Morgunblaðið - 12.07.1994, Side 9
8 C ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚLÍ 1994 C 9
ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU
ISLANDSMOTIÐ I KNATTSPYRNU
URSLIT
Breiðabl. - Stjarnan 1:2
Kópavogsvöllur, íslandsmótið, 1. deild karla
— 9. umferð — mánudaginn 11. júlí 1994.
Aðstæður: Andvari og þurrt að mestu.
Blautur völlur.
Mark Breiðabliks: Gunnlaugur Einarsson
(24.).
Mörk Stjörnunnar: Leifur Geir Hafsteins-
son (70. og 75.).
Gult spjald: Einar Páll Tómasson, Breiða-
bliki (35. brot), Valur Valsson, Breiðabliki
(78. mótmæli), Goran Micic, Stjömunni (63.
brot), Valgeir Baldursson, Stjörnunni (80.
brot), Sigurður Guðmundsson, Stjömunni
(84. töf).
Rautt spjald: Enginn.
Áhorfendur: Trúlega um 300.
Dómari: Eyjólfur Olafsson.
Línuverðir: Ólafur Ragnarsson og Gísli
Jóhannsson.
Breiðablik: Guðmundur Hreiðarsson - Gú-
staf Ómarsson, Einar Páll Tómasson, Hákon
Sverrisson - Jón Stefánsson, Gunnlaugur
Einarsson, Amar Grétarsson, Valur Vals-
son, Kristófer Sigurgeirsson - Grétar Stein-
dórsson (Sigutjón Kristjánsson 75.), Rast-
islav Lazorik.
Stjaman: Sigurður Guðmundsson - Birgir
Sigfússon, Goran Micic, Lúðvík Jónasson -
Hermann Arason, Heimir Erlingsson (Val-
geir Baldursson 64.), Ragnar Gíslason,
Baldur Bjamason, Ottó K. Ottósson - Leif-
ur Geir Hafsteinsson, Bjami G. Sigurðsson.
KR-Valur 0:0
KR-völlur:
Aðstæður: Rigning lengi vel, örlítil gola,
völlurinn góður en eðliiega nokkuð blautur.
Gult spjald: Óskar Þorvaldsson KR (30.
fyrir brot), Davíð Garðarsson Val, (40. fyr-
ir brot), Einar Þór Daníelsson KR, (51. fyr-
ir kjaftbrúk), James Bett KR, (84. fyrir
brot), Kristinn Lárusson Val, (85. fyrir
brot), Heimir Gucijónsson KR, (90. fyrir
mótmæli).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Ari Þórðarson, átti mjög slakan
dag.
Línuverðir: Gylfi Orrason og Ingólfur
Hjaltason.
Áhorfendur: 715 greiddu aðgangseyri.
KR: Kristján Finnbogason - Þormóður Eg-
ilsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson, Sigurður
B. Jónsson, Izudin Daði Dervic - Rúnar
Kristinsson, James Bett, Heimir Guðjóns-
son, Einar Þór Daníelsson (Tryggvi Guð-
mundsson 79.) - Sigurður Eyjólfsson (Tóm-
as Ingi Tómasson 79.), Salih Heimir Porca.
Valur: Lárus Sigurðsson - Davíð Garðars-
son (Bjarki Stefánsson 82.), Guðni Bergs-
son, Kristján Halldórsson - Jón Grétar Jóns-
son, Atli Helgason, Steinar Adolfsson, Ág-
úst Gylfason, Hörður Már Magnússon -
Eiður Smári Guðjohnsen.
ÍBV-ÍA 0:2
Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum
Aðstæður: Smá gola, eilítið blautur völlur.
Mörk ÍA: Haraldur Ingólfsson (16.), Sigur-
steinn Gfslason (66.)
Gult spjald: Zoran Lubicic, ÍBV (1. brot),
Dragan Manolojvic, ÍBV (21. brot), Nökkvi
Sveinsson, ÍBV (82. fyrir ljótt orðbrag við
Alexander Högnason), Ólafur Þórðarson,
ÍA (77. mótmæli), Alexander Högnason, lA
(82. fyrir ljótt orðbrag við Nökkva Sveins-
son).
Rautt spjald: Enginn.
