Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
Minnisvarði
um Tsjerno-
byl-slysið
MINNISVARÐI um fómarlömb
kjarnorkuslyssins í Tsjernobyl í
apríl 1986 var afhjúpaður í kirkju-
íjarði í Moskvu í gær. Yfirvöld í
Ukraínu segja að 8.000 manns
hafi beðið bana vegna sprenging-
ar og elds í lqamorkuverinu og
á myndinni standa foreldrar eins
fórnarlambsins við grafreit þess.
Búist er við að leiðtogar sjö helstu
iðnríkja heims samþykki á fundi
sínum í Napólí að veita Úkraínu-
mönnum efnahagsaðstoð, einkum
til að gera þeim kleift að loka
Tsjemobyl-verinu.
Norrænt sam-
starf einnig
innan ESB
Helsinki. Morgunblaðið.
BREYTINGAR eru fyrirsjáanlegar
í samstarfí Norðurlandaþjóða ef
Svíar, Norðmenn og Finnar gerast
aðilar að Evrópusambandinu (ESB)
um næstu áramót. Hins vegar mun
samstarf þjóðanna verða áfram
mjög náið.
Þetta var niðurstaða sumarfund-
ar forsætisráðherra Norðurlanda
sem lauk í Kerimáki í Austur-Finn-
landi í gær. Fundurinn sem var
haldinn undir stjóm Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra ákvað að
skoða stöðu norrænnar samvinnu á
nýjan leik eftir næstu áramót þegar
ljóst verður hvaða þjóðir verða aðil-
ar að ESB.
Þar sem sumarfundir forsætis-
ráðherranna em jafnan fremur
óformlegir vom engar formlegar
yfirlýsingar gefnar út að þessum
fundi loknum. Á dagskránni var
meðal annars ópemsýning í miðald-
arkastalanum Olavinlinna (sæ.
Olofsborg) í borginni Savonlinna
(Nyslott). Er þar haldin mikil ópem-
hátíð á hveiju sumri.
Náið samstarf innan ESB
Forsætisráðherrar þeirra fjögurra
Norðurlandaþjóða sem væntanlega
verða í ESB frá byijun næsta árs
sögðust stefna að því að samstarf
þeirra á milli yrði einnig náið innan
ESB. Búast mætti við myndun sér-
stakrar norrænnar fylkingar innan
sambandsins.
Esko Aho, forsætisráðherra
Finna, og Carl Bildt, forsætisráð-
herra Svía, ítrekuðu á fréttamanna-
fundi ráðherranna í gær að sam-
starfíð yrði náið.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
skýrði á fundinum frá afstöðu ís-
lendinga til ESB-aðildar. Að sögn
Davíðs er aðild íslendinga ekki tíma-
bær næstu árin á meðan fískveiði-
stefna ESB er óbreytt.
Staða norrænnar samvinnu í heild
var einnig rædd. Forsætisráðherr-
amir vom þeirrar skoðunar að nú
bæri að endurmeta starf Norður-
landaráðs, þ.e. samstarf þingmanna
á Norðurlöndum. Núverandi sam-
starf ríkisstjóma sé aftur á móti
gott.
Rússar frá Eystrasaltsríkjum
Forsætisráðherrarnir áréttuðu
einnig kröfu sína um brottför rúss-
neskra hersveita úr Eistlandi og
Lettlandi. Standa bæri við samning-
inn um brottflutninginn og honum
mætti ekki fresta. Samningurinn
kveður á um að allir rússneskir her-
menn verði farnir frá Eystrasalts-
ríkjunum fyrir lok næsta mánaðar.
Oftast var létt yfir leiðtogunum
á sumarfundinum en alvarleg mál
bar þó á góma, svo sem deilur um
fiskveiðimál.
Á fimmtudagskvöld veiddu þau
Davíð Oddsson, Gro Harlem Brandt-
land, Esko Aho, Carl Bildt og Poul
Nyrap Rasmussen fisk með ádrátt-
ameti í Puruvesivatninu. Aflinn
reyndist hins vegar lítill, aðeins fjór-
ir smáfiskar.
Li Peng móðgaði
þýsku gestgjafana
Bonn. Reuter.
ÞÝSKA dagblaðið General-Anz-
eiger sagði í gær að skyndilegar
brejrtingar Lis Pengs, forsætis-
ráðherra Kína, á ferðatilhögun
sinni, þegar hann hætti við að
hitta borgarstjóra Berlínar við
Brandenburgarhliðið og batt
skyndilega enda á heimsókn til
Weimar, hefði verið móðgun við
Þjóðveija. Blaðið Bild sagði í fyr-
irsögn: „Li Peng, móðgaði Kín-
veijinn."
