Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ1994 41
I DAG
Arnad heilla
OA ÁRA afmæli. Laug-
OVf ardaginn 9. júlí
verður áttræður Axel Júlíus
Jónsson, Engjavegi 45,
Selfossi, áður bóndi í Stóru-
Hildisey, Austur-Landeyj-
um. Eiginkona hans var
Sigríður Anna Siguijóns-
dóttir, sem er látin. Hann
tekur á móti gestum á veit-
ingastaðnum Básum í Ölfusi
á afmælisdaginn milli
klukkan 17 og 19.
^ A ÁRA afmæli. Á
I U morgun verður sjö-
tug Rannveig P.T. Böð-
varsson, Vesturgötu 32,
Akranesi. Hún tekur á
móti gestum á heimili sínu
frá kl. 16 á afmælisdaginn.
A A ÁRA afmæli. í dag
vf vf er sextug Ingveld-
ur Hjartardóttir, Aðal-
stræti 97, Patreksfirði.
Hún og eiginmaður hennar
Sigurður Sigurðsson taka
á móti gestum í Félagsheim-
ili Patreksfjarðar laugar-
daginn 9. júlí eftir kl. 20.
Ljósm.st. Mynd, Hafnarfírði
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman þann 25. júní í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík þau
Margrét Kristjánsdóttir
og Halldór Gísli Sigþórs-
son af séra Jakobi Hjálm-
arssyni. Þau eru til heimilis
á Vesturvallagötu 6,
Reykjavík.
Pennavinir
FRÁ Ghana skrifar 26 ára
stúlka með áhuga á tónlist,
dansi, kvikmyndum o.fl.:
Jsa Smith,
c/o P.O. Box 418,
Oguaa. State, C/C,
Ghana.
UNGUR Búlgari með
margvísleg áhugamál vill
skrifast á við 18-25 ára
stúlkur á þýsku eða ensku:
Vesilin Nanev,
Hristo Smirnenski
81-40,
9009 Varna,
Bulgaria.
NORSKUR maður á sex-
tugsaldri vill skrifast á.við
46-52 ára konur. Fráskilinn
fyrir 15 árum. Með marg-
vísleg áhugamál:
Kjell G. Nordvik,
Gamelgrensa lOb,
3723 Skien,
Norway
TiEIÐRÉTT
Ekki besti
MEINLEG villa var í frétt
í Morgunblaðinu í gær um
launamál sem gerbreytti
merkingu setningar. Þar
var haft eftir Davíð Odds-
syni forsætisráðherra að
launavísitala væri besti
grundvöllur fyrir saman-
burð á launum einstakra
stétta. Þarna féll úr orðið
ekki, en forsætisráðherra
sagði í raun, að launavísi-
tala væri ekki besti grund-
völlur fyrir samanburð á
launum einstakra stétta.
Of lág tala
í VEIÐIÞÆTTi í gær var
sagt að 120 laxar hefðu
veiðst í Laxá í Kjós. Hið
rétta er að milli 130 og 140
laxar höfðu veiðst.
Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman þann 17. júní í Sval-
barðskirkju í Þistilfirði þau
Lena Steinunn Kristjáns-
dóttir og Jóhann Sigur-
geir Jónsson af séra Ingi-
mar Ingimarssyni. Þau eru
til heimilis á Álfhólsvegi 38,
Kópavogi.
Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman þann 25. júní í Kópa-
vogskirkju þau Aðalheiður
Kristjánsdóttir og Hauk-
ur Þór Bergmann af séra
Braga Skúlasyni. Þau eru
til heimilis í Kópavogi.
Með morgunkaffinu
Áster
Gjörðu svo vel, það verður
svolítil bið eftir matnum.
^m\
Los Angeles Timts Syndicaie
HÖGNIHREKKVISI
// l/e/PC>U /HVSNAB -EVA BS TEK I//4TNS-
ICCLINN J *'
STJÖRNUSPA
ftir Krances Drake
KRABBI
Afmælisbam dagsins: Þú
hefur gott fjármálavit og
leggur hart að þér til að
komast áfram í lífinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fjölskylda og heimili hafa
forgang í dag, en þér tekst
samt að ljúka áríðandi verk-
efni. Reyndu að slappa af í
kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí) Itfö
Þú ert að undirbúa ferðalag
og þér berst heimboð frá
gömlum vini. Þér tekst að ná
hagstæðum samningum
varðandi viðskipti.
Tvíburar
(21. maí- 20.júní) 4»
Sjálfsagi er iykillinn að vel-
gengni í dag. Þú átt auðvelt
með að einbeita þér og getur
gert mjög góð innkaup fyrir
heimilið.
Krabbi
(21. júni - 22. júlí)
Allt gengur þér i haginn í dag
og sjálfstraust þitt fer vax-
andi. Góðar fréttir berast
langt að og þú færð spenn-
andi verkefni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú færð góðar fréttir varð-
andi fjármálin og afköst þín
í vinnunni fara vaxandi.
Sýndi vini þolinmæði í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Þér gefst góður tími til að
heimsækja vini og sinna fé-
lagsstörfum í dag. Ástvinir
standa vel saman og eiga
góðar stundir.
Vog
(23. sept. - 22. október) 25%
Vinnan hefur forgang í dag
og þú leitar ráða hjá aðilum
sem geta stuðlað að aukinni
velgengni. Árangurinn verður
góður.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Ástvinir fara út að skemmta
sér. Þú ert að íhuga ferðalag
á fjarlægar slóðir. Hugmynd-
ir þínar falla í góðan jarðveg.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember) m
Sumir eru að undirbúa um-
bætur á heimilinu ( dag. Þú
færð góð ráð varðandi við-
skipti. Félagar ihuga fjárfest-
ingu.
TAKMARKAÐUR FJOLDI
MÓSTSGESTA
MOT AN
VÍMUGJAFA
Steingeit
(22. des.-19.janúar)
Betur sjá augu en auga og
félagar ná góðum árangri
með sameiginlegu átaki við
lausn á vandamáli. Þú
skemmtir þér vei í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú fagnar góðum árangri í
vinnunni í dag og horfur í
fjármálum eru góðar. Starfs-
félagi býður til mannfagnað-
ar í kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú lýkur skyldustörfunum
snemma og þér gefst góður
timi til að sinna áhugamálum
þínum og fara svo út í kvöld.
Stjömuspána á aó lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staóreynda.
MOTSGJALD
KR. 3.500
FRITT
FYRIR BÖRN
YNGRI EN 14 ÁRA
Mannrækt undir Jökli
að Hellnum á Snæfellsnesi
dagana 8.-10. júlí
Dagskráin verður óvenju fjölbreytt með
erlendum og innlendum fyrirlesurum,
námskeiðum, einkatímum og kvöldvökum.
Mótið er sett kl. 16.00 föstudag (á morgun).
Rútuferðir frá BSÍ kl. 9.00 og 19.00 föstudag.
í Honda!
Morgunblaðið 27. febrúar 1994
Þessi frétt færði okkur í raun ekki nein ný sannindi
enda staðfesting á því sem við vissum fyrir.
Morgunblaðið er þarna að vísa til könnunar breska
dagblaðsins European á gæðum og áreiðanleika bíla.
Honda lenti í efsta sæti en aðeins fjórir
af hverjum hundrað bílum biluðu.
Bílar næsta samkeppnisaðila biluðu fimmfalt meira.
ra
HONDA
Vatnagörðum - Sími 689900
-klikkar ekki