Dómari: Guðmundur Stefán Maríasson.
Línuverðir: Pjetur Sigurðsson og Gunnar
Gylfason.
Áhorfendur: Um 700.
ÍBV: Friðrik Friðriksson - Magnús Sigurðs-
son, Dragan Manolojuvic, Jón Bragi Amars-
son, Heimir Hallgrímsson - Þórir Ólafsson
(Steingrímur Jóhannesson 67.), Zoran
Ljubcic, Nökkvi Sveinsson, Bjamólfur Lár-
usson (Friðrik Sæbjömsson 67.) - Hermann
Hreiðarsson, Sumarliði Árnason.
ÍA: Þórður Þórðarson - Sturlaugur Haralds-
son, Zoran Miljkovic, Ólafur Adolfsson, Sig-
ursteinn Gíslason - Kári Steinn Reynisson,
Alexander Högnason, Ólafur Þórðarson,
Haraldur Ingóifsson - Mihajlo Bibrcic,
Bjarki Pétursson.
ÍBK-Þór 2:1
Keflavíkurvöllur
Aðstæður: Hægviðri, gekk á með rigning-
ardembum í fyrri hálfleik og var völlurinn
blautur og háll.
Mörk ÍBK: Marko Tanasic (78. vsp.), Óli
Þór Magnússon (86.).
Mark Þórs: Bjami Sveinbjömss. (59. vsp.j.
Gult spjald: Gestur Gylfason, iBK (21.
brot), Júlíus Tryggvason, Þór (78. mót-
mæli).
Rautt spjald: Ólafur Pétursson, Þór, (79.
fyrir að sparki knettinum í dómarann), Jó-
hann B. Magnússon, ÍBK (89. brot).
Ahorfendur: Um 500.
Dómari: Egill Már Markússon, var ekki
sannfærandi.
Línuverðir: Gísli Guðmundsson og Kristinn
Jakobsson.
ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Gestur Gylfa-
son, Kristinn Guðbrandsson, Jóhann B.
Magnússon, Karl Finnbogason - Gunnar
Oddsson, Marko Tanasic, Ragnar Steinars-
son, Ragnar Margeirsson, (Sverrir Þór
Sverrisson 79.) - Kjartan Einarsson, Óli Þór
Magnússon (Sigurður Björgvinsson 94.)
Þór: Ólafur Pétursson - Arni Þór Amason,
(Hlynur Byrgisson 71.), Láms Orri Sigurðs-
son, Páll Gíslason, (Brynjar Davíðsson 79.),
Birgir Þór Karlsson - Dragan Vitorovic,
Þórir Áskelsson, Guðmundur Benediktsson,
Júlíus Tryggvason - Ormarr Örlygsson,
Bjami Sveinbjömsson.
Fyrsti sigur
Stjömunnar
Var nærri búinn að gleyma sigur-
tilfinningunni sagði þjálfari Stjörnunnar
ÞAR kom að því að Stjörnumenn unnu leik í 1. deildinni.
Garðbæingar brugðu sér yfir hálsin til Kópavogs í gærkvöldi
og unnu þar sinn fyrsta leik i deildinni í sumar. Leifur Geir
Hafsteinsson skoraði tvívegis fyrir Garðbæinga í 1:2 sigri
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
þeirra.
Stjaman hefur verið að leika
ágæta knattspyrnu það sem
af er sumri en í gærkvöldi var hrein
hörmung að sjá til
liðsins í fyrri hálfleik
en mun skárra í
þeim síðari. Hvað
ætli Sigurlás Þor-
leifsson þjálfari hafi sagt við strák-
ana í leikhléi? „Tja, þú hefðir átt
að hlusta á ræðuna drengur minn.
Breiðabliksmenn hefðu gjarnan
mátt heyra ræðuna líka því það var
ekki glóra í því sem liðin voru að
gera í fyrri hálfleik,“ sagði Sigurlás
og af máli hans mátti skilja að
þrumuræða hefði verið haldin í bún-
ingsklefanum.