Talsmaður Heluts Kohls,
kanslara, sagði að stjómin hefði
ekki áhyggjur vegna mót-
mælaaðgerðanna sem urðu til
þess að Li breytti ferðatilhögun
sinni, og liti stjómin svo á að
heimsókn hans hefði verið árang-
ursrík. Ekkert væri við mótmæla-
aðgerðir að athuga í löndum eins
og Þýskalandi, en í Kína væri
annað uppi á teningnum, og þess
vegna hefði Li móðgast.
Þýskir leiðtogar tóku Li og
viðskiptasendinefnd hans opnum
örmum, og heimsóknin hefur
skilað 3,5 milljarða dollara samn-
ingum og viljayfirlýsingum um
viðskipti við þýsk fyrirtæki.
Sumarferð Landsmálafélagsins
Varðar 16. júu í veiðivðtn
Varðarferðin verður farin laugardaginn 16.
júlí nk. Lagt verður af stað frá Valhöll v/Háa-
leitisbraut kl. 8.00.
Áð verður í Þjórsárdal um morguninn en
síðan ekið í Veiðivötn. Síðdegis verður svo
komið við í Galtalæk. Áætlaður komutími til
Reykjavíkur er kl. 19.00.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra flytur ávarp.
Aðalfararstjóri er Kristján Sæmundsson,
jarðfræðingur.
Miðasala og pantair í Valhöll mánudaginn
11. júlí til miðvikudagsins 13. júlí milli kl. 8.00
og 16.00 en fimmtudaginn 14. og föstudaginn
15. júlí frá kl. 8.00 til 18.00. Sími 682900.
Nauðsynlegt er að kaupa miða fyrirfram.
Athugið að þátttakendur hafi með sér nesti.
Allir velkomnir.
Ferdanefnd Varðar
i
Danir
íhug’a
framboð
Ellemann Schltiter
DANSKA stjórnin sagðist í
gær hafa eigin frambjóðanda
í embætti forseta fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins og sagðist ihuga
hvort bjóða ætti hann fram til
að flýta leitinni að eftirmanni
Jaques Delors. Neituðu Danir
hins vegar að gefa upp hver
það væri. Tveir Danir hafa þó
þegar verið nefndir í tengslum
við stöðuna; Poul Schluter,
fyrrverandi forsætisráðherra,
og Uffe Ellemann-Jensen,
fyrrum utanríkisráðherra.
Schneider
lætur í sér
heyra
TALSMAÐUR embætttis sak-
sóknara í Frankfurt sagði í
gær að lögmaður, sem talinn
væri löglegur fulltrúi Jiirgens
Schneiders, hins landflótta
þýska byggingajöfurs, hefði
haft samband við embættið.
Lögmaðurinn gaf ekki upp
hvar Schneider væri niður-
kominn en hann flúði land
vegna ásakana um stórfellt
fjármálamisferli. Talsmaður
saksóknara neitaði að gefa
nánari upplýsingar um erindi
lögmannsins.
Claes viðrið-
inn spillingu
HART er nú deilt í belgískri
þingnefnd um hvort leyfa eigi
yfirheyrslur yfir þremur hátt-
settum stjórnmálamönnum
vegna ásakana um ólöglegar
greiðslur til stjórnmálaflokka.
Einn þremenninganna er Willy
Claes, utanríkisráðherra
landsins.
Grikkir og
Albanir deila
GRIKKIR sökuðu Albani í gær
um að hafa sent vopnaða sveit
yfír landamæri landanna og
sært grískan hermann í skot-
bardaga. Albanir sögðu hins
vegar að Grikkir hefði farið
yfir landamærin til Albaníu.
Hafa Grikkir reynt að gera
sem minnst úr þessu atviki en
það þykir til marks um stirð
samskipti ríkjanna, en árið
1987 var bundinn endi á stríð
landanna sem staðið hafði frá
því í heimsstyijöldinni síðari.
Frönskubann
fellt
ÞINGHEIMUR í Bretlandi
hefur fellt frumvarp þess efnis
að bannað verði að nota frönsk
orð þar í landi. Anthony Steen,
sem lagði frumvarpið fram,
var ef til vill ekki svo mikií
alvara með því, en vildi meina
að lögin ættu að vera hefnd
fyrir bann, sem Frakkar lögðu
við notkun á enskum orðum í
Frakklandi.