Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 17 AÐSEIMDAR GREINAR Við gerum okkar besta - en... HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handknattleik verður haldin á ís- landi dagana 8.-21. maí á næsta ári. Lokaundirbúningur okkar landsliðsmanna undir keppnina er þegar hafinn og það er ljóst að ís- lenskt landslið hefur aldrei fengið betri undirbúning fyrir stórkeppni en nú. Við verðum við æfingar 87 daga fram að HM 95 og leikum ijölda æfingaleikja. Það er því sam- stilltur hópur sem nú vinnur mark- visst að því undir stjórn þeirra Þor- bergs og Einars að veija heiður íslands í HM 95 og við ætlum að gera okkar besta — það er víst. En það er eitt atriði sem nú er okkur ofar í huga en flest annað þegar HM 95 nálgast svo hratt. Það er sú umgjörð sem þessari keppni er búin af okkur íslendingum hvað varðar húsakost og annan viður- gjörning. Margir okkar hafa tals- verða reynslu erlend- is frá í stórkeppnum á borð við heims- meistarakeppni og Ólympíuleika auk þess að hafa stundað atvinnumennsku í Evrópu í áraraðir. Handknattleikur er vaxandi íþrótt í öllum heimsálfum og augu hundraða milljóna áhugamanna munu mæna á ísland dag- ana sem keppnin fer fram. í því sambandi nefna tvennt. Besta (versta?) landkynning sem Island hefur fengið í áraraðir? Miðað við þann húsakost sem nú er fyrir hendi er ljóst að ef hýsa á er vert Athugasemd umsilfursjóð ÞAR SEM nokkur skrif hafa verið í Morgunblaðinu varð- andi rannsóknir á silf- ursjóðnum frá Miðhús- um og þar komið fram villandi ummæli um þátt undirritaðs í mál- inu óska ég eftir því að Morgunblaðið birti eftirfarandi athuga- semd: Þegar niðurstöur rannsókna á silfursjóði frá Miðhúsum, leiddu í ljós að rökstuddur grunur léki á um að sá hluti sjóðsins sem eru smíðisgripir væri Ólafur Ásgeirsson síðari tíma smíð, tilkynnti ég fyrir hönd þjóð- minjaráðs, stjórnarnefndar Þjóð- Það er embættisskylda formanns þjóðminjaráðs að fjalla um málefni Þjóðminjasafns, segir Olafur Asgeirsson, og telur að undan henni verði ekki vikist, þótt einstök mál séu honum eigi að skapi. minjasafnsins, menntamálaráðu- neyti bréflega um málið og lagði fram skýrslu Graham-Campbells prófessors. Óskaði ég eftir því að málið yrði rannsakað nánar, eins og m.a. er lagt til i skýrslunni sjálfri. Menntamálaráðuneytið svaraði þessu erindi og var málið afgreitt á næsta fundi þjóðminja- ráðs, sem jafnframt var síðasti fundur þess á starfstímabili. Þjóð- minjaráð lagði einróma til að rann- sóknum yrði haldið áfram. Þjóð- minjavörður fylgdist með rannsókn dr. Graham-Campbells og var hann sammála niðurstöðu þjóðminjaráðs um afgreiðslu málsins. Enginn ágreiningur er því uppi milli þjóð- minjaráðs og þjóðminjavarðar um meðferð málsins. Það má ljóst vera að skylt er stjórnarformanni að greina ráðu- neyti frá máli sem þessu sérstaklega, en mergurinn málsins er að íslenska þjóðin á heimtingu á því að vita fyrir víst hvort í Þjóð- minjasafni liggi merkir forngripir eða síðari tíma eftirlíkingar. Rannsókn á þessum þætti málsins er ekki lokið og því of snemmt að ræða um niðurstöð- ur þeirra. Ég hef ekk- ert frekara um málið sagt í fjölmiðlum til þessa. Ég hef ekki átt frumkvæði að umræðum um málið í fjölmiðlum en það hefur verið lengi í athugun í Þjóðminjasafni, án þess að um það hafi verið fjall- að í fréttum. Ég hef ekki, hvorki í ræðu