Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 10

Morgunblaðið - 09.07.1994, Side 10
10 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Biskupshjónin heimsækja Skafta- fellsprófastsdæmi í NÆSTU viku mun biskupinn yfir íslandi, hr. Ólafur Skúlason, heim- sækja presta og söfnuði í Skaftafells- prófastsdæmi ásamt konu sinni frú Ebbu Sigurðardóttur. Þau hjónin hefja heimsókn sína'þriðjudaginn 12. júlí í Bjarnanesprestakalli með messu í Stafafeilskirkju í Lóni og hefst hún kl. 11. Biskup messar síðan í Hafnar- kirkju kl. 18 sama dag og Bjarnanes- kirkju kl. 11 á miðvikudag. Biskup heldur síðan áfram vestur á bóginn, messar, hittir söfnuði og presta og heimsækir stofnanir. Síð- asta messan er í Skeiðflatarkirkju í Mýrdal þriðjudaginn 19. júlí kl. 11 og heimsókninni lýkur með helgi- stund í Sólheimakapellu kl. 16. í Homafirði mun biskupshjónin heimsækja ýmsar stofnanir m.a. verður helgistund í Skjólgarði, dval- arheimili aldraðra. Þá munu þau skoða fiskvinnslu Borgeyjar hf. og fara í heimsókn í Byggðasafnið, sigla út fyrir Hornafjarðarós með hafn- sögubátnum Birni lóðs og skreppa upp á Vatnajökul. Prófastshjónin sr. Sigurjón Ein- arsson og Jóna Þorsteinsdóttir verða í fylgd með biskupi. Biskupi er mjög í mun að hitta sem flesta á ferð sinni. Safnafólk í Skaftafellsprófastsdæmi er því hvatt til þess að fjölmenna í messurnar. Eftir hveija messu verða fundir þar sem hægt verður að hafa tal af bisk- upi. Allar nánari upplýsingar um ferðir biskupsins gefa prestarnir á hveijum stað. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Táknræn athöfn þegar fjárhúsin á Svanshóli í Bjarnarfirði voru brennd Abúendum fækkar enn Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson FJÁRHÚSIN á Svanshóli sem eiga sér langa sögu brenna til grunna. Laugarhóli - Það fór fram tákn- ræn athöfn að Svanshóli í Bjamar- firði um síðustu helgi, þegar brennd voru til grunna gömlu fjárhúsin efst í túninu þar, en þau standa við fjallsrætur og eiga sér langa og merka sögu. Með því að þessi hús eru brennd er í raun lokið búskap á Svanshóli, sem um langt skeið var höfuðból Bjamarfjarðar. Var þar rekið rannsóknarbú með til- raunir og með vissum styrk yfir- valda, af Ingimundi Ingimundar- syni. Fyrir rúmum áratug tók svo sonur hans, Ólafur Ingimundarson við rekstri búsins. Á síðastliðnu ári, seldi Ólafur Ingimundarson á Svanshóli í Bjarn- arfirði, mestan hluta sauðfjárkvóta síns og hóf að fullu störf sem bygg- ingarmeistari og vinnur nú á Hólmavík. Þar með lauk eiginlega langri sögu bújarðarinnar Svans- hóls, þar sem Svanur galdramaður nam land og skaut skjólshúsi yfir ástmenn Hallgerðar Langbrókar, frænku sinnar og villti um fyrir þeim er eftir sóttu er menn hennar höfðu verið myrtir. Við hann eru ýmis ömefni kennd, eins og Svansgjá er nær frá Svanshóli norð- ur í Kaldbak. Þar inn gekk Svanur er hann fórst á Húnaflóa, að því er sagan segir. Ingimundur Ingimundarson hefir búið á Svanshóli alla sína búskapar- tíð. Hluta þess tíma rak hann opin- berlega tilraunabú með styrk og nákvæmu skýrsluhaldi. Að loknum búskap byggðu hann og kona hans sér elliheimili í túni jarðarinnar. Vori þeir bræðurnir Ingimundur á Svanshóli og Arngrímur í Odda helstir hvatamenn hverskonar menntunar og íþróttaiðkana um langt skeið. Meðal annars börðust þeir fyrir byggingu skólamann- virkja og félagsheimilis á Klúku, sem tekið var í notkun og vígt árið 1972, en nú hefir skólinn þar verið af lagður, eftir 22 ára notkun hinna miklu mannvirkja og verða nemend- ur í skólum á Hólmavík og Drangs- nesi næsta vetur. Það var því í raun táknræn at- höfn um helgina, þann 2. júlí, er Ólafur bóndi bar eld að gömlu fjár- húsunum á staðnum og brunnu þau til ösku á skömmum tíma. Að bruna loknum var svo fengin til vél til að hreinsa byggingarstæðið, svo þar mætti vaxa gróður á rústunum. Á síðastliðnu ári, gerðu nemend- ur Klúkuskóla rannsókn á stærð oggerð og notum fjárhúsanna. Kom þá í ljós að auk þess, sem þekktar eru álfasögur úr þessum fjárhúsum, sem fluttar hafa verið í hljóðvarp, höfðu þau gegnt margskonar hlut- verkum um dagana. Þar höfðu ver- ið sauðkindur, kálfar, hestar, endur og nú síðast hænsn. Varð því niður- staða rannsóknarinnar sú að þetta væru í raun fjölnotahús. Þeir sem fréttaritari ræddi við voru á einu máli um að þetta væri táknrænt fyrir fækkun bænda og heimila í Bjarnarfirði, sem og víðar á Ströndum og í öðrum svonefndum útkjálkabyggðum landsins. Þó fannst mönnum til fyrirmyndar að brenna rústirnar og hreinsa, en láta þær ekki grotna niður sem mengun á umhverfinu. 