Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994
AÐSENDAR GREINAR
MGRGUNBLAÐIÐ
Nýskipan vísinda og
tækni á Islandi
Rannsóknarráð íslands
ÞÁTTASKIL eru að verða í
skipulagi og Qármögnun vísinda-
og tæknimála hér á landi. Hinn 1.
júlí tóku gildi lög, er Alþingi setti
í maí sl. Þar er kveðið á um að
Vísindaráð og Rannsóknarráð ríkis-
ins verði sameinuð í eitt ráð, er
nefnist Rannsóknarráð íslands.
Nýju lögin eru byggð á umfangs-
mikilli úttekt og umræðum er fóru
fram undir forystu Ólafs G. Einars-
sonar, menntamálaráðherra.
Rannsóknaráð ríkisins var stofn-
að 1940 og Vísindasjóður 1957. Það
var þó ekki fyrr en 1987 að lög
voru sett um heildarskipan yfír-
stjórnar vísinda- og tæknimála.
Ekki náðist þá samkomulag um
eitt ráð. Var því ákveðið að koma
á fót Vísindaráði til þess að sinna
grunnrannsóknum og veita til
þeirra styrki úr Vísindasjóði en
Rannsóknaráð ríkisins skyldi sinna
hagnýtum rannsóknum og veita
styrki úr Rannsóknasjóði. Með lög-
unum var sett á laggimar sérstök
samstarfsnefnd ráðanna til þess að
samræma aðgerðir og hagræða í
rekstri þeirra. Starfsemi ráðanna
tókst vel og fór samstarf þeirra
vaxandi.
Sameining
grunnvísinda og tækni
Með einu ráði er stefnt
að samhæfíngu krafta vís-
indasamfélagsins, atvinnu-
lífs og stjómvalda. Lögð er
áhersla á nánari tengsl
grunnvísinda, hagnýtra
rannsókna og nýsköpunar í
atvinnulífinu. Með örari þró-
un á sviði vísinda og tækni
hafa skilin á milli grannvís-
inda og hagnýtra rannsókna
orðið óljósari. Grannvísindi
era undirstaða hagnýtra
rannsókna og tækniþróun-
ar. Jafnframt
leiða tækninýj-
ungar til nýrra
uppgötvana í
grunnvísindum.
Hér á landi vinna
flestir vísinda-
menn, sem fást
við rannsóknir,
jöfnum höndum
að grunnvísindum
og hagnýtingu
rannsókna. Það er
því ekki skynsam-
legt að draga
skörp skil á milli
Axel Björnsson þessara sviða.
BONUS
! . * "
(fci'Á (mÁ (mfi. 2,0L [ \j@aB0é "ýse&tj i(bkc s
i 1 i ; ] 1 1 1
Þáttaskil eru að verða í
skipulagi visinda- og
tæknimála hér á landi
segir Axel Björnsson
og með Rannsóknarráði
íslands er stefnt að
samhæfíngu krafta vís-
indasamfélagsins, at-
vinnulífs og stjómvalda
til stuðnings við íslenska
menningu og atvinnulíf.
Eðlilegt er að samræma stefnumót-
un fýrir allar rannsóknir og treysta
fjárhagslegan stuðning, jafnt við
grannvísindi sem hagnýtar rann-
sóknir og tækniþróun. Með stofnun
Rannsóknarráðs íslands er stefnu-
mótun á sviði rannsókna sinnt í
einu ráði, sem ætti að auðvelda
samræmda ráðgjöf á öllum sviðum
rannsókna til stjómvalda og betri
kynningu fyrir almenningi.
Menning og atvinnulíf
Hinu nýja ráði er ætlað að treysta
jöfnum höndum stoðir íslenskrar
menningar og atvinnulífs með því
að stuðla að betri og markvissari
rannsóknum. Ráðið skal vera ríkis-
stjóm, Alþingi og öðrum opinberam
aðilum til ráðuneytis um stefnu-
mörkun á sviði vísinda, tækni og
nýsköpunar. Það fyigist með og
gerir skýrslur um rannsóknarstarf
hér á landi. Það skal hafa náið sam-
ráð við þau ráðuneyti, er vinna að
stefnumótun og fjárlagagerð á sviði
rannsókna. í yfírlýsingu ríkisstjóm-
arinnar um stefnu í vísindamáium
frá 21. september 1993 er kveðið
á um að komið verði á fót sam-
starfshópi ráðuneyta til þess að
ræða stefnumótun og íjárlagagerð
vegna vísinda og tækni. Þessi hópur
hefur þegar komið saman og mun
í samráði við Rannsóknarráð ís-
lands gera árlega tillögur um fram-
lög úr ríkissjóði til vísinda- og
tæknimála til þriggja ára í senn.
Þetta gæti orðið merkt framfara-
spor við gerð fjárlaga hér á landi.
Vísindasjóður og Tæknisjóður
Tveir rannsóknarsjóðir verða í
vörslu Rannsóknarráðs íslands.
Þeir era Vísindasjóður og Tækni-
sjóður, en hann tekur við hlutverki
Rannsóknasjóðs. Sjóðimir styrkja
hvor á sínu sviði grannrannsóknir
annars vegar og hagnýtar rann:
sóknir og tækniþróun hins vegar. í
vísindastefnu ríkisstjómarinnar
kemur fram að framlög hins opin-
bera til sjóða, er styrkja vísindi og
þróunarstarf, verði aukið tii muna
og stefnt verði að því að fjórðungur
framlags hins opinbera til þessara
mála fari í gegnum sjóði. Á þessu
ári er varið yfír 500 m. kr. með
þessum hætti. Þar af fara 155 m.
kr. um hendur Vísindasjóðs og 200
m. kr. í gegnum Rannsóknasjóð.
Með eflingu rannsóknarsjóða og
aukinni samkeppni um fé til rann-
sókna má ætla að gæði aukist og
sveigjanieiki við val nýrra rann-
sóknarverkefna verði meiri. Þó
rannsóknarsjóðir eflist má ekki
gleyma því að rannsóknarstofnanir
þurfa jafnframt stöðuga grannfjár-
veitingu til þess að tryggja nauð-
sjmleg langtímasjónarmið í rann-
sóknum.
Skipan Rannsóknarráðs
Islands
í Rannsóknarráði Isiands sitja 9
menn. Þrír eru tilnefndir af skólum
á háskóiastigi og stofnunum á sviði
þjóðlegra fræða, þrír af rannsókn-
arstofnunum og þrír af ríkisstjóra.
Ráðið mun skipa sérstök fagráð á
helstu sviðum vísinda og tækni, sem
skulu veita faglega ráðgjöf, gera
stefnumótandi tillögur til ráðsins
og meta umsóknir um styrki úr
Vísindasjóði og Tæknisjóði.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vísindaráðs.