Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994 ÍSL inds við Cvrópu Hlutafé Samskipa 800 til 900 milliónir í árslok S VERRIR Hermannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson a takast í hendur að undirskrift lokinni. Nýju lífi bíásið í Samskip í gær Kaflaskipti urðu í sögu Samskipa í gær, þegar undirritaðir voru í Landsbanka Islands samningar um hlutaflárkaup átta íslenskra aðila og eins erlends í fyrirtækinu, fyrir 510 milljónir króna. Agnes Bragadóttir lýsir hér samningunum og hvað tekur við hjá fyrirtækinu með nýjum eigendum. <ERFI í EVRÓPU B að jafnstraumskerfi sem teng- aði Evrópu. MYND 3 - Tenging við Noreg gæti aukið hagkvæmni orku- sölu til Bretlands og megin- landsins. stóriðja hér á landi taki nema lítinn hluta þessarar orku á næstu áratug- um. Jafnvel með tíföldun á fram- leiðslu stóriðju frá því sem nú er mundi hún ekki nýta nema um 40% af óbeislaðri orku landsins. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hvort tveggja geti gerst, áframhaldandi þróun orkufreks iðnaðar eftir því sem aðstæður frekast leyfa og lagn- ing tveggja til þriggja sæstrengja milli íslands og Evrópu. 4. Hver verður samningsstaðan? Samningsstaða okkar, þegar kemur að raunhæfum samningum um þessi mál við erlenda aðila, mun ráðast af því hve vel við höfum vandað tæknilegan og fjárhagsleg- an undirbúning málsins, og af þekk- ingu okkar á þeim mörkuðum þar sem orkan yrði seld. Því skal þó ekki á móti mælt, að að það verður vandaverk að búa svo um hnúta, að íslendingum verði bæði tryggður sanngjarn arður af raforkuútflutn- ingi og það öryggi, sem nauðsynlegt er til að hægt sé að ráðast í slíkar framkvæmdir. Hér koma margar leiðir til greina, sem enn hafa ekki verið kannaðar að neinu gagni, og tel ég alveg fráleitt að slá því föstu á þessu stigi málsins, að ekki sé hægt að finna það skipulag og fjár- hagsuppbyggingu, sem geri slíkt verkefni álitlegt frá sjónarmiði ís- lendinga. Nýtt raforkukerfi í Evrópu Ýmsar hugmyndir sem nú eru að fæðast gætu haft mikla þýðingu fyrir íslendinga í framtíðinni og má t.d. nefna sameiginlegan orku- markað Evrópu gegnum samtengt net raflína og gasleiðslna, en þessi hugmynd, sem á ensku hefur verið nefnd „Trans European Energy Networks, (TENs)“, er nú til um- ræðu og búa stórfyrirtæki Evrópu sig undir verkefni á þessu sviði (mynd 2). Þannig hefur einn stærsti framleiðandi rafbúnaðar í Evrópu, stórfyrirtækið ABB sett fram hug- myndir um jafnstraumskerfí, sem tengir alla helstu orkumarkaði Evr- ópu innbyrðis og nær alla leið til íslands. Tilgangur slíks kerfis væri að ná þeirri hagkvæmni, sem sam- tenging ólíkra orkukerfa hefur í för með sér og koma á samkeppnis- markaði fyrir raforku, er næði til allrar Evrópu. Ef alþjóðlegt sam- starf næst um flutningskerfi af þessu tagi, má búast við því, að áhersla verði lögð á jafna stöðu allra þjóða, sem við það tengjast. Þá er áhugaverður sá möguleiki að tengja sæstreng frá íslandi við orkukerfi Noregs, þar sem nægt afl og miðl- anir eru fyrir hendi til að tryggja afhendingaröryggi orkunnar og auka þannig verðmæti hennar (mynd 3). Óll er þessi umræða enn á frum- stigi, en margt bendir til mjög vax- andi áhuga á þeim miklu tækifærum til aukinnar hagkvæmni sem í þeim felast. Niðurstöður Þótt kalla megi hugmyndir um orkunet Evrópu aðeins framtíðar- drauma á þessu stigi máls, eru þær engu að síður dæmi um þær bylting- arkenndu breytingar sem framtíðin kann að bera í skauti sér fyrir orku- mál íslendinga. Eftir því sem séð verður, er ástæða til að ætla, að svör verði jákvæð við öllum þeim fjórum grundvallarspurningunum sem settar voru fram í upphafi. Vissulega verður að fara með gát í svo veigamiklu máli og taka öll varnaðarorð alvarlega. En í þeim athugunum sem gerðar hafa verið, hefur ennþá ekkert það komið ljós sem bendir til, að þau vandkvæði sem um