Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.07.1994, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 1994 15 ERLENT . Tryggðu þér Hope strax í dag, hafðu samband við söiumenn okkar í síma 614040 Eitt afnotagjald fyrir 99 H HOPE símboða! Með Hope símboðakerfinu þarf aðeins eina símalínu fyrir allt að 99 símboða, í stað einnar línu fyrir hvern símboða eins og nú er í eldri kerfum c Eitt símanúmer og 99 einkanúmer! Með einkakóda berast skilaboðin einungis til þín, þótt þú sért inni á sama símanúmeri og aðrir. Eins býður Hope-símboðinn m.a. upp á: ■ MINNISHÓLF fyrir allt að 16x20 stafa skilaboð. ■ TÓNMERKJAVAL, þ.e. 3 mismunandi hringingar/merki. ■ SÉR EINKENNI FYRIR ENDURTEKIN SKILABOÐ. ■ KLUKKA OG VEKJARI ■ RAFHLÖÐUAÐVÖRUN. Rafhlaðan endist rúmlega 600 klukkustundir og símboðinn lætur vita þegar líður að skiptingu. ■ AÐVÖRUN UTAN ÞJÓNUSTUSVÆÐIS ■ TELJARI FYRIR INNKOMIN SKILABOÐ, ■ SJÁLFVIRK PRÓFUN. Símboðinn gerir sjálfu prófanir og villuleitanir stmnKKDm Símtczfci fi.f. Hátúni 6a, sími 614040 Bændur í Belgíu mótmæla HUNDRUÐ reiðra bænda í Belgíu lokuðu í gær vegum í Flæmingjalandi til að mót- mæla áformum stjórnarinnar um aðgerðir til að draga úr offramleiðslu á svína- og kúa- skít sem hún segir menga grunnvatn og stuðla að súru regni. Bændurnir segjast verða fyrir miklu tekjutapi og margir verði að bregða búi vegna aðgerðanna. Áfall fyrir Balladur ALAIN Carignon, fjarskipta- málaráðherra Frakklands, sagði af sér á sunnudag vegna spillingarmáls í Grenoble, þar sem hann er borgarstjóri. Car- ignon er náinn samstarfsmað- ur Edouards Balladurs forsæt- isráðherra og afsögnin er mik- ið áfall fyrir hann. Umhverfislýti fjarlægt BRESKA stjórnin tilkynnti í gær að eitt af umhverfislýtum miðborgarinnar í London, þrjár turnbyggingar sem hýsa umhverfis- og samgönguráðu- neytin, verði rifíð niður. Bygg- ingarnar eru 21 hæðar og hafa gnæft yfír þinghúsið og fleiri byggingar í Westminster í 30 ár. Höfundur tölvuveira handtekinn BRESKA lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið mann sem grunaður er um að hafa samið þijár skaðlegar tölvuveirur, sem eyða gögnum á hörðum diskum og lama diskadrifin. Þegar veiran kemst í tölvurnar birtast eftirfarandi skilaboð á ensku: „Reyktu handa mér rið- lax, ég kem aftur í morgun- verð. Því miður á það ekki við um sum gögnin þín.“ Verið er að rannsaka hversu miklum skaða veirurnar ollu. Meiri hiti vegna gufu? PIERRE Morrel, virtur lofts- lagsfræðingur, sagði í gær að aukin vatnsgufa vegna lofts- lagsbreytinga á jörðinni myndi auka skýjamyndunina og gæti þannig stuðlað að enn meiri hita. Hann sagði þetta þó ráð- ast af því hvernig skýin mynd- uðust; hitinn myndi aukast ef skýin mynduðust ofarlega í gufuhvolfínu en gæti minnkað ef þau yrðu neðarlega. Frakklands- forseti í aðgerð París. