Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 19.07.1994, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Farþegum í millilandaflugi fyrri hluta ársins hefur fjölgað verulega Farþegar 9% fleiri en búist var við FARÞEGAR í Evrópuflugi Flugleiða voru 26,8% fleiri íjúní sl. en í sama mánuði í fyrra. í Norður-Atlants- hafsfluginu er fjölgunin 14,2%. í áætlunum Flugleiða var gert ráð fyrir að heildarfarþegafjöldinn myndi aukast, en fjölgunin varð 9% meiri en þær áætlanir gerðu ráð fyrir. 43,2% fjölgun í Evrópuflugi Farþegum í millilandaflugi fyrri hluta þessa árs hefur fjölgað veru- lega. Ef litið er til fyrstu sex mán- aða ársins hefur farþegum í Norður- Atlantshafsfluginu fjölgað um 13,9%, en farþegum í Evrópufluginu hefur fjölgað enn frekar, eða um 43,2%. Pétur Ómar Ágústsson, sölustjóri hjá Flugleiðum, segir að erlendum ferðamönnum til landsins hafi fjölg- að veruiega, en ekki sé um íjölgun utanlandsferða íslendinga að ræða. „Þá hefur orðið töluverð íjölgun farþega milli Skandinavíu og Amer- íku og sem dæmi má nefna að nú í júní voru margir farþegar á þeirri leið að fara á heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu. Flugleiðin Ham- borg-Kaupmannahöfn hefur einnig reynst vel í Evrópufluginu.“ Pétur Ómar sagði að þessi fjölgun farþega kristallaðist ekki endilega í hærri tekjum. „Auðvitað skiiar svo mikil aukning sér, en fargjöld hafa lækkað frá síðasta ári, svo tekju- aukningin er ekki eins mikil og ella.“ Farþegar Fiugleiða í millilandaflugi í janúar til júní og í júní 1993 og ’94 217 73g Evrópuflug Breyting jan.-júní '93-’94 43,2% Breyting í júní ’93-’94 26,8% 1993 1994 1993 1994 Stöð 2 notar sjónvarpsrás Sýnar meðan skipt er um myndlykla Lyklaskipti næsta haust STEFNT er að því að skipti á myndlyklum Stöðvar 2 hefjist næsta haust, að sögn Bjarna Krist- jánssonar, starfandi stjómvarps- stjóra. Á meðan á skiptunum stend- ur verður dagskrá Stöðvar 2 send út á sjónvarpsrás Sýnar, þar sem kerfi nýju myndlyklanna er frá- brugðið eldra kerfinu. Þegar skipt- in eru um garð gengin verður út- sending eingöngu á rás Stöðvar 2. 50 þúsund myndlyklar í nóvember í fyrra festi íslenska útvarpsfélagið kaup á 50 þúsund myndlyklum með samningi við eitt af fyrirtækjum Philips í Frakk- landi. Nýju lyklarnir verða í eigu íslenska útvarpsfélagsins og lán- aðir áskrifendum endurgjalds- laust. í samtali við Morgunblaðið í nóvember sagði Páll Magnússon, þáverandi sjónvarpsstjóri, að ástæður skiptanna væru þrjár. í fyrsta lagi yrði erfiðara að njóta góðs af dagskrá stöðvarinnar með óheiðarlegum hætti, því þetta myndlyklakerfi væri það öruggsta sem byðist. í öðru lagi væru núver- andi lyklar teknir að eldast og bilanir í þeim tíðar og í þriðja lagi væru gömlu lyklarnir að úreldast. Með nýjum lyklum yrði nýtt lykil- númer sent í gegnum loftið um leið og greiðsla bærist hver mán- aðamót og því óþarfi að stimpla það inn. í tengslum við fréttir undanfar- ið af Islenska útvarpsfélaginu og Sýn hefur komið fram, að samn- ingur er milli félaganna um að íslenska