Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1994, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 1994 33 I í 1 i : i l í i i ! < l : < i i i i i i MORGUNBLAÐIÐ hans. Munum við ætíð minnast Kristjáns sem trausts og góðs vinar sem við virtum og elskuðum. Elsku Kristján, megir þú hafa þökk fyrir allt það sem þú gafst og veittir okkur bræðrum, það eru hlutir sem við munum geyma í hug- um okkar og hjörtum um ókomna framtíð. Megi algóður Guð varðveita þig og veita þér hvíld og frið. Blessuð sé minning þín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku Rósa María, Stella Guðný og Stefanía, megi algóður Guð styrkja og varðveita ykkur í ykkar miklu sorg. JóhannValberg Árnason, Arnar Arnason. Að kvöldi 30. júní er við hjónin áðum í Ljósavatnsskarði á suðurleið og leituðum frétta símleiðis til Reylqavíkur, voru okkur sögð þau sorglegu tíðindi að vinur okkar Kristján Stefánsson hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu daginn áður. Okkur setti hljóð og minning- arnar rifjuðust upp. Fyrst man ég Kristján árið 1963 nýfluttan frá Egilsstöðum í Eski- hlíðina. Við urðum bekkjarfélagar í 1. bekk Hlíðaskóla. Hann bar sig mannalegar en við hinir, enda upp- eldi barna í kauptúnum og sveitum á aðra leið en okkar á malbikinu. Við urðum fljótt ágætis vinir og upplifðum í stórum hópi jafnaldra okkar fyrstu hljóma Bítlatónlistar frá útvarpsstöð bandaríska hersins, auk þeirrar tísku og mynsturbreyt- inga er urðu á hegðun ungs fólks í þá daga. Oft var heimili Kristjáns í Eskihlíð 8 undirlagt af lífsglöðum unglingum, en þar bjó hann ásamt foreldrum sínum Stefáni Einars- syni, Sigríði Þórarinsdóttur og systkinum. Leiðir okkar skildu eftir setu í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Kristján fór í Iðnskólann og hóf jafnframt störf í matvælafyrirtæk- inu Kjötveri sem faðir hans veitti forstöðu. Kristján lauk námi frá Iðnskólanum og varð síðar meir kjötiðnaðarmeistari og verkstjóri í Kjötveri. Kristján sá ég af og til næstu árin og er ég hafði lagt á hilluna útþrá mína og var kominn heim til að vera tókum við þráðinn upp að nýju. Kristján hafði kynnst stúlku að vestan, henni Rósu Maríu Guðnadóttur, og það leyndi sér ekki að ástin blómstraði á milli þeirra. Rósa og Kristján giftu sig árið 1974 og hlotnaðist mér sá heiður að aka þeim frá kirkju í bandarískri dross- íu er ég átti í þá daga. Fljótlega fæddust þeim tvær myndar stúlkur, þær Stella Guðný og Stefanía. Kristján vann nú myrkranna á milli til að koma þaki yfir fjölskylduna. Fyrst bjuggu þau í Árbæjarhverf- inu, en síðan var hann þátttakandi í byggingu að Smyrilshólum 2 í Breiðholti. Kristján var ávallt dugnaðarfork- ur til vinnu og þær voru ófáar helg- arnar sem hann vann aukavinnu til að framfleyta fjölskyldu sinni sem best. Fjölskyldan ferðaðist mikið innanlands sem utan og oft var Flateyri heimsótt þar sem foreldrar Rósu, þau Stella og Guðni, búa. Síðasta utanlandsferð þeirra hjóna var farin til Tailands og var sú ferð þeim ógleymanlegur gleðigjafi. Eins og áður er getið byijaði Kristján að vinna í Kjötveri á ung- lingsárum og vann þar alla tíð þang- 'að til í desember síðastliðnum. Kristján var vinmargur maður og hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Að sækja þau hjónin heim var ávallt ánægjulegt og móttökur allar að höfðingjasið. Eitt af helstu áhugamálum Kristjáns var að fara í veiðiferðir með vinum sínum. Hann var félagi í Fjaðrafoki og Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Kristján gekk í Frímúrararegluna í ársbyrjun 1990 og var iðinn að sækja fundi, enda undi hann hag sínum þar vel. Við hjónin kveðjum nú tryggan og góðan vin. Elsku Rósa, Stella, Stefanía og aðrir nákomnir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar sefa sorg ykkar og lýsa Kristjáni leiðina í æðri heimum. Ragnheiður og Stefán Á. Magnússon. í dag verður til moldar borinn vinur okkar og félagi Kristján Stef- ánsson. Um langt árabil hefur Kristján verið félagi í Fjaðrafoki sem er fá- mennur hópur áhugasamra karla og kvenna um laxveiðar og flugu- hnýtingar. I þessum hópi reyndist Kristján ætíð fórnfús og áhugasamur og reiðubúinn að miðla öðrum af reynslu sinni. Góðar minningar liðinna ára frá fundum og veiðiferðum eru okkur félögum öllum ofarlega í huga nú og er Kristjáni hér með þökkuð samvera og vinátta. Það er með söknuði og