Morgunblaðið - 09.07.1994, Page 27

Morgunblaðið - 09.07.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAU G ARDAGUR 9. JÚLÍ1994 27 BREF TIL BLAÐSINS Stefnum að jákvæðum og drengilegum samskiptum FRÉTTIR Kátir dagar framundan Þórshöfn. Morgunblaðið. Frá Sveini Guðjónssyni: MÉR ÞÓTTI vænt um að sjá í svar- bréfi Haraldar Sturlaugssonar við skrifum mínum um stuðningsmenn Skagamanna nýverið, að ekki eru allir Akurnesingar sáttir við leið- indaatvik sem átti sér stað á áhorf- endapöllum í Frostaskjóli á leik KR og ÍA 24. júní sl. Reyndar átti ég ekki von á öðru því það er auðvitað laukrétt hjá Haraldi, að oftast eru það nokkrir svartir sauðir sem skemma fyrir öllum hinum. Ég vil því leiðrétta þann misskilning að ég hafí í bréfi mínu skellt skuldinni á alla stuðningsmenn Skagamanna enda veit ég af reynslu að í þeim hópi eru margir góðir drengir og skemmtilegt fólk. Tilgangurinn með skrifum mínum var fyrst og fremst sá, að vekja þá til umhugsunar sem þarna áttu hlut að máli. Ég er líka sammála Haraldi hvað varðar þátt ákveðinna fjölmiðla í þessu máli og tek heilshugar undir þau sjónarmið, að í hópi blaðamanna er misjafn sauður í mörgu fé. Það er fátt skemmtilegra en að fa'ra á völlinn þótt auðvitað geti okkur fótboltaunnendum hlaupið kapp í kinn í hita leiksins. Við ætt- um þó að reyna að sameinast um að láta ekki hatur eða illkvittni ná yfirhöndinni. Það er engin goðgá þótt leikmenn eða þjálfarar skipti um félag. Það er þeirra mál og þeir eiga að geta gert það án þess að slíkt þurfi að hafa illindi í för með sér, enda kemur alltaf maður í manns stað. Afskiptum mínum af þessu máli er hér með lokið. Ég vil þó undir- strika að tilgangurinn með skrifum mínum var ekki sá að koma vissum áróðri af stað um Akurnesinga. Ég hef alla tíð borið mikla virðingu fyrir knattspyrnuhefð Skaga- manna, allar götur frá því er ég á barnsaldri fór að fylgjast með Rikka og félögum í harðvítugum, en jafn- framt drengilegum viðureignum við „mína menn“ á knattspyrnuvellin- um. Vonandi verður atvikið á KR- vellinum víti til varnaðar, ekki bara fyrir viðkomandi stuðningsmenn Skagamanna, heldur stuðnings- menn allra félaga. Stefnum að já- kvæðum og drengilegum samskipt- um okkar í milli. Með því vinnum við félaginu okkar og knattspyrn- unni í heild mest gagn. SVEINN GUÐJÓNSSON, blaðamaður. Menningarvaka sem ber heitið „Kátir dagar við Langanes og Þistil- fjörð“ er nýhafin á Þórshöfn og í nærsveitum. Menningarvakan stendur til sunnudagsins 10. júlí. Reinhard Reynisson, sveitar- stjóri, setti menningarvökuna en þar verður ýmislegt verður til skemmtunar. Má meðal annars nefna kórsöng, málverkasýningar, tóvinnusýningu, útimarkaði, tívolí og margt fleira. Á laugardagskvöld Þjóðminja- dagurinn á Arbæjarsafni í TILEFNI þjóðminjadagsins 10. júlí munu Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður og dr. Bjarni F. Einarsson fjalla um fornleifarann- sóknir í Viðey og Aðalstræti í máli og myndum. Erindin heíjast kl. 15.30 í Komhúsinu. Kl. 15 syngur Háskólakórinn þjóðleg lög og er það í síðasta skipti sem kórinn kemur fram á safninu í sumar. -----» *------ ■ YFIR sjö þúsund gestir hafa komið á samgöngusögusýninguna í verður