Morgunblaðið - 09.07.1994, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Julian er farið að lengja eftir
milljörðunum sinum.
Julian
á í deilum
við Yoko
JULIAN Lennon og Yoko Ono eiga
í miklum deilum um rúmlega fimm-
tán milljarða eignir Johns Lennon
heitins sem hann ánafnaði sonum
sínum, Julian og Sean. Julian segist
hafa átt að fá sinn hlut þegar hann
næði þrítugsaldri en þrátt fyrir að
vera orðinn 31 árs gamall,
hann enn ekki séð sinn hluta af
peningunum. í erfðaskránni var
orðalagið afar loðið. Það var eitt-
hvað á þann veg að Julian ætti að
fá arfinn í sinn hlut þegar hann
væri orðinn nægilega þroskaður.
Lögfræðingar Yoko Ono segja að
Julian hafi beðið um það á sínum
tíma að hún passaði upp á pening-
ána þar til hann yrði 35 ára gam-
all, en hann hlær að því og segist
hafa beðið um þá þegar á 25 ára
afmæli sínu.
John Lennon og Yoko Ono.
Bannlögin
bönnuð
var
öfunduð í
æsku
► Mira Sorvino
var öfunduðí
æsku af því að
vera dóttir leik-
arans Paul Sor-
vino. „Mér
fannst það ekk-
ert sérstakt
sjálfri. En ef að
ég sagði vinum
mínum frá því
að við hefðum
verið sótt í lúx-
us-bifreið og
farið á frumsýningu og... þá var
ég hötuð af öllum.“
► PEARL Jam, Soundgarden
og bassaleikari hljómsveitar-
innar Nirvana voru drifkraftur-
inn á bak við árangursríka bar-
áttu gegn lögum Washington-
fylkis, sem kváðu á um það að
„dónaleg" tónlist fengi sérstaka
merkimiða í plötubúðum. Sam-
kvæmt lögunum átti ekki að
spila tónlistina nema á stöðum
sem væru einskorðaðir við full-
orðið fólk og krakkar máttu
ekki kaupa nema þeir sýndu
skírteini sem sannaði að þeir
væru nógu gamlir. Hæstiréttur
Bandaríkjanna skar úr um að
lögin, sem eru frá árinu 1992,
stönguðust á við stjórnar-
skránna. Tónlistareftirlitið hef-
ur ekki gefist upp og hefur lýst
því yfir að það muni koma í
gegn endurskoðaðri útgáfu af
lögum sem muni banna tónlist-
ina aftur.
Hljómsveitin Soundgarden,
baráttunni er ekki lokið.
FOLK
Wayne og Garth um Björk þegar þeir völdu hana sem
eina af TOP TEN MUCICAL BABES:
„Strangely-monickered lcelandic babe in toyland.
I'm sorry she's just not human. She's either an
alien or an animatronic puppet created by Jim
Henson's Creature Workshop. Garth says he'd like
to Bjork her. I assume it was a suggestive reference
to sexual intercourse."
FÓLK í FRÉTTUM
Deborah
Harry
samn-
ingslaus
► DEBORAH
Harry sem sló í
gegn á sínum
tíma með hljóm-
sveitinni Blondie
er samningslaus í
dag. Samningur
hennar við plötu-
fyrirtækið Chry-
salis var til sextán
ára og er
runninn út.
Á tónleikum Síðasta plata
með Blondie hennar nefndist
árið 1978. „Debravation“ og
seldist aðeins i
14.000 eintökum, þrátt fyrir að
hún næði 24. sæti á vinsældarlist-
um. Tónlistarmyndband við lag
hennar „Strike Me Pink“ var
ekki tekið til sýninga á sjón-
varpsstöðvum, en þar söng Harry
við hliðina á fiskabúri með
drukknandi manni. „Jafnvel
sjónvarpsþættir sem sýndir
voru síðla nætur, vildu
ekki taka mynd-
bandið til sýn-
inga,“ útskýrir
talsmaður
Chrysalis.
Hann segir
þó að henni
hafi ekki
verið sagt
upp, heldur
séu samn-
ingavið-
ræður í
gangi.
David Bowie
lærði af
Little Richard
David Bowie
var ekki hár í
loftinu þegar
hann ákvað að
verða rokk-
risi.
► DAVID Bowie segist hafa
ákveðið hvað hann ætlaði að
gera í framtíðinni þegar hann
var átta ára gamall. „Faðir
minn kom heim með fullt af
plötum og sagði mér að velja
og ég valdi nokkrar úr. Þar af
var ein með Little Richard og
eftir að hafa hlustað á hana var
framtíðin ráðin. Ég hugsaði
mér sjálfum mér „Guð,
mig langar til að gera
það sama og hann“. Reyndar
var draumur minn þegar ég var
níu eða tíu ára gamall að vera
einn af saxafónleikurunum í
hljómsveitinni hjá honum og
um það leyti fékk ég fyrsta
saxafóninn minn. Það var fall-
egur Selmer-saxófónn og ég
vann hjá slátraranum í hverf-
inu sem sendisveinn til
að borga fyrir
HLAUPARARNIR forðuðu sér á harða-
hlaupum undan nautshornunum. Það tókst
þó ekki alltaf. A þessari mynd sést einn
hlauparinn sýna mikla fífldirfsku þegar
hann grípur um horn nautsins á hlaupum.
ÞAU voru ekki árennileg nautin sem voru í hlaupinu.
Mannfall
í nautahlaupi
EINN maður lést og fjórir slösuðust í nautahlaupi sem fram
fór í bænum Pamplona á Spáni. Spánveijinn Jose Maria Luna
var stangaður í kviðinn og lést á spítala eftir að hafa gengist
undir aðgerð. Þetta var fyrsta nautahlaupið af átta sem eru
á dagskrá og eru þau hluti af hátíðarhöldum bæjarins, sem
Emest Hemingway gerði víðfræg með skáldsögu sinni „The
Sun Also Rises“. Þijátíu og níu voru fluttir á spítala eftir að
hafa stokkið af fimm metra hárri girðingu og var það líka
hluti af hátíðarhöldunum.