Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 11
Greiðslu-
kort til
Rúmeníu
Búkarest. Reuter.
GREIÐSLUKORT hefja inn-
reið sína í Rúmeníu í septem-
ber, en þá geta útlendingar þar
í landi tekið út fé og innt
greiðslur af hendi með kredit-
kortum.
Fimm rúmenskir bankar
hafa stofnað greiðslukortafyr-
irtæki í samvinnu við Visa Int-
ernational og stefnt er að því
að Rúmenum gefist kostur á
að nota kortin á næsta ári.
Keyptur hefur verið nauð-
synlegur tölvubúnaður fyrir
greiðslumiðlunina og sérfræð-
ingar eru nú að tengja bankana
fimm við stjórnkerfi Visa Inter-
national um gervihnött.
Leikfanga-
stríð harðnar
London. Rcuter.
BANDARÍSKA leikfangafyrir-
tækið Hasbro hefur hækkað
tilboð sitt í hlutabréf breska
fyrirtækisins JW Spear & Sons
Plc í 16,96 dollara bréfíð. Til-
boðið er þá orðið 57,3 milljónir
punda eða um sex þúsund millj-
ónir króna. Fyrirtækið Mattel,
sem er annar leikfangarisi,
bauð 52 milljónir punda.
Fyrirtækið sem barist er um
varð fyrst til að setja á markað
hið vinsæla spil Scrabble. Dótt-
urfyrirtæki Hasbro á fyrir
26,7% hlut í JW Spear.
Fyrir hálfu öðru ári féll
Mattel frá milljóna dollara
málaferlum gegn Hasbro eftir
að síðamefnda fyrirtækið hafði
samþykkt að breyta brúðunni
Sindy svo að hún líktist síður
Barbie-brúðunni sem Mattel
hefur hagnast mikið á.
Packer eyk-
ur umsvif á
fjölmiðla-
sviðinu
Sydney. Reuter.
FJ ÖLMIÐLAB ARÓNINN
Kerry Packer kveðst ætla að
auka kaupgetu sína með því
að sameina umsvifin í sjón-
varpsrekstri og tímaritaútgáfu
í Ástralíu og koma á fót risa-
vöxnu fjölmiðlafyrirtæki upp á
2,3 milljarða ástralskra doll-
ara.
Sérfræðingar segja samein-
inguna gefa til kynna að Pac-
ker, auðugasti maður Ástralíu,
stefni að því að koma á laggirn-
ar stórveldi margra fjölmiðla
með því að komast yfir fleiri
fyrirtæki.
Tvö skráð fyrirtæki Packers,
Nine Network Australia (NNA)
og Australian Consolidated
Press (ACP), segja að þau verði
sameinuð þannig að Nine muni
bjóða í öll hlutabréf ACP að
fengnu leyfi hluthafa.
í apríl varði Nine Network
318 milljónum ástralskra doll-
ara til þess að kaupa 15% hlut
í næststærsta símafélagi Ástr-
alíu, Optus Communications
Pty Ltd. í febrúar keypti Pac-
ker hlut í kvikmyndafram-
leiðslufyrirtæki í Hollywood,
Regency Enterprises.
Flugleiðir í samstarfi við indverska auðjöfurinn Ravi Tikkoo
Stofna Inclotik Airways til
áætlunarflugs á Indkindi
FLUGLEIÐIR vinna nú að því í samvinnu við indverskan auðjöfur að stofna
flugfélag á Indlandi. Indversk stjórnvöld hafa verið að auka ftjálsræði í
farþegaflugi á innanlandsleiðum og hjá þeim liggur nú fyrir umsókn um
flugrekstrarleyfi frá félaginu Indotik Airways. Er gert ráð fyrir að umsókn-
in fáist fljótlega áfgreidd og að starfsemin geti jafnvel hafíst í október nk.
Um verður að ræða áætlunarflug til alls um 11 áfangastaða víða á Ind-
landi sem ein Boeing 737-300 og tvær Boeing 757 þotur munu sinna. Ind-
verski fjármálamaðurinn Ravi Tikkoo sem hefur sjálfur bækistöðvar í Lond-
on, fjármagnar fyrirtækið en Flugleiðir leggja að öðru leyti til alla þekkingu
á sviði flugrekstrar, viðhalds og stjórnunar. Að auki stendur Flugleiðum til
boða 25% hlutur í Indotik Airways.