Ræðan skilaði sér út á völlinn
því allt annað var að sjá til liðsins
í síðari hálfleik. Baráttan var í lagi
og þar fór fyrirliðinn Ragnar fyrir
sínum mönnum, piltur sem aldrei
gefst upp. Með baráttu og mikilli
vinnslu án bolta gáfu Stjörnumenn
1|/|Á 24. mínútu fengu
■ ^#Blikar aukaspyrnu
skammt utan við vinstra víta-
teigshornið. Tveir Blikar stóðu
yfir knettinum og skyndilega og
án þess að Stjörnumenn væru
almennilega með á nótunum, tók
Gunnlaugur Einarsson spyrn-
una og sendi knöttinn glæsilega
yfir varnarvegginn og efst í
homið nær.
1a 4| Eftir að mark hafði
■ I legið í loftinu um
nokkurt skeið fengu Stjömu-
menn hornspyrnu á 70. mínútu.
Ragnar Gísiason tók hana, sendi
í átt að stönginni nær þar sem
Leifur Geir Hafsteinsson
stökk manna hæst og skallaði í
netið.
4 «pi
■ márnmv
Fimm mínútum síðar
ivar Leifur Geir aft-
ur á ferðmni. Hann vann boltann
á miðjunni, lék inná miðjan vall-
arhelming Blika og sendi út til
vinstri á Bjama G. Sigurðsson.
Hann gaf inn í vítateiginn aftur
og Gústaf reyndi að hreinsa frá
en knötturinn fór í samherja og
datt fyrir fætur Leifs Geirs sem
skoraði af öryggi.
Gunnar Oddsson, ÍBK. Lárus Sigurðsson,
Val.
Hákon Sverrisson, Arnar Grétarsson og
Valur Valsson, Breiðabliki. Ragnar Gisla-
son, Goran Micic, Hermann Arason, Lúðvík
Jónasson, Sljörnunni. Þórður Þórðarson,
Sturlaugur Haraidsson, Kári Steinn Reynis-
son, Ólafur Adolfsson, Alexander Högna-
son, Haraldur Ingólfsson, ÍA. Dragan
Manojlovic, Jón Bragi Amarsson, Zoran
Ljubicic, Nokkvi Sveinsson, ÍBV. Ólafur
Pétursson, Lárus Orri Sigurðsson, Dragan
Vitorovic, Guðmundur Benediktsson, Orm-
arr Örlygsson, Þór. Jóhar.n B. Magnússon,
Kristinn Guðbrandsson, Karl Finnbogason,
Óli Þór Magnússon, Sverrir Þór Sverrisson,
ÍBK. Guðni Bergsson, Hörður Már Magnús-
son, Ágúst Gylfason, Val. Kristján Finn-
bogason, Óskar Þorvaldsson, Þormóður
Egilsson, KR.
Ikvöld
1. deild karla
Kaplakriki: FH ■
Fram...20
]
nágrönnum sínum ekki frið til að
leika knettinum sín á milli eins og
í fyrri hálfleiknum. Mark lá í loftinu
og meðal annars lenti boltinn tví-
vegis í marksúlum Blika í sömu
sókninni áður en Leifur Geir Haf-
steinsson skoraði tvívegis.
Fátt markvert gerðist í fyrri hálf-
leik. Breiðabliksmenn voru þó
hættulegri við markið og Gunnlaug-
ur Einarsson skoraði eina markið
fyrir hlé, en nokkur færi misfórust
hjá Blikum. Blikar fengu mikinn
tíma til að athafna sig og hefðu
átt að nýta fleiri færi, en það tókst
ekki að þessu sinni.
Stjörnumenn léku ekki eins vel
og þeir hafa gert í leikjunum hing-
að til, en þeir sigruðu og það er
spurt að því, en ekki hvernig knatt-
spyrnu liðið lék. „Ég er rosalega
ánægður með stigin þijú; ég var
nærri búinn að gleyma hvernig til-
finning þetta er,“ sagði Sigurlás
þjálfari Stjörnunnar_ við Morgun-
blaðið eftir leikinn. „Ég held að það
'sé ekki nokkur vafí að betra liðið
sigraði í kvöld og ég var í rauninni
rólegur allan síðari hálfleikinn því
mark lá í loftinu allan tímann,"
sagði Sigurlás.