sælkerakvöld í félagsheimil- inu, Þórsveri, þar sem sælkerar geta glatt bragðlauka sína og endað kvöldið á stórdansleik fram eftir nóttu þar sem hljómsveitin Manna- korn leikur fyrir dansi. Krármenningin heldur innreið sína í þorpið Erla Jóhannsdóttir og Konráð Jóhannsson hafa opnað krá sem nefnist Hafnarbarinn. Fram- kvæmdastjóri undirbúningsnefndar menningarvökunnar er Heiðrún Óladóttir. Geysishúsi í Reykjavík fram til þessa og er það mesta aðsókn á sýningu sem J>ar hefur verið haldin frá upphafí. I tengslum við sýning- una hafa verið útsýnisferðir í elsta strætisvagni SVR á sunnudögum kl. 13 og kl. 14. Á sunnudaginn kemur verður komið við í Fjar- skiptastöðinni í Gufunesi. Aðgang- ur að sýningunni í Geysishúsi er ókeypis og eins í skoðunarferðirnar. ■ FERJULEIÐIR í samvinnu við Reykjavíkurhöfn standa fyrir sjó- ferðum sunnudaginn 10. júlí frá bryggju í Suðurbugt, neðan við Hafnarbúðir. Ferðirnar taka um þijá tíma hver. KI. 10 verður farið í skemmtisiglingu um sundin blá að eyjum á Kollafirði. Kl. 14 verður farin skoðunarferð út í Engey. Kl. 22 verður farið út Engeyjarsund og Hólmasund og að Akurey. Útivist og messuhald í Viðey GÖNGUFERÐ verður um Viðey á laugardag, messa og síðan staðar- skoðun á sunnudag. Tjaldstæði verða leyfð í Viðey í sumar. Það verður hefðbundin dagskrá í Viðey um helgina. Að venju verð- ur gönguferð á laugardag sem tek- ur um eina og hálfa klukkustund. Á sunnudag kl. 14 verður messa í Viðeyjarkirkju. Sérstök bátsferð verður með kirkjugestum kl. 13.30. Eftir messu kl. 15.15 verður staðarskoðun. Að henni lokinni mun Örlygur Hálfdanarson veita leið- sögn um ljósmyndasýningu í Við- eyjarskóla. Síðan mun hann ganga með gesti um rústir þorpsins á Sundbakka. RADAL'Gl YSINGAR IÐUNN • VANDAÐAR BÆKUR í 45 ÁR • Ertu atvinnulaus eða vantar þig meiri tekjur Ef svo er gætum við á söludeild Iðunnar átt erindi við. Við rekum kraftmikla söludeild, sem náð hefur góðum árangri með þróun nýrra aðferða við sölu og kynningu bóka. Við viljum bæta við nokkrum sölumönnum í þau verkefni sem nú eru í gangi. Þetta gæti verið tækifæri fyrir þig. Upplýsingar í síma 28787 í dag á milli kl. 14 og 17 og á morgun, Sunnudag, á sama tíma. Matsveinn óskast Vanur matsveinn óskast til starfa á vandað og rótgróið veitingahús í Reykjavík. Um framtíðarstarf er að ræða. Upplýsingar óskast sendar til auglýsinga- deildar Mbl. fyrir 14. júlí nk. merktar: „Vanur matsveinn - 12794.“ Sjúkraþjálfarar! Við sjúkrahúsið á Egilsstöðum er laus staða sjúkraþjálfara frá 1. október nk. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 97-11386 eða 97-11073 á skrifstofutíma. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Vélstjórar Vantar 1. vélstjóra á loðnubát. Upplýsingar í síma 92-68107. Sigluberg hf. 2ja herb. íbúð óskast Tveir ungir skólapiltar að norðan óska eftir að taka á leigu ódýra 2ja herb. íbúð á höfuð- borgarsvæðinu. Góðri umgengni og skilvísum greiðslum heitið. Upplýsingar í síma 96-27719 eftir kl. 15.00. Einbýlishús við Mývatn í Reykjahlíðarþorpi Til sölu er einbýlishúsið að Birkihrauni 11. Grunnflötur 174 fm, neðri hæð, 100 fm efri hæð. Bílskúr 56 fm. Byggt 1982-’84. Eignin telur: Á neðri hæð, 4 