Ravi Tikkoo hefur verið talinn
auðugasti Indveijinn sem búsettur
er í Bretlandi. Fyrirtækjasamsteypa
hans var til skamms tíma skráð á
Bahama og hann átti á árum áður
alls 12 skip, þar af tvö olíutankskip
sem töldust hin stærstu í heiminum.
Tikkoo hefur sagt að hann sé að
draga sig út úr skipaútgerð vegna
þess að synir hans tveir séu að taka
við stjórnartaumunum í Tikkoo-sam-
steypunni og þeir hafi ekki áhuga á
útgerð. Eldri sonurinn, sem er þrítug-
ur verður forstjóri Indotik Airways.
Tikkoo ætlar sér stóra hluti á Ind-
landi og hyggst fjárfesta þar veru-
lega — í ferðaþjónustu, í flugrekstri
í samvinnu við Flugleiðir, í bjórfram-
leiðslu í samvinnu við þýsku Holsten-
verksmiðjurnar, í orkuveitum og í
sjávarútvegi, en þar er Tikkoo í sam-
vinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna um að byggja upp vinnslu og
veiðar á túnfíski. Indland er um þess-
ar mundir talið það hagkerfi heims
sem er í hvað örustum vexti næst á
eftir Kína.
Að sögn Péturs Eiríkssonar, fram-
kvæmdastjóra markaðssviðs Flug-
leiða, sem aðallega hefur unnið að
málinu af hálfu Flugleiða, komst á
samband milli Ravi Tikkoo og ís-
Framfærslukostnaður
Framfærsluvísitalan í júh 1994 (i?o,4)
Ferðir og flutningar (18,6)
Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5)
Matvörur(17,1)
Tómstundaiðkun og menntun (11,5)
Húsgögn og heimilisbún. (6,8)
Föt og skófatnaður (6,3)
Drykkjarvömr og tóbak (4,3)
Heilsuvernd (2,5)
Aðrar vörur og þjónusta (14,3)
FRAMFÆRSLUVÍSITALAN
Kartöflur og ávísanir
hækka vísitöluna
VÍSITALA framfærslukostnaðar
hefur hækkað um 0,2% frá því í
júní. 50% verðhækkun á kartöflum
og 217,3% hækkun á kostnaði
vegna notkunar á ávísunum valda
mestu um hækkunina.
Samkvæmt __ fréttatilkynningu
frá Hagstofu Islands varð hækk-
unin á kartöflunum til þess að
framfærsluvísitalan hækkaði um
0,1% og hækkunin á ávísunum
Kísiliðjan
olli 0,06% hækkun.
Síðastliðna 12 mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 1,6% og vísitala vöru
ogþjónustu um 1,8%. Undanfarna
þijá mánuði hefur framfærsluvísi-
talan hækkað um 0,3%, sem jafn-
gildir 1,2% verðbólgu á ári. Sam-
bærileg þriggja mánaða breyting
á vísitölu vöru og þjónustu svarar
til 0,2% verðbólgu á ári.
Ýmsir fjárfesting-
arkostir kannaðir
„HUGMYNDIR um að Kísiliðjan
kæmi með einhveijum hætti inn í
rekstur saltverksmiðjunnar eru að-
eins eitt af mörgu sem stjórn Kísil-
iðjunnar hefur hugleitt,“ segir Pét-
ur Torfason, stjórnarformaður
Kísiliðjunnar.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær hefur Hitaveita Suð-
urnesja keypt eignir og vinnsluleyfí
íslenska saltfélagsins hf. og móður-
félags þess, Saga Food Ingredients,
á Reykjanesi. Hitaveitan mun leita
kaupenda að afurðum fyrirtækisins
og jafnvel verksmiðjunni sjálfri.
Pétur Torfason sagði að fyrir
nokkrum árum hefði lögum um
Kísiliðjuna verið breytt og henni
heimilað að fjárfesta í öðrum fyrir-
tækjum.
