Morgunblaðið - 09.07.1994, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Innilegar þakkir til allra er glöddu mig á
afmœlisdaginn þann 3. júlí sl.
Sigurlaug Guðmundsdóttir,
Veghúsum 31, Reykjavík.
Tannlæknastofa
Tannlæknastofan mín er flutt
á Laugaveg 163, sími 20410.
Ath. er ekki í símaskrá. Geymið auglýsinguna.
Hreinn Aðalsteinsson, tannlæknir.
Þingvallavatn
Fólk, sem veiðir í Þingvallavatni, er vinsamlegast
beðið um að hafa á sér gild veiðileyfi og geta sýnt
eftirlitsmanni.
Góða veiði og skemmtilega útivist.
Stjórn veiðifélagsins og veiðieftirlitsmaður.
Trjáplöntur - runnar
Bjóðum eftirtaldar tegundir meðan birgðir endast á mjög lágu verði:
Blátoppur kr. 190
Gljámlspill kr. 130
Blrki kr. 190
Hansarós kr. 350
Alparifs kr. 240
Runnamura kr. 290
Gljávíðir kr. 95
Viðja/Alaskavíðir kr. 69
Sunnukvistur
Snjóber
Berberis
Reyniblaðka
Aspir c10
Birkikvistur
kr. 340
kr. 240,
kr. 250
kr. 260
kr. 350 pr. metri
kr. 290
Sýrennur, dverg- og fjallafurur með 25% afslætti. Sitkagreni
og furur á sérstöku afsiáttarverði ásamt fjölda annarra tegunda.
Verið velkomin!
Trjáplöntusalan Núpum. Ölfusi. (beygt við Hveragerði).
Símar 98-34388 og 98-34995.
Trjáplöntur - runnar
verðhrun
Meðan birgðir endast bjóðum við eftirtaldar tegundir:
Glæsitoppur kr. 310, rauðtoppur kr. 340,
rifs kr. 450, broddhlynur kr. 490, álfur kr. 490,
snækóróna kr. 450, sírennur kr. 490,
blóðhöggur kr. 450, gullrifs kr. 330, sólber kr. 390,
heggur kr. 450, sólbroddur kr. 330.
Verið velkomin!
Garðyrkjustöðin Grfmsstaðir,
Heiðmörk 52, Hveragerði.
Sími 98-34230.
HVAMMSVÍK
Útivistarparadís í Kjós
Veiði, golf, hestaleiga, veitingar, útigrill,
hlöðugrill og tjaldsvæði. Góðar gönguleiðir í
fallegu landslagi sem liggur að sjó. Fjölbreytt
dýra- og fuglalíf. Kynnist nátturunni í allri
sinni dýrð, komið og finnið fyrir sumrinu í
sveitinni. Aðeins 40 km. frá Reykjavík.
ATH:
Vegna mikillar aðsóknar
sunnudaginn 10. júlí er
uppselt í veiðina. Nánari
upplýsingar og pantanir
í síma 667023.
- kjarni málsins!
HVAMMSVIK
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags
Póstþjónustan eða
starfsmannahald
ríkisins?
GUÐRÚN Guðjónsdóttir
hringdi og sagðist vilja fá
skýr svör frá fjármála-
ráðuneytinu eða póstþjón-
ustunni í Kópavogi um það
hverjum væri um að kenna
að hún fengi ekki sendan
heim launaseðil sinn, en
hún er opinber starfsmað-
ur.
Þannig er mál með vexti
að ekki hefur borist til
hennar frumrit af launa-
seðli og þegar hún fór að
kanna málið hjá starfs-
mannahaldinu á Sölvhóls-
götu er henni sagt að allir
seðlar hafi verið sendir út
en líklega sé þar um að
kenna póstburðarþjón-
ustunni í Kópavogi. Þegar
hún hafði svo samband við
póstinn í Kópavogi er
henni sagt að hafi þeir
fengið seðlana senda frá
fjármálaráðuneytinu væri
búið að bera þá út, þannig
að líklega hafi fjármála-
ráðuneytið aldrei sent alla
seðlana.