né riti vænt einn eða neinn um óheiðarleika í málinu. Þaðan af síð- ur kastar rýrð á minningu dr. Krist- jáns Eldjárns hvorki sem fræði- manns né forseta. Og mótmæli öll- um ásökunum um að vilja varpa skugga á fræðimannsheiður hins látna forseta og fyrrum þjóðminja- varðar. Dr. Kristján Eldjárn gerði ekki sérstaka rannsókn á silfur- sjóðnum á sínum tíma, en hann kannaði fundarstað ásamt þjóð- minjaverði. Framhaldsrannsóknir á forn- gripum munu halda áfram í fram- tíðinni og endurskoðaðar verða til- gátur og niðurstöður samtíðar- manna okkar, það er eðli vísinda. Nýjar niðurstöður eru alls ekki dómur um vanhæfni fyrri rannsak- enda. Ekki varpar það rýrð á afrek Kólumbusar að hann taldi sig hafa siglt til Indlands, en reyndist eftir frekari rannsóknir hafa fundið Ameríku. í starfi mínu sem formað- ur þjóðminjaráðs hef ég átt ágætt samstarf við starfsfólk Þjóðminja- safnsins og ekki staðið í deilum við það, þótt oft hafi fallið í minn hlut að setja niður ágreining manna á milli. Það er embættisskylda for- manns þjóðminjaráðs að fjalla um málefni Þjóðminjasafns hver sem þau eru. Undan henni verður ekki vikið þótt einstök mál séu eigi hon- um að skapi. Höfundur er þjódskjalavörður. 6-700 fremstu hand- knattleiksblaðamenn í heimi svo vel sé þarf verulega að taka til hendinni ef ekki á illa að fara í umfjöll- un um keppnina um víða veröld. Þá er það með ólíkindum að af þeim 4.200 sem við- staddir verða leiki íslands og úrslitaleiki keppninnar skuli 2.200 manns þurfa að standa upp á ann- an endann. Þetta er fáheyrt í nú- tíma íþróttahúsum — hvað þá ef viðkomandi bygging á að mynda ramma utan um heimsmeistara- keppni í ólympíuíþrótt. Það læðist að okkur sá grunur að margir hafi ekki áttað sig á stærðargráðunni í þessu sambandi og að hér sé í upp- siglingu nýtt íslenskt Þingvalla- ævintýri í stjórnun á fjölmennum mannamótum. Munurinn er bara sá að nú mun heimspressan fylgj- ast með af miklum áhuga og þar mun ráðast hvort íslendingar eigi sér framtíð á sviði víðtækrar ferða- þjónustu og sem skipuleggjendur almennt. Hver eru markmið okkar á HM 95? íslendingar hafa staðið sig alveg bærilega í handknattleik hingað til. Þegar vel hefur gengið erum við hetjur — á sama hátt erum við skúrkar þegar illa gengur. HM 95 er hápunkturinn á ferli okkar allra. Við leggjum allt undir til að ná hámarksárangri frammi fyrir ís- lenskum áhorfendum sem eru þeir bestu í öllum handboltaheiminum og við getum farið alla leið með stuðningi ykkar. Við höfum allir átt ógleymanleg- ar stundir í Laugardalshöllinni og margir af sætustu sigrum íslenska Það er einróma hvatn- ing landsliðsmanna í handknattleik til yfir- valda að þau taki af skarið og byggi stóra íþróttahöll í Laugar- dalnum með sæti fyrir 7.000 manns. landsliðsins hafa einmitt verið þar. Hins vegar verður að viðurkennast að þessi 30 ára gamla bygging er barn síns tíma og á engan hátt samboðin þeirri reisn sem við viljum að íslenskur handknattleikur standi fyrir. _ HSÍ hefur verið á mikilli uppleið undanfarin misseri, bæði fjárhags- lega og skipulagslega, og það er- gróska í íslenskum handknattleik. Undirbúningur HM 95 hefur verið erfiður og nú hefur helstu hindrun- um verið rutt úr veginum og mark- viss undirbúningur okkar vekur vonir íslendinga um toppárangur hér á heimvelli. Eins og áður segir munum við gera okkar besta. Það