Morgunblaðið - 09.07.1994, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ferdinand
A HAMLET 15 A
5MALL VILLA6E WITH
A P0PULAT10N OF /MAYBE
A FEW HUNDRED, AND..
Þetta er ritgerðin Hamlet er lítið þorp með Kennari?
mín um Hamlet ... kannski nokkur hundruð
íbúa og ...
Langsamlega, herra, ein mesta til-
raun allra tíma! Ég þoli þetta
ekki ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Stækka þarf glasa-
frj ó vgunardeildina
Frá Jennifer Ágústu Arnold:
MIG langar til að skrifa nokkur
orð um deild G-F, glasafijóvgunar-
deild Landspítalans. Eins og svo
margir aðrir höfum við hjónin þurft
að snúa okkur til Þórðar Óskars-
sonar yfirlæknis deildarinnar og
ágætra starfsmanna hans með
beiðni um hjálp. Það kom okk-
ur þægilega á óvart þegar
meðferðin hófst hve viðmót
starfsfólksins var hlýlegt og
vinsamlegt. Við vorum með-
höndluð sem fólk en ekki núm-
er, eins og því miður er orðið
of algengt í þjóðfélaginu. Hins
vegar kom það okkur illa á
óvart hversu lítið rými þetta
hæfa fólk hefur til að sinna
starfi sínu. Það er greinielga
ekki vanþörf á að deildin fái
stærra húsnæði. Ég veit að
hún átti að fá Fæðingarheimil-
ið til afnota en af því varð ekki.
Við hjónin þurftum að bíða í tvö
ár eftir því að komast að. Ekki
veit ég hvað biðtíminn er orðinn
langur í dag. Það, að geta ekki
orðið ófrísk með „eðlilegum“ hætti,
er mjög viðkvæmt mál og þá sér-
staklega þegar konur eru orðnar
37 - 40 ára. Hafa þær tvö ár eða
lengri tíma til stefnu? Áður þurftu
hjón að fara til útlanda í glasa-
fijóvgun en sem betur fer er nú
hægt að fá þetta gert hér heima.
En deildin er í alltof litlu húsnæði
og þarf meira og betra pláss og
aðstöðu til að geta annað eftir-
spum.
Eins og ég vék að er glasafijóvg-
un mjög viðkvæmt mál og konur
taka meðferðina nærri sér, enda
stendur hún vikum saman. Stund-
um tekst þetta og stundum ekki.
Og ef konan verður ekki ófrísk þá
vaknar spurningin hvort reyna eigi
aftur. Það eru margar fleiri spurn-
ingar sem vakna þegar glasafijóvg-
un er annars vegar og því þyrfti
deildin að hafa starfandi ráðgjafa.
Vissulega sinna starfsmenn ráðgjöf
eftir mætti en það hlýtur að vera
erfítt að vera ljósmóðir, félagsráð-
gjafí og huggari í senn.
Ég vil þakka starfsfólki glasa-
fijóvgunardeildar fyrir þær góðu
móttökur sem við hjónin fengum
og alla þá alúð sem við nutum.
Þetta gerir okkur sem þurfum að
koma aftur, og þeim sem eru á
biðlista, léttara um vik. Að lokum
vil ég skora á stjórnvöld að gefa
starfsemi deildarinnar meiri gaum
og sjá til þess að hún fái sem allra
fyrst viðunandi aðstöðu til að sinna
sínu mikilvæga hlutverki.
JENNIFER ÁGÚSTA ARNOLD,
Hraunbrún 32, Hafnarfírði.
Glasafrjóvgunardeildin er í alltof
litlu húsnæði og þarf meira og
betra pláss og aðstöðu til að geta
annað eftirspurn, segir í greininni.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Frá Kristjáni E. Guðmundssyni:
FIMMTUDAGINN 23. júní sl. ritar
Ámi Jónsson tannlæknir og læknir,
bréf til blaðsins í tilefni af deilum
íslendinga og Norðmanna um físk-
veiðar við Svalbarða. Þar er rétti-
lega bent á langa vináttu þessara
þjóða og ýmislegt sem Norðmenn
hafa gert til að rækta vinskap við
okkur íslendinga. Að einu leyti
kemur fram í bréfí Árna viss mis-
skilningur eða vanþekking. í bréf-
inu segir hann m.a. er hann rekur
gjafír Normanna til íslendinga:
„Auk þess gáfu þeir okkur íslend-
ingum hús á vinsælum ferðamanna-
stað, sem mikið er notað." Ég geri
ráð fyrir að hér sé átt við „íslend-
ingahúsið" við Norfjell í Buskerud-
fylki norðvestur af Oslo. Þar sem
ég hef orðið var við þann misskiln-
ing meðal margra Islendinga, að
Norðmenn hafí fært íslendingum
þetta hús að gjöf, vil ég koma hér
leiðréttingu á framfæri. Hús þetta,
sem er gamalt skólahús, er í eigu
íslendingafélagsins í Osló. Það var
keypt í árslok 1966 með peningum
úr „húsbyggingasjóði" íslendinga-
félagsins í Ósló. Sá sjóður hafði
verið stofnaður 1923 fyrir tilstuðlan
Ingimundar Eyjólfssonar, íslensks
ljósmyndara sem búsettur var í
Osló. Á næstu árum var safnað í
þennan sjóð með ýmsum hætti.
Þess ber þó að geta að 1927 hét
Óslóborg nokkru framlagi í sjóðinn.
Það var svo greitt er gengið var
eftir því við kaup hússins 1966.
Hússjóður þessi fór reyndar á nokk-
uð flakk til íslands er Guðrún Bun-
borg fékk hann lánaðan, en sú saga
skal ekki rakin hér. Húsið var í
mikilli niðurníðslu er það var keypt
og þurfti_ mikilla breytinga við. Síð-
an hafa íslendingar, búsettir í Ósló,
gert miklar breytingar á húsinu og
umhverfi þess, ýmist með sjálfboða-
vinnu eða aðkeyptum iðnaðarmönn-
um. Nokkur breyting og lagfæring
var þó gerð af Rauðakrossi Noregs
en þeir fengu húsið leigt til að hafa
þar sumarbúðir fýrir böm frá Vest-
mannaeyjum sumarið 1974. Var sú
lagfæring gerð fyrir afnot af hús-
inu.
Þó að ég vilji ekki gera lítið úr
vinskap og gjöfum frænda okkar,
Norðmanna, vil ég koma þessum
upplýsingum hér á framfæri í anda
Ara fróða; að hafa heldur það er
sannara reynist. Að öðru leyti vona
ég að þessum þjóðum takist að
semja um ágreiningsefni sín, eins
og siðuðu fólki sæmir.
KRISTJÁN E. GUÐMUNDSSON,
Óðinsgötu 14a, Reykjavik.