Sigurdur skallar að marki
iviorgunDiaoio/ övernr
Sigurður R. Eyjólfsson leikmaður KR skallar hér að markl Vals í fyrri hálfleik, og Davíð Garðarsson er til
varnar. Sigurður var í byrjunarliði KR í fyrsta skipti í sumar og lék í sókninni, en hann hefur þrisvar komið
inná sem varamaður.
KR-ingar enn án sigurs
vestur í Frostaskjólinu
KR-ingar gerðu enn eitt jafnteflið á heimavelli sinum í Frosta-
skjólinu í gærkvöldi, þegar Valur kom í heimsókn. Leiknum lykt-
aði með markalausu jafntefli, sem var það þriðja í röðinni hjá
KR-ingum á heimavelli í sumar, en þar hafa þeir enn ekki náð
að sigra nú þegar keppni í 1. deildinni er hálfnuð. Leikurinn var
lengi vel hægur og bragðdaufur, og var það ekki eingöngu leik-
mönnum að kenna; dómarinn Ari Þórðarson átti sinn þátt í þvf.
Fyrri hálfleikurinn var einn sá
daufasti sem boðið hefur verið
upp á í sumar. Færin voru ákaflega
fá, en flestum til
mikillar furðu komu
Eiríkfson tvösitt hvorummeg-
skrifar In “ velhnum á 40.
mínútu; sem mark-
verðimir vörðu vel.
Síðari hálfleikur var heldur fjör-
ugri, liðin náðu að skapa sér færi,
og þegar um tíu mínútur voru Iiðnar
voru bæði lið búin að fá tvö ágæt
færi. Á 57. mínútu skaut Einar Þór
að marki Vals en Lárus varði og
fjórum mínútum síðar átti Rúnar
Kristinsson einniggott skot að marki
sem endaði í lúkunum á Lárusi.
Valsmenn náðu síðan öflugri sókn
stuttu síðar, en Hörður Már náði
ekki að reka tæmar í knöttinn eftir
fyrirgjöf. Þannig gengu færin á víxl
en besta færi hálfleiksins kom þegar
rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.
James Bett fékk knöttinn í vítateign-
um hægra megin, skaut föstu skoti
sem Lárus varði meistaralega. Bett
fékk knöttinn aftur en lyfti honum
hárfínt yfír. Leikmenn héldu áfram
að skapa sér færi það sem eftir lifði
leiksins, en engin það vænleg að þau
gæfu mörk. Leikurinn verður að telj-
ast nokkuð jafn þegar á heildina er
litið. Bæði lið áttu arfaslakan fyrri
hálfleik, og góða spretti í þeim síð-
ari. Sóknir Valsmanna voru reyndar
helst til einhæfar, flestar upp miðj-
una en kantarnir lítið notaðir. KR-
ingar reyndu meira að fara upp kant-
ana, en gekk ekki mjög vel að koma
knettinum fyrir. Markverðir beggja
liða stóðu sig vel, meira reyndi á
Lárus Sigurðsson í marki Vals, sem
var mjög öruggur. Guðni Bergsson
skilaði hlutverki aftasta varnar-
manns mjög vel, og Ágúst Gylfason
vann vel á miðjunni. Valsmenn börð-
ust vel og KR-ingar reyndu einnig
að sýna baráttu, en einhverra hluta
vegna virtust þeir ekki gefa sig af
fullum krafti í leikinn.
Ekki er hægt að skilja við þennan
leik án þess að minnast á frammi-
stöðu dómarans Ara Þórðarsonar.
Þó svo að leikmenn hafi margir
hverjir verið hægir og slakir sló
hann öll met. í fyrsta lagi var hann
seinn að dæma sem fór mjög í taug-
arnar á leikmönnum og áhorfendum.
í öðru lagi stöðvaði hann iðulega
leikinn við brot, þrátt fyrir að liðið
sem fékk aukaspyrnuna væri með
boltann, og hægði þar með mikið á
leiknum sem var hægur fyrir. í þriðja
lagi var hann ekki samkvæmur sjálf-
um sér, og gerði auk þess augljós
mistök sem ekki eiga sjást til dóm-
ara í 1. deild. Ef hann hefur ekki
púst í heilan leik á hann að draga
sig í hlé, annars þarf hann að taka
sér tak, því frammistaða hans var
ákaflega döpur.