„Við höfum ekki nýtt þessa heim-
ild, en höfum fylgst með ýmsum
möguleikum og hugmyndin um að
koma inn í rekstur saltverksmiðj-
unnar kom upp á stjórnarfundi í lok
síðasta mánaðar, þegar vitað var
að verksmiðjan var gjaldþrota.
Þetta er aðeins eitt af rnörgu sem
komið hefur til tals, en við eigum
ekki í neinum viðræðum."
Sigurður Pétur J.
Helgason Eiríksson
lensku aðilanna, Flugleiða og Sölu-
miðstöðvarinnar, fyrir tilstilli Ham-
bros-bankans breska. Pétur segir að
í reynd séu Flugleiðir að aðstoða
indverska samstarfsaðilann við að
byggja upp flugfélag frá grunni.
Nokkur erlend flugfélög hafa verið
að freista þess að ná fótfestu á Ind-
landi samfara auknu fijálsræði í
flugmálum en fæst eru komin jafn
langt og Flugleiðir í því efni. Pétur
Eiríksson segir einnig að Flugleiðir
hafí lagt í miklá vinnu vegna áætl-
anagerðar og gagnaöflunar fyrir
umsóknina um flugrekstrarleyfið. í
þessum athugunum hafí komið fram
að indverski markaðurinn með alls
um 900 milljónir íbúa sé mjög álitieg-
ur. Þar sé mikill uppgangur á flestum
sviðum, og þrátt fyrir mikla fátækt
víða séu þeir landsmenn sem vel eru
efnum búnir álíka fjölmennir og íbú-
ar Bretlands. Innra skipulag í sam-
göngumálum sé allgott og góða flug-
velli víða að fínna en engu að síður
anni samgöngukerfið engan veginn
mannfjöldanum. Þannig séu til að
mynda lestir á Indlandi með yfir
100% nýtingu vegna þess að farþeg-
arnir hangi utan á lestunum að leið
milli staða.
Að sögn Sigurðar Helgasonar, for-
stjóra Flugleiða, eru ástæðurnar sem
Ravi Tikkoo gefur upp fyrir vali á
Flugleiðum sem samstarfsaðila ekki
síst þær að gott orð fer af félaginu
í öryggismálum, það sé fánaberinn
í íslenskum flugmálum, einkarekið
og nógu smátt í sniðum til að vera
mjög sveigjanlegt og snart í snúning-
um. Sigurður segir að stjórn Flug-
leiða hafí ekki enn sem komið er
tekið afstöðu til þess hvort félagið
muni eignast hlut í Indotik Airways
og það verði vart gert fyrr en af-
greiðsla flugrekstrarleyfisins liggur
fyrir. Flugleiðir hafí þegar verið í
sambandi við kaupleigufyrirtæki sem
sérhæfi sig á flugvélamarkaði. Nóg
framboð sé af Boeing 757 en farið
að þrengjast um 737 vélarnar, þótt
fullvíst sé talið að slík vél fáist.
Fjölmiðlar
Félag stofnað um
meirihlutann íStöð 2
HLUTAFÉ það, sem Siguijón Sig-
hvatsson keypti í íslenska útvarps-
félaginu hf., hefur nú verið skráð á
hans nafn. Meirihlutinn í félaginu
áætlar að stofna félag um hlutafjár-
eign sína.
Hlutafé það, sem Sigurjón keypti,
var til skamms tíma skráð á nafn
verðbréfafyrirtækjanna sem sáu um
söluna. Nú er allt hlutafé Siguijóns
skráð á hans nafn, alls rúmar 103
milljónir og 894 þúsund krónur og
er eignarhlutur Siguijóns um 18%.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins er Siguijón væntanlégur
hingað til lands í lok júlí. Þá áætlar
nýr meirihluti að funda um framhald-
ið, en til stendur að stofnað verði
félag, sem skráð verður fyrir hluta-
fjáreign meirihlutans.
Sýning Þjóöminjasafns Islands og Þjóðskjalasafns
(slands í Aðalstræti 6 við Ingólfstorg í tilefni af 50
ára afmæli íslenska lýðveldisins. Munir, skjöl og
myndir.
Sýningarskrá. Kaffistofa.
Leiðsögn sunnudag kl. 14.00 og 15.30.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11.00-17.00.
T FTRTN TTT
Xji jXi-A JLJL N X iJL
LÝÐVELDIS