Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Menntamálaráðuneytið vill frekari rannsókn á Miðhúsa-silfursjóðnum
Ekki þótti ástæða til að
rannsaka silfrið árið 1988
ÞÓR Magnússon, þjóðminjavörður, segist ekki
geta lagt neinn sérstakan dóm á skýrslu James
Graham-Campbells, prófessors við University
College í Lundúnum, um silfursjóðinn sem fannst
í Miðhúsum við Egilsstaði árið 1980. Þór rann-
sakaði fundarstaðinn og sjóðinn fyrstur manna
ásamt Kristjáni Eldjám, fyrrum forseta og þjóð-
minjaverði, og segist hann aldrei hafa efast um
aldur silfursjóðsins, sem álitinn var vera frá 10.
öld. Hefur menntamálaráðueytið óskað eftir að
silfrið verði rannsakað frekar.
Engin tök á að rannsaka
munina hérlendis
Sjóðurinn, sem samanstendur af 41 hlut og
vegur samtals um 650 grömm, er álitinn vera
frá 10. öld. Árið 1988 fórust fyrst að heyrast
raddir um að einhver hluti sjóðsins væri yngri
og segir Graham-Campbell í skýrslu sinn að
niðurstaða rannsókna sinna sé að rúmlega 300
grömm silfurmunanna sé nútímaframleiðsla.
Þór segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að
ekkert hafi verið gert í þessum málum fyrr en
nú. „Ég vil ekkert reyna að veija mig eða aðra
í því,“ segir hann. „Mönnum þótti ekki nógu
mikil ástæða til þess. Enda 'voru engin tök á
að framkvæma rannsóknina hér.“
Rannsókn sem þessa geti einungis sérfræðing-
ar á víkingaaldarsviði og málmfræðingar gert
og segir Þór að enginn hér á landi hafi búið
yfir þeirri þekkingu sem til þurfti á þeim tíma.
Síðan hafí margir nýir fornleifafræðingar bæst
í hópinn. Einnig séu raunvísindi notuð í ríkara
mæli við fornleifarannsóknir og hafi mikil breyt-
ing orðið á síðasta áratug. „Þetta þekktist ekki
í neinu mæli áður,“ segir hann.
Hvað varði skýrslu Graham-Campbells þá
geti hann ekki lagt neinn dóm á hana, en taka
beri öllum mikilsverðum hlutum með fyrirvara.
Graham-Campbell hafi örugglega unnið skýrsl-
una eins vel og hann gat og af samviskusemi.
Silfurmunir frá 10. öld
Menntamálaráðuneytið hefur sent þjóðminj-
aráði bréf þar sem óskað er eftir að gerðar verði
frekari rannsóknir á silfrinu og á Þjóðminjasafn-
ið á von á sams konar bréfi. Þór álítur að leita
þurfí fyrst og fremst til erlendra sérfræðinga
til þess að fá úr skorið um uppruna silfursjóðsins.
Þór segir að flestir silfurmunir frá 10. öld
hafi verið fluttir hingað til lands, en ekki smíðað-
ir hér. Aðrir silfursjóðir sem fundist hafa bendi
til þess, en nánast engar heimildir séu til um
silfursmíði hér á landi á þeim tíma. Gull og silf-
ur sé víða nefnt í fornum ritum, en yfírleitt svo
ógreinilega að ómögulegt sé að segja til um
hvort gripimir hafí verið smíðaðir hér.
Úttektá
fjárhag
Strætis-
vagnanna
STJÓRN Strætisvagna Reykja-
víkur hefur samþykkt að láta fara
fram úttekt á íjárhagsstöðu SVR
og Stjómarnefndar um almenn-
ingssamgöngur, SNA, þannig að
fyrir liggi hver fjárhagsstaðan sé
nú þegar nýr meirihluti í borgar-
stjórn hefur tekið við. Þá hefur
forstjóra fyrirtækisins verið falið
að láta semja samræmda fjár-
hagsáætlun fyrir yfírstandandi ár
nú þegar SNA og SVR hf. hafa
verið sameinuð í borgarfyrirtækið
Strætisvagnar Reykjavíkur.
Stjórn SVR hefur jafnframt
samþykkt að tillögu formanns
stjórnarinnar að samið verði við
ráðgjafafyrirtæki um að gera út-
tekt á starfsskipulagi fyrirtækisins
og gerð nýs skipurits fyrir það.
Markmiðið verði m.a. að skoða og
gera tillögu um með hvaða hætti
eigi að standa að þeim þáttum sem
færðir hafa verið yfír til SNÁ, svo
sem leiðakerfi, fargjaldamál, al-
mannatengsl, markaðssetningu og
hins vegar rekstri strætisvagna
fyrirtækisins. í tillögunni er jafn-
framt gert ráð fyrir að ráðgjafafyr-
irtækinu verði falið að koma með
tillögur um með hvaða hætti sé
hægt að efla starfsanda innan SVR
ásamt nýsköpun í starfsskipulagi
og er miðað við að tillögur ráð-
gjafafyrirtækisins liggi fyrir í
haust.
Marglitar ljósaperur
Morgunblaðið/Sverrir
TÍVOLÍIÐ, sem hefur verið starfrækt á Faxagarði á hveiju sumri undanfarin ár, er enn komið
til landsins og hjólin eru byijuð að snúast á hafnarbakkanum. í góða veðrinu í vikunni var verið
að undirbúa starfrækslu þess og það virðist ærinn starfi að skrúfa marglitar ljósaperurnar í peru-
stæðin.
Sophia
hitti ekki
dæturnar
SOPHIA Hansen átti að hitta
dætur sínar í Istanbul í gær,
samkvæmt úrskurði um um-
gengnisrétt sem kveðinn var
upp í vikunni. Fór hún ásamt
fulltrúa fógeta og lögreglu að
heimili Halims Als en enginn
var heima þegar þangað var
komið.
