Morgunblaðið - 09.07.1994, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Neytendasamtökin telja skilmála um greiðslukort ólögmæta
Krafa um að samkeppnis-
ráð banni kortaskilmála
NEYTENDASAMTÖKIN hafa óskað eftir
því við samkeppnisráð að það leggi bann
við ákvæðum í skilmálum um debet- og
kreditkort. Að mati samtakanna eru skilmál-
amir óréttmætir og bijóta í bága við sam-
keppnislög.
í frétt frá Neytendasamtökunum segir að í
samkeppnislögum sé kveðið á um að sam-
keppnisráð geti lagt bann við skilmálum kor-
taútgefenda telji ráðið að þeir feli í sér órétt-
mæt skilyrði sem aðeins taki mið af hagsmun-
um kortaútgefenda eða komi illa niður á hags-
munum korthafa og séu ekki sambærilegir við
það sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum
Islendinga.
„Skilmálarnir eru settir einhliða af kortaút-
gefendum og geta korthafar ekki haft áhrif á
efni þeirra. Jafnframt áskilja kortaútgefendur
sér rétt til þess að breyta skilmálunum ein-
hliða,“ segir í fréttinni.
Skilmálarnir settir
einhliða af kortaút-
gefendum sem geta
firrt sig ábyrgð
Neytendasamtökin gera einkum athuga-
semd við skilmála um ábyrgð aðila. Korthafí
ber mjög víðtæka ábyrgð á úttektum á kort
en kortaútgefendur geta fírrt sig ábyrgð hafí
þeir sýnt það sem heitir „eðilileg aðgæsla“ í
skilmálum en samtökin telja það mjög rúmt
orðalag.
Auk þess komi það í hlut kortaútgefenda
að túlka ákvæði skilmálanna ef deilumál, sem
upp kæmi, er ekki lagt fyrir dýmstóla.
í bréfí Neytendasamtakanna til samkeppn-
isráðs segir m.a.: „Þeir samningsskilmálar sem
hér hafa verið nefndir teljast óréttmætir því
samkvæmt þeim er um að ræða ójafnvægi
milli réttinda og skyldna annars vegar kortaút-
gefanda og hins vegar korthafa.
Skilmálar þessir eru mjög einhliða þar sem
verulega hallar á neytandann, þ.e. korthaf-
ann.“
Samræmist ekki EES
Lögfræðingur Neytendasamtakanna telur
að samningsskilmálar um greiðslukort falli
undir tilskipun Evrópuráðsins um óréttmæta
samningsskilmála. Hann telur að vænta megi
þess að efni tilskipunarinnar öðlist lagagildi
hér á landi ekki síðar en 31. desember á þessu
ári í samræmi við samninginn um evrópskt
efnahagssvæði. Að mati lögfræðingsins teljast
skilmálamir óréttmætir á grundvelli tilskipun-
arinnar.
Rússneskur togari landaði 200 tonnum af þorski á Þórshöfn í gær
Skipið var
hreint og
rottulaust
Þórshöfn. Morgunblaðið.
RÚSSNESKI togarinn Angrapa
frá Múrmansk landaði tæpum
200 tonnum af þorski á Þórs-
höfn í gær og er aflinn heil-
frystur og hausaður og gott
hráefni.
í samtali við Gunnlaug Karl
Hreinsson yfirverkstjóra þjá
Hraðfrystistöð Þórshafnar kom
fram að skipið er hreint og
rottulaust og lagðist það strax
að bryggju. Togarinn var á
veiðum í Barentshafi og hefur
haft um mánaðar útivist en
komudagur hans til Þórshafnar
er nokkru seinni en búist var
við, að sögn Gunnlaugs.
Fiskvinnslufyrirtækin þrjú,
þ.e. Hraðfrystistöð Þórshafnar
hf., Tangi hf. á Vopnafirði og
Fiskiðjan á Raufarhöfn skipta
með sér þessum rússafiski og
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
er hlutur Hraðfrystistöðvarinn-
ar stærstur eða um 120 tonn.
Góð samvinna hefur verið milli
fiskvinnsluhúsanna á Þórshöfn
og Vopnafirði varðandi vinnslu
hráefnis og í síðustu viku lán-
aði Tangi hf. Hraðfrystistöðinni
rússaafisk til vinnslu svo hægt
yrði að halda áfram samfelldri
vinnslu.
Hráefnislaust hefur verið í
Hraðfrystistöðinni að sögn
Gunnlaugs því gæftaleysi hefur
verið hjá heimabátum undan-
farið. Rússafiskurinn er því góð
búbót og er unnið að því að fá
annan togara til löndunar á
Þórshöfn.
Sjöfalt
verð fyr-
ir bréf í
Stöð 2?
HLUTHAFAR, sem mynda
meirihluta í Stöð 2, fengu í gær
upplýsingar um að þeir kynnu
að geta selt hlutabréf sín á allt
að sjöföldu nafnverði.
Morgunblaðið hefur staðfest-
ar heimildir fyrir því að Guð-
mundur Franklín Jónsson verð-
bréfasali í New York hafí í gær
haft samband við nokkra af
þeim hluthöfum, sem mynda
meirihluta í Stöð 2, og sagt
þeim að hann gæti selt hluta-
bréf þeirra á sjöföldu nafnvirði.