útvarpsfélagið fái afnot af sjónvarpsrás Sýnar, á meðan á myndlyklaskiptunum stendur. Ástæða þessa er sú, að myndlykla- kerfin tvö, hið gamla og hið nýja, eru ólík og ekki er hægt að senda út á einni rás merki sem báðar gerðir myndlyklanna næmu. Ef ekki væri farin þessi leið þyrfti að skipta um alla myndlyklana á mjög skömmum tíma, en slíku fylgdi röskun á dagskrá, sem ótt- ast er að fældi áskrifendur frá og þýddi þannig tekjutap Stöðvar 2. Búist er við að skiptin taki nokkra mánuði, en þegar þau eru um garð gengin verður eingöngu sent út á rás íslenska útvarpsfé- lagsins. Bjartsýni fyrir álfund í Canberra Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins kveðst hóflega bjart- sýn á árangur af tilraunum til þess að leysa vandamál vegna offram- boðs á áli í heiminum, sem tekin verða til umfjöllunar á fundi emb- ættismanna í Canberra í Ástralíu á fimmtudag. Verð á áli er 1.542 dollarar tonn- ið og hefur ekki verið eins hátt í þijú ár. í nóvember var verðið 1.040 dollarar tonnið og hafði ekki verið eins lágt í níu ár. Það var 1.700 dollarar þegar aukinn álflutningur frá Rússlandi leiddi til verðhruns. Ef verðið heldur áfram að hækka kann það að draga úr áhuga álfram- leiðenda á að takmarka afköstin. Sex helztu álframleiðendur heims samþykktu í marz að minnka fram- leiðsluna um 10% eða allt að tvær milljónir lesta á tveimur árum. Rússar óánægðir Samkvæmt heimildum í Moskvu munu Rússar tilkynna að þeir muni standa við áður gert samkomulag um minni afköst, ef önnur ríki geri slíkt hið sama. Að sögn Vladímírs Kaltsjenkós, varaforstjóra Alúm- íníj-samsteypunnar, eru Rússar óánægðir með að nokkur álfram- leiðslulönd takmarki ekki afköst, fyrst og fremst við Venezúela og Brazilíu, en einnig Kanada. Forráðamenn Alumar-fyrirtæk- isins í Brazilíu hafa sagt að þeir muni auka framleiðsluna lítið eitt á þessu ári. Álframleiðsla Venezúela jókst um 5.4% í maí miðað við sama mánuð í fyrra. Kaltsjenkó segir að Rússar hafi skorið niður framleiðsluna um 200.000 lestir til l.júlí. í janúar samþykktu Rússar að minnka fram- leiðsluna um 300.000 tonn í apríl og um 200.000 tonn fyrir 1. júlí. Rússneskir álframleiðendur segja að dregizt hafi að minnka fram- leiðsluna af tæknilegum ástæðum. Fjölmiðlar Fimmta sjónvarps- rásin í Bretlandi London. Reuter. FIMMTA sjónvarpsrásin hefur verið leyfð í Bretlandi og um leið verða heimilaðar allt að 12 stafrænar stöðvar, sem sagt er að eigi að auka val áhorfenda og búa í haginn fyrir stafrænt hátæknisjónvarp handa öllum. Lokaákvörðun í málinu er hins vegar í höndum sérstaks sjónvarpsráðs, Independent Television Commission, og það hefur sitthvað við áætlun stjórn- valda að athuga. Peter Brooke útvarpsráð- herra virðist telja stafrænt sjón- varp lykilatriðið. Ef aðeins yrði beitt ríkjandi tækni mundi rás 5 aðeins ná til tveggja þriðju hluta brezku þjóðarinnar. Eftirsótt rás Ýmsir aðilar eru taldir hafa áhuga á að reka rás 5, sem gæti orðið „síðasta fijálsa rásin í Vestur-Evrópu“. Mest hefur heyrzt í fjölmiðlafyrirtækjunum Pearson Plc, Time Wamer Inc