01 Q7n LARUSÞ.VALDIMARSSON.framkvæmdastjori L I I JV’L I 0 I U KRISTJAN KRISTJANSSON. loggiltup fasteignasaii Ný á fasteignamarkaðnum m.a. eigna: Ný sérhæð f tvíbýli glæsil. neðri hæð 4ra herb. 104,3 fm. Allt sér. Góður bílsk. Langtíma- lán kr. 4,6 millj. Frág. lóð. Vinsæll staður í litla Skerjafirði. Úrvalseign - frábært útsýni Við sjávarsíðuna á Seltjarnarnesi raðh. tvær hæðir 221,2 fm með innb. bflsk. Glæsil. lóð. Með frábæru útsýni við Dingjuveg Stór og sólrík 3ja herb. (b. á jarðh./kj. um 90 fm. Sérinng. Bað og eldh. þarf að endurn. Tvíbýli. Tilboð óskast. Lítil séríbúð - stór bílskúr Mjög góð 2ja herb. íb. tæpir 50 fm á jarðh./kj. við Laugarnesveg. Sérinng. Sérhiti. Stór og góður bílsk. (vinnuhúsn.) 49,5 fm. Með góðum lánum í gamla bænum Stór og sólrík 3ja herb. hæð í reisul. steinh. við Grundarstíg. Nýtt parket. Nýtt gler. Góð langtl. um kr. 4 millj. Tilboð óskast. Lftil séríbúð við Hraunbæ Mjög góð 3ja herb. séríb. á 1. hæð með sérinng. Gott lán fylgir. Til- boð óskast. Tækifæri seljandans 3ja-4ra herb. íb. óskast í byggingu í borginni eða nágrenni. Þarf að vera á 1. hæð. 3ja herb. góð íb. óskast í vesturborginni, við Eiðistorg eða nágrenni. Greidd við kaupsamning. Fjöldi af góðum eignum, sérh., einb. og góðum íb. á skrá í eignaskipt- um. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opiðídag kl. 10-14. Reyndir sölumenn. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlf 1944. ALMENNA FASTEIGNASALAW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 t ............-i——— * Opið hús - Opið hús Eftirt. eignir eru til sölu, og til sýnis í dag frá kl. 14-16: Bauganes 39. 3ja herb. Mjög falleg íb. á 1. hæð. (Lísa). Hjallavegur 14. 4ra herb. mikið endurnýjuð sérhæð. Óinnréttað ris fylgir. (Svana). Engihjalli 11, íbúð f1. 4ra herb. íb. á aðeins kr. 5 millj. Áhv. 2,3 millj. (Margrét). Hörðaland 8. 4ra herb. íb. á 3. hæð í Fossvogi. (Krist- leifur og Bjamveig). Rekagrandi 3. Mjög falleg 4ra herb. íb. á 4. hæð. (Bjarni og Sigurlaug). Skipholt 44. Mikið endurnýjuð 3ja herb. íb. á 1. hæð. (Björgvin og Ólafía). Sólbraut 11 Seltj. Mjög vandað einbýlishús með bíl- skúr. (Fjóla). Grænamýri 2 Seltj. Mjög vandað nýtt einbýlishús ásamt bílskúr. Fullfrág. utan og innan. Ársalir - fasteignamiðlun - 624333 ----------- J Ptot0tndþ(nbib - kjarni málsins! Leikskólabörn sungu fyrir skipstjórann SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Hanseatic kom fyrir skömmu til Grundarfjarðar og er þetta í annað skipti sem slíkt skip kemur í bæinn. Skipið er frá Þýskalandi en er skráð í Nassau í Afríku og er á vegum ferðaskrifstofunnar Atlantica. Skipið fór frá Grund- arfirði til Akureyrar, Flestir far- þegarnir fóru með rútum í skoð- unarferð til Olafsvíkur, Arnar- stapa og Búða og voru alþr mjög ánægðir með ferðina. Börn af leikskólanum Sólvöllum komu um borð í skipið í skoðunarferð og sungu fyrir skipstjórann og vakti það mikla athygli. Skip- stjórinn er norskur og heitir Hartvig Van Harling. Farþegar um borð eru 141 auk 110 manna áhafnar. ----♦ » ♦---- Dagskrá á Þingvöllum ÞINGVALLAÞJÓÐGARÐUR efnir til í dag og á morgun til lengri og skemmri gönguferða, barnasam- vera og guðsþjónustu. Á laugardag mun Sigurður G. Tómasson stjórna gönguferð undir yfirskriftinni: Mínir Þingvellir. Þann dag verður bamastund við Þing- vallakirkju, náttúruskoðunarferð í nágrenni Oxarárfoss, og ganga um þinghelgi fyrir enskumælandi fólk. Á sunnudag verður barnastund í Hvannagjá og stutt göngufeð um þinghelgi. Tvær langar gönguferðir verða þennan dag. Önnur verður farin í Lambhaga og Vatnskot en hin í Skógarkot og Vatnskot. Dag- skrá helgarinnar lýkur með guðs- þjónustu í Þingvallakirkju. ----*_♦_♦---- Gönguferð í Héðinsfjörð Siglufirði - Skipulögð hefur verið gönguferð yfír í Héðinsfjörð sunnu- daginn 10. júlí nk. í fylgd leiðsögu- manna. Áætlað er að leggja af stað frá dæluskúr í Skútudal kl. 8. Gengið verður upp Skútudal og yfir Hólsskarð og niður Ámárdal en þar mun verða tekið á móti göngufólkinu og þeim sagt frá at- hyglisverðri sögu staðarins og helstu kennileitum. Fólki verður síð- an boðið upp á siglingu til Siglu- fjarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.