Þetta gefur tóninn
- sagði Guðni Bergsson fyrirliði Vals
Þetta var mun betra en síðast, við tókum okkur saman í andlitinu og gáfum
okkur alla í leikinn. Við ætluðum okkur sigur en þetta varð jafntefli þeg-
ar upp var staðið," sagði Guðni Bergsson fyrirliði Vals. „Þetta gefur tóninn
fyrir það sem koma skal og við munum spila betur í síðari umferðinni en þeirri
fyrri. Við gerum okkur greín fyrir að við þurfum að hafa fyrir hlutunum, stilla
okkur saman og beijast. Það gerðum við núna og munum gera framvegis,"
sagði Guðni.
Þess ber að geta að Guðjón Þórðarson þjálfari KR neitaði að tjá sig eftir
leikinn og sagði að það sama gilti um alla leikmenn liðsins.
Markahæstir
7 - Bjarni Sveinbjömsson, Þór.
6 - Mihajlo Bibercic, ÍA, Óli Þór Magnús-
son, ÍBK.
5 - Helgi Sigurðsson Fram, 4 - Rikharður
Daðason, Fram, Tómas Ingi Tómasson,
KR, Leifur Geir Hafsteinsson, Stjörn-
unni.
3 - Bjarki Pétursson, ÍA, Guðmundur
Benediktsson, Þór, James Bett, KR, Jón
Erling Ragnarsson, FH.
Fj. leikja u j T Mörk Stig
IA 9 6 2 1 16: 4 20
FH 8 5 2 1 7: 3 17
ÍBK 9 3 5 1 14: 8 14
KR 9 3 3 3 13: 7 12
ÞOR 9 2 4 3 15: 12 10
VALUR 9 2 3 4 8: 16 9
FRAM 8 1 5 2 13: 14 8
IBV 9 1 5 3 6: 10 8
STJARNAN 9 1 5 3 8: 13 8
UBK 9 2 2 5 9: 22 8
O:
Bjjarni Sveinbjörnsson kom
Þórsurum yfir með marki úr víta-
spyrnu á 59. mínútu eftir að dæmt hafði
verið brot á Gest Gylfason gegn Guðmundi
Benediktssyni. Ólafur Gottskálksson mark-
vörður ÍBK var nálægt að veija, en hélt
ekki boltanum.
1:1
Marko Tanasic jafnaði metin
fyrir Keflvíkinga úr vítaspyrnu á
78. mínútu sem dæmt var á Ormarr Órlygs-
son fyrir brot á Marko sem tók vítið sjálfur
og skoraði örugglega og átti Ólafur Péturs-
son markvörður Þórs ekki möguleika á að
veija.
2a 4|| Óli Þór Magnússon setti sigur-
■ I mark ÍBK á 86. mínútu eftir
góðan undirbúning Sverris Þórs Sverrisson-
ar sem áður hafði leikið vörn Þórs grátt og
sendi að því loknu boltann fyrir markið til
Óla Þórs sem var réttur maður á réttum
stað.
Tassotti
fékkátta
leikja bann
m
Italski landsliðsmaðurinn
Mauro Tassotti var úrskurð-
aður í átta leikja bann af aga-
nefnd FIFA í gær, fyrir að nef-
brjóta Spánvetjann Luis Enrique
í leik Ítalíu og Spánar í átta liða
úrslitum HM. Hann var auk
þess sektaður um rúma eina
milljón króna. Þetta er þyngsta
refsing sem leikmaður á HM
hefur þurft að sæta frá upphafí.
FOLK
■ GUNNLAUGUR Einarsson
gerði eina mark Breiðabliks í gær
og var þetta fyrsta markið sem
hann gerir fyrir félagið.
■ EFTIR hvern heimaleik
Breiðabliks er valinn Bliki leiksins
og fær viðkomandi meðal annars
ókeypis klippingu hjá Villa Þór.
Gárungarnir segja að það sjáist á
liðinu hverjir hafi verið valdir því
þeir koma allir burstaklipptir í
næsta heimaleik.