og MAI Plc. Virgin-samsteypa athafna- mannsins Richards Bransons kveðst vera að móta með sér „heildarhugmynd" og ræða við aðra aðila. Hæðir í SIS- húsi óseldar „ÞAÐ hefur ekkert komið út úr samningaviðræðum við ríkið enn sem komið er, en ég hef engar áhyggjur af að ekki takist að selja þessa eign, enda er hér besta skrifstofuhúsnæði í bænum,“ sagði Margeir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins, í samtali við Morg- unblaðið. Sjóðurinn á fjórar hæð- ir í SÍS-húsinu við Kirkjusand, sem að sögn Margeirs eru metnar á rúmar 500 milljónir króna, en nýtir hluta af einni hæð sjálfur. Margeir sagði að Samvinnulífeyr- issjóðurinn hefði átt í viðræðum við ríkið um kaup á húsnæðinu, m.a. undir starfsemi Tryggingar- stofnunar ríkisins. „Við höfum einnig rætt við aðra aðila, en það hefur ekkert komið út úr því enn. Við þurfum ekki að ör- vænta, sjóðurinn stendur ágæt- lega, með tæplega 8 milljarða eignir.“ Verð á kakó hækkar London. Reuter. VERÐ á kakó til afhendingar í september hækkaði í gær um 34 pund í 1,102 pund tonn- ið. Skýringin á hækkuninni var sú að taugaóstyrkir fjárfestar og framleiðendur kepptust um að kaupa kakóbirgðir til þess að afstýra spákaupmennsku á við þá sem hefur stuðlað að því að verð á kaffi hefur hækkað um 80% á undanförn- um vikum. „Kaffi hefur greinilega áhrif á verð á kakói," sagði sérfræðingur nokkur. „Mörg fyrirtæki, sem verzla með kaffi, verzla einnig með kakó og eru staðráðin í að láta ekki koma sér í opna skjöldu, ef kakóið hækkar einnig upp úr öllu valdi." Vegna betra veðurs á kaffi- ræktarsvæðum í Brazilíu um helgina lækkaði verð á kaffi til afhendingar í september um 28 dollara í gær í 3,800 tonnið. Gosdrykkir Colastríð í algleymingi í Japan DÓTTURFYRIRTÆKI Coca Cola í Japan hefur dregizt inn í verðstríð og reynir að veija markað sinn gegn ódýrari, innlendum tegundum. Vegna harðnandi sam- keppni hefur fyrirtækið flutt inn frá Bandaríkjunum 300.000 kassa af Coca Cola, sem verða seldir á niðursettu verði í stórverzlunum og á skyndibitastöðum á Stór- Tókýósvæðinu. Colastríð er nýmæli í Japan, en slík verðstríð hafa geisað í Norður-Ameríku og Evrópu, þar sem innlendar tegundir mæta samkeppni frá ódýrari tegundum. Framleiða gosdrykki í Japan hefur stórverzlana- keðjan Iko-Yokado tekið upp samvinnu við kanadíska fyrir- tækið Cott og tvö bandarísk fyrirtæki um framleiðslu gos- drykkja. Smákaupmenn selja 354 millilítra dós á 78 jen, 29% lægra verði en venjulega dós með Coca Cola, en Daiei, umsvifamesta stórverzlana- fyrirtækið í Japan, hefur hafið sölu á eigin cola-drykk, fram- leiddum í Bandaríkjunum, á 39 jen. Uppsagnir hjá PepsiCo New York. Reuter. PEPSI COLA hyggst fækka 6.000 stjórnsýslustörfum í gosdrykkjadeild fyrirtækisins í Bandaríkjunum um 10-20% að sögn Wall Street Journal. Um fjórðungi 1.000 starfs- manna í höfuðstöðvum gos- drykkjadeildar fyrirtækisins í Somers, New York-ríki, verð- ur sagt upp að sögn blaðsins. Stjórnendur jafnt sem ritarar munu missa atvinnuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.