virðingu sem vinur okk- ar og félagi Kristján Stefánsson er kvaddur í dag. Við biðjum góðan guð að gefa Rósu og dætrum þeirra styrk og MINNINGAR þrek á þessum erfiðu sumardögum. Blessuð sé minning Kristjáns Stefánssonar. Félagar Fjaðrafoks. Alltaf verður maður jafn hissa þegar dauðann ber að garði og þá vakna ótal spurningar. Stjáni dáinn, það átti ekki að vera svo. Maður á bezta aldri. En vegir Guðs og at- burðanna eru samkvæmt fyrirfram ákveðinni formúlu og ekkert annað er hægt að gera en að samþykkja það sem orðið er og minnast ein- staklinganna og læra af minningun- um. Ég kynntist Kristjáni Stefánssyni fyrst í Hlíðaskóla árið 1963. Minn- ingarnar eru sterkar frá þessum árum og hálf rosalegt að hugsa til þess hvað tíminn flýgur. Þetta var tímabilið þegar allir unglingar gengu í nankinsbuxum, bláum peysum og gúmmískóm eða pólsku strigaskónum frá Hvannbergs- bræðrum. Árið eftir varð bylting og allir sem einn komnir í támjóa skó og farnir að safna bítlahári til þess að líta nú örugglega út eins og John Lennon og Dave Clark. Það var á þessum umbrotatímum sem mynduðust sterkir vinahópar og strax var komið þríeyki sem voru þeir Stefán, Henrik og Kristján og hélst sú vinátta alla tíð. Við Kristján hittumst af og til á hveiju ári á förnum vegi og ræddum um daginn og veginn og var alltaf stutt í hláturinn og glettnina. Eftir á að hyggja minnist ég þess aldrei að hafa átt samtal við Kristján öðru vísi en að eitthvað fyndið og skemmtilegt hafí borið á góma. Kristján vann um áratuga skeið við kjötiðnað hjá sama fyrirtækinu þótt einu sinni eða oftar hafi fyrir- tækið skipt um nafn og eigendur, en hann var trúr sinni köllun þar. Ég minnist þess snemma, örugg- lega fýrir tæplega þijátíu árum, að ég var að ganga upp Eskihlíðina. Þá kemur Kristján þjótandi þar á reiðhjóli í hvíta frakkanum með sendisveinatösku frá kjötiðnaðar- stöðinni. Hafði hann þá var í rukk- unarleiðangri og lá mikið á heim í mat og átti ég fótum fjör að launa. Kristján var harðduglegur til verka en kunni líka að njóta lífsins í vinahópi. Hitti ég hann stundum við nokkrar af fallegustu veiðiánum í fýlgd félaga sinna og var þá stutt í skemmtilegheitin. Beztu þakkir fyrir þau augnablik. Kristján var mjög góður dreng- ur, hrekklaus og trúr öllu þvi sem hann umlukti. Hans er sárt saknað og mannlífið hefur misst lit. Kæra Rósa, dætur og aðrir að- standendur. Um leið og ég með þessum fátæklegu orðum votta ykkur mína dýpstu samúð í harmi ykkar má ekki gleyma að minning- in um Kristján mun ávallt standa upp úr sterk og fölskvalaus. Friðrik Ásmundsson Brekkan. t Systir okkar og móðursystir, SOFFÍA MARELSDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Njarðargötu 43, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. júlí kl. 10.30. Sigurbjörg Mareisdóttir, Sigurður Marelsson, Már Marelsson, Sigurður Már Hilmarsson. t Ástkær móðir okkar, amma og systir, RANNVEIG STEINGRÍMSDÓTTIR SAARI, Háteigsvegi 13, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 2. júlí. Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. júlí kl. 13.30. Anna B. Saari, Þór Saari, Eirikur Þór Guðmundsson, Rannveig Rúna Guðmundsdóttir, Tryggvi Steingrímsson, Margrét Steingrímsdóttir, Guðrún Steingrfmsdóttir, Þór Vignir Steingrfmsson. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, SIGURJÓN ILLUGASON frá Hellissandi, síðast til heimilis á Höfðagranda 9, Akranesi, sem varð bráðkvaddur 1. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudag- inn 8. júlí kl. 14.00. Gunnar Jón Sigurjónsson, Kristný Pétursdóttir, Leopold H. Sigurðsson, Sigurlaug R. Sævarsdóttir, Einar B. ísleifsson, Eydís Rut Gunnarsdóttir, Þorsteinn Benonýsson, Sævar Jón Gunnarsson, Guðmundur G. Guðmundsson, og barnabarnabörn. t Okkar ástkæra móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS SIGRÚN FINNBOGADÓTTIR, Hörgshlíð, Reykjafjarðarhreppi, verður jarðsungin frá Vatnsfjarðarkirkju mánudaginn 11. júlí kl. 14.00. Gerður Elíasdóttir, Heiörún Kristjánsdóttir, Kristján Pétursson, Dagbjört Jónsdóttir, Páll Agústsson, Jakob Jónsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Kristinn Njálsson, Finnbogi Jónsson, Magnea Karlsdóttir, Halldór Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. i i i i i i i i i -I Tjaldadagar t- ö ■y -y í Skátabúðinni Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.