt. Nýtt fyrirkomulag í ýmsum málaflokkum Einnig er lagt til að tilraunir geti farið fram um nýtt fyrirkomulag í ýmsum málaflokkum sem sveitarfé- lög fara með í því skyni að auka sjálfstæði sveitarfélaga. Um er ræða málaflokka á borð við félagsleg hús- næðismál, skipulagsmál og bygging- armál. Lögin heimila í þessu skyni undanþágur frá ákvæðum laga á þessum sviðum. Þá er í þriðja lagi gert ráð fyrir að hægt verði að finna nýjar leiðir í þjónustu við íbúa í samstarfi við ríkið. Það mætti t.d. gera með því að sameina þjónustu ríkis og sveitar- félags og starfrækja eina skrifstofu ef það mætti verða til þess að nýta fjármuni betur og ná betri árangri. Slíkt samstarf kæmi til að mynda til greina á sviði félagsþjónustu, al- mannatrygginga, atvinnuráðgjafar og vinnumiðlunar. Flutningur verkefna frá ríki til ‘ * sveitarfélaga Loks eru lögð drög að því hvar taka mætti upp nýtt rekstrar- og fjármögnunarfyrirkomulag á grund- velli samkomulags við ríkið. Með öðrum orðum hvaða verkefni megi flytja frá ríki til sveitarfélaga í til- raunaskyni. Sem dæmi um slík verk- efni eru málefni fatlaðra, öldrunar- þjónusta, rekstur heilsugæslu- stöðva, rekstur sjúkrahúsa og veghald í þéttbýli. Tilhögun fjár- mögnunar þess- ara verkefna yrði skv. greinargerð- inni háð samkomulagi ríkis og við- komandi sveitarfélags. Úttekt lögboðin Undirbúningi verkefnaflutninga á að ljúka í lok næsta árs en d þeim tíma eiga þeir að hafa verið sam- þykktir í sveitarfélögunum, metnir af verkefnisstjórn og fengið vilyrði fagráðuneyta. Lögin gera ráð fyrir að verkefnisstjórn skuli fela óháðum aðila að taka út tilraunir sveitarfé- laganna og meta hvernig til hafi tekist. Félagsmálaráðherra er skylt* að kynna niðurstöður slíks mats á Alþingi. Loks er ráðherra boðið með lögum að leggja árlega fram skýrslu um framkvæmd verkefnisins. Sú fyrsta á að koma út árið 1995 en sú síðasta árið 2001 en gildistíma laga um reynslusveitarfélög lýkur formlega þann 1. janúar árið 2000. Markmiðið er m.a. að auka sjálfsstjórn sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.