Hlutabréf í.Stöð 2 hafa hingað
til selst hæst á um þreföldu
nafnverði.
Hráefni
skortir
LOÐNUVERKSMIÐJUR á
austan- og norðanverðu landinu
eiga hráefni til tveggja til
þriggja sólarhringa vinnslu, en
verksmiðjur á Suður- og Vest-
urlandi hafa hins vegar ekki
getað haldið samfelldri vinnslu
sökum hráefnisskorts. Sæmileg
veiði var á miðunum síðasta
sólarhring.
Skipin hafa verið að fylla sig
á tveimur til þremur sólarhring-
um og flest hafa þurft að kasta
nokkuð oft. Víkingur frá Akra-
nesi náði t.d. 1.100 tonnum í
tíu köstum. Skipið kom til Akra-
ness í gærkvöldi. Ekkert hrá-
efni var þá til í verksmiðjunni.
Sama var upp á teningnum í
Vestmannaeyjum. Sighvatur
Bjamason kom þangað í gær-
morgun með um 680 tonn.
Verksmiðjan hafði þá verið
stopp í nokkra klukkutíma. Sig-
hvatur Bjarnason hélt strax
aftur út á miðin þegar búið var
að landa, en gert er ráð fyrir
að Kap komi til Vestmannaeyja
um helgina.
Á Norður- og Austurlandi
hafa verksmiðjumar hráefni til
tveggja til þriggja sólarhringa
vinnslu. Skipin sækja frekar í
að landa þar enda tekur sigling
af miðunum skamman tíma.
Sigling til Raufarhafnar tekur
t.d. 15 tíma á meðan sigling til
Vestmannaeyja tekur 37 tíma.
Kartöflurækt
Góðar
uppskeru-
horfur
KARTÖFLUUPPSKERA verður
töluvert mikil og fyrr en í meðalári
ef veður helst áfram bjart og hlýtt.
Fyrstu íslensku kartöflurnar koma
væntanlega á markað í þarnæstu
viku.
Að sögn Matthíasar Guðmunds-
sonar, framkvæmdastjóra Ágætis
hf., byijaði kartöfluræktun frekar
illa í vor en síðustu dagar hafa
breytt heilmiklu. en veðrið næstu
tvær til þijár vikur mun ráða úrslit-
um um hversu mikil uppskeran
verði.
„Hnýðin eru að myndast núna
og það þarf ekki nema næturfrost
eina nótt til að minnka uppskeru
það mikið að allt verði búið fyrir
jól. í fyrra kom næturfrost tvær
nætur í röð 10.-12. júlí sem varð
þess valdandi að kartöflur voru
búnar í maí. Ef veðrið helst áfram
gott þá mun uppskeran duga í heílt
ár þar til tekið verður upp á næsta
ári. Slíkt magn yrði töluvert meira
en í meðalári," sagði Matthías.
Neyslan hefur minnkað
Kartöfluneysla íslendinga hefur
minnkað undanfarin ár. Að sögn
Matthíasar er erfitt að segja ná-
kvæmlega til um magn en hann
áætiar að hún hafí farið úr rúmum
10.000 tonnum á ári í um 7.000
tonn á ári nú.
Forseti Bridssambandsins um nýtt hús sambandsins
Húsakaupin munu valda
byltingu í bridsstarfsemi
Mögnleikar á að stórauka fræðslustarf
Bridssamband íslands hefur
keypt nýtt húsnæði í Þöngla-
bakka 1 í Mjóddinni í Reykjavík.
Forseti sambandsins segir þessi
húsakaup eiga eftir að valda
byltingu i bridsstarfsemi hér á
landi.
Um er að ræða þriðju hæð
hússins við Þönglabakka 1, efsta
hæð hússins þar sem Kaupstaður
var áður til húsa og verslunin
Kjöt og fískur er nú. Er þetta
um það bil þrisvar sinnum stærri
en fyrra húsnæði sambandsins.
Helgi Jóhannsson, forseti Brids-
sambandsins, segir að markmið-
ið með húsakaupunum sé að
sameina alla bridsstarfsemi á
höfuðborgarsvæðinu, en fyrra
húsnæðið hafi löngu verið
sprungið. í nýja húsinu verður
einnig hægt að halda öll lands-
mót sem Bridssamband íslands
stendur fyrir.
„Ég óska öllum bridsspilurum
til hamingju með að búið er að
koma sambandinu í framtíðar-
húsnæði. Nú opnast nýir mögu-
leikar á að stórauka fræðslu og
námskeiðshald og að efla enn
frekar bridsíþróttina sem hefur
verið í stöðugum vexti undanfar-
in ár,“ sagði Helgi.
Flutt í haust
Bridssambandið keypti hús-
næðið af Landsbanka Islands og
sagði Helgi Jóhannsson að bank-
inn hefði lagt sitt af mörkum til
að gera sambandinu húsakaupin
möguleg. Bridssambandið seldi
Landsbankanum jafnframt hús-
næði sem það átti við Sigtún 9
í Reykjavík. Starfsemi sam-
bandsins verður áfram á gamla
staðnum í sumar en flyst í haust
í nýja húsið.