Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Söngleikur
Seal hefur sannað sig
upp á eigin spýtur.
HASKOLABIÓ
SÍMI 22140
Háskólabíó
LISTI / 1
SCHINDLERS
Missið ekki af stórvirki ársins
Leikstjóri Steven Spielberg
► LEIKSTJÓRINN James Ca-
meron á erfitt með að standast
áætlanir fram í tímann. „The
Abyss“ fór yfir áætlaðan kostnað
og var frumsýnd fjórum vikum á
eftir áætlun. Tortímandinn 2 fór
langt fram úr fjárhagsáætlun og
kostaði mikla vinnu að ná áætluð-
um frumsýningardegi myndarinn-
ar. Næsta kvikmynd Camerons
Sannar Iygar (True Lies), sem
verður frumsýnd hér á landi í
Seal og Adamski
aftur félagar
SEAL og Adamski eru teknir saman á ný og farnir að vinna
að nýrri plötu. Þeir áttu metsölulagið „Killer" í Bandaríkjun-
um fyrir fjórum árum en þá varð missætti á milli þeirra sem
olli því að Seal varð sér úti um sinn eigin plötusamning.
Ástæðan var sú að „Killer" var eignað Adamski, sem var
höfundur þess, en hvergi kom fram að það var Seal sem
söng lagið. Seal sagði á þeim tíma: „Það versta var að fólk
hélt að ég væri Adamski". I kjölfarið á því sendi Seal frá
sér endurútgáfu lagsins og passaði upp á að nafn Adamskis
kæmi hvergi fram á plötuumslaginu. Sú plata hefur náð plat-
ínusölu í Bandaríkjunum.
Dýrasta
kvikmynd
frá upphafi
Stefnumót
við Díönu
► PETER Lefcourt gaf út bókina
Dí og ég í síðasta mánuði. Hún
fjallar um handritshöfund frá
HoIIywood sem er „gefinn fyrir
ljóskur með langa fótleggi" og
lendir í ástarævintýri við Díönu
prinsessu. Þau enda síðan á því
að stofna McDonald’s hamborga-
rastað í Cucamonga. Nokkrar
kvikmyndastjörnur voru fengnar
til að segja frá því hvernig þær
myndu skipuleggja kvöldið ef þær
ættu stefnumót við Díönu. Liam
Neeson, Gerard Depardieu og
Madonna fengust ekki til að svara.
Fabio datt ekkert sniðugt í hug,
en Joe Mantegna sagði: „Eg
myndi fara með hana á
hafnarboltaleik með
Chicago Cubs og leyfa
henni að sjá fólk sem
á við raunveruleg
vandamál að
stríða."
BROT úr tónlistarmyndbandinu við lagið „Að eilífu“.
Hárið frumsýnt
MARGRÉT Eir syngur lagið „Að eilífu'
á óviðjafnanlegan hátt.
GEISLAPLATA með
tónlist úr söngleiknum
Hárinu kom út í gær.
Hún er gefin út af
Flugfélaginu Lofti og
verður dreift af Skíf-
unni. Á plötunni er að
finna 12 lög í þýðingu Dav-
íðs Þórs Jónssonar og út-
setningu Jóns Ólafssonar.
Myndband við lagið „Að
eilífu“ (Aquarius) var frum-
sýnt á báðum íslensku sjón-
varpsstöðvunum síðastlið-
inn föstudag. Frumsýning
á Hárinu verður í kvöld í
húsi íslensku óperunnar,
en söngleikurinn var settur upp af
Flugfélaginu Lofti í samvinnu við
Þjóðleikhúsið. Ingvar H. Þórðarson,
einn af aðstandendum sýningarinn-
ar, sagði að löngu uppselt væri á
frumsýninguna í kvöld en að-
göngumiðasala væri hafin á tíu sýn-
ingum í viðbót.
CAMERON á tökustað ásamt Schwarzenegger og Curtis.
ágúst, sló þó öll met. Kostnaður
við hana virðist ætla að verða um
120 miHjónir dollara eða 8,4 millj-
arðar ísl. króna. Arnold Schwarz-
enegger og Jamie Lee Curtis fara
með aðalhlutverkin í myndinni.
Cameron er stórt númer í kvik-
myndaheiminum eftir myndir sín-
ar um Tortímandann og „Aliens“,
svo stórt að kvikmyndatökuliðið
sem vinnur fyrir hann gengur í
bolum með áletruninni „Þú hræðir
mig ekki - ég vinn fyrir Jim Ca-
meron“. Sannar lygar er þó án
efa hans metnaðarfyllsta verkefni
til þessa. Arnold Schwarzenegger
segir að þetta sé stórmynd: „Hún
er hasarmynd í anda Tortímand-
ans 2, jafnvel enn meira skapandi
- með tæknibrellum sem aldrei
hafa verið reyndar áður.“ Það
segir sitt að frumsýningu á Wyatt
Earp með Kevin Costner í aðal-
hlutverki var frestað til að hún
stangaðist ekki á við frumsýningu
Sannra lyga.
Harrier-orr-
ustuþotua-
triði myndar-
innar gætu
orðið meðal
þess besta
sem sést hef-
ur á hvíta
Ijaldinu.
Schwarzen-
egger fannst
þó tökurnar á
þeim lang-
dregnar,
flóknar og
einstaklega
leiðinlegar.
FOLK