Morgunblaðið - 09.07.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 9
AKUREYRI
-
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sjómenn
í slysa-
varnarskóla
SLYSAVARNASKÓLI sjó-
manna efndi til björgunaræf-
ingar á Akureyri í gær þar sem
þyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, gegndi stóru hlutverki.
Skip skólans, Sæbjörg, hefur
legið í höfninni seinustu vikur
meðan námskeið fyrir sjómenn
frá Akureyri og Skagaströnd
hefur staðið yfir.
Er þetta 10. námskeið skól-
ans í sumar, en Sæbjörg hefur
siglt á milli bæja, og jafnframt
það seinasta fyrir sumarfrí sem
skólinn fer nú í fram á haust-
mánuði, en Sæbjörg mun liggja
áfram við bryggju á Akureyri
yfir sumarmánuðina, bæjarbú-
um til augnayndis.
Hafsteinn Hafsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar,
Hilmar Snorrason, skólsfjóri
Slysavarnaskóli sjómanna, og
Jón Ingi Halldórsson, skipstjóri
á Margréti EA, voru meðal
þeirra sem fylgdust grannt með
björgunaræfingunni á Akur-
eyri í gær.
Listasumar ’94
Laugardagur 9. júlí
SJÓNÞING 1994, vísindaaka-
demía í Deiglunni í boði Bjarna H.
Þórarinssonar opnar og stendur til
17. júlí. Leyndir
draumar, leik-
listarnámskeið
fyrir fólk eldra en
25 ára hefst undir
stjóm Hlínar Agnarsdóttur. Borg-
hildur Óskarsdóttir og Adolfo Has-
enkamp opna sýningar á verkum
sínum í Myndlistarskólanum á Ak-
ureyri.
Sunnudagur 10. júlí
SUMARTÓNLEIKAR í Akur-
eyrarkirkju klukkan 17, David Titt-
erington leikur á orgel. Aðgangur
ókeypis. Gönguferð undir leiðsögn
um Innbæinn frá Laxdalshúsi
klukkan 13.30.
SVONA rakstrarvélar þættu ekki afkastamiklar nú en voru eitt
sinn bylting. A morgun verður heyjað með gamla laginu að
Laufási til að viðhalda þekkingu á gömlu vinnubrögðunum.
Samkomur og kirkjuhald
Akureyrarkirkja
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Ak-
ureyrarkirkju á morgun, sunnudag-
inn 10. júlí klukkan 11. David Titt-
erington, gestur Sumartónleika
leikur sérstakt verk við athöfnina
en hann leikur síðan á tónleikum í
kirkjunni klukkan 17.
Hvítasunnukirkjan
í DAG, laugardaginn 9. júlí, verð-
ur samkoma í umsjá ungs fólks í
Hvítasunnukirkjunni, og hefst hún
kl. 20.30. Á morgun, sunnudag,
hefst safnaðarsamkoma klukkan
11 og vakningarsamkoma kl. 20.
Trúboðshópur sem fór til ísafjarðar
sér um samkomuna. Næstkomandi
miðvikudag, 13. júlí kl. 20, verður
lesið úr Biblíunni og bænasamkoma
haldin, þar sem m.a. verður beðið
fyrir sjúkum og sungið.
Kaþólska kirkjan
MESSUHALD í Kaþólsku kirkj-
unni, að Eyrarlandsvegi 26, verður
með eftirfarandi hætti þessa helgi;
í dag, laugardaginn 9. júlí, klukkan
18 og á morgun, sunnudag, klukkan
11.
Heyjað með
gamla laginu
MINJASAFNIÐ á Akureyri og
Laufásbærinn efna á morgun,
sunnudag, til heyanna að Lauf-
ási frá klukkan 13 til 17. Með-
limir Félags aldraðra í Eyjafirði
heyja þar með gamla laginu og
sýna auk þess ýmis önnur göm-
ul vinnubrögð, úti sem inni.
Á morgun er einnig sk. þjóð-
minjadagur, og því enginn að-
gangseyrir heimtur af gestum
sem vilja skoða Laufássafnið og
Minjasafnið á Akureyri.