hefur verið rætt séu óyfir- stíganleg. Þvert á móti virðist málið verða eftir því álitlegra sem tækni fleygir meira fram, aðrar orkulindir fara þverrandi og mengun frá bruna eldsneytis og kjarnorkuverum veld- ur þyngri áhyggjum. Öll rök hníga því að áframhaldandi könnun máls- ins, en jafn sjálfsagt er að hafa gagnrökin ætíð í huga og veija ekki fé á þessu stigi til annars en undirbúningsathugana, sem ekki kosta nema tiltölulega lítið fé. Eng- um ætti að blandast hugur um, að íslendingar verða að fylgjast af vakandi áhuga með öllu sem gerist á þessum vettvangi og halda áfram þeim athugunum og kynningar- starfi sem nauðsynlegt er til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar á þessu sviði í framtíðinni. Höfundur er stjórnnrformadur Lnndsvirkjunnnr. SÖGULEGUR fundur var haldinn í húsakynnum Landsbanka íslands klukkan 14 í gær, þar sem nýir hlut- hafar í Samskipum hf. komu til fund- ar við Sverri Hermannsson, banka- stjóra Landsbankans, Jakob Bjarna- son, formann Hamla hf. eignarhalds- félags Landsbankans um eigur Sam- bandsins, og Ólaf Ólafsson, forstjóra Samskipa. Tilefni fundarins var undir- ritun samninga um hlutafjárkaup nýju hluthafanna í Samskipum, og er þar með lokið margra mánaða undirbún- ingsvinnu við endurfjármögnun þessa fyrirtækis sem á að fullu að verða lokið í árslok, en þeirri 510 milljóna króna fjármögnun sem undirrituð var í gær, fyrir lok ágústmánaðar. Eigin- fjárstaða Samskipa á, samkvæmt því að hlutafé fyrirtækisins verði 900 milljónir króna í árslok, að vera í kringum 25%. Nýir hluthafar í Sam- skipum verða Hagkaup, Samheiji hf., Akureyri, Fóðurblandan hf., Vinnslu- stöðin hf. í Vestmannaeyjum, þýska skipafyrirtækið Bruno Bischoff Re- ederei sem er í eigu Bischoff Group, Olíufélagið hf., Vátryggingafélag ís- lands, Samvimvylífeyrissjóðurinn og stjórnendur Samskipa. Geta aukið hlutafé Þannig lauk með formlegum hætti í gær samningum á milli Landsbanka íslands og nýrra hluthafa um þátttöku í hlutafjáraukningu Samskipa, sem Landsbankinn tekur að sér að fjár- magna að vissu marki hjá innlendu aðilunum. Hlutafé fyrirtækisins verð- ur aukið nú um 510 milljónir króna. Samningurinn við Bruno Bischoff er með sérstöku ákvæði í þá veru að Þjóðveijamir hafa valmöguleika á því að hækka hlutafjárframlag sitt, sem verður í upphafi 85 milljónir króna, um 190 milljónir króna fyrir árslok. Heimildir Morgunblaðsins herma að yfírgnæfandi líkur séu á því að Þjóð- veijarnir hækki sig um 190 milljónir nú á næstunni. Þannig gæti hlutafjár- aukning Samskipa numið allt að 900 milljónum króna. Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að ef Þjóðverjarnir ákveða að notfæra sér ekki valmöguleikann um aukið hlutafé, komi aðrir íslenskir aðilar inn í fyrirtækið sem hluthafar fyrir a.m.k. 100 milljónum króna, til þess að 800 milljóna króna markinu verði náð. Samheiji er skráður fyrir 60 millj- ónum króna, Hagkaup fyrir 40 millj- ónum króna, Fóðurblandan (í eigu þeirra Ásmundarstaðabræðra, Garð- ars og Gunnars Jóhannssonar) fyrir 100 milljónum króna og Vinnslustöðin fyrir 12 milljónum króna. Vátrygg- ingafélag íslands, Olíufélagið hf. og Samvinnulífeyrissjóðurinn eru hvert um sig skráð fyrir 50 milljónum króna, Bruno Bischoff fyrir 85 milljónum króna og stjómendur Samskipa fyrir allt að 15 milljónum króna. Lands- bankinn mun eiga 164 milljóna króna hlut í fyrirtækinu til að byija með, en eins og áður hefur komið fram, þá færði Landsbankinn niður hlutafé í Samskipum úr 500 milljónum króna í 200 milljónir króna, þegar ákveðið var að ráðast í ofangreinda hlutafjár- aukningu fyrirtækisins. Stjórn Samskipa kom saman til fundar árdegis á miðvikudag, þar sem samþykkt var ofangreind hlutafjár- aukning, auk þess sem stjóminni var veitt umboð til þess að selja bréfin öðrum en hluthöfum, sem ekki hafa neytt forkaupsréttar. Þessi samþykkt var m.a. forsenda þess að hægt væri að ganga frá undirritun á fundinum í Landsbankanum í gær. Engar kvaðir fylgja hlutafjárkaup- um nýju eigendanna í þá veru að þeir beini viðskiptum sínum j auknum mæli til Samskipa. