Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 7
FRÉTTIR
Tveir gríð-
arstórir í
Vesturdalsá
EFTIR frísklega bytjun, hefur veiði
dalað í stóru ánum í Vopnafirði.
Að sögn Garðars H. Svavarssonar,
veiðimanns að Vakursstöðum í
Vopnafirði, bíða menn nú spenntir
eftir framvindu mála. Veiðin hafi
hafi farið vel af stað, en dalað til-
tölulega fljótt aftur.
„Aftur á móti opnaði Vesturdalsá
vel. Þar er kominn all mikill lax og
þeir sem opnuðu ána fengu sex laxa
fyrstu vaktina," sagði Garðar og
bætti við að miðað við aðstæður
vænti hann þess að góð veiði verði
næstu daga. „Þetta lítur mjög vel
út í Vesturdalsá og meðal þeirra
mörgu laxa sem í ána eru komnir,
eru tveir verulega stórir. Best að
spá ekkert í þyngdina, en menn
hafa verið að velta fyrir sér mjög
háum tölum í því sambandi," sagði
Garðar.
Þær stóru dala
Mjög dauf veiði hefur verið í Hofsá
síðustu dagana eftir frísklega byij-
un. Garðar sagði 63 laxa hafa ver-
ið komna á land á þriðjudagskvöld
og síðdegisvaktin þann daginn gaf
aðeins tvo laxa. Annan veiddi hann
sjálfur, 10-11 punda fisk, sem var
óvenju lúsugur. „Sá fiskur var von-
andi vísbending um að eitthvað sé
í uppsiglingu,“ sagði Garðar.
Ingvar Viktorsson fyrrver-
andi bæjarstjóri í Hafnarfirði
og Páll Pálsson ferðamála-
stjóri bæjarins fengu þessa
fallegu iaxa í Laxá í Kjós.
Selá er á sama róli og Hofsá og
hafði gefið um 60 laxa á þriðjudags-
kvöldið. Hæfir veiðimenn voru í
ánni, kempurnar Walter Lenz og
Hermann Jónsson ásamt fleirum,
en áin er enn gríðarlega mikil og
ekki að fullu tær enn sem komið
er. Mikil snjóalög eru enn í fjöllum
og taldi Garðar, tíðindamaður
Morgunblaðsins á þessum slóðum,
að snjórinn myndi endast ánum vel
fram í ágúst. Hofsáin er einnig
mikil, en þó tær að stærstum hluta.
Þokkalegt ástand í Flóku
A hádegi á þriðjudag voru komnir
33 laxar á land úr Flóku, en þar
hófst veiði 20. júní. Að sögn veiði-
manna sem voru að koma úr ánni,
er talsvert gengið af laxi og fiskur
kominn fram í Múlastaðafoss. Hóp-
urinn fékk 3 laxa á tveimur dögum,
ekki mikla veiði, en allir fiskarnir
voru grálúsugir og töldu menn sig
mega vel við una, því aðstæður til
veiðiskapar voru afleitar. Lofthiti
allt að 25 gráður og áin heit eftir því.
Tilboð júlímánaðar:
et’nhá
tta*
\W
Hvað er Kvarg?
HUMAR, BAKAÐUR UNDIR CRILLI,
í KÍLÓAVÍSH
HÁLFT KÍLÓ KR. 1.700,-
EITT KÍLÓ KR. 2.900,-
EITTOG HÁLFTKÍLÓ KR. 4.200,-
M/HVÍTLAUKSBRAUÐI, SALATI 06 SALSA.
ÓTRÚLEGT VERf>
ÞÚ BARA VERf>UR!í!
sima
I jgg, - — —Í
Trrvir ' ’ ‘
mmmtt
sm v//i fs'< f</*•/><-/-/*fstt
ðlflllf
-mS-
Nú fá íslenskir neytendur að gæða sér á
Kvargi - nýrri, undurgóðri mjólkurafurð!
Kvarg er ekki eins og skyr og ekki eins og
jógúrt - en eitthvað einstaklega ljúffengt
þar á milli.
Margir íslendingar þekkja Kvargið erlendis
frá en þessi eftirsótta mjólkurafurð er upp-
runnin í Mið- og Austur-Evrópu. Mikið
hefur verið lagt í þróun Kvargsins hér á
landi og hefur sérstök áhersla verið lögð á
bragðgæðin og rétta þykkt og áferð. Við
erum afar stolt af útkomunni: Kvargið er
meiriháttar gott á bragðið og leynir sér ekki
að það er unnið úr íslensku úrvals hráefni.
Kvarg er til með jarðarberjum, bláberjum
og blönduðum ávöxtum og er kjöríð á
morgnana, í hádeginu og sem eftirréttur.
II
ógí jymanlega gott
nmr
MJÓLKURSAMSALAN
Humar sumar
á Hótel Valhöll