er hins vegar alveg ljóst að ef heimavöllurinn á að nýtast okkur þá er talsverður munur á því að leika um mikilvæg úrslitasæti með 5.000 eldheita stuðningsmenn hvetjandi okkur til dáða eða örfá standandi hundruð. Það er því einróma hvatning okk- ar til yfirvalda að þau taki af skar- ið og byggi stóra íþróttahöll í Laug- ardalnum með sæti fyrir um 7.000 manns og með beina tengingu við Laugardalshöllina sem einnig nýtist í HM sem blaðamannamiðstöð og veitingasala og styrkir þar með markmið HM 95 sem fjölskylduhá- tíð og veisla fyrir hinn almenna íslending en ekki einhveija forrétt- indahópa. Okkur skilst að innan örfárra ára eigi að rísa í Laugardalnum yfir- byggður knattspyrnuvöllur sem standa eigi í heila öld. Þá spyijum við: Hvers vegna í ósköpunum má ekki byggja þessa höll strax þannig að hún nýtist okkur í HM 95 og verður allri íþróttahreyfingunni — og ferðaþjónustunni — til heilla næstu áratugina? Ef litið er á mál- in í framtíðarsamhengi þá skiptir tæpast nokkru þótt byijað sé að afskrifa þessa byggingu tveimur árum fyrr eða síðar. íslendingar, stöndum nú saman um að HM 95 verði sem glæsileg- ust og að það berist til eyrna að við séum þess megnugir að halda hér stórviðburð í íþróttum á heims- vísu og reisum þetta margumtalaða hús. Þá getum við líka auðveldlega gert okkar besta. t Áfram ísland! Bergsveinn Bergsveinsson, Bjarki Sigurðsson, Bjarni Frostason, Dagur Sigurðsson, Einar Gunnar Sigurðsson, Geir Sveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Gunnar Beinteinsson, Gústaf Bjarnason, Halldór Ingólfsson, Héðinn Gilsson, Jón Kristjánson, Júlíus Jónasson, Konráð Olavsson, Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Róbert Sighvatsson, Sigurður Sveinsson, Valdimar Grímsson. Verslunareigendur ath. Fjölbreytt úrval innréttinga fyrir allar tegundir verslana. m Búðarinnréttingarnar fást hjá okkur. Fay#<ei(Ks/a ! 60 ár HEOFNASMWJAM Háteigsvegi 7 simi 21220. Auglýsing um starfsleyfistillögur skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994 í samræmi við gr. 70 ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til kynningar hjá upplýsinga- þjónustunni (1. hæð) í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá mánudeginum 11. júlí nk., starfsleyfistillög- ur fyrir eftirtalin fyrirtæki: Flugmálastjórn Reykjavíkurflugvelli, trésmíðaverkstæði, Hestaspítalinn Víðidal, dýraspítali, Dýraland sf., gæludýraverslun, J.H. sandsala, Bónglaðir hf., bón- og þvottastöð, Hugskot hf., Ijósmyndastofa, Prentrás sf., framleiðsla prentrása, Rafmagnsveita ríkisins, rafmagnsverkstæði, Haraldur Hannesson sf., rafvélaverkstæði, ísmar hf., framleiðsla hleðslutækja, Örfirisey hf., rafeindaverkstæði, Rafeindaiðjan, rafeindaverkstæði, Volti hf., rafvélaverkstæði, Rafvélaverkstæði Sveins Viðars, Papco hf., pappírsvöruiðnaður, Reykjavíkurflugvelli, 105 Rvík. Faxabóli 3,110 Rvík. Þönglabakka 6,109 Rvík. Smiðshöfða 19,112 Rvík. Ármúla 32,108 Rvík. Nethyl 2,110 Rvík. Smiðshöfða 10,112 Rvík. Smiðshöfða 6,112 Rvík. Súðarvogi 52,104 Rvík. Síðumúla 37,108 Rvík. Eyjarslóð9,101 Rvík. Tangarhöfða 2,112 Rvík. Vatnagörðum 10,104 Rvík. Síðumúla 25,108 Rvík. Stórhöfða 42,112 Rvík. Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfssemi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 9. ágúst nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.