Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 6

Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 6
6 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kofabyggingar, arfareyting og ævintýranámskeið í góða veðrinu Tómas sjö ára. Eva, átta ára, reytti arfa. Sumarið er tími barnanna Albert, fimm ára, gætti þess að vel væri að verki staðið. Ásdís Eva, tveggja ára. SUMARBLÍÐA var áfram í gær og fjöldi fólks stytti sér stundir utandyra líkt og undanfarna blíðviðrisdaga. Margir eru létt- klædir, hjóla um eða sitja á kaffihúsi. Aðrir fá sér ís eða göngutúr. Sumarið er ekki síst tími barnanna, mörg fara á leikjanámskeið, smíða sér kofa, gróðursetja og hjálpa pabba og mömmu, Hkt og þessir krakkar sem urðu á vegi ljósmyndara og blaðamanns Morgunblaðsins í gærdag. Þótt sólin skini ekki ýkja mikið var hlýtt í veðri og Tóm- as, sjö ára, var að smíða sér kofa í skólagarði við Stekkjar- bakka. „Eg kem þegar ég get, en stundum er ég of þreyttur. Þá hvíli ég mig. Stundum fer ég líka í afmæli og þá kem ég ekki,“ segir Tómas og hélt áfram að saga en hann var að ganga frá dyrunum og var líka búinn að smíða forláta stiga. Systkinin Eva, átta ára, og Albert fimm ára, voru að reyta arfa og vökva, ásamt pabba sín- um Finnboga. Eva hellti úr könnunni og Albert gætti þess að allt færi fram eftir settum reglum. Þau systkinin eru á leið í sumarfrí ásamt foreldrum sínum. Ætla þau í sumarbústað og vildu skilja vel við skikann sinn. Ásdís Eva, tveggja og hálfs árs, var ekki ýkja ræðin en lét ekki sitt eftir liggja og hjálpaði bróður sínum og mömmu í garðinum við að reyta arfann. Ævintýranámskeið í Nauthólsvíkinni var hópur hressra krakka að ljúka tveggja vikna ævintýranám- skeiði Þróttheima. Voru þau að koma úr róðri um hádegisbil í SSSsEí. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞESSI litla stúlka sem ekki vildi láta nafns síns getið vökvaði gróðurinn af stakri fagmennsku. glampandi sólskini og voru býsna ánægð með sinn hlut. Auk róðranna sögðust þau með- al annars hafa farið í fjallgöngu og lært á línuskauta og segl- bretti. Bryndís, einn leiðbein- endanna, sagði að krakkarnir hefðu einnig farið í tvær útileg- ur. Þar að auki hefðu þau farið í sund og í bæjarferðir, hjólað og dorgað. „Skemmtilegast fannst þeim að Ijalda og gista í skála yfir nótt. Sum höfðu aldrei Ijaldað áður og einnig fannst þeim gaman að vera að heiman í fyrsta sinn og fá að vaka. Söfn um allt land taka þátt í þj óðminjadegi ÞJÓÐMINJADAGUR verður annað árið í röð næstkomandi sunnudag og í tilefni af honum munu söfn víða um land hafa opið og brydda upp á nýbreytni. Til að mynda verða heyannir á Akureyri, aðgangur verður ókeypis á lækningaminjasafni á Nesstofu og í dag, laugar- dag, verður viðhöfn vegna opnunar endurbyggingar síldarbrakka á Siglufírði. Um allan heim er 18. maí nokkurs konar þjóðminjadagur en að sögn Lilju Árnadóttur safnstjóra á Þjóðminjasafni íslands er það ekki talin heppileg dagsetning hér. Því hafí verið ákveðið að hafa hann þegar lengra væri liðið á sumarið og búast mætti við betra veðri. SÍLDARBRAKKINN á Siglufirði verður vígður í dag, laugar- dag. Þessi mynd er tekin í desember 1990 áður en hann var fluttur og áður en endurbyggingin hófst var brakkinn færður til. Þjóðminjadagsins verður minnst á byggðasöfnum víðsvegar um landið á sunnudaginn og verður víða bryddað upp á ný- breytni í starfsemi safnanna og gömul vinnubrögð rifjuð upp. Heyannir á Akureyri Minjasafnið á Akureyri og Lauf- ásbær efna til heyanna á þjóð- minjadaginn. Þær munu fara fram á Laufási frá kl. 13 til 17 og munu félagar úr félagi aldraðra í Eyjafirði heyja með gamla laginu og sýna auk þess gömul vinnu- brögð á borð við mjólkurvinnslu, hlóðaeldun,_ pijón og upplestur í baðstofu. Ókeypis verður inn á söfnin á sunnudeginum. Nesstofusafn er sérsafn á sviði lækningaminja og er hluti af Þjóð- minjasafni íslands. Það er til húsa í Nesstofu á Seltjarnamesi. Nes- stqfan er eitt af elstu steinhúsum á íslandi og var byggð á árunum 1761 til 1763 fyrir Bjarna Páls- son, fyrsta landlækni Islendinga. Meðal annars verða til sýnis sum af elstu lækningatækjum safnsins; bílda, blóðhorn, brennslujám, hankanálar og fleira. Einnig verð- ur safn gleraugna, sem sýnir gler- augnatískuna frá 17. öld fram til 1970. Þjóðminjadagur um allt land Ýmislegt verður á döfínni um allt Iand á þjóðminjadaginn, sunnudaginn 10. júlí, og stiklaði Lilja Árnadóttir á stóru í þeím málum fyrir Morgunblaðið. í Reykjavík verður leiðsögri um