■ GUÐNI Bergsson fyrirliði Vals
var á léttu nótunum eftir leikinn
gegn KR. Þegar hann var inntur
eftir því hvernig stæði á því að leik-
urinn hefði verið svona slakur í
fyrri hálfleik, sagði hann að þetta
væri oft svona þegar tvö sterk lið
mættust, samanber leikur Hollands
og Brasilíu í átta liða úrslitum HM,
og glotti við tönn.
■ GUÐJÓN Þórðarson þjálfari
KR tók framheijana Tómas Inga
Tómasson og Tryggva Guð-
mundsson út úr byijunarliðinu
gegn Val. Þeir komu hins vegar
báðir inn á þegar um 11 mínútur
voru til leiksloka.
M TÓMAS Ingi meiddist á baki
þegar skammt var til leiksloka, fékk
varnarmanninn Kristján Halldórs-
son aftan í sig og féll við. Hann
var borinn af leikvelli og síðan flutt-
ur með börum inn í búningsklefa.
Krislján sagði eftir leikinn að
þarna hefði verið um brot að ræða,
ekki þó ásetningsbrot, en dómarinn
sá þó ekki tilefni til að flauta. Tóm-
as slasaðist ekki alvarlega sam-
kvæmt upplýsingum sem fengust
úr herbúðum KR-inga.
■ KR-INGAR heimtuðu víta-
spyrnu á síðustu sekúndum leiks-
ins, að því er virtist vegna hendi.
Valsmenn vildu ekkert kannast við
það eftir leikinn, og KR-ingar neit-
uðu að tjá sig við blaðamenn.
Skagamenn aftur
á sigurbrautina
EYJAMENN töpuðu öðrum
heimaleik sínum í röð, þegar
þeir fengu íslands- og bikar-
meistara ÍA í heimsókn f gær-
kvöldi. Meistararnir fóru aftur á
sigurbraut og unnu 2:0, en
heimamenn höfðu alla mögu-
leika á að gera betur.
Leikurinn fór fremur rólega af
stað, en þó sóttu leikmenn ÍA
meira án þess að skapa sér veruleg
færi, rejmdu mest
langskot undan smá
golu, sem fæst hittu
mark Eyjamanna.
Það var svo Haraldur
Ingólfsson, sem kom Skagamönnum
yfír á 16. mínútu með því að skjóta
í varnarmann Eyjamanna og í stað
þess að hafna beint í fangi Friðriks
markmanns breytti boltinn um stefnu
og hafnaði í netinu. Eftir þetta skipt-
ust liðin á um að sækja í fyrri hálf-
leiknum. Bjarnólfur Lárusson átti
þrumuskot að marki ÍA, en boltinn
fór í Ólaf Adolfsson og þaðan beint
yfir og skömmu fyrir hlé munaði
minnstu að Bjarki Pétursson kæmi
Sigfús Gunnar
Guömundsson
skrifar frá
Eyjum
Om <4 Kári Steinn Reynis-
■ I son sendi boltann
fyrir mark ÍBV á 16. mínútu.
Þar var Haraldur Ingóifsson
staddur á miðjum teig og skaut
sakleysilegu skoti, að því er virt-
ist, en boltinn lenti í varnar-
manni ÍBV og fór í bláhomið.
OB^^Á 66. mínútu mis-
■ áSatókst einum vamar-
nianna iBV að hreinsa frá marki
og Sigursteinn Gíslason fékk
boltann í teignum og afgreiddi
hann yfír Friðrik Friðriksson
markvörð.
LA í 2:0, en hann skailaði boltann
undir slá heimamanna eftir fyrirgjöf
Kára Steins Reynissonar.
Eyjamenn komu frískir til síðari
háifleiks og þegar fimm mínútur
voru liðnar fengu þeir gullið tæki-
færi til að jafna. Zoran Ljubicic sendi
fallega inn á Þóri Ólafsson, sem var
einn á vítateig, en hann skaut beint
á Þórð í markinu og frábært færi fór
forgörðum. Um miðjan hálfleikinn
kom Sigursteinn Gíslason ÍA í 2:0
eftir mistök í vörn ÍBV. Þá brá Snorri
Rútsson, þjálfari ÍBV, á það ráð að
setja Steingrím Jóhannesson og Frið-
rik Sæbjörnsson inn á. Þeir hleyptu
nokkru lífi í leik heimamanna og
fengu sitt færið hvor, en mörkin
urðu ekki fleiri.