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins mun þess þó að vænta að fyrirtækin notfæri sér flutningaþjónustu Samskipa í auknum mæli hér eftir. Olíufélagið, VÍS, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og Landsbank- inn eiga um 50% í íslenskum sjávaraf- urðum, og í ljósi þess er talið líklegt að Islenskar sjávarafurðir muni nú auka viðskipti sín við Samskip. Sam- heiji flytur um 60% af útflutningi sín- um með Samskipum og er búist við að í kjölfar þessa muni það hlutfall hækka. Sömu sögu er að segja af Vinnslustöðinni og Hagkaup en Sam- skip flytja um 20% fyrir Hagkaup nú. Þátttaka Bruno Bischoff nrikilvæg Mikil ánægja ríkir innan hluthafa- hópsins með þátttöku þýska skipafé- lagsins Bruno Bischoff í Samskipum og gera menn sér miklar vonir um að samstarf fyrirtækjanna tveggja og dótturfyrirtækis Bruno Bischoff, Team Line, muni skila báðum aðilum aukinni hagkvæmni og auknum tekjum. Helsta ástæða þess að þeir sem stóðu í samningum við aðila um hlut- ^ afjárkaup, lögðu mikið kapp á að tryggja samninga við Þjóðveijana, er sú að með samvinnu milli Samskipa og dótturfyrirtækis Bruno Bischoff, Team Line, á styttri siglingaleiðum innan Evrópu náist til muna betri nýting gámapláss hjá Samskipum en náðst hefur í rekstrinum fram til þessa. Með nýju fyrirkomulagi takist að auka tekjur fyrirtækisins til muna, m.a. með því að selja sama stæðið í gámi oft. Svo dæmi sé tekið, verði selt flutningsstæði frá íslandi til Fær- eyja, og svo aftur þaðan til Englands*-*- og áfram á milli mismunandi hafna í Evrópu. Pólitískir múrar viðskiptalífsins Nýir hluthafar í Samskipum telja jafnframt, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, að samsetning ís- lenska hluthafahópsins sé mjög sterk. Annars vegar séu fyrirtæki sem fýrr- um hafí tengst beint eða óbeint Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og hafi mikla fjárhagslega burði og hins vegar séu öflug einkafyrirtæki, sem séu á margan háti lifandi ímynd einkaframtaksins, eins og Hagkaup og Samheiji- Því var þannig lýst af einum nýja hluthafanum, að með þess-T _ ari eigendasamsetningu mætti segja að pólitískir múrar í viðskiptalífinu, sem löngum hefðu aðskilið Sambands- fyrirtæki og einkaframtakið, væru fallnir. Sverrir Hermannsson sagði að afloknum undirskrift í gær: „Það er ótrúlegur léttir fyrir Landsbankann að þetta skuli hafa gengið fram. Þetta eru mikil tímamót og gleðileg og vona að þetta verði íslensku atvinnulífi til góðs. Ég hef mikið traust á þeim aðil- um sem koma að málum. Þetta eru öflugir menn og þeim er full alvara. Landsbankinn kemst með sóma frá þessu máli. Hann mun ekki eiga mann í stjórn fyrirtækisins eða hafa nein afskipti af fyrirtækinu, eftir að end- urfjármögnun er lokið.“ *♦" „Skilaboðin til fólksins í landinu með þessari niðurstöðu eru þau, að hér verður fyrir hendi alvöru sam- keppni tveggja skipafélaga og menn munu þar af leiðandi hafa valkosti um flutninga. Menn eru alveg klárir á mikilvægi samkeppninnar, ekki síst þeir sem tóku sig saman um þessa endurfjármögnun Samskipa," sagði Ólafur Ólafsson. Hann sagði í gær að rekstraráætlanir Samskipa fyrir næsta ár, eftir að enduifjármögnun er lokið, gerðu ráð fyrir því að hagnað- ur af rekstri yrði a.m.k. 100 milljónir^ króna. Áætlanir fyrir árið í ár gera ráð fyrir nokkrum tuga milljóna króna . taprekstri. Smiðshöggið verður svo rekið á endurfjármögnunarstarf Samskipa á framhaldsaðalfundi Samskipa, sem haldinn verður 4. ágúst næstkom- andi, þar sein ofangreindar ákvarðan- ir verða staðfestar og félagið kýs sér nýja stjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.