sýn- inguna Leiðin til lýðveldis, sem er í Aðalstræti 6 við Ingólfstorg, kl. 14 og 15.30. Leiðsögn verður um Sjóminjasafnið í Hafnarfirði kl. 15 og sýning verður í Brydepakkhúsi. Vígsla endurbyggingar svo- nefnds síldarbrakka og opnun Síldarminjasafns á Siglufirði var í gær en 8. júlí fyrir 91 ári hófst síldarævintýrið á Siglufirði með komu mikils flota norskra skipa. Örlygur Kristinsson á Síldar- minjasafninu segir að með vígslu brakkans megi segja að safnið sé komið heim. Það sé komið í skemmtilegt umhverfí, sem allt miðist við að þar sé safn. Á Siglu- fírði er einnig kominn vísir að síld- arbræðsluminjasafni. Á sunnudeg- inum verður opið í tilefni af þjóð- minjadeginum, að sögn Örlygs. Lummusteiking á hlóðum Myndir af atburðunum uppá Skaga lýðveldisárið 1944 verða í Byggðasafninu í Görðum á Akra- nesi og á ísafirði verður Sjóminja- safnið í Turnhúsinu opið. Opið hús verður í safnahúsinu á Húsavík og á Grenjaðarstað verður gamli torfbærinn til sýnis eins og venja er. Á Burstafelli í Vopnafirði verð- ur mikil dagskrá; lummusteiking á hlóðum, smjör strokkað, tóvinna, upplestur, harmonikuleikur og heyskapur, svo fátt eitt sé nefnt. Byggðasafn Austur-Skaftfellinga á Höfn verður rneð lýðveldissýn- ingu í Gömlu búð. Þar verða með- al annars til sýnis skjöl, ljósmynd- ir, póstkort, minnispeningar og fleira sem tengist ártölunum 1851, 1874, 1904, 1930 og 1944. Lilja Árnadóttir segir að á mun fleiri byggðasöfnum um allt land verði bryddað upp á einhveiju í tilefni dagsins. Ovissa um framtíð Gunnars- holtshælis ÓVISSA ríkir enn um framtíð Gunn- arsholtshælisins á Rangárvöllum en fjárveiting til rekstrar heimilisins á þessu ári er uppurin. „Við fengum 15 milljónir til rekst- ursins í haust en áætlaður rekstrar- kostnaður á ári er um 30 milljónir. Þannig að þessar 15 milljónir eru búnar,“ sagði hann. „Á þessum tíma- mótum er því ekki ástæða til að halda upp á 40 ára afmælið þegar jafnvel ekkert er að borða fyrir þá fáu sem eftir eru,“ sagði Þorsteinn Sigfússon forstöðumaður Gunnars- holtshælisins, en sunnudaginn 10. júlí verða 40 ár frá því hælið tók til starfa. Ótal árangurslausir fundir Síðastliðið haust ákvað heilbrigð- isráðherra að loka heimilinu. Öllu starfsfólki var sagt upp en síðan endurráðið, þar sem ekki reyndist unnt að finna heimilisfólki annan samastað. Ótal fundir hafa verið haldnir með aðstoðarmanni fyrrver- andi heilbrigðisráðherra um framtíð heimilisins en án árangurs. Sighvat- ur Björgvinsson heilbrigðisráðherra segist enn ekki hafa náð að kynna sér málefni heimilisins, en hann er nýtekinn við embætti. Hann sagði þó að í hans huga heyrði heimilið fremur undir félagsmálaráðuneytið en héilbrigðisráðuneytið, þar sem um vistunarstofnun en ekki heil- brigðisstofnun væri að ræða. I Gunnarsholti eru 15 vistmenn en hægt er að taka við allt að 35 mönnum. „Það er þörf fyrir þetta hæli,“ sagði Þorsteinn. „Það hefur enginn verið skrifaður inn síðan um áramót og þessir 15 sem hafa farið frá áramótum hafa sumir komið sér fyrir á öðrum stöðum en aðrir eru á götunni.“ Byggingarnefnd hæstaréttarhúss Lóðin við Lindarg’ötii enn besti kosturinn B Y GGINGARNEFND fyrirhugaðs dómhúss Hæstaréttar hefur yfirfarið 18 tillögur sem fram hafa komið um staðsetningu hússins, en að sögn Þorsteins Pálssonar dómsmálaráð- herra er nefndin enn þeirrar skoðun- ar að sá kostur sem fyrir liggur um að reisa húsið á lóðinni Lindargötu 2 sé besti kosturinn. Þorsteinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að engin sérstök umræða hefði orðið um frekara samráð við borgaryfirvöld um staðsetningu dóm- hússins. Hann sagði að nýjum borg- arstjóra hefði á fundi verið kynnt húsið og sögu og aðdraganda máls- ins. Þorsteini hafði í gær ekki borist bréf frá borgarstjóra varðandi málið sem sent var til hans í fyrradag og vildi hann því ekki tjá sig um það. í bréfínu kemur fram að viðræðu- nefnd sem skipuð var af borgarstjórn 13. júní s.l. um byggingu dómhúss óski eftir að fá skýra afstöðu dóms- málaráðuneytisins annars vegar um hvort ráðuneytið væri enn þeirrar skoðunar sem það lýsti í bréfí til borgarráðs 14. febrúar s.l. um að kannaðir yrðu á ný þeir kostir sem til greina koma fyrir dómhúsið, og hins vegar hvort sú könnun feli í sér að leita eigi að lóð fyrir það hús sem þegar hefur verið hannað á lóðinni Lindargötu 2 eða að leitað verði að lóð fyrir aðra útfærslu á húsi fyrir Hæstarétt. I I I I * ) > I ) I > I > > i i i \ [ l i i i i \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.