„Betra liðið sigraði," sagði Snorri
Rútsson, þjálfari ÍBV, við Morgun-
blaðið. „Skagamenn höfðu viljann og
það gerði útslagið. Við klúðruðum
tveimur til þremur dauðafærum og
það er ljóst að tuðran verður að fara
inn eigi leikir að vinnast, en það
hefur ekki gengið vel hjá okkur hing-
að til.“
Hörður Helgason, þjálfari ÍA, var
að vonum ánægður. „Það er gott að
fara með þijú stig héðan, því þau
eru alls ekki auðunnin. Ég var
ánægður með margt í leik okkar.
Okkur tókst oft vel að láta boltann
ganga, en Eyjamenn fengu vissulega
sín færi og við sluppum nokkrum
sinnum með skrekkinn. Þeir gáfust
aldrei upp og það er alltaf gaman
að koma og spila héma — og ekki
er verra að sigra.“
Morgunblaðið/Golli
Mikið gekk á í Keflavík í gær og tveir leikmenn voru reknir af velli. Hér berjast Tanacic og Ormarr Örlygsson um
knöttinn og Lárus Orri Sigurðsson er við öllu búinn.
Tvö rauð í Keflavík
HEiTT var íkolunum og allt á suðupunkti íKeflavík ígærkvöldi
og vísaði dómarinn tveim leikmönnum af leikvelli þegar heima-
menn sigruðu Þór frá Akureyri 2:1 í þó oft fjörugum og skemmti-
legum ieik. Þetta var annar sigur Keflvíkinga í röð eftir að Pétur
Pétursson tók við liðinu en þeir höfðu áður gert sér lítið fyrir og
sigrað Skagamenn á Skaganum og eru nú í þriðja sæti.
Leikurinn var tíðindalítill framan
af. Heimamenn sóttu ívið
meira í fyrri hálfleik og þá var Óli
Þór Magnússon
Bprn nokkrum sinnum
Blöndal nálægt þvi að skora.
skrifar frá En besta færið kom
Keflavik þö { hiut Akur-
eyringa, en þversláin bjargaði
heimamönnum eftir hörkuskot frá
Dragan Vitorovic. Til tíðinda dró
svo fljótlega í síðari hálfleik þegar
Þórsarar fengu dæmda vítaspyrnu
og settu mark nokkuð gegn gangi
leiksins. Markið virtist draga mátt-
inn úr Keflvíkingum um tíma, en
þeir náðu sér á strik aftur og eftir
eina af mörgum sóknum þeirra var
dæmd vítaspyrna á Þórsara eftir
brot í vítateignum sem þeir skoruðu
úr og jöfnuðu þar með leikinn.
Norðanmenn voru ekki sáttir við
vítaspyrnudóminn og í kjölfarið
fékk Júlíus Tryggvason gult spjald
fyrir mótmæli og síðan fékk Ólafur
Pétursson markvöður það rauða
þegar hann sparkaði boltanum í
dómarann þegar hann spyrnti fram
eftir vítaspyrnuna.
Undir lok leiksins náðu Keflvík-
ingar síðan að knýja fram sigur
með fallegu marki sem Óli Þór setti
eftir góða sókn og laglegan leik
Sverris Þórs Sverrissonar sem
skömmu áður hafði komið inná sem
varamaður. Skömmu efir markið
fékk Jóhann B. Magnússon annar
miðvarða ÍBK að líta rauða spjaldið
fyrir brot og það sem eftir lifði lögðu
Þórsarar allt í sölurnar til að jafna
en allt kom fyrir ekki.
„Þetta var sætur sigur því Þórs-
arar eru með sterkt og gott lið og
ég er í sjöunda himni með þessá
byijun hjá okkur,“ sagði Pétur Pét-
ursson þjálfari ÍBK efir leikinn.
Pétur sagðist hafa lagt áherslu á
lijá sínum mönnum að hafa gaman
af leiknum og það hefði gengið eft-
ir. „Dómarinn eyðilagði leikinn fyr-
ir okkur,“ annað hef ég ekki um
hann að segja sagði Sigurður Lár-
usson þjálfari norðanmanna eftir
leikinn.