Skóflustunga að nýrri sjúkrahússálmu
Fyrri áfanga
á að ljúka í
árslok 1997
SIGHVATUR Björgvinsson, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, tekur í dag skóflastungu
að nýrri legudeild við Fjórðungs-
sjúkrahús Akureyrar. Álman er
viðbyggð sjúkrahúsinu og mun
verða rúmir 4.100 fermetrar að
stærð á fjórum hæðum, auk kjall-
ara. Framkvæmdir verða unnar í
tveimur áföngum og á fyrri
áfanga, uppsteypu hússins og inn-
rétting barnadeildar, að vera lokið
um áramótin 1997-1998. Áætlað-
ur kostnaður við fyrri áfanga nem-
ur 290 milljónum króna, að sögn
Vignis Sveinssonar, framkvæmda-
stjóra FSA.
Ekki liggur ljóst fyrir hversu
hratt seinni áfangi byggingarinnar
verður unninn, en framkvæmdir
við fyrri áfanga hefjast á mánu-
dag. „Byggingin hefur geysilega
mikla þýðingu fyrir starfsemi
sjúkrahússins. Hún leysir hús-
næðisvanda okkar sem hefur verið
mjög mikill, og sérstaklega hvað
varðar barnadeild sjúkrahússins
og þar að auki munu margar aðr-
ar deildir og þjónustueiningar fá
aukið rými í kjölfar byggingarinn-
ar,“ segir Vignir.
FSA er þriðja stærsta sjúkrahús
landsins, og segir Vignir viðbygg-
inguna auka mikilvægi sjúkra-
hússins fyrir Norðurland og sem
aðalvarasjúkrahús utan höfuð-
borgarsvæðisins.
„Rúmum í notkun hefur fækkað
á undanfömum ámm vegna
ýmissa breytinga sem hafa átt sér
staðar, svo sem sífellds aukins
tækjabúnaður kringum sjúklinga
á sjúkrastofum sem hefur komið
í veg fyrir að hægt væri að full-
nýta þær, auk krafna um fækkun
á rúmum. Með auknu húsnæði
gefst möguleiki á fullnýtingu á
nýjan leik,“ segir Vignir.
Gítarhátíð á Akureyri
Oscar Ghiglia heldur
námskeið og tónleika
GÍTARHÁTÍÐ hefst á Akureyri
þriðjudaginn nk., þar sem gítar-
leikarinn Oscar Ghiglia, sem af
mörgum er talinn í hópi fremstu
gítarleikara í heiminum í dag,
heldur námskeið og tónleika fyrir
gítarnemendur og kennara. Gítar-
hátíðin er nú haldin í þriðja skipti
á Akureyri.
Ghiglia hefur haldið námskeið
og tónleika um heim allan, og
verið til margra ára fastráðinn við
Aspen-tónlistarhátíðina í Banda-
ríkjunum. Hátíðin verður sett á
þriðjudag með tónleikum Ghiglia
í Akureyrarkirkju klukkan 20.30,
en námskeið hans hefst næsta dag
á sal Tónlistarskólans á Akureyri
og stendur til 16. júlí. Örn Viðar
Erlendsson, framkvæmdastjóri
hátíðarinnar, segir að umsóknir
um þáttöku hafi borist frá bæði
innlendum og erlendum gítarleik-
um, en innlendir tónlistarmenn
hafi þó forgang, auk þess sem
hægt sé að sitja námskeiðið sem
hlustandi fýrir vægt gjald.
Fjöldi tónlistarmanna leika á
hátíðinni. Einar Kristján Einars-
son, gítarleikari og Martial Narde-
au, flautuleikari, spila í Akur-
eyrarkirkju miðvikudaginn 13.
júlí, Arnaldur Arnarson, gítarleik-
ar, kemur hingað sérstaklega frá
Spáni og leikur í kirkjunni 14.
júlí, nemendur námskeiðisins leika
í Deiglunni 15. júlí og hinn 16.
júlí leika tónlistarmenn á borð við
götuspilarann K.K. og Guðmund
Pétursson blústónlist í Deiglunni.
Bifreiðastjórar
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið
Fæst í Kirkjuhúsinu,
Kirkjutorgi 4, í verslun-
inni Jötu, Hátúni 2,
Reykjavík og í Hljómveri,
Akureyri.
Verð kr. 200.
| Orð dagsins, Akureyri.
Bílamarkaöurtnn^Z ^rspSrn ef«ir
nýlegum, góðum bílum.
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
Vantar slíka bfla á skrá
og á sýningarsvæðið.
Opið: Laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-18.
Útsalan er hafin
40% afsláttur
TESSv Neðst viS
B 041 \y^Dunhaga,
s: 622230
OpiS virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14