svefnherb., sjónv- herb., stór stofa, eldhús, búr, 2 inngangar og 2 snyrtingar. Efri hæð: Góð gistiaðstaða fyrirferðafólk, þ.e. 3 rúmg. herb. ásamt setu- stofu og eldunaraðstöðu. Tilboðum óskast skilað fyrir 15. júlí nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar hjá Stefáni Þórhallssyni, sími 96-44285, eftir kl. 16.00. SmO auglýsingor [Hallveigarstig 1 • sirni 614330 Dagsferðir sunnud. lO.júlí Kl. 08.00 Hítardalur. Ekið I Hít- ardal um Hvalfjörð og gengiö að Hitarvatni. Til baka frá Akranesi með ferjunni. Brottför frá BSÍ bensinsölu, stansað við Árbæj- arsafn og í Mosfellsbæ. Verð kr. 2.200/2.400. Kl. 10.30 Lýðveldisgangan: árið 1954. Ferðin hefst við Ing- ólfstorg, rifjaðir upp atburðir ársins 1954, siöan með Akra- borginni upp á Skaga, þar sem m.a. Byggðasafnið verður skoð- að og farið í hressandi göngu út frá bænum. Til baka með Akraborginni. Verð kr. 1.200/1.300. Útivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 20.00. Raeöumenn Susan og Gerald Nikirk. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Ferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 10. júlí: 1) Kl. 08.00: Þórsmörk - dags- ferð. Verð kr. 2.700. Dvöl í Þórs- mörk hjá Ferðafélaginu er ódýrt sumarleyfi - kannið málið á skrif- stofu F.l. 2) Kl. 09.00: Leggjabrjótur, göm- ul þjóðleið. Gengið frá Þingvöll- um sem leið liggur milli Búrfells og Botnssúlna að Stóra Botni í Hvalfirði. Verð kr. 1.200. 3) Kl. 13.00: Glymur i Botnsá - Hvalfirði (hæsti foss landsins 198 m). Þægileg gönguleið upp með Botnsá. Verð kr. 1.200. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörk- inni 6. Mánudag 11. júlíog miðvikudag 13. júlf: Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.700. Ath.: Sumarleyfi í Þórsmörk er sérstakt - ódýrt - ánægjulegt! Kynnið ykkur hagstætt verð hjá Ferðafélaginu. Farmiðasala á skrifstofu F.f. Ferðafélag íslands. Þingvellir - Þjóðgarður Gönguferðir og barna- stundir um heigina Laugardagur 9. júlf Kl. 13: Ævintýri á gönguför: Farið frá bílaplani neðan Öxarár- foss. Náttúruskoðun með sögu- ívafi. Tvær klst. Kl. 14: Barnastund: Við Skálda- reit austan Þingvallakirkju. Leikir og listræn sköpun. Liðlega klst. Kl. 14: Mínir Þingvellir: Sigurður G. Tómasson fer um „sínar" slóðir. Um tvær klst. Ferðin haf- in á Þingplani (bílastæðið neðan Almannagjár). Kl. 17: Thingvellir - the sites of the old Parliament. Guiding in English. One hour. Starting behind the Thingvellir Church. Sunnudagur 10. júlí Kl. 11: Barnastund i Hvannagjá. Söngur, leikir, hugvekja. Klst. Kl. 13: Gönguferð: Skógarkot og Vatnskot. Farið frá Flosagjárbrú (Péningagjá). Þrjár og hálf klst. Kl. 14: Gönguferð: Vatnsbakki Þingvallavatns, Vatnskot. Farið frá Lambhagabílastæði. Þrjár klst. Kl. 15: Gönguferð um Þing- helgi: Farið frá Þingvallakirkju og gengið um þingsvæðiö. Lið- lega ein klukkustund. Kl. 17: Guðsþjónusta í Þing- vallakirkju. Athugið að gönguferðir og barnastundir verða aðeins ef veður verður skaplegt. Þátttaka í gönguferðum og barnastund- um er ókeypis. Allar upplýsingar og staösetningar fást í þjónustu- miðstöð. Tjald- og veiðileyfi fást einnig keypt þar. Þjóðgarösvörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.