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, gekkst undir skurðað- gerð í gær og hún heppnaðist vel, að sögn læknis hans. Mitterrand gekkst undir aðgerð vegna krabba- meins í blöðru- hálskirtli í sept- ember 1992 og í gær var hann skorinn upp til að losa stiflu í þva- grásinni sem hafði áhrif á nýrun. Talsmaður rík- issjúkrahúsa í París sagði að forset- inn kynni fara af Cochin-sjúkrahús- inu um næstu helgi og það tæki hann tvo mánuði að ná sér að fullu eftir aðgerðina. Sumarleyfi franskra stjórnmála- manna er nýhafíð og mesta anna- tíma forsetans er lokið. Ekkert bendir til þess að flýta verði forseta- kosningunum, sem eiga að fara fram í maí, vegna aðgerðarinnar. Mitterrand Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og kveÖjum á 60 ára afmœli mínu 2. júlí sl. Þráintt Þorvaldsson. Excel námskeið 94029 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Rúmlega milljarður manna hlýddi á tenórana þrjá Puccini og Sinatra á efnisskránni Los Angeles. Reuter. TENÓRARNIR þrír, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras, sungu bæði klass- ískar óperuaríur og bandarísk dægurlög fyrir 56 þúsund áheyr- endur á Dodger-leikvanginum á laugardagskvöldið, en búist er við að alls hafí rúmlega milljarður manna í 70 löndum fylgst með beinum sjónvarpssendingum frá tónleikunum. Meðal áheyrenda var Frank Sinatra, og eftir að tenór- arnir höfðu sungið „My Way“ - líklega frægasta lag sem Sinatra hefur sungið - stóð hann á fætur og sendi þeim fingurkoss. Tenóratríóið vatt sér síðan í „Singing in the Rain“, til heiðurs Gene Kelly, sem sat í fremstu röð við hlið Sinatra, og „Moon River.“ Fótboltafíklar Áheyrendurnir 56 þúsund, sem troðfylltu leikfanginn, fögnuðu gíf- urlega þegar tenórarnir sungu aríu Puccinis, „Nessun Dorma“, eftir fjórða uppklappið, en sú aría var hámarkið á tónleikunum sem þeir héldu í Róm fyrir fjórum árum. Eins og stundum hefur verið tal- að um „fimmta Bítilinn“, þá hefur hljómsveitarstjórinn Zubin Metha verið nefndur „fjórði“ maðurinn í tríóinu, og á laugardagskvöldið stýrði hann 104 manna Fílharmón- Reuter PLACIDO Domingo, Jose Carreras og Luciano Pavarotti syngja á Dodger-leikvanginum í Los Angeles á laugardagskvöldið. Það var fátt sem benti til þess að leikvangurinn væri að upplagi gerður fyrir hafnabolta, þegar tónleikar tenóranna þriggja fóru þar fram. íuhljómsveit Los Angeles og 60 manna óperukór. Tónleikarnir voru haldnir í tengslum við Heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu, sem lauk nú um helgina, og að sögn framkvæmda- stjórans, Tibor Rudas, var það ekki síst fótboltafíkn tenóranna sem gerði tónleikana mögulega. „Ég vissi að ef við myndum gera þetta beinlínis tengt Heimsmeistara- keppninni - fýrstu tónleikarnir [í Róm fyrir fjórum árum] voru það ekki, þetta var tilviljun - þá myndu þeir vera tilbúnir til að vera með,“ sagði Rudas. Hundrað og fimmtíu metra sviðs- rnynd af regnskógi hafði verið reist á leikvanginum, og tenórarnir komu fram á sviði sem var umkringt 20 súlum að rómverskum hætti, en þær voru búnar til í Ungveijalandi, sér- staklega að þessu tilefni. Meðal áheyrenda voru fyrrum Bandaríkjaforseti, George Bush og frú Barbara; núverandi varaforset- afrú, Tipper Gore. Búist hafði verið við að Ronald Reagan og frú Nancy kæmu á tónleikana, en af því varð ekki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.