Umgengnisréttur Sophiu
við dæturnar gerir ráð fyrir
að hún hafi þær um hveija
helgi frá kl. 17 á föstudegi til
kl. 17 á sunnudegi fram að
næsta úrskurði undirréttar. í
frétt frá samtökunum Börnin
heim, segir að vitað sé að
Halim A1 hafi verið tilkynnt
formlega um umgengnisrétt-
inn en þetta er í 25 sinn sem
hann er brotinn.
Fram kemur að rétta átti í
forræðismálinu 23. júní fyrir
undirrétti en lögmenn Halims
mótmæltu úrskurði Hæsta-
réttar. Varð undirréttur við
bón þeirra og sendi mótmæli
ásamt gögnum aftur til
Hæstaréttar. Dagsetning rétt-
arhaldanna fyrir undirrétti
hefur enn ekki verið ákveðin.
Tilraun
með líf-
rænt sorp
TUTTUGU heimili á Kjalar-
nesi munu taka þátt í tilraun
sem Iðntæknistofnun hefur
umsjón með sem felst svokall-
aðri heimajarðgerð. Munu
fjölskyldurnar endurvinna líf-
rænt sorp sem til fellur á
heimilum þeirra. Einnig munu
20 íbúar í Færeyjum og 10 á
Grænlandi taka þátt í tilraun-
inni.
íbúarnir fá ílát þar sem
þeir setja matarúrgang, garð-
aúrgang og lífrænt efni sem
til falla á heimilunum og er
gert ráð fyrir að úrgangurinn
brotni niður á um þremur
mánuðum og verði að mold í
ílátunum.
í verkefni stofnunarinnar
sem lauk fyrir um ári síðan
kom í ljós að hægt væri að
lækka sorphirðukostnað
smærri sveitarfélaga verulega
ef íbúarnir flokkuðu sorp og
stunduðu heimajarðgerð.
Kostnaður við SVR hf.
Að ósk meirihluta stjórnar SVR
hefur verið samþykkt að aflað
verði svara um hver heildarkostn-
aður hafi verið í sambandi við
breytingu SVR í hlutafélag á síð-
asta ári og tilkomu stjómamefndar
um almenningssamgöngur. Meðal
annars er óskað upplýsinga um
kostnað við gerð skýrslu um breyt-
inguna í hlutafélag, verktakaút-
tekt, viðbótarkostnað SNA vegna
flutnings og uppbyggingu á nýjum
stað, viðbótarkostnað og hækkun
launa vegna nýrra ráðningarsamn-
inga og stjómsýslukostnað SVR
hf. Er óskað eftir því að þessar
upplýsingar verði gefnar í skrif-
legri skýrslu eigi síðar en 1. ágúst
næstkomandi.
Kristján Jóhannsson syngur aftur í Aidu í Covent Garden
Mögulegt með mikilli reynslu
„ÞAÐ ÞARF mikla reynslu til að
geta þetta, ég myndi ékki gera
það annars, padrone della voce,
segja þeir á Ítalíu. Annars myndi
ég ég ekki mæla með þessu.“
Kristján Jóhannsson óperusöngv-
ari var enn á leið í flug frá heim-
•ili sínu við Garda-vatn á Ítalíu til
Englands. Morgunblaðið náði í
hann um hádegisbil í gær, en í
kvöld syngur hann aftur í Covent
Garden-ópemnni í Lundúnum.
Þar stökk hann síðastliðinn
miðvikudag með einnar nætur
fyrirvara í hlutverk Radamesar
í óperunni Aidu eftir Verdi vegna
forfalla tenórs. Sýningin þá um
kvöldið þótti takast feiknavel og
Kristján kveðst ekki hafa fundið
til þreytu eftir erfiðið fyrr en
heim var komið í fyrradag. Ekki
gafst þó langur hvíldartími, enn
bilaði rödd tenórsins í óperunni
og Kristján var beðinn að koma
strax aftur. Vel má vera, að
hans sögn, að hann syngi einnig
í Aidu á þriðjudaginn og ef til
vill öllum sýningunum fimm sem
eftir eru.
Sungið hlutverkið
70 sinnum
Kristján kveðst hafa sungið
þetta hlutverk einum 70 sinnum
og fafið eins að nú og fyrr.
Stjórnandinn í Covent Garden
hafí fylgt honum mjög vel eftir
á miðvikudagskvöldið og allt
gengið að óskum. Starfsfólk óp-
emnnar sé afar elskulegt og eins
hjálpi að hann þekki
hina söngvarana
persónulega.
Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem
Kristján skellir sér
upp á óperusvið án
fyrirvara. í vetur
náði hann rétt að
fara úr skíðaskónum
áður en hann söng í
Múnchen og sömu-
leiðis hefur hann
bmgðist við kalli
Vínaróperunnar.
Áhættan er engu að
síður fyrir hendi og
........ _ Kristján Jóhannsson
ekki á hvers manns færi að taka konsert í
hana. Strákarnir okkar þurfa að fá að
í ferðinni nú um helgina ætlar skoða svolítið heimahagana."
Kristján að lesa
.áfram og læra óper-
una Vald örlaganna
sem hann syngur hér
heima í haust. Svo
styttist í mánaðarfrí
sem hann hefur
geymt sér lengi.
Hann ætlar með fjöl-
skyldu sinni til Sví-
þjóðar í ágúst og síð-
an heim til íslands
„þar sem kannski
næst að keyra hring-
inn áður en sumarið
er úti. Þetta verður
gott frí og aðeins einn
Ósló sem rýfur það.
I
I
I
I
i
I
i
■
E
|
i
E
É
I
I
.
s
I
i
i
I
f-