Nú vill Guðrún fá skýr
svör um það hvar launa-
seðillinn hennar er og er
orðin leið á þessum óskýru
svörum hjá þessum tveim-
ur stofnunum.
Gæludýr
Kettlingur óskast
ÓSKA eftir kettlingi. Upp-
lýsingar í síma 653918.
Ingibjörg.
Týndur köttur
GRÁBRÖNDÓTT læða
hvarf frá Laugalæk þriðju-
daginn 21. júní sl. Hún er
með gulbrúnar bröndur á
fótum. Hún var með ól
með merki um hálsinn, en
gæti hafa týnt henni. Hafi
einhvér orðið ferða hennar
var er hann vinsamlega
beðinn að láta vita í síma
10169.
Vakin er athygli á því að
áður ■ hefur verið auglýst
eftir þessum ketti og þá
með mynd, en símanúmer-
ið sem upp var gefið var
ekki rétt.
Tína er týnd
BRÚNYRJÓTT tík með
hvíta bringu, snögghærð
og meðalstór, tapaðist frá
Sandgerði fyrir tveimur
vikum. Síðast sást til henn-
ar í Vogum á Vatnsleysu-
strönd. Viti einhver hvað
af henni hefur orðið er
hann vinsamlega beðinn
að hringja í síma 35316
Guðlaug, eða í síma 15463,
Signý.
Tapað/fundið
Auglýst eftir
Guðnýju
GUÐNÝ sem hringdi sl.
miðvikudag eftir auglýs-
ingu í Velvakanda og
sagðist hafa fundið gler-
augu er vinsamlega beðin
að hringja aftur í síma
78338. Kolbrún.
Poki með ýmsu dóti
HVÍTUR plastpoki sem í
var ýmislegt dót, s.s. hand-
klæði, pottaleppar, enskar
bækur og segulstál á ís-
skáp tapaðist líklega í
strætisvagni nr. 12 eða 15
sl. miðvikudagskvöld.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 672154.
Taska fannst
SVÖRT og blá taska
fannst fyrir utan Þórs-
merkurrútu í Reykjavík sl.
sunnudag. Upplýsingar I
síma 658789.
Lyklar töpuðust
NOKKRIR lyklar á hring,
þ.á m. bankahólfslykill,
töpuðust 25. júní sl. Mögu-
legir staðir eru við Espi-
gerði 4, í Kringlunni eða í
Foss vogskirkj ugarði.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 656528 eða
vinnusíma 686322. Fund-
arlaun. Reynir.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
ÞESSI STAÐA kom upp í
viðureign tveggja Norð-
manna á alþjóðlegu móti í
Gausdal í vor. P. Stokstad
(2.180) haðfí hvítt og átti
leik, en alþjóðlegi meistarinn
Ivar Bern (2.380) var með
svart. stöðumynd
39. Hhxh7! — Del+og um
leið og svartur lék þessum
leik féll hann á tíma. Það
breytti þó engu um úrslitin,
því eftir 40. Kh2 er sama
hvort hann tekur hrókinn á
h7 eða drottninguna á e4.
Hann er mát í báðum tilvik-
um. Árlega eru haldin mörg
alþjóðleg mót á háfjallahót-
elinu í Gausdal. Næsta hrina
hefst í lok júlí og er þess að
vænta að Skákskóli Islands
sendi nokkra unga og efni-
lega skákmenn til leiks.
COSPER
Víkveiji
"IVjóðhátíðarblaði Morgunblaðs-
æt ins þann 17. júní síðastliðinn
birtist heilsíðuauglýsing frá Mjólk-
ursamsölunni undir fyrirsögninni
„íslenska er okkar mál“. Var í
textanum lögð á það áhersla, að
Mjólkursamsalan vildi stuðla að
málvöndun og málrækt og efla
íslenska tungu í orði og verki.
Framtaki eins og þessu ber að
fagna. Fyrirtæki, félög og ein-
staklingar eiga eftir mætti að hlúa
að tungunni og leggja áherslu á
gott málfar. Það skýtur hins vegar
nokkuð skökku við, að nú fyrir
skömmu birtist í Morgunblaðinu
önnur auglýsing frá sama fyrir-
tæki, þar sem kemur fram öllu
minni ást og virðing fyrir móður-
málinu en í hinni fyrri. Þar er fyrir-
sögnin svohljóðandi: „Viltu kom-
ast á „Kókó flipp til Köben“?“
Víkverji þykist nú skilja, við
hvað er átt með þessari spurningu
og vissulega má segja, að gælu-
nafnið Köben hafi unnið sér hefð
í talmáli. Hins vegar fer það illa
á prenti, ekki sist þegar það er
notað í sambandi við orðskrípi eins
og „flipp“. Spyrja má forsvars-
menn Mjólkursamsölunnar, sem
auglýstu fyrir tæpum mánuði að
íslenska væri þeirra mál, hvort
þetta sé leið fyrirtækisins til að
efla og styðja íslenska tungu.
xxx
Víkverji þarf blessunarlega
ekki oft að leita sér læknisað-
skrifar...
stoðar. Þá sjaldan sem það gerist
er honum stefnt ásamt fjölda ann-
arra í byijun vinnudags á lækna-
stofuna og þegar þangað er komið
má hann bíða þar í þeirri röð sem
sjúklingamir mæta á stofuna rétt
í kringum umræddan opnunartíma
stofunnar. Síðast þegar Víkveiji
lenti í því að þurfa að leita læknis
og mætti rétt í kringum opnunar-
tímann voru nógu margir á undan
honum til að hann þurfti að bíða
nærri hálfa aðra klukkustund eftir
að komast að.
Sumir læknar eru meira að
segja svo eftirsóttir að þegar til
þeirra er leitað, kann læknaritar-
inn að svara eitthvað á þá leið að
svo margir séu þegar á biðlista
að hætt sé að taka á móti og reyn-
andi að byija panta tíma einhvem
tiltekinn dag einhvem tíma allt
að mánuði síðar. Þann ákveðna
tíma tiltekinn dag verða sjúklingar
að hringja án afláts við opnun í
von um að tryggja sér tíma.
xxx
etta er auðvitað gjörsamlega
úrelt og úr sér gengið fyrir-
komulag. Þess vegna hvarflar það
stundum að Víkveija að það kunni
að hafa farið algjörlega framhjá
læknastéttinni að þjóðfélagið hef-
ur verið að breytast umtalsvert á
síðustu árum og að okkar tímar
hafa ekki einungis verið kenndir
við upplýsingu heldur hefur einnig
verið talað um samfélagsgerðina
nú um stundir þjónustuþjóðfélag-
ið. Það þýðir með öðrum orðum
að viðskiptavinurinn er settur í
öndvegi. Sjúklingar eru viðskipta-
vinir læknanna. Þeim ætti þess
vegna að bera skylda til að sýna
tíma sjúklinga sinna tilhlíðilega
virðingu og raða þeim niður á
daginn nokkurn veginn í takt við
þann tíma sem tekur að sinna
hveijum sjúklingi að meðaltali.
Tölvutæknin ætti þar fyrir utan
að gera það kleift að ekki þurfi
að etja saman einhveijum til-
teknum fjölda sjúklinga eftirsótts
læknis til að setjast við símtækið
tiltekinn morgun, þar sem þeir
reyna hver í kapp við annann að
ná tíma hjá þeim hinum sama
lækni.
xxx
Einhvem veginn hafa tann-
læknar leyst þessi mál með
mun neytendavinsamlegri hætti
heldur en almennir læknar, og
telst þó bókunarkerfí þeirra vart
til fyrirmyndar á allan annan
mælikvarða venjulegrar þjónustu-
starfsemi. Það er því kannski tíma-
bært að læknar fari að gefa gaum
þeim fjölmörgu þjónustunám-
skeiðum sem á boðstólum eru í
nútíma samfélagi og fari að aðlaga
sig slíkum þankagangi þegar í
háskólanámi, líkt og flestar aðrar
starfsgreinar.